Af hverju vatnsvernd? Jón Trausti Kárason skrifar 7. febrúar 2024 07:31 Síðustu vikur hafa málefni vatnsverndar verið í deiglunni og í ljósi þess finnst mér mikilvægt að velta upp þessum spurningum: „af hverju vatnsvernd?“, „hvernig er hún skilgreind?“ og „hvað er í húfi?“ Okkur hjá Veitum er falið það mikilvæga hlutverk að nýta auðlindir jarðar með sjálfbærum hætti og tryggja með umgengni okkar við þær, áframhaldandi lífsgæði til komandi kynslóða. Eftir því sem okkur fjölgar og lífaldur hækkar þá er óhjákvæmilegt að búsetuúræðin þurfi að styðja við þróunina. Það er hins vegar óvarlegt að horft sé til þess að þróa byggð í áttina að okkar helgustu véum sem eru vatnstökusvæði höfuðborgarsvæðisins til að bregðast við aðkallandi eftirspurn um íbúðabyggð. Af hverju? Það er staðreynd að mannfólki og athöfnum þess fylgir mengun og það er af þeirri ástæðu að ráðist var í djarfar framkvæmdir í upphafi síðustu aldar og vatn leitt til byggða um langan veg. Með þeirri forsjálni og djörfung sem sú aðgerð fól i sér tók íslenskt samfélag algerum stakkaskiptum og í raun má segja að hluti þeirrar velsældar sem við búum að í dag sé byggður á þessum stórtæku framfaraskrefum sem stigin voru með því að veita vatni milli Heiðmerkur og Reykjavíkur. Án aðgengis að hreinu og ómenguðu vatni ætti að vera auðvelt að gera sér í hugarlund hvernig samfélag okkar væri, en víða um heim sjáum við samfélög sem búa við lítið og vont aðgengi að neysluhæfu drykkjarvatni. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til þess að sjá fyrir sér hvað er undir hjá stórum hluta þjóðarinnar ef eitthvað gerist sem ógnar vatnsbólum höfuðborgarinnar. Hvernig? Þegar horft er til þess hvernig verndarsvæði vatns eru skilgreind er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að mörkin eru á engan hátt dregin eftir tilfinningu. Að baki svæðisafmörkun vatnsverndar liggur ítarleg rannsóknar- og greiningarvinna. Afmörkun vatnsverndar nær yfir stórt svæði, en um 250 ferkílómetrar lands falla undir þessa verndarskilgreiningu. Búið er að kortleggja vatnasvið svæðisins mjög ítarlega og byggja líkön sem sýna hvernig vatn berst að svæðinu. Það eru þessi rannsóknargögn sem afmörkun vatnsverndasvæða byggir á. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stigu stórt og mikilvægt heillaskref þegar vatnsverndarsamþykkt var komið á árið 2015. Með þeim samhljómi sem þar náðist var undirstrikað mikilvægi vatnsverndar fyrir byggð á suð-vesturhorni landsins. Það er og þarf að vera þverpólitísk samstaða um það hvernig búa þarf um hnútana til þess að öryggi fjöreggsins okkar sé ekki á nokkurn hátt ógnað. Hvað er í húfi? Það eru þekkt tilfelli í samtímanum þar sem slys af mannavöldum hafa skemmt vatnsból með hræðilegum afleiðingum fyrir menn og dýr. Slík slys eru eitthvað sem við eigum og þurfum að horfa til með því tvíþætta markmiði, annarsvegar að læra af með það fyrir augum að fyrirbyggja auk þess að fá tilfinningu fyrir því hversu dýrmætt vatnið okkar er. Ég velti því fyrir mér hvort við gerum okkur nægjanlega vel grein fyrir því hvað er í húfi og hvaða áhættur við horfumst í augu við þegar kemur að hinu gríðarfallega en um leið viðkvæma svæði sem Heiðmörkin er og hversu lítið má út af bregða til þess að illa geti farið. Það var framsýni þeirra sem á undan komu sem lögðu grunn að því samfélagi sem við myndum saman í dag. Það er mikilvægt að við sýnum ákvörðunartöku frumkvöðlanna sem á undan okkur komu virðingu og setjum þau grundvallaratriði sem eru fólgin í hugtakinu um vatnsvernd í það öndvegi sem því ber að vera, okkur til heilla og það sem mikilvægara er, komandi kynslóða. Höfundur er forstöðumaður Vatns- og fráveitu hjá Veitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hafa málefni vatnsverndar verið í deiglunni og í ljósi þess finnst mér mikilvægt að velta upp þessum spurningum: „af hverju vatnsvernd?“, „hvernig er hún skilgreind?“ og „hvað er í húfi?“ Okkur hjá Veitum er falið það mikilvæga hlutverk að nýta auðlindir jarðar með sjálfbærum hætti og tryggja með umgengni okkar við þær, áframhaldandi lífsgæði til komandi kynslóða. Eftir því sem okkur fjölgar og lífaldur hækkar þá er óhjákvæmilegt að búsetuúræðin þurfi að styðja við þróunina. Það er hins vegar óvarlegt að horft sé til þess að þróa byggð í áttina að okkar helgustu véum sem eru vatnstökusvæði höfuðborgarsvæðisins til að bregðast við aðkallandi eftirspurn um íbúðabyggð. Af hverju? Það er staðreynd að mannfólki og athöfnum þess fylgir mengun og það er af þeirri ástæðu að ráðist var í djarfar framkvæmdir í upphafi síðustu aldar og vatn leitt til byggða um langan veg. Með þeirri forsjálni og djörfung sem sú aðgerð fól i sér tók íslenskt samfélag algerum stakkaskiptum og í raun má segja að hluti þeirrar velsældar sem við búum að í dag sé byggður á þessum stórtæku framfaraskrefum sem stigin voru með því að veita vatni milli Heiðmerkur og Reykjavíkur. Án aðgengis að hreinu og ómenguðu vatni ætti að vera auðvelt að gera sér í hugarlund hvernig samfélag okkar væri, en víða um heim sjáum við samfélög sem búa við lítið og vont aðgengi að neysluhæfu drykkjarvatni. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til þess að sjá fyrir sér hvað er undir hjá stórum hluta þjóðarinnar ef eitthvað gerist sem ógnar vatnsbólum höfuðborgarinnar. Hvernig? Þegar horft er til þess hvernig verndarsvæði vatns eru skilgreind er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að mörkin eru á engan hátt dregin eftir tilfinningu. Að baki svæðisafmörkun vatnsverndar liggur ítarleg rannsóknar- og greiningarvinna. Afmörkun vatnsverndar nær yfir stórt svæði, en um 250 ferkílómetrar lands falla undir þessa verndarskilgreiningu. Búið er að kortleggja vatnasvið svæðisins mjög ítarlega og byggja líkön sem sýna hvernig vatn berst að svæðinu. Það eru þessi rannsóknargögn sem afmörkun vatnsverndasvæða byggir á. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stigu stórt og mikilvægt heillaskref þegar vatnsverndarsamþykkt var komið á árið 2015. Með þeim samhljómi sem þar náðist var undirstrikað mikilvægi vatnsverndar fyrir byggð á suð-vesturhorni landsins. Það er og þarf að vera þverpólitísk samstaða um það hvernig búa þarf um hnútana til þess að öryggi fjöreggsins okkar sé ekki á nokkurn hátt ógnað. Hvað er í húfi? Það eru þekkt tilfelli í samtímanum þar sem slys af mannavöldum hafa skemmt vatnsból með hræðilegum afleiðingum fyrir menn og dýr. Slík slys eru eitthvað sem við eigum og þurfum að horfa til með því tvíþætta markmiði, annarsvegar að læra af með það fyrir augum að fyrirbyggja auk þess að fá tilfinningu fyrir því hversu dýrmætt vatnið okkar er. Ég velti því fyrir mér hvort við gerum okkur nægjanlega vel grein fyrir því hvað er í húfi og hvaða áhættur við horfumst í augu við þegar kemur að hinu gríðarfallega en um leið viðkvæma svæði sem Heiðmörkin er og hversu lítið má út af bregða til þess að illa geti farið. Það var framsýni þeirra sem á undan komu sem lögðu grunn að því samfélagi sem við myndum saman í dag. Það er mikilvægt að við sýnum ákvörðunartöku frumkvöðlanna sem á undan okkur komu virðingu og setjum þau grundvallaratriði sem eru fólgin í hugtakinu um vatnsvernd í það öndvegi sem því ber að vera, okkur til heilla og það sem mikilvægara er, komandi kynslóða. Höfundur er forstöðumaður Vatns- og fráveitu hjá Veitum.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun