Skrásetning í Palestínu Ingólfur Gíslason skrifar 22. desember 2023 15:01 Í jólaguðspjallinu segir að keisarinn í Róm hafi látið þau boð út ganga að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Að minnsta kosti síðan þá hafa skrásetning og talning verið mikilvægir þættir í stjórnun ríkja. Ísraelsríki hefur einmitt umsjón og völd yfir þjóðskrá Palestínumanna en samkvæmt henni búa rúmar tvær milljónir manna á Gaza. Ísraelsher hefur nú drepið að minnsta kosti 20 þúsund íbúa þar síðan 7. október síðastliðinn. Þetta er um 1% af íbúafjöldanum. Af þessum eru að minnsta kosti 10 þúsund börn. Framan af innrás Ísraels voru birtar nokkuð nákvæmar tölur um fjöldann sem drepinn var á hverjum degi en svo er ekki lengur. Það er erfitt að telja þegar innviðir til að skrásetja eru ónýtir, fólkið sem sér um tölurnar hefur verið drepið og margir eru enn undir húsarústum. Heilu fjölskyldurnar hafa verið þurrkaðar út og enginn lifir til að tilkynna um drápin. Við vitum ekki hvort það eru í raun 20 þúsund eða enn fleiri sem Ísraelsher hefur drepið. Þeir eru sennilega töluvert fleiri en óvissan er upp á margar þúsundir. Palestínumenn eru ekki tölur og vilja ekki vera tölur, en að þessu leyti fá Palestínumenn ekki einu sinni að vera tölur, að minnsta kosti ekki nákvæmar tölur. Fréttastofur heimsins, þar á meðal fréttastofa RÚV, hafa reynt að vekja efasemdir um fjölda fólks sem Ísraelsher hefur drepið. Sagt er að tölurnar séu frá heilbrigðisráðuneyti sem heyri undir Hamas og haft eftir Bandaríkjaforseta að það sé ekki hægt að treysta tölunum. Palestínumenn fá ekki að vera marktækar tölur. Tölur sem hækka og tölur sem lækka Á meðan tölur um drepna Palestínumenn eru dregnar í efa hafa þær hækkað á hverjum degi. Tölur um meint fórnarlömb Hamas hafa hins vegar farið lækkandi þó að þeim hafi verið dreift eins og sannleika án fyrirvara. Fyrst áttu fórnarlömbin að hafa verið um 1400 talsins. Þessi tala var endurtekinn dag eftir dag í margar vikur. Svo var talan 1400 lækkuð niður í 1200. Ísraelsher hafði víst ekki áttað sig á því að um 200 af þessum 1400 voru í raun Palestínumenn sem herinn hafði drepið í orrustu. Samkvæmt fjölmiðlum í Ísrael féll ótalinn fjöldi almennra borgara einmitt fyrir árásum eigin hers þegar hann barðist við Hamasliða. Samkvæmt nýjustu tölum (AFP fréttastofunnar) féllu 1139 manns í aðgerðum Hamas. Þar af voru 695 almennir borgarar með ísraelskt ríkisfang, þar af 36 börn, þar af eitt ungabarn, og 71 erlendur ríkisborgari. Fjöldi hermanna var 373. Hvert einasta dauðsfall er harmleikur en það er áhugavert að fjöldi almennra borgara sem féll 7. október er langtum minni heldur en rúmast innan óvissu um það hve marga Palestínumenn Ísraelsher hefur drepið síðan. Í þeirri tölu myndu 1200 manns vera „innan skekkjumarka“ eins og sagt er. Þjóðskrárvald Ísraelsríki notar þjóðskrá Palestínumanna til að telja þá og flokka í hópa með mismunandi réttindi. Íbúi á Gaza hefur til dæmis minna ferðafrelsi en íbúi á Vestubakkanum. Séu nöfnin talin í þessari skrá kemur í ljós ef allir Palestínumenn hefðu ríkisborgararétt í Ísrael væru þeir um það bil jafn margir og gyðingar í ríkinu. Ef allir íbúar í Palestínu hefðu jöfn borgaraleg réttindi yrði landið ekki lengur undir stjórn gyðinga. Þetta er ástæðan fyrir því að meirihluti Palestínumanna er ríkisfangslaus og ástæðan fyrir því að Ísraelsríki vill losna við þá úr Palestínu. Ísraelsríki hefur nú gert svæðið óbyggilegt og eyðilagt skilyrði til lífs. Rúmar 2 milljónir búa á Gaza og þau eru öll á flótta. Ætlun Ísraelsríkis er að reka þau öll út úr Palestínu. Á þennan hátt fá Palestínumenn enn ekki að vera tölur. Því Ísraelsríki, hernáms- og herraþjóð í Palestínu, telur þá ekki til manna. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ingólfur Gíslason Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í jólaguðspjallinu segir að keisarinn í Róm hafi látið þau boð út ganga að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Að minnsta kosti síðan þá hafa skrásetning og talning verið mikilvægir þættir í stjórnun ríkja. Ísraelsríki hefur einmitt umsjón og völd yfir þjóðskrá Palestínumanna en samkvæmt henni búa rúmar tvær milljónir manna á Gaza. Ísraelsher hefur nú drepið að minnsta kosti 20 þúsund íbúa þar síðan 7. október síðastliðinn. Þetta er um 1% af íbúafjöldanum. Af þessum eru að minnsta kosti 10 þúsund börn. Framan af innrás Ísraels voru birtar nokkuð nákvæmar tölur um fjöldann sem drepinn var á hverjum degi en svo er ekki lengur. Það er erfitt að telja þegar innviðir til að skrásetja eru ónýtir, fólkið sem sér um tölurnar hefur verið drepið og margir eru enn undir húsarústum. Heilu fjölskyldurnar hafa verið þurrkaðar út og enginn lifir til að tilkynna um drápin. Við vitum ekki hvort það eru í raun 20 þúsund eða enn fleiri sem Ísraelsher hefur drepið. Þeir eru sennilega töluvert fleiri en óvissan er upp á margar þúsundir. Palestínumenn eru ekki tölur og vilja ekki vera tölur, en að þessu leyti fá Palestínumenn ekki einu sinni að vera tölur, að minnsta kosti ekki nákvæmar tölur. Fréttastofur heimsins, þar á meðal fréttastofa RÚV, hafa reynt að vekja efasemdir um fjölda fólks sem Ísraelsher hefur drepið. Sagt er að tölurnar séu frá heilbrigðisráðuneyti sem heyri undir Hamas og haft eftir Bandaríkjaforseta að það sé ekki hægt að treysta tölunum. Palestínumenn fá ekki að vera marktækar tölur. Tölur sem hækka og tölur sem lækka Á meðan tölur um drepna Palestínumenn eru dregnar í efa hafa þær hækkað á hverjum degi. Tölur um meint fórnarlömb Hamas hafa hins vegar farið lækkandi þó að þeim hafi verið dreift eins og sannleika án fyrirvara. Fyrst áttu fórnarlömbin að hafa verið um 1400 talsins. Þessi tala var endurtekinn dag eftir dag í margar vikur. Svo var talan 1400 lækkuð niður í 1200. Ísraelsher hafði víst ekki áttað sig á því að um 200 af þessum 1400 voru í raun Palestínumenn sem herinn hafði drepið í orrustu. Samkvæmt fjölmiðlum í Ísrael féll ótalinn fjöldi almennra borgara einmitt fyrir árásum eigin hers þegar hann barðist við Hamasliða. Samkvæmt nýjustu tölum (AFP fréttastofunnar) féllu 1139 manns í aðgerðum Hamas. Þar af voru 695 almennir borgarar með ísraelskt ríkisfang, þar af 36 börn, þar af eitt ungabarn, og 71 erlendur ríkisborgari. Fjöldi hermanna var 373. Hvert einasta dauðsfall er harmleikur en það er áhugavert að fjöldi almennra borgara sem féll 7. október er langtum minni heldur en rúmast innan óvissu um það hve marga Palestínumenn Ísraelsher hefur drepið síðan. Í þeirri tölu myndu 1200 manns vera „innan skekkjumarka“ eins og sagt er. Þjóðskrárvald Ísraelsríki notar þjóðskrá Palestínumanna til að telja þá og flokka í hópa með mismunandi réttindi. Íbúi á Gaza hefur til dæmis minna ferðafrelsi en íbúi á Vestubakkanum. Séu nöfnin talin í þessari skrá kemur í ljós ef allir Palestínumenn hefðu ríkisborgararétt í Ísrael væru þeir um það bil jafn margir og gyðingar í ríkinu. Ef allir íbúar í Palestínu hefðu jöfn borgaraleg réttindi yrði landið ekki lengur undir stjórn gyðinga. Þetta er ástæðan fyrir því að meirihluti Palestínumanna er ríkisfangslaus og ástæðan fyrir því að Ísraelsríki vill losna við þá úr Palestínu. Ísraelsríki hefur nú gert svæðið óbyggilegt og eyðilagt skilyrði til lífs. Rúmar 2 milljónir búa á Gaza og þau eru öll á flótta. Ætlun Ísraelsríkis er að reka þau öll út úr Palestínu. Á þennan hátt fá Palestínumenn enn ekki að vera tölur. Því Ísraelsríki, hernáms- og herraþjóð í Palestínu, telur þá ekki til manna. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun