Grænir skattar sagðir bitna hart á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 24. desember 2023 08:20 Skipaflutningar Grænlendinga fara núna í gegnum Ísland í samstarfi Royal Arctic Line og Eimskips. KMU Fraktgjöld til Grænlands munu hækka frá og með nýári þegar Evrópusambandið tekur upp kolefnisskatt á skipaumferð og árið 2025 verður flugumferð til Grænlands fyrir áhrifum af nýjum dönskum skatti á flugfarþega. Svo segir í úttekt grænlenska fréttamiðilsins Sermitsiaq undir fyrirsögninni: „Verðhækkanir: Grænir skattar bitna hart á Grænlandi.“ Í greininni segir að bæði danskir og evrópskir stjórnmálamenn hafi ríkan metnað til að færa orkunotkun yfir í jarðefnalaust eldsneyti. Það verði grænlenskum neytendum dýrt, þó svo að skattar og gjöld í krafti sjálfsstjórnarlaga Grænlands séu á ábyrgð grænlenska þingsins Naalakkersuisut. Vegna þess að það séu bara neytendur sem borga þegar ný gjöld eru lögð á vöruflutninga og flug. Nýju grænu skattarnir hafi áhrif á farmgjöld skipafélaga og framtíðargjöld flugfarþega hafi áhrif á alla sem fljúga á milli Danmerkur og Grænlands. Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands.Friðrik Þór Halldórsson Frá og með nýju ári mun Evrópusambandið taka upp kolefnisskatt á alla skipaflutninga inn og út úr sambandinu. Það segir Sermitsiaq bitna hart á grænlenska skipafélaginu Royal Arctic Line. Skipafélagið hafi séð sig knúið til að hækka farmgjöldin frá og með nýju ári um eitt prósent í bili. Royal Arctic Line viti þó ekki í raun og veru hvað nýja gjaldið til ESB mun kosta. Það gæti hæglega orðið enn hærra. Skatturinn sé innheimtur með því að skipaútgerðir þurfi að kaupa loftslagskvóta á markaði. Verð þeirra ráðist af framboði og eftirspurn og búast megi við að verðið hækki í framtíðinni einfaldlega vegna meiri eftirspurnar. Grænlenski fréttamiðillinn bendir á að Evrópusambandið hyggist nota fjármunina til að styðja verkefni í þágu grænna orkuskipta, meðal annars til að virkja vatnsafl, og að raforkan verði síðan notuð til að framleiða vetni eða ammoníak. Augljós tækifæri séu fyrir Grænlendinga til sækja fjármuni til Evrópusambandsins til slíkra verkefna á Grænlandi. Airbus A330-breiðþota Air Greenland.KNR Öðru máli gegni um skattinn sem Danmörk muni setja á allt flug frá árinu 2025. Danska þingið hafi nefnilega ákveðið fyrirfram að tekjur af því renni til styrkja danska lífeyriskerfið í Danmörku. Flugfarþegaskatturinn þýði í reynd að grænlenskir lífeyrisþegar þurfa að borga fyrir að danskir lífeyrisþegar fái sinn lífeyri hækkaðan, segir Sermitsiaq. Flugfarþegaskattur verði upphaflega 30 danskar krónur, um 600 íslenskar krónur, á farþega til Grænlands frá 2025. Skatturinn verði síðan hækkaður árið 2030 í 50 danskar krónur, um 1.000 íslenskar krónur. Frá flugvellinum í Kangerlussuaq.KNR „Flugskatturinn er hækkun á þegar mjög dýrum farmiða. Við verðum að styðja græn umskipti heima og á heimsvísu. En það er ósanngjarnt að grænlenskir neytendur þurfi að greiða fyrir viðbótarlífeyrisbætur í Danmörku til að komast heim til Grænlands,“ segir Aaja Chemnitz Larsen, þingmaður Grænlendinga á danska þinginu, í viðtali við Sermitsiaq. Grænlenski þingmaðurinn óttast jafnframt að flugfarþegaskatturinn hafi áhrif á ferðaþjónustuna sem fylgi nýju flugvöllunum í Nuuk, Ilulissat og Qaqortoq. „Það eru skýrar væntingar um að nýju Atlantshafsflugvellirnir muni fjölga ferðamönnum til Grænlands. Ég óttast að flugskatturinn muni fæla ferðamenn frá því að heimsækja Grænland,“ segir Aaja Chemnitz. Hún segist hafa borið málið upp við danska skattamálaráðherrann en ekki fengið nein svör, enn sem komið er. Hún segist þó hugga sig við að flugskatturinn til Grænlands verði í lægsta þrepi, það er 30 krónur danskar, sama gjald og verði í innanlandsflugi innan Danmerkur. Fjallað var um orkumál Grænlendinga í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir tveimur árum: Grænland Loftslagsmál Danmörk Skipaflutningar Fréttir af flugi Umhverfismál Tengdar fréttir Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. 11. október 2023 12:21 Lentu samkomulagi um losun frá flugsamgöngum Ráðherraráð Evrópusambandsins og Evrópuþingið náðu samkomulagi um nýjar reglur til þess að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá flugferðum í nótt. Íslensk stjórnvöld krefjast undanþága frá reglunum. 26. apríl 2023 11:38 Losun frá flugi og siglingum jókst um 95 prósent eftir faraldurinn Útblástur gróðurhúsaloftegunda vegna alþjóðasamgangna frá Íslandi jókst um 95 prósent á milli ára í fyrra þegar ferðatakmörkunum eftir heimsfaraldurinn var aflétt. Losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda stóð svo gott sem í stað á milli ára í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Umhverfisstofnunar. 31. ágúst 2023 08:59 Grænlenska þingið samþykkir tvær nýjar vatnsaflsvirkjanir Grænlenska þingið hefur samþykkt gerð tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana fyrir yfir sextíu milljarða íslenskra króna. Virkjanirnar eiga að verða tilbúnar eftir sjö ár. Með þeim eykst hlutfall endurnýjanlegrar orku í raforkuframleiðslu og húshitun Grænlendinga úr 70 prósentum upp í 90 prósent. Hlutfall olíu minnkar að sama skapi, sem og kolefnisspor Grænlands. 15. desember 2021 22:22 Eimskip getur ekki skorið „endalaust niður“ en þarf að kaupa losunarheimildir Árið 2026 mun Eimskip þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir 12,7 milljónir evra, jafnvirði 1,8 milljarða króna. „Miklar hagræðingaraðgerðir hafa átt sér stað hjá Eimskip undanfarin ár en ekki er hægt að skera endalaust niður,“ segir í verðmati. 1. september 2023 11:38 Mikilvægt að ESB viðurkenni sérstöðu Íslands í flugsamgöngum Forstjóri Icelandair segir það mikilvægt að forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi viðurkennt sérstöðu Íslands í tengslum við breytingar á losunarheimildum til flugfélaga í gær. Verði ekki tekið tillit til sjónarmiða Íslands gæti verðmunur á flugferðum frá landinu hlaupið á fleiri þúsundum króna. 17. maí 2023 09:04 Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026 Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag. 16. maí 2023 15:52 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Í greininni segir að bæði danskir og evrópskir stjórnmálamenn hafi ríkan metnað til að færa orkunotkun yfir í jarðefnalaust eldsneyti. Það verði grænlenskum neytendum dýrt, þó svo að skattar og gjöld í krafti sjálfsstjórnarlaga Grænlands séu á ábyrgð grænlenska þingsins Naalakkersuisut. Vegna þess að það séu bara neytendur sem borga þegar ný gjöld eru lögð á vöruflutninga og flug. Nýju grænu skattarnir hafi áhrif á farmgjöld skipafélaga og framtíðargjöld flugfarþega hafi áhrif á alla sem fljúga á milli Danmerkur og Grænlands. Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands.Friðrik Þór Halldórsson Frá og með nýju ári mun Evrópusambandið taka upp kolefnisskatt á alla skipaflutninga inn og út úr sambandinu. Það segir Sermitsiaq bitna hart á grænlenska skipafélaginu Royal Arctic Line. Skipafélagið hafi séð sig knúið til að hækka farmgjöldin frá og með nýju ári um eitt prósent í bili. Royal Arctic Line viti þó ekki í raun og veru hvað nýja gjaldið til ESB mun kosta. Það gæti hæglega orðið enn hærra. Skatturinn sé innheimtur með því að skipaútgerðir þurfi að kaupa loftslagskvóta á markaði. Verð þeirra ráðist af framboði og eftirspurn og búast megi við að verðið hækki í framtíðinni einfaldlega vegna meiri eftirspurnar. Grænlenski fréttamiðillinn bendir á að Evrópusambandið hyggist nota fjármunina til að styðja verkefni í þágu grænna orkuskipta, meðal annars til að virkja vatnsafl, og að raforkan verði síðan notuð til að framleiða vetni eða ammoníak. Augljós tækifæri séu fyrir Grænlendinga til sækja fjármuni til Evrópusambandsins til slíkra verkefna á Grænlandi. Airbus A330-breiðþota Air Greenland.KNR Öðru máli gegni um skattinn sem Danmörk muni setja á allt flug frá árinu 2025. Danska þingið hafi nefnilega ákveðið fyrirfram að tekjur af því renni til styrkja danska lífeyriskerfið í Danmörku. Flugfarþegaskatturinn þýði í reynd að grænlenskir lífeyrisþegar þurfa að borga fyrir að danskir lífeyrisþegar fái sinn lífeyri hækkaðan, segir Sermitsiaq. Flugfarþegaskattur verði upphaflega 30 danskar krónur, um 600 íslenskar krónur, á farþega til Grænlands frá 2025. Skatturinn verði síðan hækkaður árið 2030 í 50 danskar krónur, um 1.000 íslenskar krónur. Frá flugvellinum í Kangerlussuaq.KNR „Flugskatturinn er hækkun á þegar mjög dýrum farmiða. Við verðum að styðja græn umskipti heima og á heimsvísu. En það er ósanngjarnt að grænlenskir neytendur þurfi að greiða fyrir viðbótarlífeyrisbætur í Danmörku til að komast heim til Grænlands,“ segir Aaja Chemnitz Larsen, þingmaður Grænlendinga á danska þinginu, í viðtali við Sermitsiaq. Grænlenski þingmaðurinn óttast jafnframt að flugfarþegaskatturinn hafi áhrif á ferðaþjónustuna sem fylgi nýju flugvöllunum í Nuuk, Ilulissat og Qaqortoq. „Það eru skýrar væntingar um að nýju Atlantshafsflugvellirnir muni fjölga ferðamönnum til Grænlands. Ég óttast að flugskatturinn muni fæla ferðamenn frá því að heimsækja Grænland,“ segir Aaja Chemnitz. Hún segist hafa borið málið upp við danska skattamálaráðherrann en ekki fengið nein svör, enn sem komið er. Hún segist þó hugga sig við að flugskatturinn til Grænlands verði í lægsta þrepi, það er 30 krónur danskar, sama gjald og verði í innanlandsflugi innan Danmerkur. Fjallað var um orkumál Grænlendinga í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir tveimur árum:
Grænland Loftslagsmál Danmörk Skipaflutningar Fréttir af flugi Umhverfismál Tengdar fréttir Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. 11. október 2023 12:21 Lentu samkomulagi um losun frá flugsamgöngum Ráðherraráð Evrópusambandsins og Evrópuþingið náðu samkomulagi um nýjar reglur til þess að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá flugferðum í nótt. Íslensk stjórnvöld krefjast undanþága frá reglunum. 26. apríl 2023 11:38 Losun frá flugi og siglingum jókst um 95 prósent eftir faraldurinn Útblástur gróðurhúsaloftegunda vegna alþjóðasamgangna frá Íslandi jókst um 95 prósent á milli ára í fyrra þegar ferðatakmörkunum eftir heimsfaraldurinn var aflétt. Losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda stóð svo gott sem í stað á milli ára í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Umhverfisstofnunar. 31. ágúst 2023 08:59 Grænlenska þingið samþykkir tvær nýjar vatnsaflsvirkjanir Grænlenska þingið hefur samþykkt gerð tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana fyrir yfir sextíu milljarða íslenskra króna. Virkjanirnar eiga að verða tilbúnar eftir sjö ár. Með þeim eykst hlutfall endurnýjanlegrar orku í raforkuframleiðslu og húshitun Grænlendinga úr 70 prósentum upp í 90 prósent. Hlutfall olíu minnkar að sama skapi, sem og kolefnisspor Grænlands. 15. desember 2021 22:22 Eimskip getur ekki skorið „endalaust niður“ en þarf að kaupa losunarheimildir Árið 2026 mun Eimskip þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir 12,7 milljónir evra, jafnvirði 1,8 milljarða króna. „Miklar hagræðingaraðgerðir hafa átt sér stað hjá Eimskip undanfarin ár en ekki er hægt að skera endalaust niður,“ segir í verðmati. 1. september 2023 11:38 Mikilvægt að ESB viðurkenni sérstöðu Íslands í flugsamgöngum Forstjóri Icelandair segir það mikilvægt að forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi viðurkennt sérstöðu Íslands í tengslum við breytingar á losunarheimildum til flugfélaga í gær. Verði ekki tekið tillit til sjónarmiða Íslands gæti verðmunur á flugferðum frá landinu hlaupið á fleiri þúsundum króna. 17. maí 2023 09:04 Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026 Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag. 16. maí 2023 15:52 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. 11. október 2023 12:21
Lentu samkomulagi um losun frá flugsamgöngum Ráðherraráð Evrópusambandsins og Evrópuþingið náðu samkomulagi um nýjar reglur til þess að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá flugferðum í nótt. Íslensk stjórnvöld krefjast undanþága frá reglunum. 26. apríl 2023 11:38
Losun frá flugi og siglingum jókst um 95 prósent eftir faraldurinn Útblástur gróðurhúsaloftegunda vegna alþjóðasamgangna frá Íslandi jókst um 95 prósent á milli ára í fyrra þegar ferðatakmörkunum eftir heimsfaraldurinn var aflétt. Losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda stóð svo gott sem í stað á milli ára í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Umhverfisstofnunar. 31. ágúst 2023 08:59
Grænlenska þingið samþykkir tvær nýjar vatnsaflsvirkjanir Grænlenska þingið hefur samþykkt gerð tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana fyrir yfir sextíu milljarða íslenskra króna. Virkjanirnar eiga að verða tilbúnar eftir sjö ár. Með þeim eykst hlutfall endurnýjanlegrar orku í raforkuframleiðslu og húshitun Grænlendinga úr 70 prósentum upp í 90 prósent. Hlutfall olíu minnkar að sama skapi, sem og kolefnisspor Grænlands. 15. desember 2021 22:22
Eimskip getur ekki skorið „endalaust niður“ en þarf að kaupa losunarheimildir Árið 2026 mun Eimskip þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir 12,7 milljónir evra, jafnvirði 1,8 milljarða króna. „Miklar hagræðingaraðgerðir hafa átt sér stað hjá Eimskip undanfarin ár en ekki er hægt að skera endalaust niður,“ segir í verðmati. 1. september 2023 11:38
Mikilvægt að ESB viðurkenni sérstöðu Íslands í flugsamgöngum Forstjóri Icelandair segir það mikilvægt að forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi viðurkennt sérstöðu Íslands í tengslum við breytingar á losunarheimildum til flugfélaga í gær. Verði ekki tekið tillit til sjónarmiða Íslands gæti verðmunur á flugferðum frá landinu hlaupið á fleiri þúsundum króna. 17. maí 2023 09:04
Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026 Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag. 16. maí 2023 15:52