Stofna til óháðrar rannsóknar á UNRWA Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2024 16:56 António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. EPA/SARAH YENESEL António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur stofnað óháðan rannsóknarhóp sem á að skoða starfsemi Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar ásakana um að nokkrir af þúsundum starfsmanna stofnunarinnar hafi tekið þátt í árásum Hamas-liða á Ísrael þann 7. október. Guterres tók þessa ákvörðun í samráði við Philippe Lazzarini, yfirmann UNRWA og er rannsókninni ætlað að ganga úr skugga um að stofnunin geri allt til að halda hlutleysi og takast á við alvarlegar ásakanir eins og þessar. Lazzarini sagði þann 26. janúar að ásakanirnar, sem komu frá yfirvöldum í Ísrael, væru alvarlegar og þær yrðu rannsakaðar. Þá voru tólf starfsmenn reknir. Sjá einnig: Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna bendlaðir við árásirnar 7. október Í kjölfarið frystu margir af stærstu bakhjörlum UNRWA fjárveitingar sínar til stofnunarinnar. Ríkisstjórn Íslands gerði það einnig. Nánast allir af 2,3 milljónum íbúa Gasastrandarinnar og fjölmargir aðrir Palestínumenn sem búa í öðrum ríkjum reiða sig á stofnunina. Sjá einnig: Nánast allir íbúar Gasa reiða sig á okkur Samkvæmt yfirlýsingu á vef Sameinuðu þjóðanna mun Catherine Colonna, fyrrverandi utanríkisráðherra Frakklands, leiða hópinn og á vinnan að hefjast þann 14. febrúar. Hópurinn á svo að skila af sér skýrslu í lok mars. Þessi rannsókn er gerð samhliða annarri af innri endurskoðanda Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Sammála um áframhaldandi stuðning við UNRWA Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, Orri Páll Jóhannsson þingmaður Vinstri grænna og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknar eru sammála um það að íslenska ríkið eigi ekki að fresta áframhaldandi greiðslum til UNRWA, Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu. 4. febrúar 2024 16:03 Vill fara að fordæmi Norðmanna og hefði viljað meira samráð Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina. 31. janúar 2024 13:34 Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 29. janúar 2024 16:16 Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Guterres tók þessa ákvörðun í samráði við Philippe Lazzarini, yfirmann UNRWA og er rannsókninni ætlað að ganga úr skugga um að stofnunin geri allt til að halda hlutleysi og takast á við alvarlegar ásakanir eins og þessar. Lazzarini sagði þann 26. janúar að ásakanirnar, sem komu frá yfirvöldum í Ísrael, væru alvarlegar og þær yrðu rannsakaðar. Þá voru tólf starfsmenn reknir. Sjá einnig: Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna bendlaðir við árásirnar 7. október Í kjölfarið frystu margir af stærstu bakhjörlum UNRWA fjárveitingar sínar til stofnunarinnar. Ríkisstjórn Íslands gerði það einnig. Nánast allir af 2,3 milljónum íbúa Gasastrandarinnar og fjölmargir aðrir Palestínumenn sem búa í öðrum ríkjum reiða sig á stofnunina. Sjá einnig: Nánast allir íbúar Gasa reiða sig á okkur Samkvæmt yfirlýsingu á vef Sameinuðu þjóðanna mun Catherine Colonna, fyrrverandi utanríkisráðherra Frakklands, leiða hópinn og á vinnan að hefjast þann 14. febrúar. Hópurinn á svo að skila af sér skýrslu í lok mars. Þessi rannsókn er gerð samhliða annarri af innri endurskoðanda Sameinuðu þjóðanna.
Sameinuðu þjóðirnar Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Sammála um áframhaldandi stuðning við UNRWA Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, Orri Páll Jóhannsson þingmaður Vinstri grænna og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknar eru sammála um það að íslenska ríkið eigi ekki að fresta áframhaldandi greiðslum til UNRWA, Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu. 4. febrúar 2024 16:03 Vill fara að fordæmi Norðmanna og hefði viljað meira samráð Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina. 31. janúar 2024 13:34 Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 29. janúar 2024 16:16 Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Sammála um áframhaldandi stuðning við UNRWA Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, Orri Páll Jóhannsson þingmaður Vinstri grænna og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknar eru sammála um það að íslenska ríkið eigi ekki að fresta áframhaldandi greiðslum til UNRWA, Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu. 4. febrúar 2024 16:03
Vill fara að fordæmi Norðmanna og hefði viljað meira samráð Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina. 31. janúar 2024 13:34
Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 29. janúar 2024 16:16
Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10