Veldu óþægindi fram yfir gremju eða eftirsjá Ingrid Kuhlman skrifar 12. desember 2023 08:01 Við höfum oft tilhneigingu til að forðast óþægindi, t.d. með því að fresta erfiðu samtali, setja ekki mörk í samskiptum, veigra okkur við að biðja um aðstoð, ýta vandamáli á undan okkur eða leggja ekki á okkur aukavinnu til að komast skrefi nær því sem við viljum fá út úr lífinu. Það sem við gleymum er að með því að forðast skammtíma óþægindi eigum við á hættu að upplifa vanlíðan síðar, oftast í formi gremju í garð annarra eða eftirsjá. Þó að það geti verið krefjandi að takast á við óþægileg mál getur það leitt til hraðari úrlausnar, minna tilfinningalegs umróts og aukins persónulegs þroska. Að taka á málum opinskátt og heiðarlega getur auk þess leitt til heilbrigðari samskipta við vini, fjölskyldu og samstarfsmenn. Þetta snýst um að takast á við vandamál af ákveðni frekar en að leyfa neikvæðum tilfinningum að krauma og mögulega valda meiri skaða þegar til lengdar lætur. Gott er að spyrja sig eftirfarandi spurninga: Hvaða skammtíma óþægindi hef ég verið að forðast? Hef ég t.d. forðast að taka erfiða umræðu við samstarfsmann eða maka vegna ótta við átök eða óþægindi? Tjáði ég ekki raunverulegar tilfinningar mínar eða stóð ég ekki með sjálfum mér þegar einhver fór yfir mörk mín? Ákvað ég að fresta læknisheimsókn, sleppa æfingu eða því að borða hollari mat? Forðaðist ég að gera fjárhagsáætlun eða fylgjast með eyðslunni? Held ég mig of mikið í þægindarammanum? Var það þess virði? Á hvaða hátt olli það meiri óþægindum í framhaldinu? Leiddi það til misskilnings, gremju eða aukinnar streitu? Missti ég mögulega af tækifæri til að þroskast persónulega eða faglega? Leiddi ákvörðun mín um að forðast óþægindi til versnandi heilsufars eða fjárhagslegra vandræða? Hvernig væri líf mitt betra ef ég myndi velja skammtímaóþægindi NÚNA fram yfir gremju og eftirsjá síðar? Að taka á vandamálum þegar þau koma upp, jafnvel þó að það sé óþægilegt, getur leitt til traustari og opnari samskipti við fólkið í kringum okkur. Að takast á við áskoranir og stíga út fyrir þægindaramann stuðlar einnig að auknum persónulegum þroska. Í hvert skipti sem við stöndum frammi fyrir áskorun eða óþægindum og komumst í gegnum þau byggjum við upp sjálfsvirðingu og sjálfstraust. Auk þess styrkir það ákvörðunartökuhæfileikana að taka erfiðar og óþægilegar ákvarðanir þar sem við verðum betri í að meta valkosti og íhuga langtímaafleiðingar. Að stíga út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt getur leitt til nýrrar upplifunar og auðugra lífs. Þú gætir uppgötvað ástríður og áhugamál sem þú vissir ekki að þú hefðir. Hvaða skref gæti ég tekið í dag til að horfast í augu við það sem ég hef verið að forðast? Til að gera jákvæðar breytingar er gott að byrja á því að hugsa um og skrifa niður hvað þú hefur verið að forðast. Það getur verið samtal, verkefni eða það að horfast í auga við ákveðinn ótta. Að skrifa það niður getur gert það áþreifanlegra og viðráðanlegra. Brjóttu það sem þú ert að forðast niður í smærri, viðráðanlegri verkefni. Taktu síðan eitt lítið skref í átt að markmiðinu á hverjum degi, t.d. með því að semja svar, mæta á stutta æfingu eða hringja símtal. Leitaðu aðstoðar hjá vini, fjölskyldumeðlimi eða sérfræðingi. Sjáðu fyrir þér árangurinn því jákvæð sjónmynd getur aukið sjálfstraustið. Gefðu þér hæfilegan frest til að klára verkefnið eða stíga stórt skref í áttina að því. Sýndu sveigjanleika og þolinmæði og vertu reiðubúin(n) að aðlaga nálgun þína ef þörf krefur. Minntu þig á þann árangur sem þú náðir í fortíðinni. Í meginatriðum getur það að horfast í augu við skammtíma óþægindi lagt grunninn að innihaldsríkara og farsælla lífi. Mundu að lykillinn er að byrja smátt. Hvert lítið skref er sigur og byggir upp skriðþunga í átt að þeim stærri. Með tímanum geta þessi skref leitt til verulegra breytinga og meiri stjórnar á eigin lífi. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Við höfum oft tilhneigingu til að forðast óþægindi, t.d. með því að fresta erfiðu samtali, setja ekki mörk í samskiptum, veigra okkur við að biðja um aðstoð, ýta vandamáli á undan okkur eða leggja ekki á okkur aukavinnu til að komast skrefi nær því sem við viljum fá út úr lífinu. Það sem við gleymum er að með því að forðast skammtíma óþægindi eigum við á hættu að upplifa vanlíðan síðar, oftast í formi gremju í garð annarra eða eftirsjá. Þó að það geti verið krefjandi að takast á við óþægileg mál getur það leitt til hraðari úrlausnar, minna tilfinningalegs umróts og aukins persónulegs þroska. Að taka á málum opinskátt og heiðarlega getur auk þess leitt til heilbrigðari samskipta við vini, fjölskyldu og samstarfsmenn. Þetta snýst um að takast á við vandamál af ákveðni frekar en að leyfa neikvæðum tilfinningum að krauma og mögulega valda meiri skaða þegar til lengdar lætur. Gott er að spyrja sig eftirfarandi spurninga: Hvaða skammtíma óþægindi hef ég verið að forðast? Hef ég t.d. forðast að taka erfiða umræðu við samstarfsmann eða maka vegna ótta við átök eða óþægindi? Tjáði ég ekki raunverulegar tilfinningar mínar eða stóð ég ekki með sjálfum mér þegar einhver fór yfir mörk mín? Ákvað ég að fresta læknisheimsókn, sleppa æfingu eða því að borða hollari mat? Forðaðist ég að gera fjárhagsáætlun eða fylgjast með eyðslunni? Held ég mig of mikið í þægindarammanum? Var það þess virði? Á hvaða hátt olli það meiri óþægindum í framhaldinu? Leiddi það til misskilnings, gremju eða aukinnar streitu? Missti ég mögulega af tækifæri til að þroskast persónulega eða faglega? Leiddi ákvörðun mín um að forðast óþægindi til versnandi heilsufars eða fjárhagslegra vandræða? Hvernig væri líf mitt betra ef ég myndi velja skammtímaóþægindi NÚNA fram yfir gremju og eftirsjá síðar? Að taka á vandamálum þegar þau koma upp, jafnvel þó að það sé óþægilegt, getur leitt til traustari og opnari samskipti við fólkið í kringum okkur. Að takast á við áskoranir og stíga út fyrir þægindaramann stuðlar einnig að auknum persónulegum þroska. Í hvert skipti sem við stöndum frammi fyrir áskorun eða óþægindum og komumst í gegnum þau byggjum við upp sjálfsvirðingu og sjálfstraust. Auk þess styrkir það ákvörðunartökuhæfileikana að taka erfiðar og óþægilegar ákvarðanir þar sem við verðum betri í að meta valkosti og íhuga langtímaafleiðingar. Að stíga út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt getur leitt til nýrrar upplifunar og auðugra lífs. Þú gætir uppgötvað ástríður og áhugamál sem þú vissir ekki að þú hefðir. Hvaða skref gæti ég tekið í dag til að horfast í augu við það sem ég hef verið að forðast? Til að gera jákvæðar breytingar er gott að byrja á því að hugsa um og skrifa niður hvað þú hefur verið að forðast. Það getur verið samtal, verkefni eða það að horfast í auga við ákveðinn ótta. Að skrifa það niður getur gert það áþreifanlegra og viðráðanlegra. Brjóttu það sem þú ert að forðast niður í smærri, viðráðanlegri verkefni. Taktu síðan eitt lítið skref í átt að markmiðinu á hverjum degi, t.d. með því að semja svar, mæta á stutta æfingu eða hringja símtal. Leitaðu aðstoðar hjá vini, fjölskyldumeðlimi eða sérfræðingi. Sjáðu fyrir þér árangurinn því jákvæð sjónmynd getur aukið sjálfstraustið. Gefðu þér hæfilegan frest til að klára verkefnið eða stíga stórt skref í áttina að því. Sýndu sveigjanleika og þolinmæði og vertu reiðubúin(n) að aðlaga nálgun þína ef þörf krefur. Minntu þig á þann árangur sem þú náðir í fortíðinni. Í meginatriðum getur það að horfast í augu við skammtíma óþægindi lagt grunninn að innihaldsríkara og farsælla lífi. Mundu að lykillinn er að byrja smátt. Hvert lítið skref er sigur og byggir upp skriðþunga í átt að þeim stærri. Með tímanum geta þessi skref leitt til verulegra breytinga og meiri stjórnar á eigin lífi. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun