Veldu óþægindi fram yfir gremju eða eftirsjá Ingrid Kuhlman skrifar 12. desember 2023 08:01 Við höfum oft tilhneigingu til að forðast óþægindi, t.d. með því að fresta erfiðu samtali, setja ekki mörk í samskiptum, veigra okkur við að biðja um aðstoð, ýta vandamáli á undan okkur eða leggja ekki á okkur aukavinnu til að komast skrefi nær því sem við viljum fá út úr lífinu. Það sem við gleymum er að með því að forðast skammtíma óþægindi eigum við á hættu að upplifa vanlíðan síðar, oftast í formi gremju í garð annarra eða eftirsjá. Þó að það geti verið krefjandi að takast á við óþægileg mál getur það leitt til hraðari úrlausnar, minna tilfinningalegs umróts og aukins persónulegs þroska. Að taka á málum opinskátt og heiðarlega getur auk þess leitt til heilbrigðari samskipta við vini, fjölskyldu og samstarfsmenn. Þetta snýst um að takast á við vandamál af ákveðni frekar en að leyfa neikvæðum tilfinningum að krauma og mögulega valda meiri skaða þegar til lengdar lætur. Gott er að spyrja sig eftirfarandi spurninga: Hvaða skammtíma óþægindi hef ég verið að forðast? Hef ég t.d. forðast að taka erfiða umræðu við samstarfsmann eða maka vegna ótta við átök eða óþægindi? Tjáði ég ekki raunverulegar tilfinningar mínar eða stóð ég ekki með sjálfum mér þegar einhver fór yfir mörk mín? Ákvað ég að fresta læknisheimsókn, sleppa æfingu eða því að borða hollari mat? Forðaðist ég að gera fjárhagsáætlun eða fylgjast með eyðslunni? Held ég mig of mikið í þægindarammanum? Var það þess virði? Á hvaða hátt olli það meiri óþægindum í framhaldinu? Leiddi það til misskilnings, gremju eða aukinnar streitu? Missti ég mögulega af tækifæri til að þroskast persónulega eða faglega? Leiddi ákvörðun mín um að forðast óþægindi til versnandi heilsufars eða fjárhagslegra vandræða? Hvernig væri líf mitt betra ef ég myndi velja skammtímaóþægindi NÚNA fram yfir gremju og eftirsjá síðar? Að taka á vandamálum þegar þau koma upp, jafnvel þó að það sé óþægilegt, getur leitt til traustari og opnari samskipti við fólkið í kringum okkur. Að takast á við áskoranir og stíga út fyrir þægindaramann stuðlar einnig að auknum persónulegum þroska. Í hvert skipti sem við stöndum frammi fyrir áskorun eða óþægindum og komumst í gegnum þau byggjum við upp sjálfsvirðingu og sjálfstraust. Auk þess styrkir það ákvörðunartökuhæfileikana að taka erfiðar og óþægilegar ákvarðanir þar sem við verðum betri í að meta valkosti og íhuga langtímaafleiðingar. Að stíga út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt getur leitt til nýrrar upplifunar og auðugra lífs. Þú gætir uppgötvað ástríður og áhugamál sem þú vissir ekki að þú hefðir. Hvaða skref gæti ég tekið í dag til að horfast í augu við það sem ég hef verið að forðast? Til að gera jákvæðar breytingar er gott að byrja á því að hugsa um og skrifa niður hvað þú hefur verið að forðast. Það getur verið samtal, verkefni eða það að horfast í auga við ákveðinn ótta. Að skrifa það niður getur gert það áþreifanlegra og viðráðanlegra. Brjóttu það sem þú ert að forðast niður í smærri, viðráðanlegri verkefni. Taktu síðan eitt lítið skref í átt að markmiðinu á hverjum degi, t.d. með því að semja svar, mæta á stutta æfingu eða hringja símtal. Leitaðu aðstoðar hjá vini, fjölskyldumeðlimi eða sérfræðingi. Sjáðu fyrir þér árangurinn því jákvæð sjónmynd getur aukið sjálfstraustið. Gefðu þér hæfilegan frest til að klára verkefnið eða stíga stórt skref í áttina að því. Sýndu sveigjanleika og þolinmæði og vertu reiðubúin(n) að aðlaga nálgun þína ef þörf krefur. Minntu þig á þann árangur sem þú náðir í fortíðinni. Í meginatriðum getur það að horfast í augu við skammtíma óþægindi lagt grunninn að innihaldsríkara og farsælla lífi. Mundu að lykillinn er að byrja smátt. Hvert lítið skref er sigur og byggir upp skriðþunga í átt að þeim stærri. Með tímanum geta þessi skref leitt til verulegra breytinga og meiri stjórnar á eigin lífi. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Við höfum oft tilhneigingu til að forðast óþægindi, t.d. með því að fresta erfiðu samtali, setja ekki mörk í samskiptum, veigra okkur við að biðja um aðstoð, ýta vandamáli á undan okkur eða leggja ekki á okkur aukavinnu til að komast skrefi nær því sem við viljum fá út úr lífinu. Það sem við gleymum er að með því að forðast skammtíma óþægindi eigum við á hættu að upplifa vanlíðan síðar, oftast í formi gremju í garð annarra eða eftirsjá. Þó að það geti verið krefjandi að takast á við óþægileg mál getur það leitt til hraðari úrlausnar, minna tilfinningalegs umróts og aukins persónulegs þroska. Að taka á málum opinskátt og heiðarlega getur auk þess leitt til heilbrigðari samskipta við vini, fjölskyldu og samstarfsmenn. Þetta snýst um að takast á við vandamál af ákveðni frekar en að leyfa neikvæðum tilfinningum að krauma og mögulega valda meiri skaða þegar til lengdar lætur. Gott er að spyrja sig eftirfarandi spurninga: Hvaða skammtíma óþægindi hef ég verið að forðast? Hef ég t.d. forðast að taka erfiða umræðu við samstarfsmann eða maka vegna ótta við átök eða óþægindi? Tjáði ég ekki raunverulegar tilfinningar mínar eða stóð ég ekki með sjálfum mér þegar einhver fór yfir mörk mín? Ákvað ég að fresta læknisheimsókn, sleppa æfingu eða því að borða hollari mat? Forðaðist ég að gera fjárhagsáætlun eða fylgjast með eyðslunni? Held ég mig of mikið í þægindarammanum? Var það þess virði? Á hvaða hátt olli það meiri óþægindum í framhaldinu? Leiddi það til misskilnings, gremju eða aukinnar streitu? Missti ég mögulega af tækifæri til að þroskast persónulega eða faglega? Leiddi ákvörðun mín um að forðast óþægindi til versnandi heilsufars eða fjárhagslegra vandræða? Hvernig væri líf mitt betra ef ég myndi velja skammtímaóþægindi NÚNA fram yfir gremju og eftirsjá síðar? Að taka á vandamálum þegar þau koma upp, jafnvel þó að það sé óþægilegt, getur leitt til traustari og opnari samskipti við fólkið í kringum okkur. Að takast á við áskoranir og stíga út fyrir þægindaramann stuðlar einnig að auknum persónulegum þroska. Í hvert skipti sem við stöndum frammi fyrir áskorun eða óþægindum og komumst í gegnum þau byggjum við upp sjálfsvirðingu og sjálfstraust. Auk þess styrkir það ákvörðunartökuhæfileikana að taka erfiðar og óþægilegar ákvarðanir þar sem við verðum betri í að meta valkosti og íhuga langtímaafleiðingar. Að stíga út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt getur leitt til nýrrar upplifunar og auðugra lífs. Þú gætir uppgötvað ástríður og áhugamál sem þú vissir ekki að þú hefðir. Hvaða skref gæti ég tekið í dag til að horfast í augu við það sem ég hef verið að forðast? Til að gera jákvæðar breytingar er gott að byrja á því að hugsa um og skrifa niður hvað þú hefur verið að forðast. Það getur verið samtal, verkefni eða það að horfast í auga við ákveðinn ótta. Að skrifa það niður getur gert það áþreifanlegra og viðráðanlegra. Brjóttu það sem þú ert að forðast niður í smærri, viðráðanlegri verkefni. Taktu síðan eitt lítið skref í átt að markmiðinu á hverjum degi, t.d. með því að semja svar, mæta á stutta æfingu eða hringja símtal. Leitaðu aðstoðar hjá vini, fjölskyldumeðlimi eða sérfræðingi. Sjáðu fyrir þér árangurinn því jákvæð sjónmynd getur aukið sjálfstraustið. Gefðu þér hæfilegan frest til að klára verkefnið eða stíga stórt skref í áttina að því. Sýndu sveigjanleika og þolinmæði og vertu reiðubúin(n) að aðlaga nálgun þína ef þörf krefur. Minntu þig á þann árangur sem þú náðir í fortíðinni. Í meginatriðum getur það að horfast í augu við skammtíma óþægindi lagt grunninn að innihaldsríkara og farsælla lífi. Mundu að lykillinn er að byrja smátt. Hvert lítið skref er sigur og byggir upp skriðþunga í átt að þeim stærri. Með tímanum geta þessi skref leitt til verulegra breytinga og meiri stjórnar á eigin lífi. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun