Færri gæðastundir, fleiri vinnustundir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 18. febrúar 2024 08:01 Við gerð spurningakannana er mikilvægt að spurningar séu ekki leiðandi, það er að segja orðaðar þannig að aðeins sé hægt að túlka niðurstöðurnar á einn veg. Það er alveg sama hvort sá sem er spurður að því hvort hann sé hættur að berja konuna sína svari játandi eða neitandi - í báðum tilfellum felur svarið í sér að hann hann hafi einhvern tímann gert það. Nýleg könnun sem foreldrar leikskólabarna í Kópavogi fengu senda var gott dæmi um leiðandi spurningakönnun. Allar spurningarnar voru jákvæðar staðhæfingar sem foreldrar áttu svo að svara hversu sammála eða ósammála þeir væru. Til dæmis var fólk beðið um að merkja við hversu sammála eða ósammála það væri fullyrðingunni um að breytingarnar hafi leitt til aukningar gæðastunda barnsins með fjölskyldu sinni. Aðeins 26% svarenda segjast sammála en 43% ósammála. Við vitum aftur á móti ekkert um það hvort þessi 43% eigi við að gæðastundum hafi fækkað hjá þeim, eða hvort tíðni þeirra sé óbreytt. Í öllu falli er mjög vafasamt að túlka niðurstöðurnar þannig að áhrifin séu jákvæð fyrir gæðastundir. Ásdís fullyrðir að dregið hafi úr álagi og áreiti á börn eftir breytingarnar. Engu að síður eru aðeins 25,5% svarenda sem segjast sammála fullyrðingunni að breytingin hafi haft jákvæð áhrif á líðan barnsins, á meðan 75% svarenda segjast ósammála eða óviss. Við vitum ekki nema breytingin hafi jafnvel haft neikvæð áhrif á líðan barnsins þeirra. Þá segir Ásdís jafnframt að meirihluti foreldra telji sveigjanlega dvalartímann jákvæðan fyrir skipulag fjölskyldunnar. Raunin er sú að undir helmingur svarenda segir áhrifin jákvæð, 21% segja hvorki né og 30% segist ósammála fullyrðingunni að áhrifin séu jákvæð fyrir skipulag fjölskyldunnar. Þá vekur athygli að aðeins 21% svarenda segja breytinguna hafa haft jákvæð fjárhagsleg áhrif á fjölskylduna, 19% hvorki né en 60% svarenda eru ósammála fullyrðingunni um að breytingin hafi haft jákvæð fjárhagsleg áhrif fyrir fjölskylduna. „Breytingarnar hafa skilað góðum árangri. Ekki hefur þurft að loka leikskólum vegna manneklu” segir jafnframt í fréttatilkynningunni. Það er ekkert skrýtið, þar sem samhliða gjaldskrárbreytingunum var lögð alveg sérstök áhersla á að koma í veg fyrir það að senda þyrfti börn heim vegna lokana á innleiðingartímanum. Þannig var starfsfólk af menntasviði bæjarskrifstofanna sent til þess að hlaupa í skarðið og leysa af þegar starfsfólk vantaði til vinnu í leikskólunum. Niðurstöður könnunarinnar má sjá hér: http://tinyurl.com/kopkonnun Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Kópavogur Mest lesið Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Við gerð spurningakannana er mikilvægt að spurningar séu ekki leiðandi, það er að segja orðaðar þannig að aðeins sé hægt að túlka niðurstöðurnar á einn veg. Það er alveg sama hvort sá sem er spurður að því hvort hann sé hættur að berja konuna sína svari játandi eða neitandi - í báðum tilfellum felur svarið í sér að hann hann hafi einhvern tímann gert það. Nýleg könnun sem foreldrar leikskólabarna í Kópavogi fengu senda var gott dæmi um leiðandi spurningakönnun. Allar spurningarnar voru jákvæðar staðhæfingar sem foreldrar áttu svo að svara hversu sammála eða ósammála þeir væru. Til dæmis var fólk beðið um að merkja við hversu sammála eða ósammála það væri fullyrðingunni um að breytingarnar hafi leitt til aukningar gæðastunda barnsins með fjölskyldu sinni. Aðeins 26% svarenda segjast sammála en 43% ósammála. Við vitum aftur á móti ekkert um það hvort þessi 43% eigi við að gæðastundum hafi fækkað hjá þeim, eða hvort tíðni þeirra sé óbreytt. Í öllu falli er mjög vafasamt að túlka niðurstöðurnar þannig að áhrifin séu jákvæð fyrir gæðastundir. Ásdís fullyrðir að dregið hafi úr álagi og áreiti á börn eftir breytingarnar. Engu að síður eru aðeins 25,5% svarenda sem segjast sammála fullyrðingunni að breytingin hafi haft jákvæð áhrif á líðan barnsins, á meðan 75% svarenda segjast ósammála eða óviss. Við vitum ekki nema breytingin hafi jafnvel haft neikvæð áhrif á líðan barnsins þeirra. Þá segir Ásdís jafnframt að meirihluti foreldra telji sveigjanlega dvalartímann jákvæðan fyrir skipulag fjölskyldunnar. Raunin er sú að undir helmingur svarenda segir áhrifin jákvæð, 21% segja hvorki né og 30% segist ósammála fullyrðingunni að áhrifin séu jákvæð fyrir skipulag fjölskyldunnar. Þá vekur athygli að aðeins 21% svarenda segja breytinguna hafa haft jákvæð fjárhagsleg áhrif á fjölskylduna, 19% hvorki né en 60% svarenda eru ósammála fullyrðingunni um að breytingin hafi haft jákvæð fjárhagsleg áhrif fyrir fjölskylduna. „Breytingarnar hafa skilað góðum árangri. Ekki hefur þurft að loka leikskólum vegna manneklu” segir jafnframt í fréttatilkynningunni. Það er ekkert skrýtið, þar sem samhliða gjaldskrárbreytingunum var lögð alveg sérstök áhersla á að koma í veg fyrir það að senda þyrfti börn heim vegna lokana á innleiðingartímanum. Þannig var starfsfólk af menntasviði bæjarskrifstofanna sent til þess að hlaupa í skarðið og leysa af þegar starfsfólk vantaði til vinnu í leikskólunum. Niðurstöður könnunarinnar má sjá hér: http://tinyurl.com/kopkonnun Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun