Edda snúin niður og er á leið til Noregs Árni Sæberg skrifar 1. desember 2023 13:58 Edda Björk og dóttir hennar, Ragnheiður Bríet, í sumarbústað fjölskyldunnar með dalmatíuhunda þeirra. Edda Björk stendur í hatrammri forræðisdeilu við barnsföður sinn sem lýtur að þremur sonum þeirra. Vísir/Magnús Hlynur Edda Björk Arnardóttir hefur verið flutt úr fangelsinu á Hólmsheiði og verður flutt til Noregs. Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar, segir á Facebooksíðu sinni að fulltrúar ríkislögreglustjóra hafi mætti í fangelsið í morgun, snúið Eddu Björk niður og sett hana í handjárn. Samfangar hennar hafi látið Jóhannes Karl Sveinsson, verjanda Eddu Bjarkar, vita en Edda Björk hafi ekki fengið neitt tækifæri til þess að láta vita af sér. Jóhannes Karl staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Vísir greindi frá því í dag að norskir lögreglumenn eru mættir til Keflavíkur og til stendur að þeir fylgi Eddu Björk til Noregs. Edda Björk hafði verið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu frá því að hún var handtekin á þriðjudagskvöld. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði hana í gæsluvarðhald sama kvöld en Landsréttur hefur ekki staðfest þann úrskurð. Jóhannes Karl og aðstandendur Eddu Bjarkar hafa gagnrýnt það harðlega að hún verði afhent norskum stjórnvöldum áður en úrskurður Landsréttar er kveðinn upp. Lyf gleymdust í flýtinum Jóhannes Karl segir að lögregluþjónar hafi komið fyrirvaralaust í fangelsið og fangavörðum hafi verið bannað láta verjendur eða aðra vita. Fangavörður hafi hringt í hann og sagt að í flýtinum hafi lyf sem Edda Björk á að taka gleymst ásamst sjúkraskýrslu sem á að fylgja henni. Edda Björk hafi verið skoðuð í morgun í annað sinn vegna háþrýstings sem megi meðal annars ekki vera til staðar í flugi. Fjölskyldumál Fangelsismál Lögreglumál Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Deilur skuli útkljáðar fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði Formaður Lögmannafélags Íslands segir að þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða norskra dómstóla um að faðir barna Eddu Bjarkar Arnardóttur skuli fara með forsjá þeirra, þýði það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. 1. desember 2023 12:24 „Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði“ „Við erum farin. Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Um sautján bílar lokuðu aðkomunni að fangelsinu í nótt. 1. desember 2023 08:45 Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37 Til stendur að flytja Eddu Björk til Noregs í nótt Til stendur að afhenda Eddu Björk Arnardóttur norskum yfirvöldum í nótt. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald í fyrradag en Landsréttur hefur ekki enn staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 30. nóvember 2023 23:32 Ætla að koma í veg fyrir flutning Eddu með öllum tiltækum ráðum Vinir og vandamenn Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem til stendur að flytja til Noregs í nótt, hafa fjölmennt við fangelsið á Hólmsheiði til þess að vekja athygli á máli hennar. Systir hennar segir þau munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt úr fangelsinu. 1. desember 2023 02:04 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Ríkissjóður leggur 80 milljónir árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar, segir á Facebooksíðu sinni að fulltrúar ríkislögreglustjóra hafi mætti í fangelsið í morgun, snúið Eddu Björk niður og sett hana í handjárn. Samfangar hennar hafi látið Jóhannes Karl Sveinsson, verjanda Eddu Bjarkar, vita en Edda Björk hafi ekki fengið neitt tækifæri til þess að láta vita af sér. Jóhannes Karl staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Vísir greindi frá því í dag að norskir lögreglumenn eru mættir til Keflavíkur og til stendur að þeir fylgi Eddu Björk til Noregs. Edda Björk hafði verið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu frá því að hún var handtekin á þriðjudagskvöld. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði hana í gæsluvarðhald sama kvöld en Landsréttur hefur ekki staðfest þann úrskurð. Jóhannes Karl og aðstandendur Eddu Bjarkar hafa gagnrýnt það harðlega að hún verði afhent norskum stjórnvöldum áður en úrskurður Landsréttar er kveðinn upp. Lyf gleymdust í flýtinum Jóhannes Karl segir að lögregluþjónar hafi komið fyrirvaralaust í fangelsið og fangavörðum hafi verið bannað láta verjendur eða aðra vita. Fangavörður hafi hringt í hann og sagt að í flýtinum hafi lyf sem Edda Björk á að taka gleymst ásamst sjúkraskýrslu sem á að fylgja henni. Edda Björk hafi verið skoðuð í morgun í annað sinn vegna háþrýstings sem megi meðal annars ekki vera til staðar í flugi.
Fjölskyldumál Fangelsismál Lögreglumál Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Deilur skuli útkljáðar fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði Formaður Lögmannafélags Íslands segir að þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða norskra dómstóla um að faðir barna Eddu Bjarkar Arnardóttur skuli fara með forsjá þeirra, þýði það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. 1. desember 2023 12:24 „Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði“ „Við erum farin. Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Um sautján bílar lokuðu aðkomunni að fangelsinu í nótt. 1. desember 2023 08:45 Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37 Til stendur að flytja Eddu Björk til Noregs í nótt Til stendur að afhenda Eddu Björk Arnardóttur norskum yfirvöldum í nótt. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald í fyrradag en Landsréttur hefur ekki enn staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 30. nóvember 2023 23:32 Ætla að koma í veg fyrir flutning Eddu með öllum tiltækum ráðum Vinir og vandamenn Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem til stendur að flytja til Noregs í nótt, hafa fjölmennt við fangelsið á Hólmsheiði til þess að vekja athygli á máli hennar. Systir hennar segir þau munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt úr fangelsinu. 1. desember 2023 02:04 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Ríkissjóður leggur 80 milljónir árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
Deilur skuli útkljáðar fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði Formaður Lögmannafélags Íslands segir að þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða norskra dómstóla um að faðir barna Eddu Bjarkar Arnardóttur skuli fara með forsjá þeirra, þýði það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. 1. desember 2023 12:24
„Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði“ „Við erum farin. Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Um sautján bílar lokuðu aðkomunni að fangelsinu í nótt. 1. desember 2023 08:45
Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37
Til stendur að flytja Eddu Björk til Noregs í nótt Til stendur að afhenda Eddu Björk Arnardóttur norskum yfirvöldum í nótt. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald í fyrradag en Landsréttur hefur ekki enn staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 30. nóvember 2023 23:32
Ætla að koma í veg fyrir flutning Eddu með öllum tiltækum ráðum Vinir og vandamenn Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem til stendur að flytja til Noregs í nótt, hafa fjölmennt við fangelsið á Hólmsheiði til þess að vekja athygli á máli hennar. Systir hennar segir þau munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt úr fangelsinu. 1. desember 2023 02:04