Gagnrýni á grein Ernu Mistar um íslenska menningu Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar 4. desember 2023 15:31 Greinar Ernu Mistar hafa vakið mikla athygli og eru raunar allrar athygli verðar fyrir frjótt ímyndunarafl og grípandi líkingarmál. Aftur á móti eru þær engrar athygli verðar fyrir að vera „heimspekilegar“ eins og þær eru gjarnan sagðar vera. Lýsing greinanna sem „heimspekilegum“ er ófullnægjandi af þeirri ástæðu einni, að heimspekin gerir þyngri kröfur á iðkendur sína, en að vekja samfélagið til umhugsunar. Enda geta lýðskrumarar og orðliprir leiðtogar vakið samfélagið til umhugsunar, án þess að hugur og hjarta fylgi máli. Heimspekin gerir hins vegar þá kröfu að einstaklingar sem hafa yfir umhugsunarverðri andagift að ráða, styðji hana við hnitmiðaðar rökfærslur. Sjaldnast verða greinar Ernu við þessari kröfu. Hvergi sést þessi brestur betur en í nýrri Grein eftir Ernu, Menningarlegt Minnisleysi, sem birtist á Heimildinni. Greinin hefst á því að draga upp mynd af þjóð sem er í mótsögn við eigin gildi. Skeytum ekkert um hversu auðvelt það er að afhjúpa mótsagnir á vettvangi lýðræðisríkja, sem öfugt við alræðisríki eins og Norður-Kóreu, leyfa hinu opinbera að mótast af umræðu sem stangast á innbyrðis. Gefum slíkum aðfinnslum engan gaum og skoðum frekar mótsagnirnar sem Íslendingum er legið á hálsi fyrir: „Við köllum okkur vistvæn en helluleggjum heilu torgin án þess að planta svo miklu sem einu tré“. Með öðrum orðum ættum við að leggjast á eitt um að torg bæjarins úthluti blómum og trjám veglegum skika í stað þess að hreinsa náttúruna sem við segjumst elska af yfirborði borgarlandslagsins. Þetta má vel vera gott og gilt. En þegar lestrinum vindur fram kemur í ljós að Erna sýnir erlendum gestum og útlendum menningaráhrifum ekki sömu hluttekningu og trjánum og blómunum. Þó það sé ærið verkefni að lesa úr eiginlegri merkingu þess sem í greininni stendur, dugar skáldlega tvíræðnin ekki til þess, að dylja að hún virðist þvert á móti ýja að einhvers konar hreinsunarstefnu íslenskrar menningar. Erna heldur því fram að íslenskri menningu skorti þjóðrækinn persónuleika og sé að afmyndast í eftirgefanlegan þjón ferðamennskunnar: „Íslendingar eru ekki lengur markhópur sinnar eigin höfuðborgar“ segir hún. En ég spyr hvað það feli yfirhöfuð í sér að vera „markhópur sinnar eigin höfuðborgar,“ annað en að höfuðborgin leggi viðhlítandi áherslu á íslenska málnotkun – vel að merkja segir greinin ekki stakt orð um íslenska tungu. Ég geri tvær athugasemdir við greinina og eru þær svo hljóðandi: Annars vegar er látið eins og varðveita verði eitthvað séríslenskt, sem felist í íslenskri menningu, annað en tungumálið: Hins vegar blasir sá misskilningur við í greininni, að það sé eitthvað séríslenskt við íslenskan kynstofn, sem brýst fram í athöfnum einstaklinga af íslenskum uppruna. Förum sem snöggvast yfir þessar athugasemdir. Erna lætur að því liggja að ástæðan fyrir því að Íslendingar séu orðnir „tæknivæddasta þjóð heims þrátt fyrir að hafa skriðið úr torfkofanum fyrir tæpri öld“ vera siði og nýjungagirni sem eru „sögulega samgróin þjóðvitund okkar“. Þessi rómantíska hugsun um séríslenska seiglu framkallast aftur þegar Erna segir að við séum „afkomendur eftirlifenda náttúruafla sem þekkjast hvergi annars staðar og gera okkur fær um ótrúlegustu hluti“. Síðar heldur Erna áfram og segir, að þrátt fyrir tilraunir nágrannaþjóða okkar til að móta okkur í sinni mynd, erfa Íslendingar „þróttmikið taugakerfi“. Hér er engu líkara en vitnað sé í innbygða seiglu sem Íslendingum er í blóði borin, eitthvað séríslenskt erfðaefni, sem beri að varðveita. Þetta er langsótt. En varla er mælt með því að Íslendingar fjölgi sér eingöngu innan kynstofnsins og varist þannig útþynningu hinnar íslensku seiglu. Það væri auðvitað fráleitt. En í ljósi þess hve krefjandi það er, að gera sér skýra hugmynd um hvað svona yfirlýsingum er ætlað að segja um íslenskt þjóðkenni, er maður eðlilega undrandi. Ég hefði nefnilega haldið að fremsti styrkur íslenskrar menningar væri hvað hún þekkist vel þrátt fyrir að vera bræðslupottur ólíkra menningarheima. Og er það ennfremur ekki ákjósanlegur vegur fram á við, að menningarheimar – og kynstofnar – undirgangist sameiginlega þróun, sem gerir alla sem hún snertir innihaldsríkari fyrir vikið? Á hinn bóginn leikur tvíræðnin á alls oddi og vel má túlka yfirlýsingar Ernu þannig að þetta séríslenska sé ekki erfðaefnið sem slíkt, heldur hvernig barningur forfeðra okkar við náttúruöflin, mótaði erfðaefnið sem í okkur býr. En slík nálgun varpar enn furðulegra ljósi á meiningu hennar. Vill Erna að við klæðumst aftur feldi dauðra dýra og hlaupum til atlögu við jökla og eldfjöll eins og Don Kíkóti sem barðist við vindmyllur; deyjum úr hungri vegna náttúruhamfara og uppskerubrests? Kannski að Íslendingum væri best fyrir komið aftur í torfkofanum. Eða á dauðs manns skeri þar sem náttúran úthellir daglegri þrautargöngu sinni og óvissan steðjar að úr öllum áttum. Þá komum við að fyrri athugasemdinni. Hvað er séríslenskt við íslenska menningu sem vert er að varðveita annað en tungumálið og arfurinn sem felst í því? Ekki vil ég taka upp heiðinn sið á ný eða flytja aftur í torfkofana sem Íslendingar skriðu úr fyrir tæpri öld. Og án þess ég leggi Ernu orð í munn er hæpið að slíkur ráðahagur þóknist henni. Þetta eru afarkostirnir sem við stöndum frammi fyrir. Annað hvort látum við þjóðernisrembinginn leiða til menningarlegrar úrkynjunar og skríðum aftur inni í torfkofann. Eða við umföðmum nútímann og höldum áfram að byggja fjölmenningarlegt samfélag á íslenskri arfleið. Að lokum vil ég spyrja, hvort það sé ekki einber misskilningur að íslensk menning sé á undanhaldi, vegna þess eins að höfuðborgin og landið allt höfða til erlendra gesta? Er það ekki þvert á móti til þess fallið að hafa íslenska menningu í hávegum, að hingað komi ferðamenn sem vilja kynnast henni? Eigum við ekki að gera pláss fyrir ferðamenn alveg eins og torg bæjarins ættu að skapa pláss fyrir blóm og tré? Ættum við ekki taka fagnandi á móti ferðamönnum? Var kveikjan að grein Ernu um íslenska menningu, ekki einmitt sá gríðarlegi fjöldi ferðamanna, sem vill kynnast íslenskri menningu? Hvernig sú viðleitni ógnar tilvist íslenskrar menningar er ekki bara skynlaus fjarstæða heldur gapandi mótsögn. Raunar nær menningheimur fyrst utan um sig sem sérstakt fyrirbæri frábrugðinn öðrum þegar á vegi hans verður menning sem ber framandi sérkenni. Það væri efni í aðra grein að skrifa um hvernig mismunur á milli menningarheima felur um leið í sér skilgreiningu þeirra; og hvernig návist við aðra menningarheima skerpir gildismat þjóðar og örvar menningu hennar. En ég ætla ekki lengra með það að sinni. Í grein Ernu er mikið um innblásnar ásakanir og ljóðræna málgleði en lítið um efnislegt innihald. Það er mikið um afdráttarlausar fullyrðingar en lítið um haldbæran rökstuðning. Það er mikið tal um lundabúðir og ferðamennsku. En samt þori ég að fullyrða að það séu langtum fleiri lundar á flugi en lundabúðir í Reykjavík, og frekar en að þurrka íslenska menningu út setur ferðamennskan hana á kortið. Höfundur er útskriftarefni við FÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Greinar Ernu Mistar hafa vakið mikla athygli og eru raunar allrar athygli verðar fyrir frjótt ímyndunarafl og grípandi líkingarmál. Aftur á móti eru þær engrar athygli verðar fyrir að vera „heimspekilegar“ eins og þær eru gjarnan sagðar vera. Lýsing greinanna sem „heimspekilegum“ er ófullnægjandi af þeirri ástæðu einni, að heimspekin gerir þyngri kröfur á iðkendur sína, en að vekja samfélagið til umhugsunar. Enda geta lýðskrumarar og orðliprir leiðtogar vakið samfélagið til umhugsunar, án þess að hugur og hjarta fylgi máli. Heimspekin gerir hins vegar þá kröfu að einstaklingar sem hafa yfir umhugsunarverðri andagift að ráða, styðji hana við hnitmiðaðar rökfærslur. Sjaldnast verða greinar Ernu við þessari kröfu. Hvergi sést þessi brestur betur en í nýrri Grein eftir Ernu, Menningarlegt Minnisleysi, sem birtist á Heimildinni. Greinin hefst á því að draga upp mynd af þjóð sem er í mótsögn við eigin gildi. Skeytum ekkert um hversu auðvelt það er að afhjúpa mótsagnir á vettvangi lýðræðisríkja, sem öfugt við alræðisríki eins og Norður-Kóreu, leyfa hinu opinbera að mótast af umræðu sem stangast á innbyrðis. Gefum slíkum aðfinnslum engan gaum og skoðum frekar mótsagnirnar sem Íslendingum er legið á hálsi fyrir: „Við köllum okkur vistvæn en helluleggjum heilu torgin án þess að planta svo miklu sem einu tré“. Með öðrum orðum ættum við að leggjast á eitt um að torg bæjarins úthluti blómum og trjám veglegum skika í stað þess að hreinsa náttúruna sem við segjumst elska af yfirborði borgarlandslagsins. Þetta má vel vera gott og gilt. En þegar lestrinum vindur fram kemur í ljós að Erna sýnir erlendum gestum og útlendum menningaráhrifum ekki sömu hluttekningu og trjánum og blómunum. Þó það sé ærið verkefni að lesa úr eiginlegri merkingu þess sem í greininni stendur, dugar skáldlega tvíræðnin ekki til þess, að dylja að hún virðist þvert á móti ýja að einhvers konar hreinsunarstefnu íslenskrar menningar. Erna heldur því fram að íslenskri menningu skorti þjóðrækinn persónuleika og sé að afmyndast í eftirgefanlegan þjón ferðamennskunnar: „Íslendingar eru ekki lengur markhópur sinnar eigin höfuðborgar“ segir hún. En ég spyr hvað það feli yfirhöfuð í sér að vera „markhópur sinnar eigin höfuðborgar,“ annað en að höfuðborgin leggi viðhlítandi áherslu á íslenska málnotkun – vel að merkja segir greinin ekki stakt orð um íslenska tungu. Ég geri tvær athugasemdir við greinina og eru þær svo hljóðandi: Annars vegar er látið eins og varðveita verði eitthvað séríslenskt, sem felist í íslenskri menningu, annað en tungumálið: Hins vegar blasir sá misskilningur við í greininni, að það sé eitthvað séríslenskt við íslenskan kynstofn, sem brýst fram í athöfnum einstaklinga af íslenskum uppruna. Förum sem snöggvast yfir þessar athugasemdir. Erna lætur að því liggja að ástæðan fyrir því að Íslendingar séu orðnir „tæknivæddasta þjóð heims þrátt fyrir að hafa skriðið úr torfkofanum fyrir tæpri öld“ vera siði og nýjungagirni sem eru „sögulega samgróin þjóðvitund okkar“. Þessi rómantíska hugsun um séríslenska seiglu framkallast aftur þegar Erna segir að við séum „afkomendur eftirlifenda náttúruafla sem þekkjast hvergi annars staðar og gera okkur fær um ótrúlegustu hluti“. Síðar heldur Erna áfram og segir, að þrátt fyrir tilraunir nágrannaþjóða okkar til að móta okkur í sinni mynd, erfa Íslendingar „þróttmikið taugakerfi“. Hér er engu líkara en vitnað sé í innbygða seiglu sem Íslendingum er í blóði borin, eitthvað séríslenskt erfðaefni, sem beri að varðveita. Þetta er langsótt. En varla er mælt með því að Íslendingar fjölgi sér eingöngu innan kynstofnsins og varist þannig útþynningu hinnar íslensku seiglu. Það væri auðvitað fráleitt. En í ljósi þess hve krefjandi það er, að gera sér skýra hugmynd um hvað svona yfirlýsingum er ætlað að segja um íslenskt þjóðkenni, er maður eðlilega undrandi. Ég hefði nefnilega haldið að fremsti styrkur íslenskrar menningar væri hvað hún þekkist vel þrátt fyrir að vera bræðslupottur ólíkra menningarheima. Og er það ennfremur ekki ákjósanlegur vegur fram á við, að menningarheimar – og kynstofnar – undirgangist sameiginlega þróun, sem gerir alla sem hún snertir innihaldsríkari fyrir vikið? Á hinn bóginn leikur tvíræðnin á alls oddi og vel má túlka yfirlýsingar Ernu þannig að þetta séríslenska sé ekki erfðaefnið sem slíkt, heldur hvernig barningur forfeðra okkar við náttúruöflin, mótaði erfðaefnið sem í okkur býr. En slík nálgun varpar enn furðulegra ljósi á meiningu hennar. Vill Erna að við klæðumst aftur feldi dauðra dýra og hlaupum til atlögu við jökla og eldfjöll eins og Don Kíkóti sem barðist við vindmyllur; deyjum úr hungri vegna náttúruhamfara og uppskerubrests? Kannski að Íslendingum væri best fyrir komið aftur í torfkofanum. Eða á dauðs manns skeri þar sem náttúran úthellir daglegri þrautargöngu sinni og óvissan steðjar að úr öllum áttum. Þá komum við að fyrri athugasemdinni. Hvað er séríslenskt við íslenska menningu sem vert er að varðveita annað en tungumálið og arfurinn sem felst í því? Ekki vil ég taka upp heiðinn sið á ný eða flytja aftur í torfkofana sem Íslendingar skriðu úr fyrir tæpri öld. Og án þess ég leggi Ernu orð í munn er hæpið að slíkur ráðahagur þóknist henni. Þetta eru afarkostirnir sem við stöndum frammi fyrir. Annað hvort látum við þjóðernisrembinginn leiða til menningarlegrar úrkynjunar og skríðum aftur inni í torfkofann. Eða við umföðmum nútímann og höldum áfram að byggja fjölmenningarlegt samfélag á íslenskri arfleið. Að lokum vil ég spyrja, hvort það sé ekki einber misskilningur að íslensk menning sé á undanhaldi, vegna þess eins að höfuðborgin og landið allt höfða til erlendra gesta? Er það ekki þvert á móti til þess fallið að hafa íslenska menningu í hávegum, að hingað komi ferðamenn sem vilja kynnast henni? Eigum við ekki að gera pláss fyrir ferðamenn alveg eins og torg bæjarins ættu að skapa pláss fyrir blóm og tré? Ættum við ekki taka fagnandi á móti ferðamönnum? Var kveikjan að grein Ernu um íslenska menningu, ekki einmitt sá gríðarlegi fjöldi ferðamanna, sem vill kynnast íslenskri menningu? Hvernig sú viðleitni ógnar tilvist íslenskrar menningar er ekki bara skynlaus fjarstæða heldur gapandi mótsögn. Raunar nær menningheimur fyrst utan um sig sem sérstakt fyrirbæri frábrugðinn öðrum þegar á vegi hans verður menning sem ber framandi sérkenni. Það væri efni í aðra grein að skrifa um hvernig mismunur á milli menningarheima felur um leið í sér skilgreiningu þeirra; og hvernig návist við aðra menningarheima skerpir gildismat þjóðar og örvar menningu hennar. En ég ætla ekki lengra með það að sinni. Í grein Ernu er mikið um innblásnar ásakanir og ljóðræna málgleði en lítið um efnislegt innihald. Það er mikið um afdráttarlausar fullyrðingar en lítið um haldbæran rökstuðning. Það er mikið tal um lundabúðir og ferðamennsku. En samt þori ég að fullyrða að það séu langtum fleiri lundar á flugi en lundabúðir í Reykjavík, og frekar en að þurrka íslenska menningu út setur ferðamennskan hana á kortið. Höfundur er útskriftarefni við FÁ.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun