Víti til varnaðar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 8. febrúar 2024 07:01 Efnahagsleg hagsæld byggir á öflugu atvinnulíf og sterkum útflutningsgreinum. Til að halda áfram þeirri lífskjarasókn sem við höfum verið í undanfarin ár þurfa stjórnvöld að búa öllum atvinnugreinum stöðugt rekstrarumhverfi til framtíðar. Enda er öflugt atvinnulíf forsenda þess að hið opinbera geti veitt nauðsynlega þjónustu og uppbyggingu innviða í landinu. Undir formerkjum samfélagslegrar ábyrgðar réttlæta fulltrúar stjórnmálanna, einkum þeir sem tilheyra vinstri væng þeirra, aukin inngrip í rekstur fyrirtækjanna með hærri sköttum, þungbæru regluverki og eftirlitsbákni. Sömu stjórnmálamenn líta illum augum á hagnað fyrirtækjanna og telja hið opinbera verða af tekjum með því að skattleggja hann ekki frekar. Það er nefnilega svo að þeir telja leiðina að auknum tekjum ríkissjóðs liggja í skattahækkunum á einstaklinga og fyrirtæki. Þingmaður Framsóknarflokksins hugsaði sér gott til glóðarinnar í gær og varpaði aftur fram þeirri skoðun að nauðsynlegt væri að leggja hvalrekaskatt á bankanna. Máli sínu til rökstuðnings benti hann á að óeðlilegur hagnaður væri í bankakerfinu og að vaxtamunur bankanna hafi aukist undanfarin misseri; hvalrekaskattur væri þannig til þess fallinn að „stuðla að sanngjarnari skiptingu byrða milli fólks og fyrirtækja“. Þarna afhjúpar þingmaðurinn grímulaust þekkingarleysi sitt á fjármálakerfinu og fyrirtækjarekstri almennt. Viðskiptavinir bankanna munu á endanum bera skattlagninguna, enda er það svo að ef skattar á bankana hækka þá hækka þeir álagningu sína. Niðurstaðan verður andstæð upphaflegu markmiði. Hækkun skatta er skammgóður vermir. Til skamms tíma kann að vera að þeir skili auknum fjármunum í ríkissjóð. Hins vegar bitna háir skattar til langs tíma á almenningi. Þeir raska rekstrargrundvelli fyrirtækja, draga úr samkeppnishæfni þeirra og veikja hvata einstaklinga til að hefja sjálfstæðan rekstur eða erlendra aðila til að hasla sér völl hér á landi. Þannig molnar undir vexti efnahagslífsins. Það er tómt mál að tala um eflingu velferðarkerfisins án þess að tala fyrir stöndugu atvinnulífi. Sterkt atvinnulíf leiðir af sér öflugra velferðarkerfi - og öfugt. Lítið fer fyrir þessum áherslum hjá ýmsum stjórnmálamönnum. Þeir eiga það til að stilla þessum þáttum upp sem andstæðum, að eitt útiloki annað. Það er mikið áhyggjuefni að kjörnir fulltrúar átti sig ekki á samhengi hlutanna. Þeir eru oft svo fastir í þeirri hugsun að taka þurfi stærri sneið af kökunni að þeir missa af aðalatriðinu; að stækka kökuna - öllum til hagsbóta. Höfundur er hagfræðingur og situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Karen Tryggvadóttir Skattar og tollar Efnahagsmál Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Efnahagsleg hagsæld byggir á öflugu atvinnulíf og sterkum útflutningsgreinum. Til að halda áfram þeirri lífskjarasókn sem við höfum verið í undanfarin ár þurfa stjórnvöld að búa öllum atvinnugreinum stöðugt rekstrarumhverfi til framtíðar. Enda er öflugt atvinnulíf forsenda þess að hið opinbera geti veitt nauðsynlega þjónustu og uppbyggingu innviða í landinu. Undir formerkjum samfélagslegrar ábyrgðar réttlæta fulltrúar stjórnmálanna, einkum þeir sem tilheyra vinstri væng þeirra, aukin inngrip í rekstur fyrirtækjanna með hærri sköttum, þungbæru regluverki og eftirlitsbákni. Sömu stjórnmálamenn líta illum augum á hagnað fyrirtækjanna og telja hið opinbera verða af tekjum með því að skattleggja hann ekki frekar. Það er nefnilega svo að þeir telja leiðina að auknum tekjum ríkissjóðs liggja í skattahækkunum á einstaklinga og fyrirtæki. Þingmaður Framsóknarflokksins hugsaði sér gott til glóðarinnar í gær og varpaði aftur fram þeirri skoðun að nauðsynlegt væri að leggja hvalrekaskatt á bankanna. Máli sínu til rökstuðnings benti hann á að óeðlilegur hagnaður væri í bankakerfinu og að vaxtamunur bankanna hafi aukist undanfarin misseri; hvalrekaskattur væri þannig til þess fallinn að „stuðla að sanngjarnari skiptingu byrða milli fólks og fyrirtækja“. Þarna afhjúpar þingmaðurinn grímulaust þekkingarleysi sitt á fjármálakerfinu og fyrirtækjarekstri almennt. Viðskiptavinir bankanna munu á endanum bera skattlagninguna, enda er það svo að ef skattar á bankana hækka þá hækka þeir álagningu sína. Niðurstaðan verður andstæð upphaflegu markmiði. Hækkun skatta er skammgóður vermir. Til skamms tíma kann að vera að þeir skili auknum fjármunum í ríkissjóð. Hins vegar bitna háir skattar til langs tíma á almenningi. Þeir raska rekstrargrundvelli fyrirtækja, draga úr samkeppnishæfni þeirra og veikja hvata einstaklinga til að hefja sjálfstæðan rekstur eða erlendra aðila til að hasla sér völl hér á landi. Þannig molnar undir vexti efnahagslífsins. Það er tómt mál að tala um eflingu velferðarkerfisins án þess að tala fyrir stöndugu atvinnulífi. Sterkt atvinnulíf leiðir af sér öflugra velferðarkerfi - og öfugt. Lítið fer fyrir þessum áherslum hjá ýmsum stjórnmálamönnum. Þeir eiga það til að stilla þessum þáttum upp sem andstæðum, að eitt útiloki annað. Það er mikið áhyggjuefni að kjörnir fulltrúar átti sig ekki á samhengi hlutanna. Þeir eru oft svo fastir í þeirri hugsun að taka þurfi stærri sneið af kökunni að þeir missa af aðalatriðinu; að stækka kökuna - öllum til hagsbóta. Höfundur er hagfræðingur og situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun