Edda snúin niður og er á leið til Noregs Árni Sæberg skrifar 1. desember 2023 13:58 Edda Björk og dóttir hennar, Ragnheiður Bríet, í sumarbústað fjölskyldunnar með dalmatíuhunda þeirra. Edda Björk stendur í hatrammri forræðisdeilu við barnsföður sinn sem lýtur að þremur sonum þeirra. Vísir/Magnús Hlynur Edda Björk Arnardóttir hefur verið flutt úr fangelsinu á Hólmsheiði og verður flutt til Noregs. Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar, segir á Facebooksíðu sinni að fulltrúar ríkislögreglustjóra hafi mætti í fangelsið í morgun, snúið Eddu Björk niður og sett hana í handjárn. Samfangar hennar hafi látið Jóhannes Karl Sveinsson, verjanda Eddu Bjarkar, vita en Edda Björk hafi ekki fengið neitt tækifæri til þess að láta vita af sér. Jóhannes Karl staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Vísir greindi frá því í dag að norskir lögreglumenn eru mættir til Keflavíkur og til stendur að þeir fylgi Eddu Björk til Noregs. Edda Björk hafði verið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu frá því að hún var handtekin á þriðjudagskvöld. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði hana í gæsluvarðhald sama kvöld en Landsréttur hefur ekki staðfest þann úrskurð. Jóhannes Karl og aðstandendur Eddu Bjarkar hafa gagnrýnt það harðlega að hún verði afhent norskum stjórnvöldum áður en úrskurður Landsréttar er kveðinn upp. Lyf gleymdust í flýtinum Jóhannes Karl segir að lögregluþjónar hafi komið fyrirvaralaust í fangelsið og fangavörðum hafi verið bannað láta verjendur eða aðra vita. Fangavörður hafi hringt í hann og sagt að í flýtinum hafi lyf sem Edda Björk á að taka gleymst ásamst sjúkraskýrslu sem á að fylgja henni. Edda Björk hafi verið skoðuð í morgun í annað sinn vegna háþrýstings sem megi meðal annars ekki vera til staðar í flugi. Fjölskyldumál Fangelsismál Lögreglumál Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Deilur skuli útkljáðar fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði Formaður Lögmannafélags Íslands segir að þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða norskra dómstóla um að faðir barna Eddu Bjarkar Arnardóttur skuli fara með forsjá þeirra, þýði það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. 1. desember 2023 12:24 „Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði“ „Við erum farin. Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Um sautján bílar lokuðu aðkomunni að fangelsinu í nótt. 1. desember 2023 08:45 Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37 Til stendur að flytja Eddu Björk til Noregs í nótt Til stendur að afhenda Eddu Björk Arnardóttur norskum yfirvöldum í nótt. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald í fyrradag en Landsréttur hefur ekki enn staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 30. nóvember 2023 23:32 Ætla að koma í veg fyrir flutning Eddu með öllum tiltækum ráðum Vinir og vandamenn Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem til stendur að flytja til Noregs í nótt, hafa fjölmennt við fangelsið á Hólmsheiði til þess að vekja athygli á máli hennar. Systir hennar segir þau munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt úr fangelsinu. 1. desember 2023 02:04 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar, segir á Facebooksíðu sinni að fulltrúar ríkislögreglustjóra hafi mætti í fangelsið í morgun, snúið Eddu Björk niður og sett hana í handjárn. Samfangar hennar hafi látið Jóhannes Karl Sveinsson, verjanda Eddu Bjarkar, vita en Edda Björk hafi ekki fengið neitt tækifæri til þess að láta vita af sér. Jóhannes Karl staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Vísir greindi frá því í dag að norskir lögreglumenn eru mættir til Keflavíkur og til stendur að þeir fylgi Eddu Björk til Noregs. Edda Björk hafði verið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu frá því að hún var handtekin á þriðjudagskvöld. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði hana í gæsluvarðhald sama kvöld en Landsréttur hefur ekki staðfest þann úrskurð. Jóhannes Karl og aðstandendur Eddu Bjarkar hafa gagnrýnt það harðlega að hún verði afhent norskum stjórnvöldum áður en úrskurður Landsréttar er kveðinn upp. Lyf gleymdust í flýtinum Jóhannes Karl segir að lögregluþjónar hafi komið fyrirvaralaust í fangelsið og fangavörðum hafi verið bannað láta verjendur eða aðra vita. Fangavörður hafi hringt í hann og sagt að í flýtinum hafi lyf sem Edda Björk á að taka gleymst ásamst sjúkraskýrslu sem á að fylgja henni. Edda Björk hafi verið skoðuð í morgun í annað sinn vegna háþrýstings sem megi meðal annars ekki vera til staðar í flugi.
Fjölskyldumál Fangelsismál Lögreglumál Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Deilur skuli útkljáðar fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði Formaður Lögmannafélags Íslands segir að þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða norskra dómstóla um að faðir barna Eddu Bjarkar Arnardóttur skuli fara með forsjá þeirra, þýði það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. 1. desember 2023 12:24 „Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði“ „Við erum farin. Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Um sautján bílar lokuðu aðkomunni að fangelsinu í nótt. 1. desember 2023 08:45 Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37 Til stendur að flytja Eddu Björk til Noregs í nótt Til stendur að afhenda Eddu Björk Arnardóttur norskum yfirvöldum í nótt. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald í fyrradag en Landsréttur hefur ekki enn staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 30. nóvember 2023 23:32 Ætla að koma í veg fyrir flutning Eddu með öllum tiltækum ráðum Vinir og vandamenn Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem til stendur að flytja til Noregs í nótt, hafa fjölmennt við fangelsið á Hólmsheiði til þess að vekja athygli á máli hennar. Systir hennar segir þau munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt úr fangelsinu. 1. desember 2023 02:04 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Deilur skuli útkljáðar fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði Formaður Lögmannafélags Íslands segir að þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða norskra dómstóla um að faðir barna Eddu Bjarkar Arnardóttur skuli fara með forsjá þeirra, þýði það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. 1. desember 2023 12:24
„Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði“ „Við erum farin. Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Um sautján bílar lokuðu aðkomunni að fangelsinu í nótt. 1. desember 2023 08:45
Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37
Til stendur að flytja Eddu Björk til Noregs í nótt Til stendur að afhenda Eddu Björk Arnardóttur norskum yfirvöldum í nótt. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald í fyrradag en Landsréttur hefur ekki enn staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 30. nóvember 2023 23:32
Ætla að koma í veg fyrir flutning Eddu með öllum tiltækum ráðum Vinir og vandamenn Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem til stendur að flytja til Noregs í nótt, hafa fjölmennt við fangelsið á Hólmsheiði til þess að vekja athygli á máli hennar. Systir hennar segir þau munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt úr fangelsinu. 1. desember 2023 02:04