Höfðar mál gegn Disney og Lucasfilm með stuðningi Musks Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2024 14:24 Gina Carano á frumsýningu Star Wars: Rise of Skywalker árið 2019. Getty/Rodin Eckenroth Leikkonan Gina Carano hefur höfðað mál gegn Walt Disney og Lucasfilm, með stuðningi auðjöfursins Elons Musk. Carano heldur því fram að hún hafi ranglega verið rekin frá þáttunum Mandalorian árið 2021 vegna þess að hún hafi dreift íhaldssömum stjórnmálaskoðunum sínum á samfélagsmiðlum. Hún heldur því einnig fram að hún hafi verið áreitt og vegið hefði verið að æru hennar vegna þess að hún hafi ekki deilt skoðunum forsvarsmanna fyrirtækjanna um Black Lives Matter hreyfinguna, fornöfn fólks og forsetakosningarnar 2020. Hún krefst þess að fyrirtækið verði skikkað til að ráða hana aftur og að hún fái allt að 75 þúsund dali í skaðabætur og þar að auki frekari skaðabætur sem ákvarðaðar yrðu í dómsal, samkvæmt frétt Reuters. Elon Musk fjármagnar lögsókn Carano en hann hefur heitið því að borga brúsann fyrir lögsóknir fólks sem telur sig hafa verið beitt mismunun vegna skoðana þeirra á samfélagsmiðli auðjöfursins X, áður Twitter. Hann hefur einnig um nokkuð skeið verið reiður í garð Disney og forsvarsmanna fyrirtækisins, eftir að þeir tóku þá ákvörðun að hætta að auglýsa á X. Það var meðal annars gert vegna ummæla Musks á X um gyðinga. Á ráðstefnu í nóvember sagði Musk Bob Iger, forstjóra Disney, að fara í rassgat. Carano var rekin frá hinum gífurlega vinsælu þáttum eftir að hún birti færslur á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum þar sem hún bar meðal annars meintar þjáningar hægri sinnaðs fólks á samfélagsmiðlum við þjáningar gyðinga í helförinni og líkti fólki sem níddist á hægri sinnuðu fólki við nasista. Hún hafði einnig birt færslur þar sem hún tók undir lygar fólks um að forsetakosningunum 2020 hefðu verið stolið af Donald Trump og gagnrýndi fólk fyrir að vera með andlitsgrímur. Umboðsstofa hennar, UTA, hætti á sama tíma að starfa fyrir hana, samkvæmt frétt Hollywood Reporter. Carano heldur því fram að forsvarsmenn Disney hafi reynt að skikka hana til að funda með fólki frá réttindasamtökum hinsegin fólks og krafist þess að hún bæðist afsökunar. Hún segist hafa neitað því og þá hafi henni verið sagt að hitta Kathleen kennedy, yfirmann Lucasfilm, og 45 hinsegin starfsmenn fyrirtækisins. Hún segist einnig hafa neitað því og að í kjölfarið hafi hún verið rekin. Auk þess að segja að hún hafi verið ranglega rekin, heldur Carano því einnig fram að kyn hennar hafi skipt máli, þar sem karlkyns leikarar í þáttunum hafi ekki verið reknir fyrir að opinbera skoðanir sínar. Vísar hún til færslu leikarans Pedro Pascal, sem leikur aðalhlutverkið í Mandalorian, frá árinu 2017. Þar líkti hann Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við Hitler. Lék í mynd fyrir Breitbart News Síðasta kvikmyndin sem Carano lék í var myndin My Son Hunter, sem fjallar um Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og son hans Hunter Biden. Myndin er skáldskapur sem snýr að ásökunum Donalds Trump og annarra um meinta spillingu feðganna. Hún er töluvert umdeild en gagnrýnandi Guardian sagði hana til að mynda vera eingöngu fyrir „jaðar-geðsjúklinga“. Myndin var gefin út af miðlinum Breitbart News, sem er í eigu Steve Bannon. Hann var fyrrverandi ráðgjafi Trumps og náinn bandamaður hans. Eitt af síðustu embættisverkum Trumps í embætti forseta var að náða Bannon, sem hafði verið ákærður fyrir fjársvik í tengslum við fjáröflun vegna múrsins sem Trump vildi reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Disney X (Twitter) Bandaríkin Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Hún heldur því einnig fram að hún hafi verið áreitt og vegið hefði verið að æru hennar vegna þess að hún hafi ekki deilt skoðunum forsvarsmanna fyrirtækjanna um Black Lives Matter hreyfinguna, fornöfn fólks og forsetakosningarnar 2020. Hún krefst þess að fyrirtækið verði skikkað til að ráða hana aftur og að hún fái allt að 75 þúsund dali í skaðabætur og þar að auki frekari skaðabætur sem ákvarðaðar yrðu í dómsal, samkvæmt frétt Reuters. Elon Musk fjármagnar lögsókn Carano en hann hefur heitið því að borga brúsann fyrir lögsóknir fólks sem telur sig hafa verið beitt mismunun vegna skoðana þeirra á samfélagsmiðli auðjöfursins X, áður Twitter. Hann hefur einnig um nokkuð skeið verið reiður í garð Disney og forsvarsmanna fyrirtækisins, eftir að þeir tóku þá ákvörðun að hætta að auglýsa á X. Það var meðal annars gert vegna ummæla Musks á X um gyðinga. Á ráðstefnu í nóvember sagði Musk Bob Iger, forstjóra Disney, að fara í rassgat. Carano var rekin frá hinum gífurlega vinsælu þáttum eftir að hún birti færslur á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum þar sem hún bar meðal annars meintar þjáningar hægri sinnaðs fólks á samfélagsmiðlum við þjáningar gyðinga í helförinni og líkti fólki sem níddist á hægri sinnuðu fólki við nasista. Hún hafði einnig birt færslur þar sem hún tók undir lygar fólks um að forsetakosningunum 2020 hefðu verið stolið af Donald Trump og gagnrýndi fólk fyrir að vera með andlitsgrímur. Umboðsstofa hennar, UTA, hætti á sama tíma að starfa fyrir hana, samkvæmt frétt Hollywood Reporter. Carano heldur því fram að forsvarsmenn Disney hafi reynt að skikka hana til að funda með fólki frá réttindasamtökum hinsegin fólks og krafist þess að hún bæðist afsökunar. Hún segist hafa neitað því og þá hafi henni verið sagt að hitta Kathleen kennedy, yfirmann Lucasfilm, og 45 hinsegin starfsmenn fyrirtækisins. Hún segist einnig hafa neitað því og að í kjölfarið hafi hún verið rekin. Auk þess að segja að hún hafi verið ranglega rekin, heldur Carano því einnig fram að kyn hennar hafi skipt máli, þar sem karlkyns leikarar í þáttunum hafi ekki verið reknir fyrir að opinbera skoðanir sínar. Vísar hún til færslu leikarans Pedro Pascal, sem leikur aðalhlutverkið í Mandalorian, frá árinu 2017. Þar líkti hann Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við Hitler. Lék í mynd fyrir Breitbart News Síðasta kvikmyndin sem Carano lék í var myndin My Son Hunter, sem fjallar um Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og son hans Hunter Biden. Myndin er skáldskapur sem snýr að ásökunum Donalds Trump og annarra um meinta spillingu feðganna. Hún er töluvert umdeild en gagnrýnandi Guardian sagði hana til að mynda vera eingöngu fyrir „jaðar-geðsjúklinga“. Myndin var gefin út af miðlinum Breitbart News, sem er í eigu Steve Bannon. Hann var fyrrverandi ráðgjafi Trumps og náinn bandamaður hans. Eitt af síðustu embættisverkum Trumps í embætti forseta var að náða Bannon, sem hafði verið ákærður fyrir fjársvik í tengslum við fjáröflun vegna múrsins sem Trump vildi reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.
Disney X (Twitter) Bandaríkin Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira