Veldu óþægindi fram yfir gremju eða eftirsjá Ingrid Kuhlman skrifar 12. desember 2023 08:01 Við höfum oft tilhneigingu til að forðast óþægindi, t.d. með því að fresta erfiðu samtali, setja ekki mörk í samskiptum, veigra okkur við að biðja um aðstoð, ýta vandamáli á undan okkur eða leggja ekki á okkur aukavinnu til að komast skrefi nær því sem við viljum fá út úr lífinu. Það sem við gleymum er að með því að forðast skammtíma óþægindi eigum við á hættu að upplifa vanlíðan síðar, oftast í formi gremju í garð annarra eða eftirsjá. Þó að það geti verið krefjandi að takast á við óþægileg mál getur það leitt til hraðari úrlausnar, minna tilfinningalegs umróts og aukins persónulegs þroska. Að taka á málum opinskátt og heiðarlega getur auk þess leitt til heilbrigðari samskipta við vini, fjölskyldu og samstarfsmenn. Þetta snýst um að takast á við vandamál af ákveðni frekar en að leyfa neikvæðum tilfinningum að krauma og mögulega valda meiri skaða þegar til lengdar lætur. Gott er að spyrja sig eftirfarandi spurninga: Hvaða skammtíma óþægindi hef ég verið að forðast? Hef ég t.d. forðast að taka erfiða umræðu við samstarfsmann eða maka vegna ótta við átök eða óþægindi? Tjáði ég ekki raunverulegar tilfinningar mínar eða stóð ég ekki með sjálfum mér þegar einhver fór yfir mörk mín? Ákvað ég að fresta læknisheimsókn, sleppa æfingu eða því að borða hollari mat? Forðaðist ég að gera fjárhagsáætlun eða fylgjast með eyðslunni? Held ég mig of mikið í þægindarammanum? Var það þess virði? Á hvaða hátt olli það meiri óþægindum í framhaldinu? Leiddi það til misskilnings, gremju eða aukinnar streitu? Missti ég mögulega af tækifæri til að þroskast persónulega eða faglega? Leiddi ákvörðun mín um að forðast óþægindi til versnandi heilsufars eða fjárhagslegra vandræða? Hvernig væri líf mitt betra ef ég myndi velja skammtímaóþægindi NÚNA fram yfir gremju og eftirsjá síðar? Að taka á vandamálum þegar þau koma upp, jafnvel þó að það sé óþægilegt, getur leitt til traustari og opnari samskipti við fólkið í kringum okkur. Að takast á við áskoranir og stíga út fyrir þægindaramann stuðlar einnig að auknum persónulegum þroska. Í hvert skipti sem við stöndum frammi fyrir áskorun eða óþægindum og komumst í gegnum þau byggjum við upp sjálfsvirðingu og sjálfstraust. Auk þess styrkir það ákvörðunartökuhæfileikana að taka erfiðar og óþægilegar ákvarðanir þar sem við verðum betri í að meta valkosti og íhuga langtímaafleiðingar. Að stíga út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt getur leitt til nýrrar upplifunar og auðugra lífs. Þú gætir uppgötvað ástríður og áhugamál sem þú vissir ekki að þú hefðir. Hvaða skref gæti ég tekið í dag til að horfast í augu við það sem ég hef verið að forðast? Til að gera jákvæðar breytingar er gott að byrja á því að hugsa um og skrifa niður hvað þú hefur verið að forðast. Það getur verið samtal, verkefni eða það að horfast í auga við ákveðinn ótta. Að skrifa það niður getur gert það áþreifanlegra og viðráðanlegra. Brjóttu það sem þú ert að forðast niður í smærri, viðráðanlegri verkefni. Taktu síðan eitt lítið skref í átt að markmiðinu á hverjum degi, t.d. með því að semja svar, mæta á stutta æfingu eða hringja símtal. Leitaðu aðstoðar hjá vini, fjölskyldumeðlimi eða sérfræðingi. Sjáðu fyrir þér árangurinn því jákvæð sjónmynd getur aukið sjálfstraustið. Gefðu þér hæfilegan frest til að klára verkefnið eða stíga stórt skref í áttina að því. Sýndu sveigjanleika og þolinmæði og vertu reiðubúin(n) að aðlaga nálgun þína ef þörf krefur. Minntu þig á þann árangur sem þú náðir í fortíðinni. Í meginatriðum getur það að horfast í augu við skammtíma óþægindi lagt grunninn að innihaldsríkara og farsælla lífi. Mundu að lykillinn er að byrja smátt. Hvert lítið skref er sigur og byggir upp skriðþunga í átt að þeim stærri. Með tímanum geta þessi skref leitt til verulegra breytinga og meiri stjórnar á eigin lífi. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Við höfum oft tilhneigingu til að forðast óþægindi, t.d. með því að fresta erfiðu samtali, setja ekki mörk í samskiptum, veigra okkur við að biðja um aðstoð, ýta vandamáli á undan okkur eða leggja ekki á okkur aukavinnu til að komast skrefi nær því sem við viljum fá út úr lífinu. Það sem við gleymum er að með því að forðast skammtíma óþægindi eigum við á hættu að upplifa vanlíðan síðar, oftast í formi gremju í garð annarra eða eftirsjá. Þó að það geti verið krefjandi að takast á við óþægileg mál getur það leitt til hraðari úrlausnar, minna tilfinningalegs umróts og aukins persónulegs þroska. Að taka á málum opinskátt og heiðarlega getur auk þess leitt til heilbrigðari samskipta við vini, fjölskyldu og samstarfsmenn. Þetta snýst um að takast á við vandamál af ákveðni frekar en að leyfa neikvæðum tilfinningum að krauma og mögulega valda meiri skaða þegar til lengdar lætur. Gott er að spyrja sig eftirfarandi spurninga: Hvaða skammtíma óþægindi hef ég verið að forðast? Hef ég t.d. forðast að taka erfiða umræðu við samstarfsmann eða maka vegna ótta við átök eða óþægindi? Tjáði ég ekki raunverulegar tilfinningar mínar eða stóð ég ekki með sjálfum mér þegar einhver fór yfir mörk mín? Ákvað ég að fresta læknisheimsókn, sleppa æfingu eða því að borða hollari mat? Forðaðist ég að gera fjárhagsáætlun eða fylgjast með eyðslunni? Held ég mig of mikið í þægindarammanum? Var það þess virði? Á hvaða hátt olli það meiri óþægindum í framhaldinu? Leiddi það til misskilnings, gremju eða aukinnar streitu? Missti ég mögulega af tækifæri til að þroskast persónulega eða faglega? Leiddi ákvörðun mín um að forðast óþægindi til versnandi heilsufars eða fjárhagslegra vandræða? Hvernig væri líf mitt betra ef ég myndi velja skammtímaóþægindi NÚNA fram yfir gremju og eftirsjá síðar? Að taka á vandamálum þegar þau koma upp, jafnvel þó að það sé óþægilegt, getur leitt til traustari og opnari samskipti við fólkið í kringum okkur. Að takast á við áskoranir og stíga út fyrir þægindaramann stuðlar einnig að auknum persónulegum þroska. Í hvert skipti sem við stöndum frammi fyrir áskorun eða óþægindum og komumst í gegnum þau byggjum við upp sjálfsvirðingu og sjálfstraust. Auk þess styrkir það ákvörðunartökuhæfileikana að taka erfiðar og óþægilegar ákvarðanir þar sem við verðum betri í að meta valkosti og íhuga langtímaafleiðingar. Að stíga út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt getur leitt til nýrrar upplifunar og auðugra lífs. Þú gætir uppgötvað ástríður og áhugamál sem þú vissir ekki að þú hefðir. Hvaða skref gæti ég tekið í dag til að horfast í augu við það sem ég hef verið að forðast? Til að gera jákvæðar breytingar er gott að byrja á því að hugsa um og skrifa niður hvað þú hefur verið að forðast. Það getur verið samtal, verkefni eða það að horfast í auga við ákveðinn ótta. Að skrifa það niður getur gert það áþreifanlegra og viðráðanlegra. Brjóttu það sem þú ert að forðast niður í smærri, viðráðanlegri verkefni. Taktu síðan eitt lítið skref í átt að markmiðinu á hverjum degi, t.d. með því að semja svar, mæta á stutta æfingu eða hringja símtal. Leitaðu aðstoðar hjá vini, fjölskyldumeðlimi eða sérfræðingi. Sjáðu fyrir þér árangurinn því jákvæð sjónmynd getur aukið sjálfstraustið. Gefðu þér hæfilegan frest til að klára verkefnið eða stíga stórt skref í áttina að því. Sýndu sveigjanleika og þolinmæði og vertu reiðubúin(n) að aðlaga nálgun þína ef þörf krefur. Minntu þig á þann árangur sem þú náðir í fortíðinni. Í meginatriðum getur það að horfast í augu við skammtíma óþægindi lagt grunninn að innihaldsríkara og farsælla lífi. Mundu að lykillinn er að byrja smátt. Hvert lítið skref er sigur og byggir upp skriðþunga í átt að þeim stærri. Með tímanum geta þessi skref leitt til verulegra breytinga og meiri stjórnar á eigin lífi. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar