Matarbirgðir til sveltandi Gasabúa sitja fastar í ísraelska tollinum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. febrúar 2024 15:02 Hundruðir þúsunda dvelja í frumstæðum tjaldbúðum í borginni Rafah. AP/Fatima Shbair Matarbirgðir ætlaðar rúmri milljón Palestínumönnum á vergangi eru fastar í ísraelskri höfn vegna boða ísraelskra yfirvalda. Þetta segir Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Samkvæmt þeim vofir sultur yfir fjórðungi allra Palestínumanna. Skipað að afgreiða ekki matarbirgðir Guardian greinir frá því að Philippe Lazzarini formaður UNRWA segi að miklar matarbirgðir hafi sitið fastar í ísraelsku hafnarborginni Ashdod og að ísraelskt verktakafyrirtæki sem samtökin starfa með hafi fengið símtal frá tolleftirliti Ísraels þar sem þeim var skipað að afgreiða engar birgðir flóttamannaaðstoðarinnar. #Gaza A food shipment for 1.1 million people is stuck at Israeli port due to recent restrictions from Israeli authorities.1,049 containers of rice, flour, chickpeas, sugar & cooking oil are stuck as families in #Gaza face hunger & starvation @AP https://t.co/NaCSwDdqET— UNRWA (@UNRWA) February 10, 2024 Í færslu sem Palestínuflóttamannaaðstoðin birti á samfélagsmiðilinn X kemur fram að meira en þúsund kassar af hrísgrjónum, hveiti, kjúklingabaunum, sykri og matreiðsluolíu séu fastir. Samkvæmt Guardian væru birgðirnar nægar til að brauðfæða 1,1 milljón manns í mánuð. Ísraelski herinn er að undirbúa rýmingu borgarinnar og segir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, það vera einu leiðina til að uppræta Hamas. Fjöldi látinna nálgast þrjátíu þúsund Hundruðir þúsunda Gasabúa dvelja nú í frumstæðum tjaldbúðum við borgina Rafa við landamæri Egyptalands og er hún orðin síðasta skjól þeirra. Loftárásir á borgina hafa aukist og hafa margir látið lífið. Herinn hefur fengið skipun um að undirbúa rýmingu borgarinnar og segir forsætisráðherra Ísraels það einu leiðina til að ná því markmiði að uppræta Hamas. Samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem er rekið af Hamas, hafa 117 Palestínumenn látist og 152 særst á síðasta sólarhring. Alls er talið að rúmlega 28 þúsund Palestínumanna hafi látið lífið síðan innrás Ísraels hófst. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Sjá meira
Þetta segir Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Samkvæmt þeim vofir sultur yfir fjórðungi allra Palestínumanna. Skipað að afgreiða ekki matarbirgðir Guardian greinir frá því að Philippe Lazzarini formaður UNRWA segi að miklar matarbirgðir hafi sitið fastar í ísraelsku hafnarborginni Ashdod og að ísraelskt verktakafyrirtæki sem samtökin starfa með hafi fengið símtal frá tolleftirliti Ísraels þar sem þeim var skipað að afgreiða engar birgðir flóttamannaaðstoðarinnar. #Gaza A food shipment for 1.1 million people is stuck at Israeli port due to recent restrictions from Israeli authorities.1,049 containers of rice, flour, chickpeas, sugar & cooking oil are stuck as families in #Gaza face hunger & starvation @AP https://t.co/NaCSwDdqET— UNRWA (@UNRWA) February 10, 2024 Í færslu sem Palestínuflóttamannaaðstoðin birti á samfélagsmiðilinn X kemur fram að meira en þúsund kassar af hrísgrjónum, hveiti, kjúklingabaunum, sykri og matreiðsluolíu séu fastir. Samkvæmt Guardian væru birgðirnar nægar til að brauðfæða 1,1 milljón manns í mánuð. Ísraelski herinn er að undirbúa rýmingu borgarinnar og segir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, það vera einu leiðina til að uppræta Hamas. Fjöldi látinna nálgast þrjátíu þúsund Hundruðir þúsunda Gasabúa dvelja nú í frumstæðum tjaldbúðum við borgina Rafa við landamæri Egyptalands og er hún orðin síðasta skjól þeirra. Loftárásir á borgina hafa aukist og hafa margir látið lífið. Herinn hefur fengið skipun um að undirbúa rýmingu borgarinnar og segir forsætisráðherra Ísraels það einu leiðina til að ná því markmiði að uppræta Hamas. Samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem er rekið af Hamas, hafa 117 Palestínumenn látist og 152 særst á síðasta sólarhring. Alls er talið að rúmlega 28 þúsund Palestínumanna hafi látið lífið síðan innrás Ísraels hófst.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Sjá meira