Fimm leikmenn litu rautt eftir slagsmál Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. desember 2023 18:46 Slagsmál brutust út í fagnaðarlátum Diyarbekirspor Deildarkeppnir í knattspyrnu í Tyrklandi hófust aftur í gær, viku eftir að hlé var gert frá öllum keppnum vegna líkamsárásar á dómara af hendi forseta félagsins Ankaragucu. Strax í gær leit annar skandall dagsins ljós og nú í dag urðu hópslagsmál í næst efstu deild. Tyrkneskir knattspyrnuleikmenn og aðdáendur eru þekktir fyrir margt annað en rólyndi og gott jafnaðargeð. Í leik Bursaspor og Diyarbekirspor fengu fimm leikmenn að líta rautt spjald eftir að slagsmál brutust út undir lok leiks. Sömuleiðis var einn áhorfandi sem hljóp inn á völlinn í óeirðunum handtekinn af lögreglu. 🚨🇹🇷 Mass brawl in Bursaspor-Diyarbekirspor match right now! Crazy scenes. 5 players were shown red cards in total. (🎥 @PanenkaSport) pic.twitter.com/YLwUveADEh— EuroFoot (@eurofootcom) December 20, 2023 Slagsmálin brutust út þegar Bünyamin Yürür skoraði annað mark leiksins á 82. mínútu og tryggði gestaliðinu Diyarbekirspor 2-0 sigur. Hann fagnaði markinu ásamt liðsfélögum sínum beint fyrir framan stuðningsmenn heimaliðsins. Stuðningsmenn reiddust mjög, hrópuðu og kölluðu inn á völlinn en snöggt viðbragð lögreglu gerði þeim erfitt fyrir að beita sér frekar gegn honum. Fjandinn slapp svo laus þegar leikmaður heimaliðsins réðst að Bünyamin Yürür. Þá þurfti lögreglan skyndilega að beita sér á tveimur vígstöðvum, halda áhorfendum í skefjum og stöðva slagsmál leikmannanna. Fleiri leikmenn, þjálfarar og aðdáendur blönduðu sér í málið eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-5WkUbX5AGY">watch on YouTube</a> Burak Taşkınsoy, dómari leiksins, sýndi alls fimm leikmönnum rautt spjald eftir á, þar af þremur leikmönnum Diyarbekirspor. Leikur hófst aftur, rúmum fimmtán mínútum síðar, og lauk 0-2. Leikmenn gengu svo af velli í lögreglufylgd að búningsherbergjum sínum. Eins og áður segir var viku langt hlé gert á öllum deildum í Tyrklandi, eftir að forseti Ankaragucu, Faruk Koca, hljóp inn á völlinn eftir jafntefli við Caykur Rizespor og kýldi dómara leiksins. Ecmel Faik Sarialioglu, forseti Istanbulspor, gerði sér svo einnig ferð niður á völl þegar keppnir hófust aftur í gær og tók leikmenn liðsins út af í mótmælaskyni eftir að dómari leiksins dæmdi ekki vítaspyrnu þeim í vil. Tyrkneski boltinn Tyrkland Tengdar fréttir Forsetinn fær ævilangt bann Faruk Koca, forseti Ankaragucu, má ekki koma nálægt fótbolta þar sem eftir lifir ævinnar. 15. desember 2023 07:01 Annar skandall í Tyrklandi: Forsetinn dró liðið af velli Í annað sinn á skömmum tíma fór forseti liðs inn á völlinn í leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 20. desember 2023 07:15 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira
Tyrkneskir knattspyrnuleikmenn og aðdáendur eru þekktir fyrir margt annað en rólyndi og gott jafnaðargeð. Í leik Bursaspor og Diyarbekirspor fengu fimm leikmenn að líta rautt spjald eftir að slagsmál brutust út undir lok leiks. Sömuleiðis var einn áhorfandi sem hljóp inn á völlinn í óeirðunum handtekinn af lögreglu. 🚨🇹🇷 Mass brawl in Bursaspor-Diyarbekirspor match right now! Crazy scenes. 5 players were shown red cards in total. (🎥 @PanenkaSport) pic.twitter.com/YLwUveADEh— EuroFoot (@eurofootcom) December 20, 2023 Slagsmálin brutust út þegar Bünyamin Yürür skoraði annað mark leiksins á 82. mínútu og tryggði gestaliðinu Diyarbekirspor 2-0 sigur. Hann fagnaði markinu ásamt liðsfélögum sínum beint fyrir framan stuðningsmenn heimaliðsins. Stuðningsmenn reiddust mjög, hrópuðu og kölluðu inn á völlinn en snöggt viðbragð lögreglu gerði þeim erfitt fyrir að beita sér frekar gegn honum. Fjandinn slapp svo laus þegar leikmaður heimaliðsins réðst að Bünyamin Yürür. Þá þurfti lögreglan skyndilega að beita sér á tveimur vígstöðvum, halda áhorfendum í skefjum og stöðva slagsmál leikmannanna. Fleiri leikmenn, þjálfarar og aðdáendur blönduðu sér í málið eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-5WkUbX5AGY">watch on YouTube</a> Burak Taşkınsoy, dómari leiksins, sýndi alls fimm leikmönnum rautt spjald eftir á, þar af þremur leikmönnum Diyarbekirspor. Leikur hófst aftur, rúmum fimmtán mínútum síðar, og lauk 0-2. Leikmenn gengu svo af velli í lögreglufylgd að búningsherbergjum sínum. Eins og áður segir var viku langt hlé gert á öllum deildum í Tyrklandi, eftir að forseti Ankaragucu, Faruk Koca, hljóp inn á völlinn eftir jafntefli við Caykur Rizespor og kýldi dómara leiksins. Ecmel Faik Sarialioglu, forseti Istanbulspor, gerði sér svo einnig ferð niður á völl þegar keppnir hófust aftur í gær og tók leikmenn liðsins út af í mótmælaskyni eftir að dómari leiksins dæmdi ekki vítaspyrnu þeim í vil.
Tyrkneski boltinn Tyrkland Tengdar fréttir Forsetinn fær ævilangt bann Faruk Koca, forseti Ankaragucu, má ekki koma nálægt fótbolta þar sem eftir lifir ævinnar. 15. desember 2023 07:01 Annar skandall í Tyrklandi: Forsetinn dró liðið af velli Í annað sinn á skömmum tíma fór forseti liðs inn á völlinn í leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 20. desember 2023 07:15 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira
Forsetinn fær ævilangt bann Faruk Koca, forseti Ankaragucu, má ekki koma nálægt fótbolta þar sem eftir lifir ævinnar. 15. desember 2023 07:01
Annar skandall í Tyrklandi: Forsetinn dró liðið af velli Í annað sinn á skömmum tíma fór forseti liðs inn á völlinn í leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 20. desember 2023 07:15