Sprakk í hendi tólf ára drengs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. janúar 2024 07:28 Lögregla og slökkvilið höfðu í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynning um flugeldaslys í póstnúmeri 105 í Reykjavík í gærkvöldi á þrettándanum. Flugeldur hafði þar sprungið í hendi tólf ára drengs. Þá var kveikt í bílum í Kópavogi og flugeld kastað inn á skemmtistað í miðborginni með tilheyrandi skemmdum. Að sögn lögreglu var tólf ára drengurinn með brunasár á hendi og andliti. Lögreglu er ekki kunnugt um alvarleika slyssins, að því er segir í dagbók hennar. Kastaði flugeld inn á skemmtistað Þá kemur fram í dagbók lögreglu að flugeld hafi verið kastað inn á skemmtistað í miðborginni í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna málsins. Betur fór þó en á horfðist þar sem starfsmenn hafi náð að slökkva eldinn Einn dælubíll slökkviliðs aðstoðaði við reykræstingu á staðnum. Að sögn lögreglu varð tjón á staðnum vegna málsins. Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvort einhver sé grunaður vegna málsins eða hafi verið handtekinn. Fimmtán ára stöðvaður á 160 Þá hafði lögreglan afskipti af í hið minnsta níu ökumönnum á höfuðborgarsvæðinu í nótt sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Þannig gaf lögregla ökumanni bíls í Laugardal merki um að stöðva bíl sinn en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Hann jók hraðann og þurfti lögregla að veita honum eftirför. Ók hann á tímabili á um 160 til 170 kílómetra hraða að sögn lögreglu. Hann stöðvaði að lokum bílinn og reyndi að komast undan á hlaupum en var hlaupinn uppi. Ökumaðurinn reyndist vera fimmtán ára gamall og voru tveir jafnaldrar með honum í bílnum. Málið verður unnið með barnavernd og foreldrum. Kveikt í bílum í Kópavogi Í dagbók lögreglu kemur ennfremur fram að lögreglu hafi borist tilkynning um eld í þremur bílum í Kópavogi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins segir að um íkveikju hafi verið að ræða. Eldurinn hafi ekki verið mikill þegar slökkvilið hafi mætt á staðinn en tjónið hinsvegar eitthvað. Að sögn slökkviliðs var nóttin erilsöm og voru dælubílar boðaði í átta verkefni og þar af fimm í nótt. Þá snerust þrjú útköll um það að kveikt hafði verið í gámum eða rusli. Í öll skiptin var verkefnið fljótafgreitt að sögn slökkviliðs. Lögreglumál Flugeldar Reykjavík Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Sjá meira
Að sögn lögreglu var tólf ára drengurinn með brunasár á hendi og andliti. Lögreglu er ekki kunnugt um alvarleika slyssins, að því er segir í dagbók hennar. Kastaði flugeld inn á skemmtistað Þá kemur fram í dagbók lögreglu að flugeld hafi verið kastað inn á skemmtistað í miðborginni í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna málsins. Betur fór þó en á horfðist þar sem starfsmenn hafi náð að slökkva eldinn Einn dælubíll slökkviliðs aðstoðaði við reykræstingu á staðnum. Að sögn lögreglu varð tjón á staðnum vegna málsins. Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvort einhver sé grunaður vegna málsins eða hafi verið handtekinn. Fimmtán ára stöðvaður á 160 Þá hafði lögreglan afskipti af í hið minnsta níu ökumönnum á höfuðborgarsvæðinu í nótt sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Þannig gaf lögregla ökumanni bíls í Laugardal merki um að stöðva bíl sinn en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Hann jók hraðann og þurfti lögregla að veita honum eftirför. Ók hann á tímabili á um 160 til 170 kílómetra hraða að sögn lögreglu. Hann stöðvaði að lokum bílinn og reyndi að komast undan á hlaupum en var hlaupinn uppi. Ökumaðurinn reyndist vera fimmtán ára gamall og voru tveir jafnaldrar með honum í bílnum. Málið verður unnið með barnavernd og foreldrum. Kveikt í bílum í Kópavogi Í dagbók lögreglu kemur ennfremur fram að lögreglu hafi borist tilkynning um eld í þremur bílum í Kópavogi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins segir að um íkveikju hafi verið að ræða. Eldurinn hafi ekki verið mikill þegar slökkvilið hafi mætt á staðinn en tjónið hinsvegar eitthvað. Að sögn slökkviliðs var nóttin erilsöm og voru dælubílar boðaði í átta verkefni og þar af fimm í nótt. Þá snerust þrjú útköll um það að kveikt hafði verið í gámum eða rusli. Í öll skiptin var verkefnið fljótafgreitt að sögn slökkviliðs.
Lögreglumál Flugeldar Reykjavík Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Sjá meira