Góðu fréttirnar sem gleymast... Sandra B. Franks skrifar 28. desember 2023 09:00 Það virðist vera eðli fjölmiðla að einblína á hið neikvæða í heiminum. Stríð, slys, glæpir, verðbólga, loftslagsbreytingar, Pisa-kannanir og allskonar átök. Það gleymist því oft að margt jákvætt gerist líka í þessari veröld. Til dæmis hefur dregið úr sárafátækt í heiminum, heilsufar fer almennt séð batnandi og fólk lifir lengur, leiðtogar heimsins sammæltust um að hætta að reiða sig á jarðefnaeldsneyti í náinni framtíð. Framfarir í heilbrigðisvísindum Á þessum tímum erum að upplifa ótrúlegar framfarir í erfðafræði ekki síst í svokallaðri CRISPR tækni sem gerir breytingar á genum mögulegar. Það getur virkað sem öflug vörn gegnum ýmsum sjúkdómum og kvillum. Ónæmisfræðin er jafnframt að taka miklum framförum og ekki síst þegar kemur að mRNA bóluefnatækni. Mikilvæg skref hafa náðst í baráttunni gegn Alzheimer, Parkinson og ýmsum krabbameinum sem verða algjör bylting innan tíðar. Svo er það auðvitað gervigreindin sem með réttri notkun getur virkað gríðarlega vel sem virkur samstarfsaðili innan heilbrigðisvísinda. Fjarheilbrigðisþjónusta er eitthvað sem við á Íslandi erum farin að sjá í auknum mæli og líklega líður ekki langt þar til slík þjónusta verði veitt almenningi. Áskoranir og vandamál Auðvitað blasa við allskonar áskoranir og vandamál hjá mannkyninu. Hér á Íslandi tökumst við á okkar úrlausnarefni og við höfum líka tækifæri til að takast á við þau. Við erum rík þjóð af mannauði og náttúruauðlindum. Við erum land sem tugir þúsunda vilja árlega búa og vinna á. Við erum tiltölulega öruggt samfélag þar sem nálægðin við náungann er mikil. Og við erum 10. ríkasta þjóð í heimi, þar sem hlutfall atvinnuþáttöku kvenna er mest á heimsvísu. Þess vegna er það stundum dapurlegt að við náum ekki að leysa úr hvað mest aðkallandi vandamálum þjóðarinnar. Við erum enn með of marga sem þurfa lifa á of litlu. Við erum þjóð vaxandi eignaójöfnuðar þar sem miklir fjármunir færast á milli kynslóða næstu árin. Við erum með allt of stóran hóp efnilegra drengja sem finna sig ekki í skólakerfinu og við erum enn að kljást við kynbundið ofbeldi sem aldrei á að líðast. Við erum jafnframt með brotakennt heilbrigðiskerfi sem keyrt er á örþreyttu starfsfólki og skammtímareddingum. Og þá glímum við enn við kynskipta vinnumarkaðinn sem nærir hinn kynbundna launamun. Finnum leið til betri vegar Framundan eru ekki bara nýir kjarasamningar heldur einnig ný fjármálaáætlun stjórnvalda til fimm ára. Hvernig væri að við myndum nýta þessi tæki og setja fókusinn á heilbrigði og velferð, og þá hópa sem eiga það skilið. Forgangsraða fjármunum ríkissjóðs í þágu velferðar landsmanna og leiðrétta kerfisbundin launamismun. Já, og hvernig væri að fjölmiðlar settu fókusinn á það jákvæða af og til, og gæfi þannig samborgurum okkar uppbyggilega hvatningu og von, í stað þess að elta upp það neikvæða og tilnefna einstaklinga ársins sem jafnvel hafa gerst brotlegir við lög? Fjölmiðlar móta viðhorf og skoðanir fólks, og þess vegna þarf líka að miðla því sem jákvætt er í þessum heimi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sandra B. Franks Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það virðist vera eðli fjölmiðla að einblína á hið neikvæða í heiminum. Stríð, slys, glæpir, verðbólga, loftslagsbreytingar, Pisa-kannanir og allskonar átök. Það gleymist því oft að margt jákvætt gerist líka í þessari veröld. Til dæmis hefur dregið úr sárafátækt í heiminum, heilsufar fer almennt séð batnandi og fólk lifir lengur, leiðtogar heimsins sammæltust um að hætta að reiða sig á jarðefnaeldsneyti í náinni framtíð. Framfarir í heilbrigðisvísindum Á þessum tímum erum að upplifa ótrúlegar framfarir í erfðafræði ekki síst í svokallaðri CRISPR tækni sem gerir breytingar á genum mögulegar. Það getur virkað sem öflug vörn gegnum ýmsum sjúkdómum og kvillum. Ónæmisfræðin er jafnframt að taka miklum framförum og ekki síst þegar kemur að mRNA bóluefnatækni. Mikilvæg skref hafa náðst í baráttunni gegn Alzheimer, Parkinson og ýmsum krabbameinum sem verða algjör bylting innan tíðar. Svo er það auðvitað gervigreindin sem með réttri notkun getur virkað gríðarlega vel sem virkur samstarfsaðili innan heilbrigðisvísinda. Fjarheilbrigðisþjónusta er eitthvað sem við á Íslandi erum farin að sjá í auknum mæli og líklega líður ekki langt þar til slík þjónusta verði veitt almenningi. Áskoranir og vandamál Auðvitað blasa við allskonar áskoranir og vandamál hjá mannkyninu. Hér á Íslandi tökumst við á okkar úrlausnarefni og við höfum líka tækifæri til að takast á við þau. Við erum rík þjóð af mannauði og náttúruauðlindum. Við erum land sem tugir þúsunda vilja árlega búa og vinna á. Við erum tiltölulega öruggt samfélag þar sem nálægðin við náungann er mikil. Og við erum 10. ríkasta þjóð í heimi, þar sem hlutfall atvinnuþáttöku kvenna er mest á heimsvísu. Þess vegna er það stundum dapurlegt að við náum ekki að leysa úr hvað mest aðkallandi vandamálum þjóðarinnar. Við erum enn með of marga sem þurfa lifa á of litlu. Við erum þjóð vaxandi eignaójöfnuðar þar sem miklir fjármunir færast á milli kynslóða næstu árin. Við erum með allt of stóran hóp efnilegra drengja sem finna sig ekki í skólakerfinu og við erum enn að kljást við kynbundið ofbeldi sem aldrei á að líðast. Við erum jafnframt með brotakennt heilbrigðiskerfi sem keyrt er á örþreyttu starfsfólki og skammtímareddingum. Og þá glímum við enn við kynskipta vinnumarkaðinn sem nærir hinn kynbundna launamun. Finnum leið til betri vegar Framundan eru ekki bara nýir kjarasamningar heldur einnig ný fjármálaáætlun stjórnvalda til fimm ára. Hvernig væri að við myndum nýta þessi tæki og setja fókusinn á heilbrigði og velferð, og þá hópa sem eiga það skilið. Forgangsraða fjármunum ríkissjóðs í þágu velferðar landsmanna og leiðrétta kerfisbundin launamismun. Já, og hvernig væri að fjölmiðlar settu fókusinn á það jákvæða af og til, og gæfi þannig samborgurum okkar uppbyggilega hvatningu og von, í stað þess að elta upp það neikvæða og tilnefna einstaklinga ársins sem jafnvel hafa gerst brotlegir við lög? Fjölmiðlar móta viðhorf og skoðanir fólks, og þess vegna þarf líka að miðla því sem jákvætt er í þessum heimi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar