Jólatöfrar Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 22. desember 2023 07:01 Hátíð ljóss og friðar er handan við hornið. Í aðdraganda hátíðarinnar finna mörg fyrir miklu álagi og streitu sem fylgir hátíðarhöldunum. Það getur jafnvel ýtt undir vanlíðan eins og kvíða og depurð. Það er hollt fyrir okkur sem einstaklinga og okkur sem samfélag að velta því fyrir okkur hvernig við getum stuðlað að því að hinn sanni jólaandi fái að njóta sín með mögnuðum jólatöfrum. Sum finna fyrir vaxandi kvíða, depurð og streitu Ég hef heyrt það í samtölum mínum við fólk undanfarið að mörg finna fyrir vaxandi kvíða og streitu. Meðal annars vegna þess að í desember ætlum við okkur að gera meira en líklega alla aðra mánuði ársins á heimilinu, á vinnustaðnum, í vinahópunum og víðar. Við sækjum fleiri viðburði, verslum og undirbúum með tilheyrandi útgjöldum og fyrirhöfn. Samfélagið er á yfirkeyrslu og á þeim hraða getur verið erfiðara að ná að upplifa hinn sanna jólaanda með jólatöfrum. Jólahátíðin getur verið erfið fyrir þau sem hafa misst ástvini og sum finna fyrir aukinni depurð á þessum tíma þegar umhverfið ætlast hálfpartinn til þess að við séum kát, glöð og hamingjusöm. Getum við hægt á okkur og bætt líðan? Við slíkar aðstæður er gott að velta fyrir sér hvernig við getum hægt á okkur og samfélaginu og bætt líðan okkar og annarra. Er hægt að færa suma viðburðina fram í janúar þegar lítið er við að vera? Eru einhver verkefni sem við getum fært yfir á nýtt ár? Er nauðsynlegt að gera allt sem er á verkefnalistanum eða er mögulegt að forgangsraða og strika strax út það sem er óraunhæft? Getum við gefið meira af hugulsemi en stærð? Getum við sýnt okkur meiri samkennd í amstrinu og hjálpað okkur að draga úr væntingum um eigin frammistöðu? Getum við staldrað við í augnablikinu í stað þess að festast í hugsunum um fortíð eða ókomna framtíð? Getum við hlúð betur að grunnþörfum okkar s.s. matarræði, svefni, hreyfingu og félagslegum tengslum? Getum við kallað fram okkar eigin bestu jólaminningu og nýtt sem leiðsögn um hvað skipti mestu máli? Getum við hjálpað þeim sem eru hjálpar þurfi í stað þess að einblína eingöngu á okkur sjálf? Getum við leyft þeim tilfinningum sem við finnum fyrir að koma og renna sitt skeið, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar og sýnt okkur mildi? Fyrir þau sem eiga börn er hjálplegt að velta fyrir sér hvað skipti börnin mestu máli og hvað skilur eftir sig dýrmætustu minningarnar fyrir þau. Félagslegir töfrar Ég man eftir að hafa heyrt Viðar Halldórsson, félagsfræðiprófessor við Háskóla Íslands, ræða félagslega töfra og það hvernig þeir töfrar ættu undir högg að sækja með dvínandi samskiptum fólks. Viðar lýsir félagslegum töfrum sem töfrunum sem verða til í samskiptum fólks. Getum við fundið fyrir jólatöfrum? Getur verið að jólatöfrar eigi líka undir högg að sækja í þeim mikla hraða sem við lifum við í nútímasamfélagi? Jólatöfrar eru í mínum huga hin óáþreifanlega upplifun jólahátíðarinnar. Töfrar sem geta birst í göngutúr í nýföllnum snjó þegar horft er á fljúgandi hvítar snjóflygsurnar í fullkominni kyrrð, töfrarnir sem við finnum þegar við gefum og þiggjum sem hluta hátíðarhaldanna, töfrarnir sem felast í því að staldra við og rifja upp þær góðu minningar sem árið hefur fært okkur, töfrarnir sem felast í því að sjá einlæga gleði barnanna yfir þeirri undraveröld sem jólahátíðin getur boðið upp á og töfrarnir sem við getum veitt hverju öðru í einlægri gleði, þakklæti og hamingju. Að sama skapi geta töfrarnir horfið eins og dögg fyrir sólu vegna streitu, spennu, ágreinings, óánægju, fullkomnunaráráttu, ofbeldis, ofneyslu lyfja, áfengis eða vímuefna og annars sem varpar skugga á jólahaldið. Mikilvægt er að við hjálpumst að við að reyna að bæta líðan okkar og annarra um hátíðarnar. Köllum fram jólatöfra og eignumst dýrmætar minningar Áskorun okkar sem einstaklinga og sem samfélags felst í því að skoða vel hug okkar og gjörðir og kanna hvernig við getum kallað fram og hlúð að hinum mögnuðu jólatöfrum og þannig leyft hinum sanna jólaanda að njóta sín. Það skilur eftir sig dýrmætar minningar sem eru meira virði en allt annað. Gleðilega hátíð ljóss, friðar og jólatöfra. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Hátíð ljóss og friðar er handan við hornið. Í aðdraganda hátíðarinnar finna mörg fyrir miklu álagi og streitu sem fylgir hátíðarhöldunum. Það getur jafnvel ýtt undir vanlíðan eins og kvíða og depurð. Það er hollt fyrir okkur sem einstaklinga og okkur sem samfélag að velta því fyrir okkur hvernig við getum stuðlað að því að hinn sanni jólaandi fái að njóta sín með mögnuðum jólatöfrum. Sum finna fyrir vaxandi kvíða, depurð og streitu Ég hef heyrt það í samtölum mínum við fólk undanfarið að mörg finna fyrir vaxandi kvíða og streitu. Meðal annars vegna þess að í desember ætlum við okkur að gera meira en líklega alla aðra mánuði ársins á heimilinu, á vinnustaðnum, í vinahópunum og víðar. Við sækjum fleiri viðburði, verslum og undirbúum með tilheyrandi útgjöldum og fyrirhöfn. Samfélagið er á yfirkeyrslu og á þeim hraða getur verið erfiðara að ná að upplifa hinn sanna jólaanda með jólatöfrum. Jólahátíðin getur verið erfið fyrir þau sem hafa misst ástvini og sum finna fyrir aukinni depurð á þessum tíma þegar umhverfið ætlast hálfpartinn til þess að við séum kát, glöð og hamingjusöm. Getum við hægt á okkur og bætt líðan? Við slíkar aðstæður er gott að velta fyrir sér hvernig við getum hægt á okkur og samfélaginu og bætt líðan okkar og annarra. Er hægt að færa suma viðburðina fram í janúar þegar lítið er við að vera? Eru einhver verkefni sem við getum fært yfir á nýtt ár? Er nauðsynlegt að gera allt sem er á verkefnalistanum eða er mögulegt að forgangsraða og strika strax út það sem er óraunhæft? Getum við gefið meira af hugulsemi en stærð? Getum við sýnt okkur meiri samkennd í amstrinu og hjálpað okkur að draga úr væntingum um eigin frammistöðu? Getum við staldrað við í augnablikinu í stað þess að festast í hugsunum um fortíð eða ókomna framtíð? Getum við hlúð betur að grunnþörfum okkar s.s. matarræði, svefni, hreyfingu og félagslegum tengslum? Getum við kallað fram okkar eigin bestu jólaminningu og nýtt sem leiðsögn um hvað skipti mestu máli? Getum við hjálpað þeim sem eru hjálpar þurfi í stað þess að einblína eingöngu á okkur sjálf? Getum við leyft þeim tilfinningum sem við finnum fyrir að koma og renna sitt skeið, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar og sýnt okkur mildi? Fyrir þau sem eiga börn er hjálplegt að velta fyrir sér hvað skipti börnin mestu máli og hvað skilur eftir sig dýrmætustu minningarnar fyrir þau. Félagslegir töfrar Ég man eftir að hafa heyrt Viðar Halldórsson, félagsfræðiprófessor við Háskóla Íslands, ræða félagslega töfra og það hvernig þeir töfrar ættu undir högg að sækja með dvínandi samskiptum fólks. Viðar lýsir félagslegum töfrum sem töfrunum sem verða til í samskiptum fólks. Getum við fundið fyrir jólatöfrum? Getur verið að jólatöfrar eigi líka undir högg að sækja í þeim mikla hraða sem við lifum við í nútímasamfélagi? Jólatöfrar eru í mínum huga hin óáþreifanlega upplifun jólahátíðarinnar. Töfrar sem geta birst í göngutúr í nýföllnum snjó þegar horft er á fljúgandi hvítar snjóflygsurnar í fullkominni kyrrð, töfrarnir sem við finnum þegar við gefum og þiggjum sem hluta hátíðarhaldanna, töfrarnir sem felast í því að staldra við og rifja upp þær góðu minningar sem árið hefur fært okkur, töfrarnir sem felast í því að sjá einlæga gleði barnanna yfir þeirri undraveröld sem jólahátíðin getur boðið upp á og töfrarnir sem við getum veitt hverju öðru í einlægri gleði, þakklæti og hamingju. Að sama skapi geta töfrarnir horfið eins og dögg fyrir sólu vegna streitu, spennu, ágreinings, óánægju, fullkomnunaráráttu, ofbeldis, ofneyslu lyfja, áfengis eða vímuefna og annars sem varpar skugga á jólahaldið. Mikilvægt er að við hjálpumst að við að reyna að bæta líðan okkar og annarra um hátíðarnar. Köllum fram jólatöfra og eignumst dýrmætar minningar Áskorun okkar sem einstaklinga og sem samfélags felst í því að skoða vel hug okkar og gjörðir og kanna hvernig við getum kallað fram og hlúð að hinum mögnuðu jólatöfrum og þannig leyft hinum sanna jólaanda að njóta sín. Það skilur eftir sig dýrmætar minningar sem eru meira virði en allt annað. Gleðilega hátíð ljóss, friðar og jólatöfra. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun