Er mannúðlegt að láta staðar numið í miðri á? Magnea Marinósdóttir skrifar 24. janúar 2024 08:01 Þann 20. janúar sl. birti háttvirtur utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, pistil á Facebook síðu sinni. Þar segir meðal annars: “Ég skil áhyggjur og óvissu þeirra sem dvelja hér fjarri fjölskyldum sínum, sem margar hverjar búa við skelfilegar aðstæður. Hins vegar verður að muna að þeir sem mótmæla eru í landi sem fær margfalt fleiri umsóknir hælisleitenda en nágrannaríkin. Hærra hlutfall umsókna er jafnframt tekið til efnislegrar meðferðar hér með jákvæðri niðurstöðu. Ekkert Norðurlandanna hefur tekið við fleiri Palestínumönnum en Ísland undanfarið og ekkert annað land hefur tekið til flýtimeðferðar beiðnir um fjölskyldusameiningar eftir 7. október. Þessi hópur krefst þess nú að íslensk stjórnvöld gangi einnig lengra en allar nágrannaþjóðir til þess að tryggja að það fólk komist frá Gaza.” Í færslu sinni vísar ráðherra til Palestínumannanna, sem hafa fengið fjölskyldusameiningu samþykkta og reist tjaldbúðir fyrir framan Alþingishúsið til að kalla eftir aðgerðum stjórnvalda svo að aðstoða megi fjölskyldur þeirra við að komast frá Gaza enda kemst enginn þaðan án aðkomu valdhafa. Þess ber að geta áður en lengra er haldið að rétturinn til fjölskyldusameiningar er lagalegur réttur alls flóttafólks með alþjóðlega vernd óháð uppruna. Fyrsta spurningin sem vaknar við lestur orða ráðherra er hvort hann skilur raunverulega hvað fjölskyldufólkið, sem bíður hér heima og á Gaza ströndinni, er að ganga í gegnum? Í annan stað segir hann í raun að Ísland hafi staðið sig betur í samanburði við önnur Norðurlönd en þakkirnar séu vanþakklæti og tilætlunarsemi eða krafa um að „íslensk stjórnvöld gangi einnig lengra en allar nágrannaþjóðir til þess að tryggja að það fólk komist frá Gaza.“ Í viðtali í Silfrinu 22. janúar verður ráðherra tíðrætt um staðreyndir þegar umrædd færsla er rædd við hann af þáttastjórnanda. Ein staðreynd málsins er að Ísland hefur ekki aðstoðað neinn við að komast frá Gaza eftir 7. október ólíkt hinum Norðurlöndunum sem hafa aðstoðað ríkisborgara sína og Palestínumenn sem hafa dvalarleyfi í viðkomandi ríki og hafa búið þar áður. Það er rétt að hin Norðurlöndin hafa ekki gefið út dvalarleyfi eftir 7. október en það hefur Ísland hins vegar gert eins og ráðherra stærir sig af. En hvers virði er það ef Ísland ólíkt öðrum Norðurlöndum aðstoðar fólk ekki við að komast frá Gaza? Dvalarleyfin eru útgefin, Alþjóðlega fólksflutningastofnunin (e. International Organisation for Migration - IOM) er tilbúin í Kaíró að taka á móti hópnum, sem samanstendur af um 100 manns, og fylgja honum til Íslands. Flestir í hópnum eru konur og börn en ekki eins mörg og upphaflega vegna þess að a.m.k. 5 börn hafa dáið frá útgáfu dvalarleyfanna. Sorg í bland við óttablandna von ríkir í tjaldbúðunum við Austurvöll enda stendur á svörum ráðamanna um frekari aðstoð sem þarf til að koma fólki yfir til Egyptalands þaðan sem það fer til Íslands. Hvaða staðreyndir liggja þar að baki? Skv. upplýsingum frá sendiráði Egyptalands í Osló þá þarf að senda pappíra fólksins til sendiráðsins til að nöfnin þeirra komist á svonefndan “Rafah lista“. Rafah er nafnið á borg við landamæri Gaza og samnefndri landamærastöð eins og sést á kortinu hér að neðan. Margir Gazabúar hafa flúið til Rafah úr norðurhlutanum til að leita skjóls gegn sprengingum og skv. fyrirskipun Ísraelshers. Þegar nöfnin eru kominn á listann þá gerist eftirfarandi skv. grein í Guardian í lauslegri þýðingu: Skv. fyrirkomulaginu, sem búið er að innleiða í Kaíró, þá eru viðkomandi sendiráð látin vita með fyrirvara þegar fólk [á þeirra ábyrgð] er komið með leyfi til að fara yfir landamærin og er vonast til að fleiri rýmingar verði leyfðar á komandi dögum. („According to the arrangements put in place by Cairo, the embassies of those people being allowed to cross have been informed in advance and the hope is that further evacuations will be allowed in the coming days.“) Skv. athugun þá eru nöfn allra einstaklinga, sem fá leyfi til að fara frá Gaza yfir til Egyptalands, birt á Facebook síðu landamæraeftirlits heimastjórnar Palestínu (e. Palestinian General Authority for Crossings and Border) sem heldur utan um för allra sem fara inn og út við landamæri Gaza hvort sem um er að ræða Egyptlalandsmegin eða Ísraelsmegin. Facebook síðuna með nafnalistunum er að finna hér. Í grein um málið segir eftirfarandi í lauslegri þýðingu: Landamæraeftirlitið hefur birt daglega lista á Facebook yfir erlenda ríkisborgara, sem búið er að samþykkja að megi yfirgefa Gaza. („The authority has been publishing daily lists of foreigners approved to leave Gaza on Facebook.) Eins og fram hefur komið þá hafa önnur Norðurlönd aðstoðað dvalarleyfishafa að komast frá Gaza til viðbótar við eigin ríkisborgara en þegar komið er leyfi til brottfarar þá láta yfirvöld í Egyptalandi viðkomandi sendiráð vita skv. upplýsingunum hér að ofan. Þá þarf hins vegar einhver fulltrúi stjórnvalda að vera hinu megin landamæranna við Gaza til að taka á móti hópnum og fylgja honum þaðan til Kaíró þar sem IOM tekur á móti hópnum eins og fyrr segir og gerir viðeigandi ráðstafanir til að koma hópnum til Íslands. Það er gert á grundvelli samkomulags IOM við Vinnumálastofnun / félags- og vinnumarkaðsraðuleytið. Tímaramminn frá því að vera komin yfir landamærin við Gaza og fara um borð í flugvél í Kairó til Íslands er 72 klukkustundir skv. fyrirliggjandi upplýsingum. Þar sem Ísland er ekki með sendiráð í Egyptalandi gætu íslensk stjórnvöld hugsanlega gert samkomulag við frændur okkar Norðmenn og fengið diplómata norska sendiráðsins í Kaíró til að fara niður að landamærunum við Gaza og taka á móti fólkinu ef það er vandamál að senda íslenskan fulltrúa. Fordæmi eru til sbr. þegar íslensk stjórnvöld gerðu samkomulag við önnur ríki um að koma þeim hópi fólks frá Afganistan sem boðin var alþjóðleg vernd hérlendis eftir valdatöku Talibana í Kabúl. Þau fóru á farþegalista þessara samstarfslanda og með herflugvélum þeirra úr landi. Fordæmi er fyrir hendi þannig að núna lítur út fyrir að brottför hópsins í Gaza strandi á því að íslensk stjórnvöld sendi listann til sendiráðs Egyptalands í Osló og/eða fulltrúa sinn til að taka á móti hópnum þegar hann kemur yfir til Egyptalands og fylgja honum þaðan til Kaíró hvort sem fulltrúinn er frá íslenska utanríkisráðuneytinu eða norska sendiráðinu í Kairó. Það er það sem Palestínumennirnir á Austurvelli eru að kalla eftir. Þau eru að kalla eftir aðgerðum. Er það óeðlileg krafa þegar fólkið er komið með dvalarleyfi og önnur stjórnvöld hafa verið að aðstoða Palestínumenn með dvalarleyfi í sínum löndum að komast frá Gaza? Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Marinósdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Sjá meira
Þann 20. janúar sl. birti háttvirtur utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, pistil á Facebook síðu sinni. Þar segir meðal annars: “Ég skil áhyggjur og óvissu þeirra sem dvelja hér fjarri fjölskyldum sínum, sem margar hverjar búa við skelfilegar aðstæður. Hins vegar verður að muna að þeir sem mótmæla eru í landi sem fær margfalt fleiri umsóknir hælisleitenda en nágrannaríkin. Hærra hlutfall umsókna er jafnframt tekið til efnislegrar meðferðar hér með jákvæðri niðurstöðu. Ekkert Norðurlandanna hefur tekið við fleiri Palestínumönnum en Ísland undanfarið og ekkert annað land hefur tekið til flýtimeðferðar beiðnir um fjölskyldusameiningar eftir 7. október. Þessi hópur krefst þess nú að íslensk stjórnvöld gangi einnig lengra en allar nágrannaþjóðir til þess að tryggja að það fólk komist frá Gaza.” Í færslu sinni vísar ráðherra til Palestínumannanna, sem hafa fengið fjölskyldusameiningu samþykkta og reist tjaldbúðir fyrir framan Alþingishúsið til að kalla eftir aðgerðum stjórnvalda svo að aðstoða megi fjölskyldur þeirra við að komast frá Gaza enda kemst enginn þaðan án aðkomu valdhafa. Þess ber að geta áður en lengra er haldið að rétturinn til fjölskyldusameiningar er lagalegur réttur alls flóttafólks með alþjóðlega vernd óháð uppruna. Fyrsta spurningin sem vaknar við lestur orða ráðherra er hvort hann skilur raunverulega hvað fjölskyldufólkið, sem bíður hér heima og á Gaza ströndinni, er að ganga í gegnum? Í annan stað segir hann í raun að Ísland hafi staðið sig betur í samanburði við önnur Norðurlönd en þakkirnar séu vanþakklæti og tilætlunarsemi eða krafa um að „íslensk stjórnvöld gangi einnig lengra en allar nágrannaþjóðir til þess að tryggja að það fólk komist frá Gaza.“ Í viðtali í Silfrinu 22. janúar verður ráðherra tíðrætt um staðreyndir þegar umrædd færsla er rædd við hann af þáttastjórnanda. Ein staðreynd málsins er að Ísland hefur ekki aðstoðað neinn við að komast frá Gaza eftir 7. október ólíkt hinum Norðurlöndunum sem hafa aðstoðað ríkisborgara sína og Palestínumenn sem hafa dvalarleyfi í viðkomandi ríki og hafa búið þar áður. Það er rétt að hin Norðurlöndin hafa ekki gefið út dvalarleyfi eftir 7. október en það hefur Ísland hins vegar gert eins og ráðherra stærir sig af. En hvers virði er það ef Ísland ólíkt öðrum Norðurlöndum aðstoðar fólk ekki við að komast frá Gaza? Dvalarleyfin eru útgefin, Alþjóðlega fólksflutningastofnunin (e. International Organisation for Migration - IOM) er tilbúin í Kaíró að taka á móti hópnum, sem samanstendur af um 100 manns, og fylgja honum til Íslands. Flestir í hópnum eru konur og börn en ekki eins mörg og upphaflega vegna þess að a.m.k. 5 börn hafa dáið frá útgáfu dvalarleyfanna. Sorg í bland við óttablandna von ríkir í tjaldbúðunum við Austurvöll enda stendur á svörum ráðamanna um frekari aðstoð sem þarf til að koma fólki yfir til Egyptalands þaðan sem það fer til Íslands. Hvaða staðreyndir liggja þar að baki? Skv. upplýsingum frá sendiráði Egyptalands í Osló þá þarf að senda pappíra fólksins til sendiráðsins til að nöfnin þeirra komist á svonefndan “Rafah lista“. Rafah er nafnið á borg við landamæri Gaza og samnefndri landamærastöð eins og sést á kortinu hér að neðan. Margir Gazabúar hafa flúið til Rafah úr norðurhlutanum til að leita skjóls gegn sprengingum og skv. fyrirskipun Ísraelshers. Þegar nöfnin eru kominn á listann þá gerist eftirfarandi skv. grein í Guardian í lauslegri þýðingu: Skv. fyrirkomulaginu, sem búið er að innleiða í Kaíró, þá eru viðkomandi sendiráð látin vita með fyrirvara þegar fólk [á þeirra ábyrgð] er komið með leyfi til að fara yfir landamærin og er vonast til að fleiri rýmingar verði leyfðar á komandi dögum. („According to the arrangements put in place by Cairo, the embassies of those people being allowed to cross have been informed in advance and the hope is that further evacuations will be allowed in the coming days.“) Skv. athugun þá eru nöfn allra einstaklinga, sem fá leyfi til að fara frá Gaza yfir til Egyptalands, birt á Facebook síðu landamæraeftirlits heimastjórnar Palestínu (e. Palestinian General Authority for Crossings and Border) sem heldur utan um för allra sem fara inn og út við landamæri Gaza hvort sem um er að ræða Egyptlalandsmegin eða Ísraelsmegin. Facebook síðuna með nafnalistunum er að finna hér. Í grein um málið segir eftirfarandi í lauslegri þýðingu: Landamæraeftirlitið hefur birt daglega lista á Facebook yfir erlenda ríkisborgara, sem búið er að samþykkja að megi yfirgefa Gaza. („The authority has been publishing daily lists of foreigners approved to leave Gaza on Facebook.) Eins og fram hefur komið þá hafa önnur Norðurlönd aðstoðað dvalarleyfishafa að komast frá Gaza til viðbótar við eigin ríkisborgara en þegar komið er leyfi til brottfarar þá láta yfirvöld í Egyptalandi viðkomandi sendiráð vita skv. upplýsingunum hér að ofan. Þá þarf hins vegar einhver fulltrúi stjórnvalda að vera hinu megin landamæranna við Gaza til að taka á móti hópnum og fylgja honum þaðan til Kaíró þar sem IOM tekur á móti hópnum eins og fyrr segir og gerir viðeigandi ráðstafanir til að koma hópnum til Íslands. Það er gert á grundvelli samkomulags IOM við Vinnumálastofnun / félags- og vinnumarkaðsraðuleytið. Tímaramminn frá því að vera komin yfir landamærin við Gaza og fara um borð í flugvél í Kairó til Íslands er 72 klukkustundir skv. fyrirliggjandi upplýsingum. Þar sem Ísland er ekki með sendiráð í Egyptalandi gætu íslensk stjórnvöld hugsanlega gert samkomulag við frændur okkar Norðmenn og fengið diplómata norska sendiráðsins í Kaíró til að fara niður að landamærunum við Gaza og taka á móti fólkinu ef það er vandamál að senda íslenskan fulltrúa. Fordæmi eru til sbr. þegar íslensk stjórnvöld gerðu samkomulag við önnur ríki um að koma þeim hópi fólks frá Afganistan sem boðin var alþjóðleg vernd hérlendis eftir valdatöku Talibana í Kabúl. Þau fóru á farþegalista þessara samstarfslanda og með herflugvélum þeirra úr landi. Fordæmi er fyrir hendi þannig að núna lítur út fyrir að brottför hópsins í Gaza strandi á því að íslensk stjórnvöld sendi listann til sendiráðs Egyptalands í Osló og/eða fulltrúa sinn til að taka á móti hópnum þegar hann kemur yfir til Egyptalands og fylgja honum þaðan til Kaíró hvort sem fulltrúinn er frá íslenska utanríkisráðuneytinu eða norska sendiráðinu í Kairó. Það er það sem Palestínumennirnir á Austurvelli eru að kalla eftir. Þau eru að kalla eftir aðgerðum. Er það óeðlileg krafa þegar fólkið er komið með dvalarleyfi og önnur stjórnvöld hafa verið að aðstoða Palestínumenn með dvalarleyfi í sínum löndum að komast frá Gaza? Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun