Að taka mark á konum Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 16. febrúar 2024 13:01 Hið virta tímarit London Review of Books heldur árlega fyrirlestraröð í British Museum þar sem framúrskarandi fræðimenn og fyrirlesarar fá vettvang til að setja fram hugmyndir sínar. Fyrirlestrarnir vekja jafnan athygli og fyrir nokkru flutti prófessor í klassískum fræðum við Cambridge háskóla, að nafni Mary Beard, fyrirlestur sem ber heitið Raddir kvenna í hinu opinbera rými. Þar rekur hún með hvaða hætti konur sem taka þátt í opinberri umræðu hafa frá forngrikkjum til Facebook verið sagt að þegja og dregið hefur verið dár að röddu þeirra. Í fyrirlestri sínum rekur hún raddir kvenna í hinum forna heimi og tengir þær við kynsystur sínar sem hafa látið að sér kveða í nútímanum. Hún ber þess sjálf vitni að hafa þurft að takast á við fordóma í sinn garð á vettvangi fræðanna, þar sem karlar hafa kennivald framar konum. Sú þöggun sem á sér stað birtist í þeim myndum að konur sem tjá sig opinberlega eru gerðar karllægar og þannig gert lítið úr kyngervi þeirra, sagðar tilfinningasamar eða kvartsárar, raddblær kvenna hefur í fjölmiðlum ekki sömu áhrif og djúp karlarödd og sjónarmið þeirra fá minni athygli en karllæg. Alvarlegast er það ofbeldi sem konur í opinberri umræðu sæta, en Mary Beard varð fyrir miklum netárásum á samfélagsmiðlum í kjölfarið á því að hafa bent á jákvæð áhrif innflytjenda á breska menningu og breskt efnahagslíf. Árásirnar voru, eins og við þekkjum af íslenskum samfélagsmiðlum, flestar kynbundnar og kynferðislegar. Í fyrirlestri sínum nefnir hún tvær undantekningar í hinum forna heimi, þar sem konum var leyft að tala óáreittar, annarsvegar til varnar fjölskyldu sinni frammi fyrir rétti og hinsvegar við píslardauða, en mörg dæmi eru í rómverskum heimildum um að kristnar konur hafi borið trú sinni vitni áður en þeim var kastað fyrir ljónin. Að þeim undantekningum frátöldum ber heimildum saman um að konur eiga ekki heima í opinberri umræðu og að tilraunir þeirra til þátttöku hafa undantekningarlaust verið bældar niður. Í frásögnum guðspjallanna er María Magdalena miðlæg, þó guðspjallamennirnir leggi mismunandi áherslu á þátt hennar sem upprisuvitni. María Magdalena er ein stærsta persónan í frumkristni og mikilvægi hennar er kirkjunni í senn nauðsynleg og neyðarleg. Í frásögn Jóhannesarguðspjalls er hún ein við opnu gröfina en í hinum guðspjöllunum er hún í fylgd kvenna, sem ekki eru nefndar annarsstaðar í frásögnunum. Í þeim öllum fær hún það hlutverk að bera upprisunni vitni til lærisveina Jesú. Sú staðreynd að kona verður fyrst upprisuvottur er jafnframt bundin vandkvæðum, þar sem frásagnir kvenna voru ekki álitnar marktækar, og hjá kristnum, gyðinglegum og rómverskum höfundum er gert lítið úr henni fyrir vikið. Þessi staðreynd, að konur voru fyrstu upprisuvitnin, gerði áreiðanleika frásagnarinnar minni í hugum þeirra sem hlýddu á og sú staðreynd gerir sagnfræðilegan áreiðanleika þess sterkari. Þegar litið er yfir ástand heimsins er auðvelt að fallast hendur gagnvart því ranglæti og þeirri illsku sem manneskjan er fær um en augu trúarinnar sjá möguleika mannsins til að breytast. Það fagnaðarerindi er kjarninn í boðskap kristninnar, að manneskjan á sér viðreisnar von og að við getum breytt þessum heimi. Mig langar að leggja til leið til að stíga stórtækt skref í átt að réttlátari heimi. Leiðin er að taka mark á konum á sama hátt og við tökum mark á körlum. Að við hættum að gera lítið úr eða draga dár að þeim systrum okkar sem taka þátt í opinberri umræðu, vitandi að þær munu mæta aðkasti og dómhörku á samfélagsmiðlum. Máli mínu til stuðnings get ég bent á þá blessun sem fylgdi því að taka mark á Maríu Magdalenu. Konur sem orða ofbeldi í sinn garð eru ekki kvartsárar, þær eru spámenn. Konur sem andmæla þeim stofnunum sem hamla þeim eru ekki frekar, þær eru siðbótakonur. Konur sem ljá opinberri umræðu röddu sína eru ekki mjóróma, þær eru rödd hrópandans í eyðimörkinni, og karlar sem leggja við hlustir heyra fagnaðarboðskap og öðlast fyrir vikið trú á betri heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Jafnréttismál Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hið virta tímarit London Review of Books heldur árlega fyrirlestraröð í British Museum þar sem framúrskarandi fræðimenn og fyrirlesarar fá vettvang til að setja fram hugmyndir sínar. Fyrirlestrarnir vekja jafnan athygli og fyrir nokkru flutti prófessor í klassískum fræðum við Cambridge háskóla, að nafni Mary Beard, fyrirlestur sem ber heitið Raddir kvenna í hinu opinbera rými. Þar rekur hún með hvaða hætti konur sem taka þátt í opinberri umræðu hafa frá forngrikkjum til Facebook verið sagt að þegja og dregið hefur verið dár að röddu þeirra. Í fyrirlestri sínum rekur hún raddir kvenna í hinum forna heimi og tengir þær við kynsystur sínar sem hafa látið að sér kveða í nútímanum. Hún ber þess sjálf vitni að hafa þurft að takast á við fordóma í sinn garð á vettvangi fræðanna, þar sem karlar hafa kennivald framar konum. Sú þöggun sem á sér stað birtist í þeim myndum að konur sem tjá sig opinberlega eru gerðar karllægar og þannig gert lítið úr kyngervi þeirra, sagðar tilfinningasamar eða kvartsárar, raddblær kvenna hefur í fjölmiðlum ekki sömu áhrif og djúp karlarödd og sjónarmið þeirra fá minni athygli en karllæg. Alvarlegast er það ofbeldi sem konur í opinberri umræðu sæta, en Mary Beard varð fyrir miklum netárásum á samfélagsmiðlum í kjölfarið á því að hafa bent á jákvæð áhrif innflytjenda á breska menningu og breskt efnahagslíf. Árásirnar voru, eins og við þekkjum af íslenskum samfélagsmiðlum, flestar kynbundnar og kynferðislegar. Í fyrirlestri sínum nefnir hún tvær undantekningar í hinum forna heimi, þar sem konum var leyft að tala óáreittar, annarsvegar til varnar fjölskyldu sinni frammi fyrir rétti og hinsvegar við píslardauða, en mörg dæmi eru í rómverskum heimildum um að kristnar konur hafi borið trú sinni vitni áður en þeim var kastað fyrir ljónin. Að þeim undantekningum frátöldum ber heimildum saman um að konur eiga ekki heima í opinberri umræðu og að tilraunir þeirra til þátttöku hafa undantekningarlaust verið bældar niður. Í frásögnum guðspjallanna er María Magdalena miðlæg, þó guðspjallamennirnir leggi mismunandi áherslu á þátt hennar sem upprisuvitni. María Magdalena er ein stærsta persónan í frumkristni og mikilvægi hennar er kirkjunni í senn nauðsynleg og neyðarleg. Í frásögn Jóhannesarguðspjalls er hún ein við opnu gröfina en í hinum guðspjöllunum er hún í fylgd kvenna, sem ekki eru nefndar annarsstaðar í frásögnunum. Í þeim öllum fær hún það hlutverk að bera upprisunni vitni til lærisveina Jesú. Sú staðreynd að kona verður fyrst upprisuvottur er jafnframt bundin vandkvæðum, þar sem frásagnir kvenna voru ekki álitnar marktækar, og hjá kristnum, gyðinglegum og rómverskum höfundum er gert lítið úr henni fyrir vikið. Þessi staðreynd, að konur voru fyrstu upprisuvitnin, gerði áreiðanleika frásagnarinnar minni í hugum þeirra sem hlýddu á og sú staðreynd gerir sagnfræðilegan áreiðanleika þess sterkari. Þegar litið er yfir ástand heimsins er auðvelt að fallast hendur gagnvart því ranglæti og þeirri illsku sem manneskjan er fær um en augu trúarinnar sjá möguleika mannsins til að breytast. Það fagnaðarerindi er kjarninn í boðskap kristninnar, að manneskjan á sér viðreisnar von og að við getum breytt þessum heimi. Mig langar að leggja til leið til að stíga stórtækt skref í átt að réttlátari heimi. Leiðin er að taka mark á konum á sama hátt og við tökum mark á körlum. Að við hættum að gera lítið úr eða draga dár að þeim systrum okkar sem taka þátt í opinberri umræðu, vitandi að þær munu mæta aðkasti og dómhörku á samfélagsmiðlum. Máli mínu til stuðnings get ég bent á þá blessun sem fylgdi því að taka mark á Maríu Magdalenu. Konur sem orða ofbeldi í sinn garð eru ekki kvartsárar, þær eru spámenn. Konur sem andmæla þeim stofnunum sem hamla þeim eru ekki frekar, þær eru siðbótakonur. Konur sem ljá opinberri umræðu röddu sína eru ekki mjóróma, þær eru rödd hrópandans í eyðimörkinni, og karlar sem leggja við hlustir heyra fagnaðarboðskap og öðlast fyrir vikið trú á betri heim.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun