Við þurfum innflytjendastefnu Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 25. janúar 2024 10:01 Í gær bárust fréttir af því að félags- og vinnumarkaðsráðherra hefði lagt til hliðar vinnu við innflytjendastefnu, eða “þingsályktun um stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks” sem hann stefndi að að leggja fram á vorþinginu. Það er illt. Ísland þarf sárlega á innflytjendastefnu að halda, því hér er þessi málaflokkur í besta falli brotakenndur, þjónusta sem nýir Íslendingar njóta takmörkuð og ekkert mat til af hálfu hins opinbera um hversu marga innflytjendur innviðir landsins okkar þola og hvað þarf að gera til að taka á móti þeim sem hingað vilja flytja. Gallup gerir reglulega umfangsmiklar viðtalskannanir um það hvert fólk vill flytja og býr til lista útfrá niðurstöðum þeirra, svokallaðan “Potential Net Migration Index”. Það er skemmst frá niðurstöðum nýjustu könnunarinnar að segja að Ísland er ofarlega á listanum þegar tillit er tekið til íbúafjölda. Reyndar er Ísland í þriðja sæti listans, á eftir Nýja Sjálandi og Singapúr og ef öllum þeim sem lýstu áhuga á að flytja til Íslands væri gefinn kostur á því myndi íbúum landsins fjölga um 208%. Ef einungis er horft til ungs fólks, eða fólks á aldrinum 15-29 ára, er Ísland efst á listanum og myndi sá aldurshópur hér á landi stækka um 451% ef allir sem óskuðu eftir að flytja til Íslands fengju að gera það. Það er því ljóst að Ísland gæti auðveldlega orðið “innflytjendaland” á borð við Nýja Sjáland, Ástralíu eða Kanada, ef vilji væri til þess. Þetta eru auðvitað góðar fréttir fyrir okkur. Það hefur greinilega spurst út að hér er gott að búa, þrátt fyrir vetrarmyrkur og viðsjárvert veður. En það vitum við sem hér búum auðvitað. Nú er svo komið að tæp 20% íbúanna eru af erlendu bergi brotin. Flest þeirra eru frá EES löndum á borð við Pólland og okkur þykir vænt um þessa góðu viðbót við þjóðina. Þau sem hingað hafa flutt hafa styrkt efnahagslíf landsins og treyst undirstöður mikilvægra atvinnugreina. En að sama skapi fylgja því áskoranir að taka á móti stórum hópi fólks sem ekki talar tungumál landsins. Þetta vita þau sem starfa í menntakerfinu mæta vel. Það er þessvegna sem það er svo mikilvægt að við Íslendingar mótum okkur innflytjendastefnu. Að við höfum heildræna sýn á það hvernig við tökum á móti þeim sem hingað flytja. Er það markmið okkar, eins og t.d. í Kanada, að þau sem hingað flytja læri íslensku og verði að ákveðnum árum liðnum íslenskir ríkisborgarar? Er okkar markmið að hingað flytji ákveðið hlutfall fólks með t.d. tækni- eða heilbrigðismenntun, sem sár vöntun er á hér? Viljum við verða milljón árið 2070?Við vitum ekki svörin við þessum spurningum því þeim hefur ekki verið svarað. Þetta eru atriði sem innflytjendastefna myndi innibera. Slíka vinnu þarf auðvitað að vinna í breiðri sátt, því hún þarf að standast tímans tönn, þrátt fyrir ríkisstjórnarskipti t.d. Þess vegna er það miður að sú vinna hafi enn á ný tafist. Hún hefði auðvtiað átt að fara fram fyrir tveimur áratugum, en hún þarf að fara fram eigi síðar en nú. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Innflytjendamál Samfylkingin Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gær bárust fréttir af því að félags- og vinnumarkaðsráðherra hefði lagt til hliðar vinnu við innflytjendastefnu, eða “þingsályktun um stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks” sem hann stefndi að að leggja fram á vorþinginu. Það er illt. Ísland þarf sárlega á innflytjendastefnu að halda, því hér er þessi málaflokkur í besta falli brotakenndur, þjónusta sem nýir Íslendingar njóta takmörkuð og ekkert mat til af hálfu hins opinbera um hversu marga innflytjendur innviðir landsins okkar þola og hvað þarf að gera til að taka á móti þeim sem hingað vilja flytja. Gallup gerir reglulega umfangsmiklar viðtalskannanir um það hvert fólk vill flytja og býr til lista útfrá niðurstöðum þeirra, svokallaðan “Potential Net Migration Index”. Það er skemmst frá niðurstöðum nýjustu könnunarinnar að segja að Ísland er ofarlega á listanum þegar tillit er tekið til íbúafjölda. Reyndar er Ísland í þriðja sæti listans, á eftir Nýja Sjálandi og Singapúr og ef öllum þeim sem lýstu áhuga á að flytja til Íslands væri gefinn kostur á því myndi íbúum landsins fjölga um 208%. Ef einungis er horft til ungs fólks, eða fólks á aldrinum 15-29 ára, er Ísland efst á listanum og myndi sá aldurshópur hér á landi stækka um 451% ef allir sem óskuðu eftir að flytja til Íslands fengju að gera það. Það er því ljóst að Ísland gæti auðveldlega orðið “innflytjendaland” á borð við Nýja Sjáland, Ástralíu eða Kanada, ef vilji væri til þess. Þetta eru auðvitað góðar fréttir fyrir okkur. Það hefur greinilega spurst út að hér er gott að búa, þrátt fyrir vetrarmyrkur og viðsjárvert veður. En það vitum við sem hér búum auðvitað. Nú er svo komið að tæp 20% íbúanna eru af erlendu bergi brotin. Flest þeirra eru frá EES löndum á borð við Pólland og okkur þykir vænt um þessa góðu viðbót við þjóðina. Þau sem hingað hafa flutt hafa styrkt efnahagslíf landsins og treyst undirstöður mikilvægra atvinnugreina. En að sama skapi fylgja því áskoranir að taka á móti stórum hópi fólks sem ekki talar tungumál landsins. Þetta vita þau sem starfa í menntakerfinu mæta vel. Það er þessvegna sem það er svo mikilvægt að við Íslendingar mótum okkur innflytjendastefnu. Að við höfum heildræna sýn á það hvernig við tökum á móti þeim sem hingað flytja. Er það markmið okkar, eins og t.d. í Kanada, að þau sem hingað flytja læri íslensku og verði að ákveðnum árum liðnum íslenskir ríkisborgarar? Er okkar markmið að hingað flytji ákveðið hlutfall fólks með t.d. tækni- eða heilbrigðismenntun, sem sár vöntun er á hér? Viljum við verða milljón árið 2070?Við vitum ekki svörin við þessum spurningum því þeim hefur ekki verið svarað. Þetta eru atriði sem innflytjendastefna myndi innibera. Slíka vinnu þarf auðvitað að vinna í breiðri sátt, því hún þarf að standast tímans tönn, þrátt fyrir ríkisstjórnarskipti t.d. Þess vegna er það miður að sú vinna hafi enn á ný tafist. Hún hefði auðvtiað átt að fara fram fyrir tveimur áratugum, en hún þarf að fara fram eigi síðar en nú. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun