Persónuvernd fær á baukinn og stefnir í milljóna endurgreiðslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2024 16:52 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Vísir/Egill Ríkið þarf að endurgreiða Reykjavíkurborg fimm milljónir króna auk vaxta vegna slapprar stjórnsýslu þegar Persónuvernd sektaði borgina vegna Seesaw-kerfis sem notað var í nokkrum grunnskólum borgarinnar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Kópavogur gæti krafið ríkið um fjögurra milljóna endurgreiðslu. Aðdragandi málsins var sá að Reykjavíkurborg ákvað að notast við svokallað Seesaw-kerfi fyrir hluta nemenda í sex grunnskólum borgarinnar árið 2021. Um er að ræða stafræna kennslulausn, forrit sem kennarar og nemendur geta notað, einkum í fjarnámi. Með forritinu geta nemendur meðal annars sent kennurum sínum teikningar, ljósmyndir og myndbönd. Í janúar 2021 voru verkefni í fyrsta sinn lögð fyrir nemendur þar sem notast var við kerfið. Persónuvernd barst ábending frá foreldri nemanda um að óskað hefði verið eftir samþykki foreldris fyrir notkun kerfisins. Að lokinni rannsókn komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu í desember það ár að notkun kerfisins hefði brotið í bága við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Í maí 2022 sektaði Persónuvernd Reykjavíkurborg um fimm milljónir í formi stjórnvaldssektar. Brotið hefði varðað persónuupplýsingar barna sem njóti sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni. Líkur hafi þótt á að viðkvæmar persónuupplýsingar bara væru skráðar í kerfið. Tilgangur vinnslunnar hafi ekki verið nægilega skýrt afmarkaður auk þess sem mikil áhætta hafi fylgt því að persónuupplýsingar væru fluttar til Bandaríkjanna og unnar þar. Á hinn bóginn hefði ekki neitt komið fram um tjón vegna brotanna og borgin hefði brugðist vel við erindum Persónuverndar. „Þessi ákvörðun hefur áhrif á alla grunnskóla sem og sveitarfélög landsins. Það er mikilvægt að standa vörð um upplýsingaöryggi nemenda en kröfur Persónuverndar til starfsfólks grunnskólanna verða að vera raunhæfar og í samræmi við persónuverndarreglugerðina og útgefnar leiðbeiningar stofnunarinnar,“ sagði Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar. Reykjavíkurborg legði mat á réttarstöðu sína. Svo fór að borgin höfðaði mál, krafðist þess að ákvarðanir Persónuverndar yrðu felldar úr gildi og stjórnvaldssektin endurgreidd. Fjölmargir annmarkar á vinnubrögðum Persónuverndar Héraðsdómur fann töluverða efnisannmarka á því hvernig Persónuvernd stóð að málum við ákvarðanir sínar. Meðal annars hvernig Persónunefnd skilgreindi viðkvæmar upplýsingar, tók tillit til svara borgarinnar og hvernig brot væri flokkað alvarlegt eða umfangsmikið. Þá hefði Persónuvernd ekki lagt fram haldbær rök fyrir aðfinnslum sínum í upphaflegu ákvörðuninni í desember 2021. Féllst héraðdsómur á aðalkröfu borgarinnar um að ógilda ákvarðanirnar. Var ríkinu gert að endurgreiða Reykjavíkurborg milljónirnar fimm auk vaxta. Persónuvernd sektaði einnig Kópavogsbæ um fjórar milljónir vegna notkunar á Seeshaw. Telja má líklegt að Kópavogsbær leiti réttar síns í ljósi nýfallins dóms. Því gæti svo farið að ríkið þurfi að greiða fleiri milljónir vegna málsins. Nýfallinn dóm má lesa hér. Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Dómsmál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira
Aðdragandi málsins var sá að Reykjavíkurborg ákvað að notast við svokallað Seesaw-kerfi fyrir hluta nemenda í sex grunnskólum borgarinnar árið 2021. Um er að ræða stafræna kennslulausn, forrit sem kennarar og nemendur geta notað, einkum í fjarnámi. Með forritinu geta nemendur meðal annars sent kennurum sínum teikningar, ljósmyndir og myndbönd. Í janúar 2021 voru verkefni í fyrsta sinn lögð fyrir nemendur þar sem notast var við kerfið. Persónuvernd barst ábending frá foreldri nemanda um að óskað hefði verið eftir samþykki foreldris fyrir notkun kerfisins. Að lokinni rannsókn komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu í desember það ár að notkun kerfisins hefði brotið í bága við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Í maí 2022 sektaði Persónuvernd Reykjavíkurborg um fimm milljónir í formi stjórnvaldssektar. Brotið hefði varðað persónuupplýsingar barna sem njóti sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni. Líkur hafi þótt á að viðkvæmar persónuupplýsingar bara væru skráðar í kerfið. Tilgangur vinnslunnar hafi ekki verið nægilega skýrt afmarkaður auk þess sem mikil áhætta hafi fylgt því að persónuupplýsingar væru fluttar til Bandaríkjanna og unnar þar. Á hinn bóginn hefði ekki neitt komið fram um tjón vegna brotanna og borgin hefði brugðist vel við erindum Persónuverndar. „Þessi ákvörðun hefur áhrif á alla grunnskóla sem og sveitarfélög landsins. Það er mikilvægt að standa vörð um upplýsingaöryggi nemenda en kröfur Persónuverndar til starfsfólks grunnskólanna verða að vera raunhæfar og í samræmi við persónuverndarreglugerðina og útgefnar leiðbeiningar stofnunarinnar,“ sagði Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar. Reykjavíkurborg legði mat á réttarstöðu sína. Svo fór að borgin höfðaði mál, krafðist þess að ákvarðanir Persónuverndar yrðu felldar úr gildi og stjórnvaldssektin endurgreidd. Fjölmargir annmarkar á vinnubrögðum Persónuverndar Héraðsdómur fann töluverða efnisannmarka á því hvernig Persónuvernd stóð að málum við ákvarðanir sínar. Meðal annars hvernig Persónunefnd skilgreindi viðkvæmar upplýsingar, tók tillit til svara borgarinnar og hvernig brot væri flokkað alvarlegt eða umfangsmikið. Þá hefði Persónuvernd ekki lagt fram haldbær rök fyrir aðfinnslum sínum í upphaflegu ákvörðuninni í desember 2021. Féllst héraðdsómur á aðalkröfu borgarinnar um að ógilda ákvarðanirnar. Var ríkinu gert að endurgreiða Reykjavíkurborg milljónirnar fimm auk vaxta. Persónuvernd sektaði einnig Kópavogsbæ um fjórar milljónir vegna notkunar á Seeshaw. Telja má líklegt að Kópavogsbær leiti réttar síns í ljósi nýfallins dóms. Því gæti svo farið að ríkið þurfi að greiða fleiri milljónir vegna málsins. Nýfallinn dóm má lesa hér.
Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Dómsmál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira