Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifa 27. nóvember 2025 13:03 - Áfengistengd dauðsföll eru 5% allra dauðsfalla á heimsvísu Áfengi er engin venjuleg vara. Áfengi hefur víðtæk áhrif á heilsu og er einn af fjórum helstu áhættuþáttum fyrir langvinna sjúkdóma. Ekkert efni sem við innbyrðum tengist jafn mörgum tegundum krabbameins og etanól, sem er í öllum áfengum drykkjum. Þar á meðal eru krabbamein í munni, koki, barkakýli, vélinda (flöguþekju), lifur (lifrarfrumu), ristli og brjóstum. Árið 2020 voru yfir 740.000 ný tilfelli krabbameina (4,1% allra nýrra krabbameina) rakin til áfengisdrykkju (6,1% hjá körlum og 2,0% hjá konum) á heimsvísu. Áfengi eykur einnig líkur á dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma, slysa, og smitsjúkdóma á borð við berkla og alnæmi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur 2,6 milljónir einstaklinga deyja árlega af áfengistengdum orsökum. Sífellt fleiri kjósa því að draga úr áfengisdrykkju eða hætta alveg. Rannsóknir sýna að það að hætta að drekka, eða draga úr drykkju, getur haft margvísleg jákvæð áhrif. Mörg finna fyrir bættri andlegri líðan og aukinni orku þegar þau minnka eða hætta áfengisdrykkju. Svefninn verður betri þar sem áfengi truflar náttúrulegt svefnmynstur og dregur úr endurnærandi svefni. Áfengi hefur áhrif á taugaboðefni heilans og getur þannig valdið sveiflum í skapi, aukið kvíða og þunglyndi og dregið úr einbeitingu og minni. Þekkt er að áfengisdrykkja hefur neikvæð áhrif á hjartað, blóðþrýsting og blóðsykur. Áfengisdrykkja tengist einnig aukinni hættu á sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, skorpulifur og heilablóðfalli. Áfengisdrykkja er ekki aðeins spurning um heilsu þess sem drekkur heldur getur hún einnig haft neikvæð áhrif á aðra, til dæmis aðstandendur og börn viðkomandi. Áfengisdrykkja getur truflað samskipti og jafnvel haft ofbeldishegðun í för með sér. Þannig getur hún haft neikvæð áhrif á fjölskyldulíf og persónuleg tengsl. Orsakir krabbameina eru margar og sumar þess eðlis, t.d. erfðir, að við getum ekki haft á þær nein áhrif. Á hinn bóginn getum við haft áhrif á suma áhættuþætti og þar á meðal er áfengisdrykkja. Engin örugg neðri mörk eru þekkt, þannig að ekki er hægt að fullyrða að áfengisdrykkja undir ákveðnu magni sé hættulaus. Því er öruggasta leiðin til að draga úr líkum á krabbameini að láta áfengi alveg eiga sig. Hvað getum við gert á Íslandi? Hingað til hafa tengsl áfengisdrykkju og krabbameina ekki verið mikið rædd í samfélaginu. Þessu þarf að breyta. Rétt væri að Ísland færi að dæmi Írlands en á næsta ári munu upplýsingar um skaðsemi áfengis og tengsl við krabbamein og aðra sjúkdóma verða birtar á umbúðum áfengra drykkja þar. Þeir sem móta stefnu um heilbrigðismál eru þó alla jafna upplýstir um þessi tengsl. Engu að síður virðast, að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, stefnumótandi aðgerðir vannýttar á heimsvísu til að draga úr áfengisdrykkju og aðgengi að áfengi. Samfélagsleg viðmið og viðhorf ýta fólki oft í gagnstæða átt, þ.e. að meiri drykkju áfengis, þar sem það er tengt hátíðum, afslöppun, félagslífi og jafnvel íþróttastarfi. Þetta þarf að breytast. Bæði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Alþjóðlega krabbameinsrannsóknarstofnunin (IARC) hafa gefið út ítarlegar leiðbeiningar til stjórnvalda og samfélaga um hvernig megi draga úr áfengistengdum krabbameinum með því að setja lýðheilsusjónarmið í forgang. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með eftirfarandi aðgerðum byggðum á SAFER-viðmiðum sínum: Skattlagningu og, þar með, verðhækkun á áfengi. Takmörkunum á aðgengi að áfengi, svo sem með takmörkuðum fjölda útsölustaða, takmörkuðum opnunartíma og ströngu eftirliti með lágmarksaldri kaupenda. Algjöru banni við markaðssetningu áfengis hvort sem það er á samfélagsmiðlum, hefðbundnum auglýsingamiðlum eða á sölustöðum áfengis. Mótvægisaðgerðum gegn ölvunarakstri, svo sem lágt leyfilegt hámarksmagn áfengis í blóði fyrir ökumenn (0,00–0,05%), ströng viðurlög og rík eftirfylgni vegna brota hjá ungum ökumönnum, ásamt handahófskenndum blástursprófum meðal ökumanna. Stuttum inngripum fyrir einstaklinga í áhættuhópum, til dæmis á göngudeildum og bráðamóttökum, ásamt meðferð fyrir fólk með áfengisfíkn og aðgerðum til að fyrirbyggja skaða hjá áhættuhópum. Þessar ráðleggingar eru byggðar á rannsóknum og reynslu fjölmargra þjóða yfir langt tímabil og endurspegla það að stjórnvaldsaðgerðir eru öflugustu verkfærin til að draga úr skaða vegna áfengisnotkunar. Ísland getur nýtt sér leiðbeiningar WHO og IARC til að þróa heildstæða stefnu og fylgja henni eftir. Á Íslandi er sterkur lagarammi um einkasölu ríkis á áfengi. Þetta er fyrirkomulag sem löngum hefur verið fyrirmynd annarra þjóða og alþjóðastofnana. Heilbrigðisráðuneytið vinnur nú að mótun stefnu í áfengis- og vímuvörnum enda er skýr og heildstæð stefna einn hornsteina árangurs í þessum málaflokki. Án efa verða leiðbeiningar WHO og IARC þar í fyrirrúmi þar sem lögð er áhersla á að takmarka aðgengi, auka þekkingu og tryggja að almenningur hafi aðgang að réttum upplýsingum og stuðningi við að draga úr áfengisdrykkju. Nauðsynlegt er að efla vitund almennings um áfengi sem mikilvægan áhættuþátt fyrir krabbameinum. Jafnframt þarf að leggja áherslu á að engin örugg neðri mörk eru þekkt og jafnvel lítil notkun áfengis getur aukið áhættu á krabbameinum. Í ljósi alls þessa hvetur embætti landlæknis stjórnvöld, sveitarfélög og íþróttahreyfinguna til að sameinast um að vernda lýðheilsu landsmanna, ekki síst barna og ungmenna, með því að takmarka aðgengi að áfengi og verja einkasölu ríkisins á áfengi. Núna, þegar áhlaup er gert að forvörnum með kröfu um aukið aðgengi að áfengi, er þörf á að setja velferð barna og ungmenna og lýðheilsu almennt í forgang. María Heimisdóttir landlæknirDóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá embætti landlæknis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Heimisdóttir Embætti landlæknis Áfengi Börn og uppeldi Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
- Áfengistengd dauðsföll eru 5% allra dauðsfalla á heimsvísu Áfengi er engin venjuleg vara. Áfengi hefur víðtæk áhrif á heilsu og er einn af fjórum helstu áhættuþáttum fyrir langvinna sjúkdóma. Ekkert efni sem við innbyrðum tengist jafn mörgum tegundum krabbameins og etanól, sem er í öllum áfengum drykkjum. Þar á meðal eru krabbamein í munni, koki, barkakýli, vélinda (flöguþekju), lifur (lifrarfrumu), ristli og brjóstum. Árið 2020 voru yfir 740.000 ný tilfelli krabbameina (4,1% allra nýrra krabbameina) rakin til áfengisdrykkju (6,1% hjá körlum og 2,0% hjá konum) á heimsvísu. Áfengi eykur einnig líkur á dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma, slysa, og smitsjúkdóma á borð við berkla og alnæmi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur 2,6 milljónir einstaklinga deyja árlega af áfengistengdum orsökum. Sífellt fleiri kjósa því að draga úr áfengisdrykkju eða hætta alveg. Rannsóknir sýna að það að hætta að drekka, eða draga úr drykkju, getur haft margvísleg jákvæð áhrif. Mörg finna fyrir bættri andlegri líðan og aukinni orku þegar þau minnka eða hætta áfengisdrykkju. Svefninn verður betri þar sem áfengi truflar náttúrulegt svefnmynstur og dregur úr endurnærandi svefni. Áfengi hefur áhrif á taugaboðefni heilans og getur þannig valdið sveiflum í skapi, aukið kvíða og þunglyndi og dregið úr einbeitingu og minni. Þekkt er að áfengisdrykkja hefur neikvæð áhrif á hjartað, blóðþrýsting og blóðsykur. Áfengisdrykkja tengist einnig aukinni hættu á sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, skorpulifur og heilablóðfalli. Áfengisdrykkja er ekki aðeins spurning um heilsu þess sem drekkur heldur getur hún einnig haft neikvæð áhrif á aðra, til dæmis aðstandendur og börn viðkomandi. Áfengisdrykkja getur truflað samskipti og jafnvel haft ofbeldishegðun í för með sér. Þannig getur hún haft neikvæð áhrif á fjölskyldulíf og persónuleg tengsl. Orsakir krabbameina eru margar og sumar þess eðlis, t.d. erfðir, að við getum ekki haft á þær nein áhrif. Á hinn bóginn getum við haft áhrif á suma áhættuþætti og þar á meðal er áfengisdrykkja. Engin örugg neðri mörk eru þekkt, þannig að ekki er hægt að fullyrða að áfengisdrykkja undir ákveðnu magni sé hættulaus. Því er öruggasta leiðin til að draga úr líkum á krabbameini að láta áfengi alveg eiga sig. Hvað getum við gert á Íslandi? Hingað til hafa tengsl áfengisdrykkju og krabbameina ekki verið mikið rædd í samfélaginu. Þessu þarf að breyta. Rétt væri að Ísland færi að dæmi Írlands en á næsta ári munu upplýsingar um skaðsemi áfengis og tengsl við krabbamein og aðra sjúkdóma verða birtar á umbúðum áfengra drykkja þar. Þeir sem móta stefnu um heilbrigðismál eru þó alla jafna upplýstir um þessi tengsl. Engu að síður virðast, að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, stefnumótandi aðgerðir vannýttar á heimsvísu til að draga úr áfengisdrykkju og aðgengi að áfengi. Samfélagsleg viðmið og viðhorf ýta fólki oft í gagnstæða átt, þ.e. að meiri drykkju áfengis, þar sem það er tengt hátíðum, afslöppun, félagslífi og jafnvel íþróttastarfi. Þetta þarf að breytast. Bæði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Alþjóðlega krabbameinsrannsóknarstofnunin (IARC) hafa gefið út ítarlegar leiðbeiningar til stjórnvalda og samfélaga um hvernig megi draga úr áfengistengdum krabbameinum með því að setja lýðheilsusjónarmið í forgang. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með eftirfarandi aðgerðum byggðum á SAFER-viðmiðum sínum: Skattlagningu og, þar með, verðhækkun á áfengi. Takmörkunum á aðgengi að áfengi, svo sem með takmörkuðum fjölda útsölustaða, takmörkuðum opnunartíma og ströngu eftirliti með lágmarksaldri kaupenda. Algjöru banni við markaðssetningu áfengis hvort sem það er á samfélagsmiðlum, hefðbundnum auglýsingamiðlum eða á sölustöðum áfengis. Mótvægisaðgerðum gegn ölvunarakstri, svo sem lágt leyfilegt hámarksmagn áfengis í blóði fyrir ökumenn (0,00–0,05%), ströng viðurlög og rík eftirfylgni vegna brota hjá ungum ökumönnum, ásamt handahófskenndum blástursprófum meðal ökumanna. Stuttum inngripum fyrir einstaklinga í áhættuhópum, til dæmis á göngudeildum og bráðamóttökum, ásamt meðferð fyrir fólk með áfengisfíkn og aðgerðum til að fyrirbyggja skaða hjá áhættuhópum. Þessar ráðleggingar eru byggðar á rannsóknum og reynslu fjölmargra þjóða yfir langt tímabil og endurspegla það að stjórnvaldsaðgerðir eru öflugustu verkfærin til að draga úr skaða vegna áfengisnotkunar. Ísland getur nýtt sér leiðbeiningar WHO og IARC til að þróa heildstæða stefnu og fylgja henni eftir. Á Íslandi er sterkur lagarammi um einkasölu ríkis á áfengi. Þetta er fyrirkomulag sem löngum hefur verið fyrirmynd annarra þjóða og alþjóðastofnana. Heilbrigðisráðuneytið vinnur nú að mótun stefnu í áfengis- og vímuvörnum enda er skýr og heildstæð stefna einn hornsteina árangurs í þessum málaflokki. Án efa verða leiðbeiningar WHO og IARC þar í fyrirrúmi þar sem lögð er áhersla á að takmarka aðgengi, auka þekkingu og tryggja að almenningur hafi aðgang að réttum upplýsingum og stuðningi við að draga úr áfengisdrykkju. Nauðsynlegt er að efla vitund almennings um áfengi sem mikilvægan áhættuþátt fyrir krabbameinum. Jafnframt þarf að leggja áherslu á að engin örugg neðri mörk eru þekkt og jafnvel lítil notkun áfengis getur aukið áhættu á krabbameinum. Í ljósi alls þessa hvetur embætti landlæknis stjórnvöld, sveitarfélög og íþróttahreyfinguna til að sameinast um að vernda lýðheilsu landsmanna, ekki síst barna og ungmenna, með því að takmarka aðgengi að áfengi og verja einkasölu ríkisins á áfengi. Núna, þegar áhlaup er gert að forvörnum með kröfu um aukið aðgengi að áfengi, er þörf á að setja velferð barna og ungmenna og lýðheilsu almennt í forgang. María Heimisdóttir landlæknirDóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá embætti landlæknis
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar