Afhúðun EES-reglna – spurning um pólitíska forystu Ólafur Stephensen skrifar 25. janúar 2024 17:00 Skýrsla, sem Margrét Einarsdóttir lagaprófessor hefur unnið fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og kynnt var í morgun, sýnir svo ekki verður um villzt að svokölluð gullhúðun EES-reglna er útbreitt vandamál í stjórnkerfinu. Gullhúðun felst í því að við samningu frumvarpa sem innleiða EES-reglur í íslenzkan rétt, er bætt við heimasmíðuðum reglum, sem yfirleitt eru íþyngjandi fyrir fólk og fyrirtæki. Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður átti frumkvæðið að þessari vinnu. Margrét kemst að þeirri niðurstöðu að á málefnasviði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins hafi EES-innleiðingarfrumvörp verið gullhúðuð í 40% tilvika á tímabilinu 2010-2022. Síðustu fjögur ár þessa tímabils var hlutfallið 50%. Með öðrum orðum var íþyngjandi reglum bætt ofan á EES-reglurnar í öðru hverju frumvarpi. Fjórþættar afleiðingar fyrir atvinnulífið Fyrir íslenzkt atvinnulíf býr þetta til fjórþættan vanda. Í fyrsta lagi búa fyrirtæki við flóknara, þyngra og dýrara regluverk en þau þyrftu að gera. Í öðru lagi er regluverkið iðulega meira íþyngjandi en í öðrum EES-ríkjum, sem skaðar hlutfallslega samkeppnisstöðu íslenzkra fyrirtækja. Í þriðja lagi eru frumvörp líklegri til að lenda í pólitísku þrasi ef þau innihalda ekki eingöngu ákvæði til innleiðingar EES-reglna. Þá tefst innleiðing reglnanna og þar með hallar á rétt fyrirtækja, sem eiga mikið undir því að sömu reglur gildi á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Í fjórða lagi grafa þessi vinnubrögð undan trausti á EES-samningnum, sem er mikilvægasti milliríkjasamningur sem Ísland hefur gert, út frá hagsmunum atvinnulífsins. Embættismenn fara ekki eftir reglunum Félag atvinnurekenda hefur látið gullhúðunartilhneigingu embættismanna til sín taka um árabil. Árið 2017 gerði utanríkisráðuneytið tillögu félagsins að sinni, um að innleiða EES-reglur þannig að þær yrðu minna íþyngjandi fyrir íslenska hagsmunaaðila. Komið yrði upp verklagi þar sem tilgreint yrði í greinargerðum með frumvörpum til innleiðingar EES-reglna hvaða ákvæði vörðuðu reglurnar beinlínis, hvaða ákvæði gengju lengra en þær kvæðu á um og þá af hvaða ástæðum og hvaða svigrúm væri til að haga innleiðingu þannig að hún verði minna íþyngjandi. Félagið benti stjórnvöldum einnig á að ein skilvirkasta leiðin til að laga „innleiðingarhallann“ svokallaða, þ.e. seinagang við innleiðingu EES-reglna, væri að hafa innleiðingarfrumvörpin hrein innleiðingarfrumvörp, þannig að öðrum reglum sem embættismönnum þættu sniðugar væri ekki hrært saman við þau. Báðar þessar áherzlur rötuðu inn í verklagsreglur um þinglega meðferð EES-mála sem voru endurskoðaðar 2018, svo og inn í reglur sem ríkisstjórnin hefur sett sjálfri sér um undirbúning stjórnarfrumvarpa, en þær voru síðast endurnýjaðar fyrir tæpu ári. Það voru að sjálfsögðu jákvæð skref og Margrét Einarsdóttir komst að því að eftir að fyrrnefndu reglurnar voru settar hefði hreinum innleiðingarfrumvörpum fjölgað. Vandamálið er ekki skortur á reglum, frekar að embættismenn fara oft og iðulega ekki eftir þeim. Margrét Einarsdóttir orðaði það þannig í kynningu skýrslunnar í morgun að oft væri erfitt að átta sig á því við lestur lagafrumvarpa að um gullhúðun Evrópureglna væri að ræða og rökstuðningurinn fyrir viðbótarreglunum væri iðulega takmarkaður. Gera þyrfti breytingar á verklagi sem gerðu að verkum að alþingismenn og hagsmunaaðilar væru upplýstir og ættu auðvelt með að átta sig á hvort verið væri að bæta við Evrópureglurnar. Ráðherrar bera ábyrgðina Þetta er gott og blessað, en það þarf að ganga lengra. Að stöðva gullhúðunina krefst pólitískrar forystu; að ráðherrar segi skýrt við starfsmenn í ráðuneytum sínum og undirstofnunum þeirra, sem koma að samningu innleiðingarfrumvarpa, að gullhúðun sé einfaldlega ekki í boði – og að ef ekki sé farið eftir reglunum hafi það afleiðingar. Svo virðist sem stjórnvöld séu nú loksins farin að hlusta á umkvartanir atvinnulífsins yfir því að embættismenn hafi fengið að ganga lausir og setja alls konar þarflausar reglur undir yfirskini EES-innleiðingar. FA fagnar sérstaklega yfirlýsingum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að hann hyggist „afhúða“ regluverk, þ.e. færa reglur, sem hafa verið settar, að upphaflegu EES-reglunum og afnema hinar séríslenzku viðbætur. Ráðherrann ætlar að byrja á reglum um umhverfismat, sem er fagnaðarefni enda eru þær orðnar alltof þungar í vöfum. Þá er ástæða til að fagna því að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hafi skipað starfshóp um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglna. Með öðrum orðum: Áform um breytt verklag eru góð, en ráðherrarnir mega ekki gleyma að embættismennirnir hafa fengið að ganga lausir á þeirra ábyrgð og í þeirra umboði. Það er þeirra að taka í taumana, stoppa gullhúðunina og leggja skýrar línur um að nú skuli einfalda alltof flókið regluverk. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Skýrsla, sem Margrét Einarsdóttir lagaprófessor hefur unnið fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og kynnt var í morgun, sýnir svo ekki verður um villzt að svokölluð gullhúðun EES-reglna er útbreitt vandamál í stjórnkerfinu. Gullhúðun felst í því að við samningu frumvarpa sem innleiða EES-reglur í íslenzkan rétt, er bætt við heimasmíðuðum reglum, sem yfirleitt eru íþyngjandi fyrir fólk og fyrirtæki. Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður átti frumkvæðið að þessari vinnu. Margrét kemst að þeirri niðurstöðu að á málefnasviði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins hafi EES-innleiðingarfrumvörp verið gullhúðuð í 40% tilvika á tímabilinu 2010-2022. Síðustu fjögur ár þessa tímabils var hlutfallið 50%. Með öðrum orðum var íþyngjandi reglum bætt ofan á EES-reglurnar í öðru hverju frumvarpi. Fjórþættar afleiðingar fyrir atvinnulífið Fyrir íslenzkt atvinnulíf býr þetta til fjórþættan vanda. Í fyrsta lagi búa fyrirtæki við flóknara, þyngra og dýrara regluverk en þau þyrftu að gera. Í öðru lagi er regluverkið iðulega meira íþyngjandi en í öðrum EES-ríkjum, sem skaðar hlutfallslega samkeppnisstöðu íslenzkra fyrirtækja. Í þriðja lagi eru frumvörp líklegri til að lenda í pólitísku þrasi ef þau innihalda ekki eingöngu ákvæði til innleiðingar EES-reglna. Þá tefst innleiðing reglnanna og þar með hallar á rétt fyrirtækja, sem eiga mikið undir því að sömu reglur gildi á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Í fjórða lagi grafa þessi vinnubrögð undan trausti á EES-samningnum, sem er mikilvægasti milliríkjasamningur sem Ísland hefur gert, út frá hagsmunum atvinnulífsins. Embættismenn fara ekki eftir reglunum Félag atvinnurekenda hefur látið gullhúðunartilhneigingu embættismanna til sín taka um árabil. Árið 2017 gerði utanríkisráðuneytið tillögu félagsins að sinni, um að innleiða EES-reglur þannig að þær yrðu minna íþyngjandi fyrir íslenska hagsmunaaðila. Komið yrði upp verklagi þar sem tilgreint yrði í greinargerðum með frumvörpum til innleiðingar EES-reglna hvaða ákvæði vörðuðu reglurnar beinlínis, hvaða ákvæði gengju lengra en þær kvæðu á um og þá af hvaða ástæðum og hvaða svigrúm væri til að haga innleiðingu þannig að hún verði minna íþyngjandi. Félagið benti stjórnvöldum einnig á að ein skilvirkasta leiðin til að laga „innleiðingarhallann“ svokallaða, þ.e. seinagang við innleiðingu EES-reglna, væri að hafa innleiðingarfrumvörpin hrein innleiðingarfrumvörp, þannig að öðrum reglum sem embættismönnum þættu sniðugar væri ekki hrært saman við þau. Báðar þessar áherzlur rötuðu inn í verklagsreglur um þinglega meðferð EES-mála sem voru endurskoðaðar 2018, svo og inn í reglur sem ríkisstjórnin hefur sett sjálfri sér um undirbúning stjórnarfrumvarpa, en þær voru síðast endurnýjaðar fyrir tæpu ári. Það voru að sjálfsögðu jákvæð skref og Margrét Einarsdóttir komst að því að eftir að fyrrnefndu reglurnar voru settar hefði hreinum innleiðingarfrumvörpum fjölgað. Vandamálið er ekki skortur á reglum, frekar að embættismenn fara oft og iðulega ekki eftir þeim. Margrét Einarsdóttir orðaði það þannig í kynningu skýrslunnar í morgun að oft væri erfitt að átta sig á því við lestur lagafrumvarpa að um gullhúðun Evrópureglna væri að ræða og rökstuðningurinn fyrir viðbótarreglunum væri iðulega takmarkaður. Gera þyrfti breytingar á verklagi sem gerðu að verkum að alþingismenn og hagsmunaaðilar væru upplýstir og ættu auðvelt með að átta sig á hvort verið væri að bæta við Evrópureglurnar. Ráðherrar bera ábyrgðina Þetta er gott og blessað, en það þarf að ganga lengra. Að stöðva gullhúðunina krefst pólitískrar forystu; að ráðherrar segi skýrt við starfsmenn í ráðuneytum sínum og undirstofnunum þeirra, sem koma að samningu innleiðingarfrumvarpa, að gullhúðun sé einfaldlega ekki í boði – og að ef ekki sé farið eftir reglunum hafi það afleiðingar. Svo virðist sem stjórnvöld séu nú loksins farin að hlusta á umkvartanir atvinnulífsins yfir því að embættismenn hafi fengið að ganga lausir og setja alls konar þarflausar reglur undir yfirskini EES-innleiðingar. FA fagnar sérstaklega yfirlýsingum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að hann hyggist „afhúða“ regluverk, þ.e. færa reglur, sem hafa verið settar, að upphaflegu EES-reglunum og afnema hinar séríslenzku viðbætur. Ráðherrann ætlar að byrja á reglum um umhverfismat, sem er fagnaðarefni enda eru þær orðnar alltof þungar í vöfum. Þá er ástæða til að fagna því að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hafi skipað starfshóp um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglna. Með öðrum orðum: Áform um breytt verklag eru góð, en ráðherrarnir mega ekki gleyma að embættismennirnir hafa fengið að ganga lausir á þeirra ábyrgð og í þeirra umboði. Það er þeirra að taka í taumana, stoppa gullhúðunina og leggja skýrar línur um að nú skuli einfalda alltof flókið regluverk. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun