Ógn og öryggi í Vesturbæ Halla Helgadóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir og Auður Karítas Ásgeirsdóttir skrifa 5. desember 2023 11:00 Íbúar á Íslandi og í Reykjavík búa við þau miklu, en alls ekki sjálfsögðu, lífsgæði að hér ríkir öryggi, traust, jafnræði, frelsi og ekki síst sakleysi. Þessi gæði eru mikill auður sem við verðum öll að standa vörð um. Bandaríska sendiráðið hefur sótt um leyfi til Reykjavíkurborgar til að ráðast í miklar breytingar á húsi við Sólvallagötu 14 sem fjöldi íbúa í Vesturbæ og víðar í borginni hafa áhyggjur af. Íbúar draga í efa að starfsemin sem fara á fram í húsinu flokkist undir heimilisrekstur í ljósi umfangs og eðlis þeirra öryggisvarna sem fyrirhugaðar eru. Breytingarnar sem sótt er um munu hafa óafturkræf áhrif á hverfisanda, öryggi, traust og jafnræði, auk þess sem þær munu vega að friðhelgi einkalífs nágranna, verði þær samþykktar. Kjarni málsins er að starfsemin sem fara á fram í húsinu fellur alls ekki að friðsælu og þéttbýlu íbúðahverfi. Bandaríska sendiráðið telur þörf á miklum og áberandi öryggisvörnum til að verjast aðsteðjandi vá. Það er í sjálfu sér ógn við aðra íbúa, hverfið allt og fullgild rök til að leyfa alls ekki breytingarnar: Aðstaða fyrir varðmenn við húsið. Sólarhringsviðvera varðmanna á lóð hússins, sem kunna að verða vopnaðir. Hvíldaraðstaða fyrir varðmenn í aukahæð sem byggja á ofan á bílskúr á lóðinni. Framkvæmd sem hefur slæmt fordæmisgildi og yrði aldrei leyfð öðrum íbúum. Hátt öryggisstálgrindverk í kring um lóðina sem mun breyta varanlega ásýnd og anda hverfisins. Yfirgnæfandi líkur á að öryggiskröfur sendiráðsins kalli síðar á frekari mannvirki og öryggisvörslu. Greinilegt er af fyrirhuguðum öryggisviðbúnaði að talið er að sendiherra og bústaðnum sé ógnað á þessum stað, sem er í þéttri, friðsælli íbúðabyggð. Þess vegna er eðlilegast að Reykjavíkurborg aðstoði fulltrúa sendiráðsins við að finna farsæla lausn, sem tryggir sendiherranum öryggi, án þess að skerða öryggi og lífsgæði annarra. Miðað við þessar kröfur til öryggisviðbúnaðar verður það best gert með því að finna stað þar sem almennir borgarar verða hvorki fyrir ónæði né ógn af starfsemi í bústað sendiherrans. Það var íbúum hverfisins ákveðinn léttir að umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar um fyrirhugaðar breytingar á húsi og lóð mælir gegn því að heimila byggingu vakthúss fremst á lóð Sólvallagötu 14, enda fjarstæðukennd framkvæmd í íbúðahverfi. En það veldur vonbrigðum að umsögnin er ekki afgerandi gagnvart heildaráhrifum breytinganna. Ekkert mat er lagt á þá ógn og ónæði sem af starfsemi sendiherrabústaðarins getur stafað né alvarleg áhrif á öryggi íbúa, almennra borgara og hverfisanda. Það vekur ugg að ekki sé horft á alvarleika málsins í heild og að skipulagsfulltrúi borgarinnar virðist ekki skoða heildstætt áhrif þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru á lóðinni sem tengjast öryggisvörnum. Áformaðar breytingar á húsi og lóð vegna sendiherrabústaðarins eru bæði það umfangsmiklar og þess eðlis að meta þarf hvort starfsemi sem kallar á þennan viðbúnað falli yfir höfuð að íbúðabyggð. Húsið er mjög áberandi og inni í miðju hverfinu þar sem garðurinn snýr fram í götuna og allar breytingar verða mjög sýnilegar. Hverfið er friðsælt íbúðahverfi, þar sem fólk býr mun þéttar en virðist við fyrstu sýn, fjöldi barna er á ferð og úti að leika sér og fjölskyldur telja sig fullkomlega öruggar. Landakotsskóli er steinsnar frá húsinu með hátt í 400 nemendur á aldrinum 5-16 ára af öllum þjóðernum. Hússtjórnarskólinn er við hliðina á húsinu og hjúkrunarheimilið Grund með um 200 íbúa rétt hjá. Verslunin Kjötborg er skammt frá og dregur að sér fólk víða að, oft einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Landakotsspítali er handan túnsins og Landakotskirkja er fjölsótt af fjölþjóðlegum hópi. Það er því fjölmennur og fjölbreyttur hópur fólks sem heldur til og leggur leið sína um hverfið. Reykjavík er friðsæl borg og ásýnd hennar í samræmi við það. Borgaryfirvöld verða að gæta hagsmuna borgarbúa og standa vörð um öryggi þeirra, traust og sakleysi. Fulltrúar íbúa hverfisins, Halla HelgadóttirSigríður MagnúsdóttirÁsdís Hlökk TheodórsdóttirAuður Karítas Ásgeirsdóttir Þann 30. nóvember síðastliðinn var tölvupóstur þessa efnis sendur á alla borgarfulltrúa og embættismenn umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar auk Íbúaráðs Vesturbæjar, en um 80 íbúar úr hverfinu skrifuðu undir bréfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Helgadóttir Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Sendiráð á Íslandi Skipulag Reykjavík Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Íbúar á Íslandi og í Reykjavík búa við þau miklu, en alls ekki sjálfsögðu, lífsgæði að hér ríkir öryggi, traust, jafnræði, frelsi og ekki síst sakleysi. Þessi gæði eru mikill auður sem við verðum öll að standa vörð um. Bandaríska sendiráðið hefur sótt um leyfi til Reykjavíkurborgar til að ráðast í miklar breytingar á húsi við Sólvallagötu 14 sem fjöldi íbúa í Vesturbæ og víðar í borginni hafa áhyggjur af. Íbúar draga í efa að starfsemin sem fara á fram í húsinu flokkist undir heimilisrekstur í ljósi umfangs og eðlis þeirra öryggisvarna sem fyrirhugaðar eru. Breytingarnar sem sótt er um munu hafa óafturkræf áhrif á hverfisanda, öryggi, traust og jafnræði, auk þess sem þær munu vega að friðhelgi einkalífs nágranna, verði þær samþykktar. Kjarni málsins er að starfsemin sem fara á fram í húsinu fellur alls ekki að friðsælu og þéttbýlu íbúðahverfi. Bandaríska sendiráðið telur þörf á miklum og áberandi öryggisvörnum til að verjast aðsteðjandi vá. Það er í sjálfu sér ógn við aðra íbúa, hverfið allt og fullgild rök til að leyfa alls ekki breytingarnar: Aðstaða fyrir varðmenn við húsið. Sólarhringsviðvera varðmanna á lóð hússins, sem kunna að verða vopnaðir. Hvíldaraðstaða fyrir varðmenn í aukahæð sem byggja á ofan á bílskúr á lóðinni. Framkvæmd sem hefur slæmt fordæmisgildi og yrði aldrei leyfð öðrum íbúum. Hátt öryggisstálgrindverk í kring um lóðina sem mun breyta varanlega ásýnd og anda hverfisins. Yfirgnæfandi líkur á að öryggiskröfur sendiráðsins kalli síðar á frekari mannvirki og öryggisvörslu. Greinilegt er af fyrirhuguðum öryggisviðbúnaði að talið er að sendiherra og bústaðnum sé ógnað á þessum stað, sem er í þéttri, friðsælli íbúðabyggð. Þess vegna er eðlilegast að Reykjavíkurborg aðstoði fulltrúa sendiráðsins við að finna farsæla lausn, sem tryggir sendiherranum öryggi, án þess að skerða öryggi og lífsgæði annarra. Miðað við þessar kröfur til öryggisviðbúnaðar verður það best gert með því að finna stað þar sem almennir borgarar verða hvorki fyrir ónæði né ógn af starfsemi í bústað sendiherrans. Það var íbúum hverfisins ákveðinn léttir að umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar um fyrirhugaðar breytingar á húsi og lóð mælir gegn því að heimila byggingu vakthúss fremst á lóð Sólvallagötu 14, enda fjarstæðukennd framkvæmd í íbúðahverfi. En það veldur vonbrigðum að umsögnin er ekki afgerandi gagnvart heildaráhrifum breytinganna. Ekkert mat er lagt á þá ógn og ónæði sem af starfsemi sendiherrabústaðarins getur stafað né alvarleg áhrif á öryggi íbúa, almennra borgara og hverfisanda. Það vekur ugg að ekki sé horft á alvarleika málsins í heild og að skipulagsfulltrúi borgarinnar virðist ekki skoða heildstætt áhrif þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru á lóðinni sem tengjast öryggisvörnum. Áformaðar breytingar á húsi og lóð vegna sendiherrabústaðarins eru bæði það umfangsmiklar og þess eðlis að meta þarf hvort starfsemi sem kallar á þennan viðbúnað falli yfir höfuð að íbúðabyggð. Húsið er mjög áberandi og inni í miðju hverfinu þar sem garðurinn snýr fram í götuna og allar breytingar verða mjög sýnilegar. Hverfið er friðsælt íbúðahverfi, þar sem fólk býr mun þéttar en virðist við fyrstu sýn, fjöldi barna er á ferð og úti að leika sér og fjölskyldur telja sig fullkomlega öruggar. Landakotsskóli er steinsnar frá húsinu með hátt í 400 nemendur á aldrinum 5-16 ára af öllum þjóðernum. Hússtjórnarskólinn er við hliðina á húsinu og hjúkrunarheimilið Grund með um 200 íbúa rétt hjá. Verslunin Kjötborg er skammt frá og dregur að sér fólk víða að, oft einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Landakotsspítali er handan túnsins og Landakotskirkja er fjölsótt af fjölþjóðlegum hópi. Það er því fjölmennur og fjölbreyttur hópur fólks sem heldur til og leggur leið sína um hverfið. Reykjavík er friðsæl borg og ásýnd hennar í samræmi við það. Borgaryfirvöld verða að gæta hagsmuna borgarbúa og standa vörð um öryggi þeirra, traust og sakleysi. Fulltrúar íbúa hverfisins, Halla HelgadóttirSigríður MagnúsdóttirÁsdís Hlökk TheodórsdóttirAuður Karítas Ásgeirsdóttir Þann 30. nóvember síðastliðinn var tölvupóstur þessa efnis sendur á alla borgarfulltrúa og embættismenn umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar auk Íbúaráðs Vesturbæjar, en um 80 íbúar úr hverfinu skrifuðu undir bréfið.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun