Sprakk í hendi tólf ára drengs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. janúar 2024 07:28 Lögregla og slökkvilið höfðu í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynning um flugeldaslys í póstnúmeri 105 í Reykjavík í gærkvöldi á þrettándanum. Flugeldur hafði þar sprungið í hendi tólf ára drengs. Þá var kveikt í bílum í Kópavogi og flugeld kastað inn á skemmtistað í miðborginni með tilheyrandi skemmdum. Að sögn lögreglu var tólf ára drengurinn með brunasár á hendi og andliti. Lögreglu er ekki kunnugt um alvarleika slyssins, að því er segir í dagbók hennar. Kastaði flugeld inn á skemmtistað Þá kemur fram í dagbók lögreglu að flugeld hafi verið kastað inn á skemmtistað í miðborginni í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna málsins. Betur fór þó en á horfðist þar sem starfsmenn hafi náð að slökkva eldinn Einn dælubíll slökkviliðs aðstoðaði við reykræstingu á staðnum. Að sögn lögreglu varð tjón á staðnum vegna málsins. Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvort einhver sé grunaður vegna málsins eða hafi verið handtekinn. Fimmtán ára stöðvaður á 160 Þá hafði lögreglan afskipti af í hið minnsta níu ökumönnum á höfuðborgarsvæðinu í nótt sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Þannig gaf lögregla ökumanni bíls í Laugardal merki um að stöðva bíl sinn en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Hann jók hraðann og þurfti lögregla að veita honum eftirför. Ók hann á tímabili á um 160 til 170 kílómetra hraða að sögn lögreglu. Hann stöðvaði að lokum bílinn og reyndi að komast undan á hlaupum en var hlaupinn uppi. Ökumaðurinn reyndist vera fimmtán ára gamall og voru tveir jafnaldrar með honum í bílnum. Málið verður unnið með barnavernd og foreldrum. Kveikt í bílum í Kópavogi Í dagbók lögreglu kemur ennfremur fram að lögreglu hafi borist tilkynning um eld í þremur bílum í Kópavogi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins segir að um íkveikju hafi verið að ræða. Eldurinn hafi ekki verið mikill þegar slökkvilið hafi mætt á staðinn en tjónið hinsvegar eitthvað. Að sögn slökkviliðs var nóttin erilsöm og voru dælubílar boðaði í átta verkefni og þar af fimm í nótt. Þá snerust þrjú útköll um það að kveikt hafði verið í gámum eða rusli. Í öll skiptin var verkefnið fljótafgreitt að sögn slökkviliðs. Lögreglumál Flugeldar Reykjavík Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Að sögn lögreglu var tólf ára drengurinn með brunasár á hendi og andliti. Lögreglu er ekki kunnugt um alvarleika slyssins, að því er segir í dagbók hennar. Kastaði flugeld inn á skemmtistað Þá kemur fram í dagbók lögreglu að flugeld hafi verið kastað inn á skemmtistað í miðborginni í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna málsins. Betur fór þó en á horfðist þar sem starfsmenn hafi náð að slökkva eldinn Einn dælubíll slökkviliðs aðstoðaði við reykræstingu á staðnum. Að sögn lögreglu varð tjón á staðnum vegna málsins. Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvort einhver sé grunaður vegna málsins eða hafi verið handtekinn. Fimmtán ára stöðvaður á 160 Þá hafði lögreglan afskipti af í hið minnsta níu ökumönnum á höfuðborgarsvæðinu í nótt sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Þannig gaf lögregla ökumanni bíls í Laugardal merki um að stöðva bíl sinn en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Hann jók hraðann og þurfti lögregla að veita honum eftirför. Ók hann á tímabili á um 160 til 170 kílómetra hraða að sögn lögreglu. Hann stöðvaði að lokum bílinn og reyndi að komast undan á hlaupum en var hlaupinn uppi. Ökumaðurinn reyndist vera fimmtán ára gamall og voru tveir jafnaldrar með honum í bílnum. Málið verður unnið með barnavernd og foreldrum. Kveikt í bílum í Kópavogi Í dagbók lögreglu kemur ennfremur fram að lögreglu hafi borist tilkynning um eld í þremur bílum í Kópavogi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins segir að um íkveikju hafi verið að ræða. Eldurinn hafi ekki verið mikill þegar slökkvilið hafi mætt á staðinn en tjónið hinsvegar eitthvað. Að sögn slökkviliðs var nóttin erilsöm og voru dælubílar boðaði í átta verkefni og þar af fimm í nótt. Þá snerust þrjú útköll um það að kveikt hafði verið í gámum eða rusli. Í öll skiptin var verkefnið fljótafgreitt að sögn slökkviliðs.
Lögreglumál Flugeldar Reykjavík Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent