Aflraunir á Suðurnesjum Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 11. febrúar 2024 18:00 Það eru snúnir tímar á Suðurnesjum þessa dagana þegar dýrmætasta auðlind Íslendinga jarðhitaorkan hikstar aðeins, einmitt vegna jarðhita sem upp kom í nágrenninu með heldur harkalegum hætti. Þegar jarðhitavatnið klikkar á okkar kalda landi þá gerist tvennt: A) við lærum að meta jarðvarmaauðlindina og B) við þurfum að treysta á aðra orkugjafa til að brúa bilið þangað til nýjar pípur brúa hraun. Rafkynding Suðurnesjamenn þurfa nú að skipta yfir í rafkyndingu sem er gríðarlega aflfrek og því þarf að vanda sig svo raforkukerfið gefi sig ekki. Hvað þýðir þetta í raun og veru? Þetta þýðir að þó nóg sé af raforku á svæðinu þá geta raflínurnar í þéttbýlinu ekki flutt nógu mikið til fullhita öll hús í einu. Þessu má líkja við gatnakerfið. Það er mismikil umferð á gatnakerfinu og oftast getur gatnakerfið flutt alla bíla á milli staða. Stundum eru þó fleiri bílar á götunni en gatnakerfið þolir, eins og höfuðborgarbúar upplifa nánast viðstöðulaust á morgnana og síðdegis. Staðan núna í Reykjanesbæ og fleiri stöðum á Suðurnesjum er einfaldlega sú að orkan til upphitunar sem áður kom með heitavatnslögnum þarf nú að koma í gegnum raflínur. Þetta væri eins og ef Reykjanesbrautin myndi loka og öll umferðin þyrfti að fara í gegnum göturnar í Reykjanesbæ. Hvað myndi gerast þá?, Jú göturnar myndu stíflast og allt yrði stopp. Við þessu þyrfti að bregðast, eins og gert er nú með því að reyna dreifa álagi jafnt og minnka notkun til að umferð geti haldið áfram um raflínur bæjarins. Þess vegna er mikilvægt að fylla ekki göturnar af bílum sem hægt væri að sleppa og passa að mikilvægustu bílarnir komist áfram, í þessu tilviki tækin sem við þurfum til upphitunar húsnæðis. Samvinnuverkefni Svo við höldum áfram samlíkingunni á lokun Reykjanesbrautar og lokun Reykjanespípu, þá verður samfélagið að vinna saman að því að götur stíflist ekki og hætti alveg að virka. Þannig reynum við að fækka bílum á götunum eða í þessu tilfelli fækka tækjum sem geta stíflað raflínur. Rafmagnsofnar eru mikilvægir en þeir eru eins og risatrukkur með tengivagn á götunni þ.e. taka mikið pláss, en við þurfum að leyfa þeim að keyra um göturnar. Hvernig getum við liðkað fyrir rafmagnsofnum án þess að stífla allt kerfið, jú með því að setja ekki önnur tæki á línurnar. Sú orka sem þarf til að hita upp húsnæði er um fimmfalt meiri en þarf til almennrar raforkunotkunar og til þess að flytja mikið magn orku á sama tíma þarf sverari og aflmeiri tengingar. Algengir rafmagnsofnar taka um 2000 W, notkunin skiptir ekki öllu máli heldur plássið af afli sem þeir taka þegar notkunin á sér stað Allir verða passa að setja ekki fleiri stóra trukka á kerfið á meðan ofnar eru í gangi. Nokkur plássfrek tæki á heimilum eru t.d. þurrkarar (1000-2000W), uppþvottvélar (1200W) hraðsuðuketill 1200W), eldavélar (2000W), Air fryer (1500W), ryksuga (900W) Straujárn (1000W). Með öðrum orðum þá má ekki setja öll þessi aflfreku tæki af stað í einu á línurnar alveg eins og við getum ekki sett alla þessa trukka í einu á göturnar. Eitt í einu Mikilvægast af öllu er að kveikja ekki á þessum græjum í einu því þá verður stífla og kerfið hrynur. Það verður því að slökkva á ofninum þegar eldað er, ekki elda þegar uppþvottvél er ræst og ekki fá sér te úr hraðsuðukatli ef annað er í gangi o.s.frv. Svo er mikilvægt líka að taka „smábíla“ úr kerfinu eins og að hafa fáar ljósaperur í gangi í einu og bara LED perur o.s.frv. Rafmagnskyndingin hefur forgang en þegar það þarf að elda eða þvo þá þarf að slökkva á honum á meðan, bara eitt rafmagnsverkefni í gangi í einu. Á meðan verktakar vinna þrekvirki við að tengja nýja lögn við afar krefjandi aðstæður þá er mikilvægt að íbúar Suðurnesja styðji við þá vinnu með skynsamlegri orkunotkun, Áfram Reykjanes! Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Náttúruhamfarir Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Það eru snúnir tímar á Suðurnesjum þessa dagana þegar dýrmætasta auðlind Íslendinga jarðhitaorkan hikstar aðeins, einmitt vegna jarðhita sem upp kom í nágrenninu með heldur harkalegum hætti. Þegar jarðhitavatnið klikkar á okkar kalda landi þá gerist tvennt: A) við lærum að meta jarðvarmaauðlindina og B) við þurfum að treysta á aðra orkugjafa til að brúa bilið þangað til nýjar pípur brúa hraun. Rafkynding Suðurnesjamenn þurfa nú að skipta yfir í rafkyndingu sem er gríðarlega aflfrek og því þarf að vanda sig svo raforkukerfið gefi sig ekki. Hvað þýðir þetta í raun og veru? Þetta þýðir að þó nóg sé af raforku á svæðinu þá geta raflínurnar í þéttbýlinu ekki flutt nógu mikið til fullhita öll hús í einu. Þessu má líkja við gatnakerfið. Það er mismikil umferð á gatnakerfinu og oftast getur gatnakerfið flutt alla bíla á milli staða. Stundum eru þó fleiri bílar á götunni en gatnakerfið þolir, eins og höfuðborgarbúar upplifa nánast viðstöðulaust á morgnana og síðdegis. Staðan núna í Reykjanesbæ og fleiri stöðum á Suðurnesjum er einfaldlega sú að orkan til upphitunar sem áður kom með heitavatnslögnum þarf nú að koma í gegnum raflínur. Þetta væri eins og ef Reykjanesbrautin myndi loka og öll umferðin þyrfti að fara í gegnum göturnar í Reykjanesbæ. Hvað myndi gerast þá?, Jú göturnar myndu stíflast og allt yrði stopp. Við þessu þyrfti að bregðast, eins og gert er nú með því að reyna dreifa álagi jafnt og minnka notkun til að umferð geti haldið áfram um raflínur bæjarins. Þess vegna er mikilvægt að fylla ekki göturnar af bílum sem hægt væri að sleppa og passa að mikilvægustu bílarnir komist áfram, í þessu tilviki tækin sem við þurfum til upphitunar húsnæðis. Samvinnuverkefni Svo við höldum áfram samlíkingunni á lokun Reykjanesbrautar og lokun Reykjanespípu, þá verður samfélagið að vinna saman að því að götur stíflist ekki og hætti alveg að virka. Þannig reynum við að fækka bílum á götunum eða í þessu tilfelli fækka tækjum sem geta stíflað raflínur. Rafmagnsofnar eru mikilvægir en þeir eru eins og risatrukkur með tengivagn á götunni þ.e. taka mikið pláss, en við þurfum að leyfa þeim að keyra um göturnar. Hvernig getum við liðkað fyrir rafmagnsofnum án þess að stífla allt kerfið, jú með því að setja ekki önnur tæki á línurnar. Sú orka sem þarf til að hita upp húsnæði er um fimmfalt meiri en þarf til almennrar raforkunotkunar og til þess að flytja mikið magn orku á sama tíma þarf sverari og aflmeiri tengingar. Algengir rafmagnsofnar taka um 2000 W, notkunin skiptir ekki öllu máli heldur plássið af afli sem þeir taka þegar notkunin á sér stað Allir verða passa að setja ekki fleiri stóra trukka á kerfið á meðan ofnar eru í gangi. Nokkur plássfrek tæki á heimilum eru t.d. þurrkarar (1000-2000W), uppþvottvélar (1200W) hraðsuðuketill 1200W), eldavélar (2000W), Air fryer (1500W), ryksuga (900W) Straujárn (1000W). Með öðrum orðum þá má ekki setja öll þessi aflfreku tæki af stað í einu á línurnar alveg eins og við getum ekki sett alla þessa trukka í einu á göturnar. Eitt í einu Mikilvægast af öllu er að kveikja ekki á þessum græjum í einu því þá verður stífla og kerfið hrynur. Það verður því að slökkva á ofninum þegar eldað er, ekki elda þegar uppþvottvél er ræst og ekki fá sér te úr hraðsuðukatli ef annað er í gangi o.s.frv. Svo er mikilvægt líka að taka „smábíla“ úr kerfinu eins og að hafa fáar ljósaperur í gangi í einu og bara LED perur o.s.frv. Rafmagnskyndingin hefur forgang en þegar það þarf að elda eða þvo þá þarf að slökkva á honum á meðan, bara eitt rafmagnsverkefni í gangi í einu. Á meðan verktakar vinna þrekvirki við að tengja nýja lögn við afar krefjandi aðstæður þá er mikilvægt að íbúar Suðurnesja styðji við þá vinnu með skynsamlegri orkunotkun, Áfram Reykjanes! Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun