Stofna til óháðrar rannsóknar á UNRWA Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2024 16:56 António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. EPA/SARAH YENESEL António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur stofnað óháðan rannsóknarhóp sem á að skoða starfsemi Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar ásakana um að nokkrir af þúsundum starfsmanna stofnunarinnar hafi tekið þátt í árásum Hamas-liða á Ísrael þann 7. október. Guterres tók þessa ákvörðun í samráði við Philippe Lazzarini, yfirmann UNRWA og er rannsókninni ætlað að ganga úr skugga um að stofnunin geri allt til að halda hlutleysi og takast á við alvarlegar ásakanir eins og þessar. Lazzarini sagði þann 26. janúar að ásakanirnar, sem komu frá yfirvöldum í Ísrael, væru alvarlegar og þær yrðu rannsakaðar. Þá voru tólf starfsmenn reknir. Sjá einnig: Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna bendlaðir við árásirnar 7. október Í kjölfarið frystu margir af stærstu bakhjörlum UNRWA fjárveitingar sínar til stofnunarinnar. Ríkisstjórn Íslands gerði það einnig. Nánast allir af 2,3 milljónum íbúa Gasastrandarinnar og fjölmargir aðrir Palestínumenn sem búa í öðrum ríkjum reiða sig á stofnunina. Sjá einnig: Nánast allir íbúar Gasa reiða sig á okkur Samkvæmt yfirlýsingu á vef Sameinuðu þjóðanna mun Catherine Colonna, fyrrverandi utanríkisráðherra Frakklands, leiða hópinn og á vinnan að hefjast þann 14. febrúar. Hópurinn á svo að skila af sér skýrslu í lok mars. Þessi rannsókn er gerð samhliða annarri af innri endurskoðanda Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Sammála um áframhaldandi stuðning við UNRWA Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, Orri Páll Jóhannsson þingmaður Vinstri grænna og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknar eru sammála um það að íslenska ríkið eigi ekki að fresta áframhaldandi greiðslum til UNRWA, Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu. 4. febrúar 2024 16:03 Vill fara að fordæmi Norðmanna og hefði viljað meira samráð Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina. 31. janúar 2024 13:34 Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 29. janúar 2024 16:16 Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Guterres tók þessa ákvörðun í samráði við Philippe Lazzarini, yfirmann UNRWA og er rannsókninni ætlað að ganga úr skugga um að stofnunin geri allt til að halda hlutleysi og takast á við alvarlegar ásakanir eins og þessar. Lazzarini sagði þann 26. janúar að ásakanirnar, sem komu frá yfirvöldum í Ísrael, væru alvarlegar og þær yrðu rannsakaðar. Þá voru tólf starfsmenn reknir. Sjá einnig: Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna bendlaðir við árásirnar 7. október Í kjölfarið frystu margir af stærstu bakhjörlum UNRWA fjárveitingar sínar til stofnunarinnar. Ríkisstjórn Íslands gerði það einnig. Nánast allir af 2,3 milljónum íbúa Gasastrandarinnar og fjölmargir aðrir Palestínumenn sem búa í öðrum ríkjum reiða sig á stofnunina. Sjá einnig: Nánast allir íbúar Gasa reiða sig á okkur Samkvæmt yfirlýsingu á vef Sameinuðu þjóðanna mun Catherine Colonna, fyrrverandi utanríkisráðherra Frakklands, leiða hópinn og á vinnan að hefjast þann 14. febrúar. Hópurinn á svo að skila af sér skýrslu í lok mars. Þessi rannsókn er gerð samhliða annarri af innri endurskoðanda Sameinuðu þjóðanna.
Sameinuðu þjóðirnar Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Sammála um áframhaldandi stuðning við UNRWA Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, Orri Páll Jóhannsson þingmaður Vinstri grænna og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknar eru sammála um það að íslenska ríkið eigi ekki að fresta áframhaldandi greiðslum til UNRWA, Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu. 4. febrúar 2024 16:03 Vill fara að fordæmi Norðmanna og hefði viljað meira samráð Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina. 31. janúar 2024 13:34 Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 29. janúar 2024 16:16 Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Sammála um áframhaldandi stuðning við UNRWA Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, Orri Páll Jóhannsson þingmaður Vinstri grænna og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknar eru sammála um það að íslenska ríkið eigi ekki að fresta áframhaldandi greiðslum til UNRWA, Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu. 4. febrúar 2024 16:03
Vill fara að fordæmi Norðmanna og hefði viljað meira samráð Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina. 31. janúar 2024 13:34
Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 29. janúar 2024 16:16
Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10