Kæra ferðaþjónusta, gerum betur Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 30. desember 2023 14:01 Ferðaþjónustan er orðin ein af aðal atvinnugreinum Íslendinga. Ferðaþjónustan er okkur mikilvæg og ekki vildi ég án hennar vera. Það verður þó ekki hjá því komist að horfa til þess að á sama tíma og við áttum okkur öll á mikilvægi ferðaþjónustunnar, þá er hún einnig að vissu leyti svartur blettur á vinnumarkaði. Það er óumdeilanlegt að flest brot á vinnumarkaði eiga sér stað í ferðaþjónustu. Þetta er upplifun og reynsla okkar sem starfa að þessum málum dags daglega en þetta birtist okkur jafnframt í tölum og gögnum. Verkalýðsfélag Suðurlands birti nýverið frétt um tölfræði launaþjófnaðar á árinu 2023. (sjá frétt á vef félagsins). Á árinu 2023 innheimti Verkalýðsfélag Suðurlands 43,4 milljónir króna fyrir hönd 59 félagsmanna sinna vegna vangoldinna launa. Öll málin voru vegna starfsmanna í ferðaþjónustu. Hæsta einstaka krafan hljóðaði upp á tæpar 5 milljónir króna og eftir stendur að fólk var að meðaltali hlunnfarið um 413 þúsund krónur. Jafnframt er mikilvægt að horfa til þess að kröfur eru reiknaðar út frá þeim gögnum sem liggja fyrir að hverju sinni, en þeim er oft ábótavant og í mörgum tilfellum er því um að ræða að starfsmenn hafi átt meira inni en krafan hljóðaði upp á. Hjá félagi eins og Verkalýðsfélagi Suðurlands, þar sem félagsmenn eru um 2000, eru 59 mál á ársgrundvelli skammarlegt hlutfall. Mikilvægt er að taka það einnig fram að innan þessara 59 mála er einungis um að ræða mál sem fóru í innheimtu og var gerð krafa vegna. Ótal mála leysast sem betur fer með einu símtali, tölvupósti eða eðlilegu samtali milli manna, þar sem menn viðurkenna mistök sín og leiðrétta. Það er jafnframt í framhaldi af því ágætt að árétta þá umræðu sem fer ávalt á flug þegar rædd eru kjarabrot í ferðaþjónustunni, þess efnis að þetta séu einungis fá skemmd epli. Það kann vel að vera, en eplin eru orðin ansi mörg. Þrátt fyrir að aðeins sé um að ræða fá skemmd epli, þá skortir innan greinarinnar að viðurkennt sé að launaþjófnaður sé vandamál. Að það sé horfst í augu við þá staðreynd að hér er sennilega um að ræða glæpsæknustu atvinnugrein landsins, með tilliti til réttinda launafólks. Í stað þess að fara í vörn fyrir fáu skemmdu eplin væri nær að þeir atvinnurekendur sem eru heiðarlegir og fara rétt að, fylki liði í að uppræta þennan ósóma í stað þess að tala vandann niður. Gleymum því ekki að launaþjófnaður kemur ekki bara niður á launamanninum, heldur skekkir hann einnig gríðarlega samkeppnisstöðu fyrirtækja. Kæra ferðaþjónusta, gerum betur. Það er rúmur áratugur síðan algjör sprenging varð í atvinnugreininni. Það er einfaldlega ekki hægt að bera endalaust fyrir sér mistök, kunnáttuleysi eða gáleysi. Á einhverjum tímapunkti hljótum við að gera þá kröfu að máli linni og fólk læri. Mistök eru til þess að læra af þeim, ekki til þess að afsaka endalausan tossaskap. Ég óska þess að á nýju ári hættum við að tala niður vandann, heldur horfumst í augu við hann, viðurkennum hann og stefnum að því að gera betur. Slíkt er einungis hægt með samheldnu átaki og skiptir þar máli aðkoma allra. Stjórnvöld þurfa að koma betri lagaramma utan um launaþjófnað og hagnýtingu starfsfólks og má þar nefna févíti við launaþjófnaði, taka harðar á kennitöluflakki og stórefla eftirlit. Þá þurfa atvinnurekendur að átta sig á mikilvægi þess að uppræta launaþjófnað með tilliti til samkeppnishæfs vinnumarkaðs. Öðruvísi hefst þetta ekki. Höfundur er eftirlitsfulltrúi hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands og formaður ASÍ-UNG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Ástþór Jón Ragnheiðarson Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er orðin ein af aðal atvinnugreinum Íslendinga. Ferðaþjónustan er okkur mikilvæg og ekki vildi ég án hennar vera. Það verður þó ekki hjá því komist að horfa til þess að á sama tíma og við áttum okkur öll á mikilvægi ferðaþjónustunnar, þá er hún einnig að vissu leyti svartur blettur á vinnumarkaði. Það er óumdeilanlegt að flest brot á vinnumarkaði eiga sér stað í ferðaþjónustu. Þetta er upplifun og reynsla okkar sem starfa að þessum málum dags daglega en þetta birtist okkur jafnframt í tölum og gögnum. Verkalýðsfélag Suðurlands birti nýverið frétt um tölfræði launaþjófnaðar á árinu 2023. (sjá frétt á vef félagsins). Á árinu 2023 innheimti Verkalýðsfélag Suðurlands 43,4 milljónir króna fyrir hönd 59 félagsmanna sinna vegna vangoldinna launa. Öll málin voru vegna starfsmanna í ferðaþjónustu. Hæsta einstaka krafan hljóðaði upp á tæpar 5 milljónir króna og eftir stendur að fólk var að meðaltali hlunnfarið um 413 þúsund krónur. Jafnframt er mikilvægt að horfa til þess að kröfur eru reiknaðar út frá þeim gögnum sem liggja fyrir að hverju sinni, en þeim er oft ábótavant og í mörgum tilfellum er því um að ræða að starfsmenn hafi átt meira inni en krafan hljóðaði upp á. Hjá félagi eins og Verkalýðsfélagi Suðurlands, þar sem félagsmenn eru um 2000, eru 59 mál á ársgrundvelli skammarlegt hlutfall. Mikilvægt er að taka það einnig fram að innan þessara 59 mála er einungis um að ræða mál sem fóru í innheimtu og var gerð krafa vegna. Ótal mála leysast sem betur fer með einu símtali, tölvupósti eða eðlilegu samtali milli manna, þar sem menn viðurkenna mistök sín og leiðrétta. Það er jafnframt í framhaldi af því ágætt að árétta þá umræðu sem fer ávalt á flug þegar rædd eru kjarabrot í ferðaþjónustunni, þess efnis að þetta séu einungis fá skemmd epli. Það kann vel að vera, en eplin eru orðin ansi mörg. Þrátt fyrir að aðeins sé um að ræða fá skemmd epli, þá skortir innan greinarinnar að viðurkennt sé að launaþjófnaður sé vandamál. Að það sé horfst í augu við þá staðreynd að hér er sennilega um að ræða glæpsæknustu atvinnugrein landsins, með tilliti til réttinda launafólks. Í stað þess að fara í vörn fyrir fáu skemmdu eplin væri nær að þeir atvinnurekendur sem eru heiðarlegir og fara rétt að, fylki liði í að uppræta þennan ósóma í stað þess að tala vandann niður. Gleymum því ekki að launaþjófnaður kemur ekki bara niður á launamanninum, heldur skekkir hann einnig gríðarlega samkeppnisstöðu fyrirtækja. Kæra ferðaþjónusta, gerum betur. Það er rúmur áratugur síðan algjör sprenging varð í atvinnugreininni. Það er einfaldlega ekki hægt að bera endalaust fyrir sér mistök, kunnáttuleysi eða gáleysi. Á einhverjum tímapunkti hljótum við að gera þá kröfu að máli linni og fólk læri. Mistök eru til þess að læra af þeim, ekki til þess að afsaka endalausan tossaskap. Ég óska þess að á nýju ári hættum við að tala niður vandann, heldur horfumst í augu við hann, viðurkennum hann og stefnum að því að gera betur. Slíkt er einungis hægt með samheldnu átaki og skiptir þar máli aðkoma allra. Stjórnvöld þurfa að koma betri lagaramma utan um launaþjófnað og hagnýtingu starfsfólks og má þar nefna févíti við launaþjófnaði, taka harðar á kennitöluflakki og stórefla eftirlit. Þá þurfa atvinnurekendur að átta sig á mikilvægi þess að uppræta launaþjófnað með tilliti til samkeppnishæfs vinnumarkaðs. Öðruvísi hefst þetta ekki. Höfundur er eftirlitsfulltrúi hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands og formaður ASÍ-UNG.
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun