Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar 29. desember 2023 12:01 Nýtt ár er handan við hornið og ný dagrenning fram undan í íþróttahreyfingunni. Grunnurinn að henni var lagður fyrr á þessu ári, sem er í mínum huga tímamótaár fyrir íþróttastarf í landinu. Árið 2023 hefur verið með þeim afkastameiri sem núverandi stjórnarfólk UMFÍ hefur tekið þátt í. Við, ásamt framsækinni grasrót og mörgum fleirum, tókum stór skref og sköpuðum vettvang fyrir þau verkefni sem líta dagsins ljós á næstu misserum. Ef við göngum í takt, nýtum tækifærin og höldum rétt á spilunum mun þessi vinna opna dyr fyrir íþróttahreyfinguna inn í nýja framtíð. Árið 2023 markaði tímamót. Þá flutti þjónustumiðstöð UMFÍ í Íþróttamiðstöðina í Laugardal. Þetta er árið sem UMFÍ og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) fóru í fyrsta sinn undir sama þak. Nálægðin hefur leitt til þess að samstarfið hefur aldrei verið meira og betra. Fyrstu merkin um góða samleið að sameiginlegu markmiði komu fram á þingi ÍSÍ í vor og var það innsiglað í haust á sambandsþingi UMFÍ. Þá voru samþykktar samhljóða tillögur sem fela í sér stofnun svæðastöðva íþróttahéraða um allt land og breytingar á lottógreiðslum. Tillögurnar voru afsprengi samstarfsverkefna fjölmargra aðila innan íþróttahreyfingarinnar. Svæðastöðvarnar byggja á nýjum samstarfsgrundvelli íþróttahéraða með aðkomu stjórnvalda. Ef allt þróast með þeim hætti sem lagt er upp með verður íþróttahreyfingin alltumlykjandi og allt íþróttastarf tengdara stefnu stjórnvalda og samfélaginu en áður. Enginn er eyland. Lykilorðið að árangri er samvinna. Þær upplýsingar sem við byggjum starf okkar á sýna glöggt kosti samvinnu og þátttöku í skipulögðu starfi íþróttafélaga. Íslenska forvarnarmódelið hefði aldrei orðið til nema með samvinnu og samstöðu. Við verðum að vera óhrædd við að snúa oftar bökum saman, vera hugmyndarík, sýna djörfung og þor. Þá þurfum við að vera óhrædd við að leita nýrra leiða til að ná í sameiningu til þeirra sem ýmist hafa veikt bakland, eiga annan menningarlegan bakgrunn eða standa af einhverjum ástæðum utan íþróttastarfsins. Við verðum að vinna saman að því að allir verði með á sínum forsendum. Á sambandsþingi UMFÍ í haust sagði forseti Íslands ungmennafélagshreyfinguna geta gegnt lykilhlutverki í lýðheilsumálum, verið málsvari hollrar hreyfingar og talað fyrir gildi útivistar, æfinga og keppni. Það þyrfti að gera með jákvæðum hvata og heilbrigðu sjálfstrausti án metings og monts. Þessa hvatningu verndara UMFÍ skulum við tileinka okkur. Þegar við kryddum það svo með gleðinni munu fleiri finna fyrir hinum eftirsóknarverða ungmennafélagsanda. Áramót eru ákveðin tímamót. Þá er gott tækifæri til að staldra við og skoða uppskeru ársins. Frá mínum bæjardyrum séð standa fjölmargar gleðistundir upp úr sem ég hef notið með fjölskyldu, vinum og félögum í ungmennafélagshreyfingunni. Ég er sannfærður um að þau fjölmörgu handtök sjálfboðaliða og starfsmanna í hreyfingunni hafa bætt samfélagið. Fyrir það er ég þakklátur. Það er gefandi að vera hluti af svo öflugri heild sem hefur það að markmiði að vinna saman að því að láta gott af sér leiða og bæta samfélagið um leið. Ég óska landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með von um að heimsbyggðin geti sem fyrst notið friðar þar sem allir búa í sátt og samlyndi. Höfundur er formaður Ungmennafélags Íslands - UMFÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Íþróttir barna Félagasamtök Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýtt ár er handan við hornið og ný dagrenning fram undan í íþróttahreyfingunni. Grunnurinn að henni var lagður fyrr á þessu ári, sem er í mínum huga tímamótaár fyrir íþróttastarf í landinu. Árið 2023 hefur verið með þeim afkastameiri sem núverandi stjórnarfólk UMFÍ hefur tekið þátt í. Við, ásamt framsækinni grasrót og mörgum fleirum, tókum stór skref og sköpuðum vettvang fyrir þau verkefni sem líta dagsins ljós á næstu misserum. Ef við göngum í takt, nýtum tækifærin og höldum rétt á spilunum mun þessi vinna opna dyr fyrir íþróttahreyfinguna inn í nýja framtíð. Árið 2023 markaði tímamót. Þá flutti þjónustumiðstöð UMFÍ í Íþróttamiðstöðina í Laugardal. Þetta er árið sem UMFÍ og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) fóru í fyrsta sinn undir sama þak. Nálægðin hefur leitt til þess að samstarfið hefur aldrei verið meira og betra. Fyrstu merkin um góða samleið að sameiginlegu markmiði komu fram á þingi ÍSÍ í vor og var það innsiglað í haust á sambandsþingi UMFÍ. Þá voru samþykktar samhljóða tillögur sem fela í sér stofnun svæðastöðva íþróttahéraða um allt land og breytingar á lottógreiðslum. Tillögurnar voru afsprengi samstarfsverkefna fjölmargra aðila innan íþróttahreyfingarinnar. Svæðastöðvarnar byggja á nýjum samstarfsgrundvelli íþróttahéraða með aðkomu stjórnvalda. Ef allt þróast með þeim hætti sem lagt er upp með verður íþróttahreyfingin alltumlykjandi og allt íþróttastarf tengdara stefnu stjórnvalda og samfélaginu en áður. Enginn er eyland. Lykilorðið að árangri er samvinna. Þær upplýsingar sem við byggjum starf okkar á sýna glöggt kosti samvinnu og þátttöku í skipulögðu starfi íþróttafélaga. Íslenska forvarnarmódelið hefði aldrei orðið til nema með samvinnu og samstöðu. Við verðum að vera óhrædd við að snúa oftar bökum saman, vera hugmyndarík, sýna djörfung og þor. Þá þurfum við að vera óhrædd við að leita nýrra leiða til að ná í sameiningu til þeirra sem ýmist hafa veikt bakland, eiga annan menningarlegan bakgrunn eða standa af einhverjum ástæðum utan íþróttastarfsins. Við verðum að vinna saman að því að allir verði með á sínum forsendum. Á sambandsþingi UMFÍ í haust sagði forseti Íslands ungmennafélagshreyfinguna geta gegnt lykilhlutverki í lýðheilsumálum, verið málsvari hollrar hreyfingar og talað fyrir gildi útivistar, æfinga og keppni. Það þyrfti að gera með jákvæðum hvata og heilbrigðu sjálfstrausti án metings og monts. Þessa hvatningu verndara UMFÍ skulum við tileinka okkur. Þegar við kryddum það svo með gleðinni munu fleiri finna fyrir hinum eftirsóknarverða ungmennafélagsanda. Áramót eru ákveðin tímamót. Þá er gott tækifæri til að staldra við og skoða uppskeru ársins. Frá mínum bæjardyrum séð standa fjölmargar gleðistundir upp úr sem ég hef notið með fjölskyldu, vinum og félögum í ungmennafélagshreyfingunni. Ég er sannfærður um að þau fjölmörgu handtök sjálfboðaliða og starfsmanna í hreyfingunni hafa bætt samfélagið. Fyrir það er ég þakklátur. Það er gefandi að vera hluti af svo öflugri heild sem hefur það að markmiði að vinna saman að því að láta gott af sér leiða og bæta samfélagið um leið. Ég óska landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með von um að heimsbyggðin geti sem fyrst notið friðar þar sem allir búa í sátt og samlyndi. Höfundur er formaður Ungmennafélags Íslands - UMFÍ.
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar