Dulbjuggu sig og myrtu palestínska vígamenn á spítala Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. janúar 2024 12:58 Starfsmaður Ibn Sina spítalans fer yfir myndband úr öryggismyndavél þar sem má sjá ísraelsku sérsveitarmennina. AP Photo/Majdi Mohammed Ísraelskir sérsveitarliðar dulbjuggu sig sem heilbrigðisstarfsmenn og myrtu þrjá palestínska menn á spítala á Vesturbakkanum í Palestínu í morgun. Ísraelsk yfirvöld segja að um hryðjuverkamenn hafi verið að ræða. Á myndböndum sem birst hafa í erlendum miðlum í dag má sjá sérsveitarliðana askvaðandi á gangi spítalans með riffla á lofti. Palestínsk heilbrigðisyfirvöld saka Ísraelsmenn um að fremja voðaverk á palestínskum spítölum. Þá hefur BBC eftir Hamas samtökunum að Ísraelar hafi tekið af lífi þrjá herliða á spítalanum, þar af einn á vegum samtakanna. Þá segja samtökin að hann hafi verið að leita sér læknisaðstoðar á spítalanum. Hinir tveir eru sagðir hafa verið liðsmenn annars vígahóps, sem kenndur er við Palestinian Islamic Jihad. Upptakan hér að neðan af vef BBC er úr öryggismyndavél spítalans. Einn hafi skipulagt 7. október Í tilkynningu frá ísraelska hernum segir að einn þeirra sem myrtur hafi verið á spítalanum hafi verið vígamaður á vegum Hamas, sem skipulagt hafi hryðjuverkaárásirnar í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðnum. Rúmlega 1300 manns létust í þeirri árás og voru 250 manns teknir sem gíslar Hamas samtakanna. Fram kemur í frétt miðilsins að spennustigið á Vesturbakkanum sé hátt. Það hafi risið hratt í kjölfar voðaverka Hamas liða í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðnum og eftir mannskæðar hefndaraðgerðir Ísraela á Gasa. Í þeim aðgerðum hafa 26.600 Palestínumenn látist, að mestu konu og börn. Ísraelsmenn hafi síðan 7. október drepið í hið minnsta 357 manns á Vesturbakkanum, vígamenn jafnt og almenna borgara, á meðan ísraelskir landnemar hafa drepið átta manns, samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Þá hafa tíu Ísraelsmenn látist vegna átaka á Vesturbakkanum og í Ísrael. Aðkoman á spítalanum eftir árás ísraelsku sérsveitarinnar. AP Photo/Majdi Mohammed Þrír vígamenn dóu eftir árás sérsveitarinnar.AP Photo/Majdi Mohammed Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Á myndböndum sem birst hafa í erlendum miðlum í dag má sjá sérsveitarliðana askvaðandi á gangi spítalans með riffla á lofti. Palestínsk heilbrigðisyfirvöld saka Ísraelsmenn um að fremja voðaverk á palestínskum spítölum. Þá hefur BBC eftir Hamas samtökunum að Ísraelar hafi tekið af lífi þrjá herliða á spítalanum, þar af einn á vegum samtakanna. Þá segja samtökin að hann hafi verið að leita sér læknisaðstoðar á spítalanum. Hinir tveir eru sagðir hafa verið liðsmenn annars vígahóps, sem kenndur er við Palestinian Islamic Jihad. Upptakan hér að neðan af vef BBC er úr öryggismyndavél spítalans. Einn hafi skipulagt 7. október Í tilkynningu frá ísraelska hernum segir að einn þeirra sem myrtur hafi verið á spítalanum hafi verið vígamaður á vegum Hamas, sem skipulagt hafi hryðjuverkaárásirnar í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðnum. Rúmlega 1300 manns létust í þeirri árás og voru 250 manns teknir sem gíslar Hamas samtakanna. Fram kemur í frétt miðilsins að spennustigið á Vesturbakkanum sé hátt. Það hafi risið hratt í kjölfar voðaverka Hamas liða í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðnum og eftir mannskæðar hefndaraðgerðir Ísraela á Gasa. Í þeim aðgerðum hafa 26.600 Palestínumenn látist, að mestu konu og börn. Ísraelsmenn hafi síðan 7. október drepið í hið minnsta 357 manns á Vesturbakkanum, vígamenn jafnt og almenna borgara, á meðan ísraelskir landnemar hafa drepið átta manns, samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Þá hafa tíu Ísraelsmenn látist vegna átaka á Vesturbakkanum og í Ísrael. Aðkoman á spítalanum eftir árás ísraelsku sérsveitarinnar. AP Photo/Majdi Mohammed Þrír vígamenn dóu eftir árás sérsveitarinnar.AP Photo/Majdi Mohammed
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira