Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 09:00 Það er ótrúlegt að hugsa til þess í dag að Ísland var flokkað sem þróunarland allt fram til ársins 1976. Það var einmitt um sama leyti sem Íslendingar fóru að hugsa um hvernig þeir gætu sem best stuðlað að þróun og aukinni velsæld úti í hinum stóra heimi, sem veitandi í þróunarsamvinnu. Niðurstaðan á þeim tíma var að deila þekkingu á sviðum sem voru undirstaða framþróunar á Íslandi með sérfræðingum í þróunarlöndunum, sem voru í lykilaðstöðu til að hrinda breytingum í framkvæmd heima fyrir. Íslenskir sérfræðingar höfðu þegar starfað fyrir alþjóðleg verkefni, m.a. á vegum Sameinuðu þjóðanna á sviði jarðhitamála og árið 1978 var Jarðhitaskólinn stofnaður. Hann starfaði allt til loka ársins 2019 hjá Orkustofnun sem hluti af neti Háskóla Sameinuðu þjóðanna, en var þá fluttur til ÍSOR og er nú einn af fjórum skólum sem starfræktir eru á vegum GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, sem starfar undir merkjum UNESCO og er ráðuneytisstofnun í utanríkisráðuneytinu. Hinir GRÓ skólarnir starfa á sviðum sjávarútvegs, landgræðslu og jafnréttis. Allt eru þetta geirar sem skiptu lykilmáli við framþróun Íslands og þar sem við búum yfir mikilvægri sérfræðiþekkingu. Nú, tæpum fimm áratugum síðar hafa rúmlega 1.800 sérfræðingar útskrifast frá GRÓ skólunum fjórum, þar af rúmlega 800 úr Jarðhitaskólanum. Þá hafa 117 lokið meistarprófi frá íslenskum háskólum og 24 doktorsprófi með styrkveitingu frá skólunum. Í dag verður hleypt af stokkunum viðburðaröð sem utanríkisráðuneytið og GRÓ halda í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands þar sem kastljósinu verður beint að áhrifum starfsins. Jarðhitaskóli GRÓ verður viðfangsefni þessa fyrsta fundar og munu nemendurnir sjálfir vera þar í forgrunni og segja frá því hvernig þjálfunin sem þeir hlutu á Íslandi hefur nýst þeim við að stuðla að þróun jarðhitanotkunar í heimalöndum þeirra. Kenía sjötta stærsta jarðhitaland í heimi Kenía er stærsta samstarfsland Jarðhitaskóla GRÓ, en allt frá árinu 1982 hafa rúmlega 160 jarðhitasérfræðingar hlotið þjálfun við skólann og hafa þeir verið í lykilhlutverkum við þróun jarðhita í heimalandi sínu. Kenía er í dag sjötta stærsta jarðhitaland í heimi, þegar horft er til uppsetts afls. Landið hefur þannig tekið fram úr Íslandi, sem er í níunda sæti á sama lista. Segja má að margfeldisáhrif séu einnig af þjálfuninni því í dag starfa Kenía og Ísland saman að því að halda styttri námskeið fyrir lönd í Austur-Afríku sem búa yfir miklum jarðhitaauðlindum. Það sama er uppi á teningnum í El Salvador, sem einnig er eitt af stærstu samstarfslöndum skólans. Þar standa heimamenn fyrir fræðslu, í samstarfi við Jarðhitaskólann, fyrir nágrannalöndin í M- og S-Ameríku, byggt á reynslu þeirra af Jarðhitaskólanum. Kína er næststærsta samstarfsland skólans, með 92 nemendur útskrifaða. Landið er í dag stærsti notandi jarðhita á heimsvísu hvað varðar húshitun en nemendur skólans hafa verið í lykilhlutverki við þá uppbyggingu og heilu hverfin í Kína eru nú hituð upp með jarðhita. Dæmin um árangur eru óteljandi og á viðburðinum í dag mun gefast kostur á að heyra nemendur sjálfa lýsa því hvernig þau hafa nýtt þjálfunina til góðra verka heima fyrir. Það er mikilvægt að segja þessar sögur og varpa ljósi á árangur þróunarsamvinnu. Ekki síst nú á tímum þegar skautun hefur aukist í umræðu um alþjóðamál og stór framlagsríki hafa skorið niður fjármagn sem veitt er til þróunarmála. Ísland naut sjálft styrkja sem nýttust við innviðauppbyggingu hér á landi á síðustu öld. Í dag er það bæði skylda okkar og forréttindi að geta stutt við þróun og uppbyggingu mikilvægra innviða í öðrum löndum, veitt mannúðaraðstoð og lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að standa vörð um mannréttindi, eins og við gerum í gegnum okkar alþjóðastarf, þ.m.t. þróunarsamvinnu. GRÓ skólarnir fjórir eru mikilvægur hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og ég vil hvetja allt áhugafólk um alþjóðastarf, þróunarsamvinnu og orkumál til að sækja fundinn og heyra beint frá nemendum hvernig stuðningur Íslands við þróunarlönd sem búa yfir jarðhitaauðlindum hefur stuðlað að aukinni jarðhitanýtingu á heimsvísu. Þannig hefur Ísland stuðlað að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og stuðlað að bættum efnahag og aukinni velsæld. Höfundur er utanríkisráðherra. Fundurinn í dag fer fram kl. 12 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Þróunarsamvinna Jarðhiti Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ótrúlegt að hugsa til þess í dag að Ísland var flokkað sem þróunarland allt fram til ársins 1976. Það var einmitt um sama leyti sem Íslendingar fóru að hugsa um hvernig þeir gætu sem best stuðlað að þróun og aukinni velsæld úti í hinum stóra heimi, sem veitandi í þróunarsamvinnu. Niðurstaðan á þeim tíma var að deila þekkingu á sviðum sem voru undirstaða framþróunar á Íslandi með sérfræðingum í þróunarlöndunum, sem voru í lykilaðstöðu til að hrinda breytingum í framkvæmd heima fyrir. Íslenskir sérfræðingar höfðu þegar starfað fyrir alþjóðleg verkefni, m.a. á vegum Sameinuðu þjóðanna á sviði jarðhitamála og árið 1978 var Jarðhitaskólinn stofnaður. Hann starfaði allt til loka ársins 2019 hjá Orkustofnun sem hluti af neti Háskóla Sameinuðu þjóðanna, en var þá fluttur til ÍSOR og er nú einn af fjórum skólum sem starfræktir eru á vegum GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, sem starfar undir merkjum UNESCO og er ráðuneytisstofnun í utanríkisráðuneytinu. Hinir GRÓ skólarnir starfa á sviðum sjávarútvegs, landgræðslu og jafnréttis. Allt eru þetta geirar sem skiptu lykilmáli við framþróun Íslands og þar sem við búum yfir mikilvægri sérfræðiþekkingu. Nú, tæpum fimm áratugum síðar hafa rúmlega 1.800 sérfræðingar útskrifast frá GRÓ skólunum fjórum, þar af rúmlega 800 úr Jarðhitaskólanum. Þá hafa 117 lokið meistarprófi frá íslenskum háskólum og 24 doktorsprófi með styrkveitingu frá skólunum. Í dag verður hleypt af stokkunum viðburðaröð sem utanríkisráðuneytið og GRÓ halda í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands þar sem kastljósinu verður beint að áhrifum starfsins. Jarðhitaskóli GRÓ verður viðfangsefni þessa fyrsta fundar og munu nemendurnir sjálfir vera þar í forgrunni og segja frá því hvernig þjálfunin sem þeir hlutu á Íslandi hefur nýst þeim við að stuðla að þróun jarðhitanotkunar í heimalöndum þeirra. Kenía sjötta stærsta jarðhitaland í heimi Kenía er stærsta samstarfsland Jarðhitaskóla GRÓ, en allt frá árinu 1982 hafa rúmlega 160 jarðhitasérfræðingar hlotið þjálfun við skólann og hafa þeir verið í lykilhlutverkum við þróun jarðhita í heimalandi sínu. Kenía er í dag sjötta stærsta jarðhitaland í heimi, þegar horft er til uppsetts afls. Landið hefur þannig tekið fram úr Íslandi, sem er í níunda sæti á sama lista. Segja má að margfeldisáhrif séu einnig af þjálfuninni því í dag starfa Kenía og Ísland saman að því að halda styttri námskeið fyrir lönd í Austur-Afríku sem búa yfir miklum jarðhitaauðlindum. Það sama er uppi á teningnum í El Salvador, sem einnig er eitt af stærstu samstarfslöndum skólans. Þar standa heimamenn fyrir fræðslu, í samstarfi við Jarðhitaskólann, fyrir nágrannalöndin í M- og S-Ameríku, byggt á reynslu þeirra af Jarðhitaskólanum. Kína er næststærsta samstarfsland skólans, með 92 nemendur útskrifaða. Landið er í dag stærsti notandi jarðhita á heimsvísu hvað varðar húshitun en nemendur skólans hafa verið í lykilhlutverki við þá uppbyggingu og heilu hverfin í Kína eru nú hituð upp með jarðhita. Dæmin um árangur eru óteljandi og á viðburðinum í dag mun gefast kostur á að heyra nemendur sjálfa lýsa því hvernig þau hafa nýtt þjálfunina til góðra verka heima fyrir. Það er mikilvægt að segja þessar sögur og varpa ljósi á árangur þróunarsamvinnu. Ekki síst nú á tímum þegar skautun hefur aukist í umræðu um alþjóðamál og stór framlagsríki hafa skorið niður fjármagn sem veitt er til þróunarmála. Ísland naut sjálft styrkja sem nýttust við innviðauppbyggingu hér á landi á síðustu öld. Í dag er það bæði skylda okkar og forréttindi að geta stutt við þróun og uppbyggingu mikilvægra innviða í öðrum löndum, veitt mannúðaraðstoð og lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að standa vörð um mannréttindi, eins og við gerum í gegnum okkar alþjóðastarf, þ.m.t. þróunarsamvinnu. GRÓ skólarnir fjórir eru mikilvægur hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og ég vil hvetja allt áhugafólk um alþjóðastarf, þróunarsamvinnu og orkumál til að sækja fundinn og heyra beint frá nemendum hvernig stuðningur Íslands við þróunarlönd sem búa yfir jarðhitaauðlindum hefur stuðlað að aukinni jarðhitanýtingu á heimsvísu. Þannig hefur Ísland stuðlað að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og stuðlað að bættum efnahag og aukinni velsæld. Höfundur er utanríkisráðherra. Fundurinn í dag fer fram kl. 12 í Hátíðarsal Háskóla Íslands.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar