Á einhver heima í þessari íbúð? Dagbjört Hákonardóttir skrifar 13. febrúar 2024 08:01 Mörg höfum við nýtt okkur íbúðir í skammtímaleigu og önnur leigt eigin íbúðir út til skemmri og lengri tíma. Enn aðrir hafa atvinnu af því að kaupa íbúðir til þess að leigja ferðafólki út, með tilheyrandi áhrifum á framboð innanlands. Hér á landi hefur skapast neikvæð þróun sem felur í sér að gististarfsemi í atvinnuskyni hefur í stórum stíl verið haldið úti í húsnæði sem skráð er sem íbúðarhúsnæði. Hana má rekja til breytingar á reglugerð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir setti í tíð sinni sem ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra árið 2018. Þetta gerði fjárfestum í skjóli fyrirtækjarekstrar kleift að kaupa upp fjölda íbúða, til þess eins að leigja ferðamönnum þær út í formi heimagistingar og greiða þar með allt að tífalt lægri fasteignagjöld, með tilheyrandi áhrifum á leigumarkað og blöndun byggðar. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur birt frumvarp um lagabreytingar sem eiga meðal annars að leiðrétta framangreinda þróun. Í athugasemdum frumvarpsins kemur fram að breytingarnar séu aðkallandi og vísað til þess jafnvægis sem gilda þarf á sviði deilihagkerfis og hlutdeildar hennar í ferðaþjónustu, skipulagsvalds og tekjuöflunar sveitarfélaga, sem og nauðsyn þess að slökkviliði sé fært á að framkvæma úttektir í atvinnustarfsemi, meðal annarra atriða. Þess má geta að frumvarpið er sett fram sem liður í aðgerðum til að auka framboð á húsnæði í þágu Grindvíkinga. Við fyrstu skoðun mætti fagna frumvarpi menningar- og viðskiptaráðherra, ekki síst fyrir þær sakir að því er ætlað að draga til baka áhrif breytinganna sem reglugerð Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur hafði í för með sér árið 2018 með fyrrgreindum afleiðingum. Það mátti jafnframt skilja nýleg orð mennta- og viðskiptaráðherra á þann veg að ríkisstjórnin ætlaði sér að afturkalla umrædda breytingu og tryggja að íbúðarhúsnæði í skammtímaleigu væri skattlagt sem atvinnuhúsnæði. Annað hefur nú komið á daginn. Ný lög munu ekki hafa áhrif á rekstrarleyfi sem þegar hafa verið útgefin eða verða útgefin fram að gildistöku laga samkvæmt því sem segir í frumvarpinu. Þetta verður að kalla veruleg vonbrigði. Alls eru nú á landsvísu um 1907 rekstrarleyfi, ýmist gefin út á kennitölu eða félag, og í Reykjavík er talið að í rúmlega 300 íbúðum sé starfrækt skammtímagisting í atvinnuskyni í íbúðarhúsnæði. Þær skýringar sem settar eru fram eru á þá leið að ekki sé hægt að ráðast í breytingarnar sem komið var á með reglugerðarbreytingu Þórdísar árið 2018 án þess að skerða um leið stjórnarskrárbundin eigna- eða atvinnufrelsisréttindi. Slíkum yfirlýsingum verður að taka með talsverðum fyrirvara þar sem Alþingi hefur talsvert svigrúm til að gera breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja með settum lögum á grundvelli almannhagsmuna án þess að kalla yfir sig skaðabótaskyldu. Sé Alþingi ómögulegt að gera slíkar breytingar er ábyrgð núverandi fjármálaráðherra sömuleiðis gífurleg. Það er morgunljóst að fyrirliggjandi frumvarp mun ekki stuðla að auknu framboð á íbúðarhúsnæði í þágu Grindvíkinga. Útleiga einstaklinga og fyrirtækja á eigin íbúðum til ferðalanga verður áfram hluti af íslenskri ferðaþjónustu, en fólk sem heldur slíku úti í atvinnuskyni verður að lúta sömu leikreglum og aðrir. Samfylkingin lagði mikla áherslu mikilvægi þessa í kjarapakka sem kynntur var fyrir jól. Nú sjáum við hins vegar fram að tveir hópar á sama markaði muni búa við gerólík rekstrarskilyrði. Hér þarf til pólitískan vilja til að leiðrétta ranga þróun sem hefur í senn áhrif á ferðaþjónustuna jafnt sem framboð á húsnæðismarkaði. Hér verða einfaldlega almannahagsmunir að fá að ráða för. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Leigumarkaður Húsnæðismál Deilihagkerfi Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Mörg höfum við nýtt okkur íbúðir í skammtímaleigu og önnur leigt eigin íbúðir út til skemmri og lengri tíma. Enn aðrir hafa atvinnu af því að kaupa íbúðir til þess að leigja ferðafólki út, með tilheyrandi áhrifum á framboð innanlands. Hér á landi hefur skapast neikvæð þróun sem felur í sér að gististarfsemi í atvinnuskyni hefur í stórum stíl verið haldið úti í húsnæði sem skráð er sem íbúðarhúsnæði. Hana má rekja til breytingar á reglugerð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir setti í tíð sinni sem ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra árið 2018. Þetta gerði fjárfestum í skjóli fyrirtækjarekstrar kleift að kaupa upp fjölda íbúða, til þess eins að leigja ferðamönnum þær út í formi heimagistingar og greiða þar með allt að tífalt lægri fasteignagjöld, með tilheyrandi áhrifum á leigumarkað og blöndun byggðar. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur birt frumvarp um lagabreytingar sem eiga meðal annars að leiðrétta framangreinda þróun. Í athugasemdum frumvarpsins kemur fram að breytingarnar séu aðkallandi og vísað til þess jafnvægis sem gilda þarf á sviði deilihagkerfis og hlutdeildar hennar í ferðaþjónustu, skipulagsvalds og tekjuöflunar sveitarfélaga, sem og nauðsyn þess að slökkviliði sé fært á að framkvæma úttektir í atvinnustarfsemi, meðal annarra atriða. Þess má geta að frumvarpið er sett fram sem liður í aðgerðum til að auka framboð á húsnæði í þágu Grindvíkinga. Við fyrstu skoðun mætti fagna frumvarpi menningar- og viðskiptaráðherra, ekki síst fyrir þær sakir að því er ætlað að draga til baka áhrif breytinganna sem reglugerð Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur hafði í för með sér árið 2018 með fyrrgreindum afleiðingum. Það mátti jafnframt skilja nýleg orð mennta- og viðskiptaráðherra á þann veg að ríkisstjórnin ætlaði sér að afturkalla umrædda breytingu og tryggja að íbúðarhúsnæði í skammtímaleigu væri skattlagt sem atvinnuhúsnæði. Annað hefur nú komið á daginn. Ný lög munu ekki hafa áhrif á rekstrarleyfi sem þegar hafa verið útgefin eða verða útgefin fram að gildistöku laga samkvæmt því sem segir í frumvarpinu. Þetta verður að kalla veruleg vonbrigði. Alls eru nú á landsvísu um 1907 rekstrarleyfi, ýmist gefin út á kennitölu eða félag, og í Reykjavík er talið að í rúmlega 300 íbúðum sé starfrækt skammtímagisting í atvinnuskyni í íbúðarhúsnæði. Þær skýringar sem settar eru fram eru á þá leið að ekki sé hægt að ráðast í breytingarnar sem komið var á með reglugerðarbreytingu Þórdísar árið 2018 án þess að skerða um leið stjórnarskrárbundin eigna- eða atvinnufrelsisréttindi. Slíkum yfirlýsingum verður að taka með talsverðum fyrirvara þar sem Alþingi hefur talsvert svigrúm til að gera breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja með settum lögum á grundvelli almannhagsmuna án þess að kalla yfir sig skaðabótaskyldu. Sé Alþingi ómögulegt að gera slíkar breytingar er ábyrgð núverandi fjármálaráðherra sömuleiðis gífurleg. Það er morgunljóst að fyrirliggjandi frumvarp mun ekki stuðla að auknu framboð á íbúðarhúsnæði í þágu Grindvíkinga. Útleiga einstaklinga og fyrirtækja á eigin íbúðum til ferðalanga verður áfram hluti af íslenskri ferðaþjónustu, en fólk sem heldur slíku úti í atvinnuskyni verður að lúta sömu leikreglum og aðrir. Samfylkingin lagði mikla áherslu mikilvægi þessa í kjarapakka sem kynntur var fyrir jól. Nú sjáum við hins vegar fram að tveir hópar á sama markaði muni búa við gerólík rekstrarskilyrði. Hér þarf til pólitískan vilja til að leiðrétta ranga þróun sem hefur í senn áhrif á ferðaþjónustuna jafnt sem framboð á húsnæðismarkaði. Hér verða einfaldlega almannahagsmunir að fá að ráða för. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun