Sögðu þungunina ekki ógna lífi móðurinnar nóg Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2023 09:50 Áður en hæstiréttur Texas opinberaði úrskurð sinn fór Cate Kox í annað ríki Bandaríkjanna til að fara í þungunarrof. Lögmenn hennar segja heilsu hennar hafa farið versnandi. AP Hæstiréttur Texas komst að þeirri niðurstöðu í gær að hin 31 árs gamla Kate Cox megi ekki fara í þungunarrof, þó fóstri hennar sé ekki hugað líf. Þar með sneri dómstóllinn niðurstöðu neðra dómstigs í ríkinu sem sagði hana mega það eftir að fóstur hennar greindist með banvænan kvilla. Cox, sem á tvö börn fyrir, höfðaði mál fyrir viku eftir að hún komst að því að fóstur hennar hefði greinst með þrístæðu 18, en þá greinast þrír litningar þar sem ættu að vera tveir af litningapari 18. AP fréttaveitan segir talið að Cox sé fyrsta konan í Bandaríkjunum til að biðja dómstóla um leyfi til þungunarrofs eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi rétt kvenna í Bandaríkjunum til þungunarrofs. Það var í fyrra en eftir þá ákvörðun settu stjórnmálamenn í Texas á einhver ströngustu lög landsins um þungunarrof. Konum varð óheimilt að fara í þungunarrof um leið og hægt er að greina hjartslátt fóstursins, sem gerist iðulega eftir um sex vikna meðgöngu og í mörgum tilfellum áður en konur vita að þær séu óléttar. Litlar undanþágur í lögum Samkvæmt núgildandi lögum Texas standa læknar frammi fyrir mögulegu lífstíðarfangelsi fyrir að framkvæma þungunarrof. Litlar sem engar undanþágur eru í lögum Texas en þær snúast um það þegar líf móðurinnar er í hættu. Lögmenn Cox sögðu að hún hefði þurft að gangast keisaraskurð þegar hún eignaðist börn sín tvö og að full meðganga að þessu sinni ógnaði heilsu hennar og getu til að ganga með annað barn í framtíðinni. Dómari komst að þeirri niðurstöðu síðasta fimmtudag að Cox mætti gangast þungunarrof og að ekki mætti refsa henni, maka hennar eða lækninum sem framkvæmdi aðgerðina. Ken Paxton, umdeildur ríkissaksóknari Texas, krafðist þess í kjölfarið að hæstiréttur ríkisins úrskurðaði um málið og hefur hann nú komist að áðurnefndri niðurstöðu. Áður en hann bað hæstarétt um að úrskurða í málinu hafði Paxton sent bréf á sjúkrahús í Texas og sagt að hann myndi lögsækja sjúkrahúsin og lækna ef Cox færi í þungunarrof þar. Ekki næg ógn til að gilda sem undanþága Í úrskurði dómstólsins segir að enginn deili um það að þungun Cox hafi verið „gífurlega flókin“. Allir foreldrar yrðu miður sín kæmust þeir að því að ófætt barn þeirra greindist með þrístæðu 18. Hæstaréttardómararnir skrifuðu þó að „sumir erfiðleikar við óléttu og það jafnvel alvarlegir erfiðleikar, ógnuðu heilsu móðurinnar ekki nægilega“ til að falla undir undanþáguákvæði laga Texas. Í frétt Texas Tribune segir að í millitíðinni hafi ástand Cox versnað verulega og að hún hafi nokkrum sinnum verið flutt á bráðamóttöku. Áður en hæstiréttur opinberaði úrskurð sinn í gær höfðu lögmenn hennar því tilkynnt að hún yrði flutt til annars ríkis Bandaríkjanna þar sem hún myndi fara í þungunarrof. Víðsvegar í Texas er unnið að breytingum á reglum og lögum svo hægt sé að lögsækja fólk fyrir að fara í annað ríki til að fara í þungunarrof. Miðillinn hefur eftir Nancy North, forseta samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs, að undanfarin vika hafi verið helvíti líkust fyrir Cox. Samtökin hjálpuðu henni við lögsóknina. „Heilsa hennar er í húfi. Þetta er ástæðan fyrir því að dómarar og stjórnmálamenn eiga ekki að taka heilbrigðisákvarðanir fyrir óléttar konur. Þeir eru ekki læknar.“ Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Cox, sem á tvö börn fyrir, höfðaði mál fyrir viku eftir að hún komst að því að fóstur hennar hefði greinst með þrístæðu 18, en þá greinast þrír litningar þar sem ættu að vera tveir af litningapari 18. AP fréttaveitan segir talið að Cox sé fyrsta konan í Bandaríkjunum til að biðja dómstóla um leyfi til þungunarrofs eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi rétt kvenna í Bandaríkjunum til þungunarrofs. Það var í fyrra en eftir þá ákvörðun settu stjórnmálamenn í Texas á einhver ströngustu lög landsins um þungunarrof. Konum varð óheimilt að fara í þungunarrof um leið og hægt er að greina hjartslátt fóstursins, sem gerist iðulega eftir um sex vikna meðgöngu og í mörgum tilfellum áður en konur vita að þær séu óléttar. Litlar undanþágur í lögum Samkvæmt núgildandi lögum Texas standa læknar frammi fyrir mögulegu lífstíðarfangelsi fyrir að framkvæma þungunarrof. Litlar sem engar undanþágur eru í lögum Texas en þær snúast um það þegar líf móðurinnar er í hættu. Lögmenn Cox sögðu að hún hefði þurft að gangast keisaraskurð þegar hún eignaðist börn sín tvö og að full meðganga að þessu sinni ógnaði heilsu hennar og getu til að ganga með annað barn í framtíðinni. Dómari komst að þeirri niðurstöðu síðasta fimmtudag að Cox mætti gangast þungunarrof og að ekki mætti refsa henni, maka hennar eða lækninum sem framkvæmdi aðgerðina. Ken Paxton, umdeildur ríkissaksóknari Texas, krafðist þess í kjölfarið að hæstiréttur ríkisins úrskurðaði um málið og hefur hann nú komist að áðurnefndri niðurstöðu. Áður en hann bað hæstarétt um að úrskurða í málinu hafði Paxton sent bréf á sjúkrahús í Texas og sagt að hann myndi lögsækja sjúkrahúsin og lækna ef Cox færi í þungunarrof þar. Ekki næg ógn til að gilda sem undanþága Í úrskurði dómstólsins segir að enginn deili um það að þungun Cox hafi verið „gífurlega flókin“. Allir foreldrar yrðu miður sín kæmust þeir að því að ófætt barn þeirra greindist með þrístæðu 18. Hæstaréttardómararnir skrifuðu þó að „sumir erfiðleikar við óléttu og það jafnvel alvarlegir erfiðleikar, ógnuðu heilsu móðurinnar ekki nægilega“ til að falla undir undanþáguákvæði laga Texas. Í frétt Texas Tribune segir að í millitíðinni hafi ástand Cox versnað verulega og að hún hafi nokkrum sinnum verið flutt á bráðamóttöku. Áður en hæstiréttur opinberaði úrskurð sinn í gær höfðu lögmenn hennar því tilkynnt að hún yrði flutt til annars ríkis Bandaríkjanna þar sem hún myndi fara í þungunarrof. Víðsvegar í Texas er unnið að breytingum á reglum og lögum svo hægt sé að lögsækja fólk fyrir að fara í annað ríki til að fara í þungunarrof. Miðillinn hefur eftir Nancy North, forseta samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs, að undanfarin vika hafi verið helvíti líkust fyrir Cox. Samtökin hjálpuðu henni við lögsóknina. „Heilsa hennar er í húfi. Þetta er ástæðan fyrir því að dómarar og stjórnmálamenn eiga ekki að taka heilbrigðisákvarðanir fyrir óléttar konur. Þeir eru ekki læknar.“
Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira