Orð ársins er skortur Ingólfur Bender skrifar 29. desember 2023 11:30 Skortur á íbúðum, raforkuinnviðum og menntuðu vinnuafli í takt við þarfir atvinnulífsins hefur einkennt árið 2023. Vandinn hefur komið fram í minni vaxtargetu hagkerfisins, efnahagslegu ójafnvægi, verðbólgu, háum vöxtum og minni kaupmætti launa. Því má segja að skortur sé orð ársins 2023. Vandinn er heimatilbúinn og orsökina má rekja til þess að framboð hefur ekki fylgt vaxandi þörf á sviði húsnæðis-, orku- og menntamála. Mikilvægt er að stjórnvöld og samfélagið allt nýti árið 2024 til að leysa úr þessum vandamálum og tryggja þannig grundvöll stöðugleika og áframhaldandi verðmætasköpunar heimilum og fyrirtækjum til heilla. Skortur á íbúðarhúsnæði hefur verið áberandi vandamál hér á landi á síðustu árum. Fólksfjölgun í landinu hefur verið hröð og langt umfram fjölgun íbúða sem leitt hefur af sér skort á íbúðum. Fólksfjölgunin hér á landi hefur verið mun meiri en sést hefur í nálægum ríkjum og verkefnið því mun stærra hér en víða annarsstaðar. Íbúðaskorturinn hefur leitt til hærra verðs íbúða og komið fram í mikilli verðbólgu sem Seðlabankinn hefur brugðist við með hækkun vaxta og hertum reglum í skilmálum greiðslumats. Hefur þetta gert landsmönnum erfiðara fyrir að ná að mæta þeirri grunnþörf sem húsnæði er. Skortur á lóðum hefur verið einn megin áhrifaþáttur þessarar þróunar á íbúðamarkaði. Það er staðreynd þrátt fyrir að landið teljist vera langt í frá þéttbýlt í alþjóðlegum samanburði. Verðbólga og vaxtahækkanir undanfarið, sem hafa verið afleiðingar þessa skorts að stórum hluta, hafa valdið því að enn frekar hægir á íbúðauppbyggingu og framboði nýrra íbúða. Skortur er á raforku hér á landi. Framboð raforku hefur lítið sem ekkert aukist á síðustu árum á sama tíma og eftirspurn hefur farið vaxandi. Skortur á raforku hefur þegar leitt til tapaðra tækifæra í iðnaði og atvinnuuppbyggingu um land allt á síðustu árum. Rjúfa þarf áralanga kyrrstöðu í orkuöflun til að mæta raforkuþörf vegna orkuskipta á Íslandi og nýjum tækifærum í fjölbreyttum iðnaði. Skortur hefur verið á viðhaldi og uppbyggingu í flutningskerfi raforku í þágu orkuöryggis, bættrar orkunýtingar og aðgengis að raforku um land allt. Við þessu þarf að bregðast hratt. Það hefur verið mikill skortur á iðnmenntuðum á íslenskum vinnumarkaði á síðustu árum. Mikil og aukin aðsókn hefur verið í iðnnám en skortur iðnskólanna á fjármagni og viðeigandi húsnæði hefur valdið því að 600-1.000 nemendum hefur verið vísað frá iðnnámi samanlagt á haust- og vorönn. Á sama tíma hefur verið mikill skortur á iðnmenntuðu starfsfólki meðal íslenskra iðnfyrirtækja og raunar heilt yfir á íslenskum vinnumarkaði. Mikilli eftirspurn hefur verið mætt með innflutningi vinnuafls að stórum hluta. En það hefur ekki nægt til. Svipuð staða hefur verið í STEAM-greinum (vísindi, tækni, verkfræði, listir, stærðfræði) þar sem vaxandi eftirspurn hefur að stórum hluta verið knúin áfram af hröðum vexti í útflutningi hugverkaiðnaðar á síðustu árum. Íslenskt menntakerfi hefur ekki náð að svara kalli atvinnulífsins en skortur er á fólki með menntun í STEAM-greinum. Þannig er Ísland í 87. sæti hvað varðar útskrifaða úr STEAM-greinum á háskólastigi á Global Innovation Index árið 2023. Ljóst er að skortur á vinnuafli hefur verið dragbítur á vöxt iðnaðarins síðustu ár og tækifærum til aukinnar verðmætasköpunar greinarinnar hefur verið fórnað vegna þess að framboð vinnuafls með rétta færni og menntun hefur ekki verið nægjanlegt. Skortur á íbúðum, raforkuinnviðum og menntuðu vinnuafli sem mætir fjölbreyttum þörfum heimila og fyrirtækja í landinu er áskorun sem Ísland stendur frammi fyrir núnaþegar árið2024 gengur í garð. Stjórnvöld hafa tækifæri til að leysa farsællega úr þessum málum þannig að fjölbreyttum þörfum heimila og fyrirtækja landsins sé mætt og tækifærin til vaxtar og aukinnar velsældar nýtt hér á landi. Til að leysa þennan vanda þarf samstillt átak þeirra sem að hagstjórninni koma. Ef vel tekst til verður uppskeran aukinn stöðugleiki – lægri verðbólga og vextir – sem er grundvöllur framleiðnivaxtar og aukins kaupmáttar. Gerum stöðugleika að orði ársins 2024. Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Bender Húsnæðismál Orkumál Vinnumarkaður Efnahagsmál Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Skortur á íbúðum, raforkuinnviðum og menntuðu vinnuafli í takt við þarfir atvinnulífsins hefur einkennt árið 2023. Vandinn hefur komið fram í minni vaxtargetu hagkerfisins, efnahagslegu ójafnvægi, verðbólgu, háum vöxtum og minni kaupmætti launa. Því má segja að skortur sé orð ársins 2023. Vandinn er heimatilbúinn og orsökina má rekja til þess að framboð hefur ekki fylgt vaxandi þörf á sviði húsnæðis-, orku- og menntamála. Mikilvægt er að stjórnvöld og samfélagið allt nýti árið 2024 til að leysa úr þessum vandamálum og tryggja þannig grundvöll stöðugleika og áframhaldandi verðmætasköpunar heimilum og fyrirtækjum til heilla. Skortur á íbúðarhúsnæði hefur verið áberandi vandamál hér á landi á síðustu árum. Fólksfjölgun í landinu hefur verið hröð og langt umfram fjölgun íbúða sem leitt hefur af sér skort á íbúðum. Fólksfjölgunin hér á landi hefur verið mun meiri en sést hefur í nálægum ríkjum og verkefnið því mun stærra hér en víða annarsstaðar. Íbúðaskorturinn hefur leitt til hærra verðs íbúða og komið fram í mikilli verðbólgu sem Seðlabankinn hefur brugðist við með hækkun vaxta og hertum reglum í skilmálum greiðslumats. Hefur þetta gert landsmönnum erfiðara fyrir að ná að mæta þeirri grunnþörf sem húsnæði er. Skortur á lóðum hefur verið einn megin áhrifaþáttur þessarar þróunar á íbúðamarkaði. Það er staðreynd þrátt fyrir að landið teljist vera langt í frá þéttbýlt í alþjóðlegum samanburði. Verðbólga og vaxtahækkanir undanfarið, sem hafa verið afleiðingar þessa skorts að stórum hluta, hafa valdið því að enn frekar hægir á íbúðauppbyggingu og framboði nýrra íbúða. Skortur er á raforku hér á landi. Framboð raforku hefur lítið sem ekkert aukist á síðustu árum á sama tíma og eftirspurn hefur farið vaxandi. Skortur á raforku hefur þegar leitt til tapaðra tækifæra í iðnaði og atvinnuuppbyggingu um land allt á síðustu árum. Rjúfa þarf áralanga kyrrstöðu í orkuöflun til að mæta raforkuþörf vegna orkuskipta á Íslandi og nýjum tækifærum í fjölbreyttum iðnaði. Skortur hefur verið á viðhaldi og uppbyggingu í flutningskerfi raforku í þágu orkuöryggis, bættrar orkunýtingar og aðgengis að raforku um land allt. Við þessu þarf að bregðast hratt. Það hefur verið mikill skortur á iðnmenntuðum á íslenskum vinnumarkaði á síðustu árum. Mikil og aukin aðsókn hefur verið í iðnnám en skortur iðnskólanna á fjármagni og viðeigandi húsnæði hefur valdið því að 600-1.000 nemendum hefur verið vísað frá iðnnámi samanlagt á haust- og vorönn. Á sama tíma hefur verið mikill skortur á iðnmenntuðu starfsfólki meðal íslenskra iðnfyrirtækja og raunar heilt yfir á íslenskum vinnumarkaði. Mikilli eftirspurn hefur verið mætt með innflutningi vinnuafls að stórum hluta. En það hefur ekki nægt til. Svipuð staða hefur verið í STEAM-greinum (vísindi, tækni, verkfræði, listir, stærðfræði) þar sem vaxandi eftirspurn hefur að stórum hluta verið knúin áfram af hröðum vexti í útflutningi hugverkaiðnaðar á síðustu árum. Íslenskt menntakerfi hefur ekki náð að svara kalli atvinnulífsins en skortur er á fólki með menntun í STEAM-greinum. Þannig er Ísland í 87. sæti hvað varðar útskrifaða úr STEAM-greinum á háskólastigi á Global Innovation Index árið 2023. Ljóst er að skortur á vinnuafli hefur verið dragbítur á vöxt iðnaðarins síðustu ár og tækifærum til aukinnar verðmætasköpunar greinarinnar hefur verið fórnað vegna þess að framboð vinnuafls með rétta færni og menntun hefur ekki verið nægjanlegt. Skortur á íbúðum, raforkuinnviðum og menntuðu vinnuafli sem mætir fjölbreyttum þörfum heimila og fyrirtækja í landinu er áskorun sem Ísland stendur frammi fyrir núnaþegar árið2024 gengur í garð. Stjórnvöld hafa tækifæri til að leysa farsællega úr þessum málum þannig að fjölbreyttum þörfum heimila og fyrirtækja landsins sé mætt og tækifærin til vaxtar og aukinnar velsældar nýtt hér á landi. Til að leysa þennan vanda þarf samstillt átak þeirra sem að hagstjórninni koma. Ef vel tekst til verður uppskeran aukinn stöðugleiki – lægri verðbólga og vextir – sem er grundvöllur framleiðnivaxtar og aukins kaupmáttar. Gerum stöðugleika að orði ársins 2024. Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun