Vangaveltur um „leikskólavandann“ Kristín Dýrfjörð og Anna Elísa Hreiðarsdóttir skrifa 11. janúar 2024 22:41 Þann 11. janúar birtist merkilegt viðtal við Hildi Björnsdóttir, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Viðtal sem telja verður að sýni fram á þekkingarleysi um starfsemi og tilgang leikskóla. Þekkingarleysi sem speglast m.a. í misskilningi um eðli skólastarfs og skorti á skilningi á muninum á leik- og grunnskólum. Hér að neðan ætlum við að rekja nokkur atriði sem eru samkvæmt greininni Hildi hugleikin en við teljum að hún gæti ígrundað betur. Hver er vandi leikskólans? Hildur telur vanda leikskólans tvíþættan, að það fá ekki öll börn sjálfkrafa inn í leikskóla og þegar þau komast í leikskóla sér ekki tryggt að foreldrar fái þá þjónustu sem þeir vilja. Sem felst helst í því að leikskólinn geti ekki tryggt að öll forföll starfsfólks séu leyst, það að börn séu send heim þegar mönnun leikskóla fer undir öryggismörk sé óásættanlegt. Hildur bendir á að í grunnskólum séu forföll leyst, án þess að foreldrar sé blandað í málið. Það má benda Hildi á að það er nokkur- og aldursmunur á börnum í leik- og grunnskólum. Leikskólabörn þurfa fleira starfsfólk, þau þurfa augu sem eru stöðugt á barnahópnum, það er erfiðara að sameina hópa og margt fleira sem hægt væri að benda á sem mun á milli leikskólabarna og grunnskólabarna. Hildur telur hluta vandans að ekki sé skólaskylda í leikskóla. Umræða um leikskólaskyldu er ekki ný, en sjaldnast hefur hún náð til allra barna. Oftast til eldri árganga. Má minna á að frá upphafi leikskóla á Íslandi hafa verið takmarkanir á hvaða börn komast að og jafnvel á þeim tíma sem börnum er úthlutað. Það hefur frá upphafi legið fyrir að leikskólakerfið getur ekki annað öllum börnum frá því að fæðingarorlofi lýkur þannig að vel sé. Kerfið hefur vaxið hratt, og börnum fjölgað en á sama tíma hefur leikskólakennurum ekki fjölgað. Leikskóli er ekki bygging, hann er starfsfólk og hugmyndafræði, hann er fræðileg- og reynsluþekking, hann er börn og foreldrar. Lágvöruverslun með tómar hillur Íslenska leikskólakerfið er ekki ódýrt, það er dýrt, en foreldrar greiða sem betur fer aðeins lítinn hluta þess sem það kostar eða á bilinu 12-17% af raunkostnaði. Foreldrar í Reykjavík greiða sennilega einna lægstu upphæðina fyrir sín börn. Að líkja leikskólum borgarinnar við tóma lágvöruverslun er fyrir neðan virðingu Hildar sem borgarfulltrúa og foreldris. En í viðtalinu segir Hildur: „Það er frekar máttlaust að stæra sig af ódýrustu leikskólunum þegar framboð þjónustunnar er svona takmarkað. Það er eins og verslun sem auglýsir ódýrasta vöruverðið en er með tómar hillur.“ Hildur smættar leikskóla í tómar hillur – því tómu hillurnar sem hún ræðir er skortur á starfsfólki og að það starfsfólk sem þó er í leikskólum sé ekki að sinna starfinu sínu, sé ekki að hlaupa nógu hratt. Við teljum að starfsfólk leikskóla sé alla jafnan fyrst og fremst með hagsmuni barna að leiðarljósi og ef mönnun leikskóla fer niður fyrir öryggismörk, þarf að grípa til aðgerða. Hins vegar hefði verið gagnlegt að fá frá Hildi umfjöllun og pælingar um af hverju fáliðun og erfiðleikar við að ráða bæði leikskólakennara og annað starfsfólk til starfa stafar. Hvaða lausnir hún hefur aðrar en að ráða ungt fólk sem er í einhverskonar millibilsástandi, er til dæmis á milli skólastiga, er að finna sig, er að safna fyrir ferðalögum eða lýðháskólum. Þetta er dýrmætt starfsfólk, en leikskólastarf getur ekki treyst á þessa hópa, það þarf að treysta á leikskólakennara og það starfsfólk sem hefur valið að gera leikskólann að langtímastarfi. En í fréttinni bendir hún sérstaklega á ungt fólk „En við þurfum líka að vera með aðrar áherslur í mönnun. … ungir starfsmenn sem koma með tónlist eða dans inn í leikskólastarfið, eða bara gleði og væntumþykju. Það er svo margt annað sem getur haft mikla þýðingu þegar fjallað er um umönnun lítilla barna“. Lokun leikskóla Að börn séu send heim kallar á spurningu um hvers vegna er ekki hægt að ráða starfsfólks og af hverju fjarvistir eru miklar? Það eru alvöru spurningar sem stjórnmálafólk í öllum flokkum mætti hugleiða og leita svara við. Lausnin er ekki að fella vanhugsaða áfellisdóma. Í fréttinni er birtar tölur frá borginni um heila daga eða hluta úr degi sem leikskólar hafa þurft að loka vegna öryggis barna. Það má spyrja hvað liggur að baki að draga fram einstaka skóla, sem leiðir til enn meira álags á það fólk sem þar er. Auðvitað þurfa þessar tölur að vera til, en þær eiga ekki erindi í fjölmiðla matreiddar eins og hér er gert. Birting sem þessi getur haft þau áhrif að setja illa stadda skóla í enn erfiðari aðstöðu, fælt foreldra frá skólunum og það sem verra er gert skólastjórnendum enn erfiðara að ráða fólk. Fjölþættur vandi Vandi leikskólans er fjölþættur og á sér án efa fleiri hliðar en rúm er til að ræða hér. Það er kristal tært, grein eins og þessi er ekki leið til að takast á við vanda leikskólans. Okkur finnst það gleðilegt að borgarfulltrú eins og Hildur sé jákvæð og tilbúin að finna lausnir á vanda leikskólans. Við biðjum hins vegar um að þær séu raunhæfar og byggist á virðingu fyrir því fólki sem þar starfar. Við sem samfélag getum gert betur en tala um leikskóla sem geymslur eða lélegar lávöruverslanir. Börn þurfa fyrsta flokks skóla, vel mannaða af fagfólki sem vinnur við góðar og styðjandi aðstæður. Uppeldi og menntun barnanna er mikilvægt samfélagsverkefni og því betur sem því er sinnt þessi fyrstu ár, því sterkari grunnur er lagður til framtíðar. Höfundar eru báðir leikskólakennarar og dósentar við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þann 11. janúar birtist merkilegt viðtal við Hildi Björnsdóttir, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Viðtal sem telja verður að sýni fram á þekkingarleysi um starfsemi og tilgang leikskóla. Þekkingarleysi sem speglast m.a. í misskilningi um eðli skólastarfs og skorti á skilningi á muninum á leik- og grunnskólum. Hér að neðan ætlum við að rekja nokkur atriði sem eru samkvæmt greininni Hildi hugleikin en við teljum að hún gæti ígrundað betur. Hver er vandi leikskólans? Hildur telur vanda leikskólans tvíþættan, að það fá ekki öll börn sjálfkrafa inn í leikskóla og þegar þau komast í leikskóla sér ekki tryggt að foreldrar fái þá þjónustu sem þeir vilja. Sem felst helst í því að leikskólinn geti ekki tryggt að öll forföll starfsfólks séu leyst, það að börn séu send heim þegar mönnun leikskóla fer undir öryggismörk sé óásættanlegt. Hildur bendir á að í grunnskólum séu forföll leyst, án þess að foreldrar sé blandað í málið. Það má benda Hildi á að það er nokkur- og aldursmunur á börnum í leik- og grunnskólum. Leikskólabörn þurfa fleira starfsfólk, þau þurfa augu sem eru stöðugt á barnahópnum, það er erfiðara að sameina hópa og margt fleira sem hægt væri að benda á sem mun á milli leikskólabarna og grunnskólabarna. Hildur telur hluta vandans að ekki sé skólaskylda í leikskóla. Umræða um leikskólaskyldu er ekki ný, en sjaldnast hefur hún náð til allra barna. Oftast til eldri árganga. Má minna á að frá upphafi leikskóla á Íslandi hafa verið takmarkanir á hvaða börn komast að og jafnvel á þeim tíma sem börnum er úthlutað. Það hefur frá upphafi legið fyrir að leikskólakerfið getur ekki annað öllum börnum frá því að fæðingarorlofi lýkur þannig að vel sé. Kerfið hefur vaxið hratt, og börnum fjölgað en á sama tíma hefur leikskólakennurum ekki fjölgað. Leikskóli er ekki bygging, hann er starfsfólk og hugmyndafræði, hann er fræðileg- og reynsluþekking, hann er börn og foreldrar. Lágvöruverslun með tómar hillur Íslenska leikskólakerfið er ekki ódýrt, það er dýrt, en foreldrar greiða sem betur fer aðeins lítinn hluta þess sem það kostar eða á bilinu 12-17% af raunkostnaði. Foreldrar í Reykjavík greiða sennilega einna lægstu upphæðina fyrir sín börn. Að líkja leikskólum borgarinnar við tóma lágvöruverslun er fyrir neðan virðingu Hildar sem borgarfulltrúa og foreldris. En í viðtalinu segir Hildur: „Það er frekar máttlaust að stæra sig af ódýrustu leikskólunum þegar framboð þjónustunnar er svona takmarkað. Það er eins og verslun sem auglýsir ódýrasta vöruverðið en er með tómar hillur.“ Hildur smættar leikskóla í tómar hillur – því tómu hillurnar sem hún ræðir er skortur á starfsfólki og að það starfsfólk sem þó er í leikskólum sé ekki að sinna starfinu sínu, sé ekki að hlaupa nógu hratt. Við teljum að starfsfólk leikskóla sé alla jafnan fyrst og fremst með hagsmuni barna að leiðarljósi og ef mönnun leikskóla fer niður fyrir öryggismörk, þarf að grípa til aðgerða. Hins vegar hefði verið gagnlegt að fá frá Hildi umfjöllun og pælingar um af hverju fáliðun og erfiðleikar við að ráða bæði leikskólakennara og annað starfsfólk til starfa stafar. Hvaða lausnir hún hefur aðrar en að ráða ungt fólk sem er í einhverskonar millibilsástandi, er til dæmis á milli skólastiga, er að finna sig, er að safna fyrir ferðalögum eða lýðháskólum. Þetta er dýrmætt starfsfólk, en leikskólastarf getur ekki treyst á þessa hópa, það þarf að treysta á leikskólakennara og það starfsfólk sem hefur valið að gera leikskólann að langtímastarfi. En í fréttinni bendir hún sérstaklega á ungt fólk „En við þurfum líka að vera með aðrar áherslur í mönnun. … ungir starfsmenn sem koma með tónlist eða dans inn í leikskólastarfið, eða bara gleði og væntumþykju. Það er svo margt annað sem getur haft mikla þýðingu þegar fjallað er um umönnun lítilla barna“. Lokun leikskóla Að börn séu send heim kallar á spurningu um hvers vegna er ekki hægt að ráða starfsfólks og af hverju fjarvistir eru miklar? Það eru alvöru spurningar sem stjórnmálafólk í öllum flokkum mætti hugleiða og leita svara við. Lausnin er ekki að fella vanhugsaða áfellisdóma. Í fréttinni er birtar tölur frá borginni um heila daga eða hluta úr degi sem leikskólar hafa þurft að loka vegna öryggis barna. Það má spyrja hvað liggur að baki að draga fram einstaka skóla, sem leiðir til enn meira álags á það fólk sem þar er. Auðvitað þurfa þessar tölur að vera til, en þær eiga ekki erindi í fjölmiðla matreiddar eins og hér er gert. Birting sem þessi getur haft þau áhrif að setja illa stadda skóla í enn erfiðari aðstöðu, fælt foreldra frá skólunum og það sem verra er gert skólastjórnendum enn erfiðara að ráða fólk. Fjölþættur vandi Vandi leikskólans er fjölþættur og á sér án efa fleiri hliðar en rúm er til að ræða hér. Það er kristal tært, grein eins og þessi er ekki leið til að takast á við vanda leikskólans. Okkur finnst það gleðilegt að borgarfulltrú eins og Hildur sé jákvæð og tilbúin að finna lausnir á vanda leikskólans. Við biðjum hins vegar um að þær séu raunhæfar og byggist á virðingu fyrir því fólki sem þar starfar. Við sem samfélag getum gert betur en tala um leikskóla sem geymslur eða lélegar lávöruverslanir. Börn þurfa fyrsta flokks skóla, vel mannaða af fagfólki sem vinnur við góðar og styðjandi aðstæður. Uppeldi og menntun barnanna er mikilvægt samfélagsverkefni og því betur sem því er sinnt þessi fyrstu ár, því sterkari grunnur er lagður til framtíðar. Höfundar eru báðir leikskólakennarar og dósentar við Háskólann á Akureyri.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun