Strætó þarf að taka handbremsubeygju Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir skrifar 1. desember 2023 09:31 Uppskriftin af velheppnuðum strætisvagnasamgöngum er alls ekki flókin. Þú þarft: allflestar biðstöðvar séu í mest 5 mínútna fjarlægð, vagnarnir komi á 10 mínútna fresti, stundvísi, hóflegt gjald og að það taki ekki alltof langan tíma að ferðast með Strætó miðað við aðra ferðamáta. Leiðakerfið sjálft þarf svo að vera viðunandi auk tækni sem styður við markmiðin og útkoman verður farsælt fyrirkomulag almenningssamgangna. Þróunin hjá Strætó hefur verið frekar í þá átt að minnka þjónustuna svo sem fækkun biðstöðva í úthverfunum, lengri bið eftir næsta vagni, hækkun fargjaldsins, nýtt greiðslukerfi sem bilar í helmingi tilfella, eða óstundvísir vagnar sem eru ýmist of snemma eða of seint á ferð. Þetta er uppskriftin að vonlausu strætisvagnakerfi og þá duga dýrar markaðsherferðir Strætó skammt því reynslan kennir nýjum farþegum að forðast Strætó. Hvers eiga farþegar að gjalda? Það sést á nýjasta útspili Strætó að vera með vagnverði sem ganga um og sekta fólk í vögnunum sem getur ekki sýnt fram á greiðslu að Strætó er í mikilli afneitun. Langalgengasta umkvörtunarefni farþega er vegna greiðsluappsins Klapp sem bilar í tíma og ótíma og ekki er Klappkortið mikið skárra. Vegna tafanna sem því fylgja hafa sumir vagnstjórar bara hleypt farþegum í Klappvanda um borð, sem eru hárrétt viðbrögð. Enda mikilvægara að halda í þá farþega sem enn hætta sér í vagnanna frekar en að sparka fólki út alla daga. En hvernig bregðast stjórnendur Strætó við þessu? Ekki með því að fleygja Klapp appinu og taka bara upp einfalt posakerfi við biðstöðvar. Nei, þeirra lausn er að halda í ónýta kerfið og sekta og kasta óheppnum farþegum út úr vögnunum í staðinn. Talandi um að byrja á öfugum enda. Nú hefur vinstri meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og ýmist Vinstri grænna eða Framsóknar verið við stjórnvölinn í Reykjavík og stjórn Strætó í 15 ár. Allir þessir flokkar státa sig af því að vera sérlegir styðjendur almenningssamgangna, sem stenst enga skoðun þegar verkin eru látin tala. Þegar allt er alltaf öðrum að kenna Þrátt fyrir árlegar yfirlýsingar um sterkan fjárhag borgarinnar neita meirihlutaflokkarnir að setja krónu meira í Strætó. Því þeim finnst að ríkið, sem rekur m.a. heilbrigðiskerfið, löggæsluna og menntakerfið og hefur nýlega veitt ríflega fjárstyrki vegna Covid og náttúruhamfara í Grindavík, eigi líka að fjármagna vandræðaganginn við rekstur Strætó. Þar til það gerist er ríkinu kennt um hversu Strætó sé lélegur og óstjórnin látin ráða för í rekstrinum. Sömuleiðis skreyta þessir flokkar sig með Borgarlínu en fást þó hvorki til að greiða fyrir Borgarlínuna né rekstur hennar, því ríkið á að gera það líka. Svo fellir meirihlutinn nánast allar tillögur Sjálfstæðismanna um að bæta Strætó því síðan 2018 hefur Borgarlínan átt að leysa vandann. Sumir borgarfulltrúar meirihlutans hafa svo brugðið á það ráð að kenna Sjálfstæðismönnum um óvinsældir Strætó, þeir séu alltaf að tala Strætó niður. Að hlusta á farþega kvarta undan lélegri þjónustu og aðgerðarleysi er sem sagt ástæða þess að þjónustan sé svona léleg samkvæmt þessum borgarfulltrúum. Það er einnig áberandi orðræða hjá meirihlutaflokkunum að hin sveitarfélögin þar sem Sjálfstæðisflokkurinn situr í meirihluta standi í vegi fyrir bættum Strætó. Nú fer meirihlutinn með umboð fyrir 60% eignarhlut í Strætó og ræður flestu sem hann vill og því hljóta þetta að vera mjög dapurleg tíðindi fyrir kjósendur meirihlutaflokkana í borginni að forysta þeirra sé svona getulaus í valdastól. Strætó er fastur í vítahring Það er ekkert mál fyrir stjórnmálamenn að lofa öllu fögru þegar aðrir eiga að taka reikninginn en þá gerist yfirleitt lítið. Því hafa meirihlutaflokkarnir sett mikinn metnað í að firra sig ábyrgð þrátt fyrir að láta kjósa sig í ábyrgðarstöður. Eftir höfðinu dansa limirnir og því kemur ekki á óvart að nú eigi að ráða vagnverði þrátt fyrir síbilandi greiðsluapp og setja þar með farþega í vonlausa stöðu. Með þessu fækkar farþegum enn frekar og tekjurnar lækka samfara auknum kostnaði sem leiðir til samdráttar í leiðakerfinu og vítahringurinn heldur áfram. Mitt rekstrarráð til Strætó er að hætta snarlega að eyða peningum í Klapp. Það er bara sokkinn kostnaður og að reyna rétta það app við er ávísun á meiri tíma- og peningasóun. Það sama gildir fyrir allar markaðsherferðir og launakostnað vegna nýrra vagnvarða á meðan þetta app er enn í notkun og þjónustan er svona óáreiðanleg. Þeim peningum væri miklu betur varið í nýtt greiðslukerfi líkt og það sem öll lönd í kringum okkur nota. Það þarf handbremsubeygju ef Strætó á að komast á rétta braut ekki vagnverði. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Strætó Samgöngur Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Uppskriftin af velheppnuðum strætisvagnasamgöngum er alls ekki flókin. Þú þarft: allflestar biðstöðvar séu í mest 5 mínútna fjarlægð, vagnarnir komi á 10 mínútna fresti, stundvísi, hóflegt gjald og að það taki ekki alltof langan tíma að ferðast með Strætó miðað við aðra ferðamáta. Leiðakerfið sjálft þarf svo að vera viðunandi auk tækni sem styður við markmiðin og útkoman verður farsælt fyrirkomulag almenningssamgangna. Þróunin hjá Strætó hefur verið frekar í þá átt að minnka þjónustuna svo sem fækkun biðstöðva í úthverfunum, lengri bið eftir næsta vagni, hækkun fargjaldsins, nýtt greiðslukerfi sem bilar í helmingi tilfella, eða óstundvísir vagnar sem eru ýmist of snemma eða of seint á ferð. Þetta er uppskriftin að vonlausu strætisvagnakerfi og þá duga dýrar markaðsherferðir Strætó skammt því reynslan kennir nýjum farþegum að forðast Strætó. Hvers eiga farþegar að gjalda? Það sést á nýjasta útspili Strætó að vera með vagnverði sem ganga um og sekta fólk í vögnunum sem getur ekki sýnt fram á greiðslu að Strætó er í mikilli afneitun. Langalgengasta umkvörtunarefni farþega er vegna greiðsluappsins Klapp sem bilar í tíma og ótíma og ekki er Klappkortið mikið skárra. Vegna tafanna sem því fylgja hafa sumir vagnstjórar bara hleypt farþegum í Klappvanda um borð, sem eru hárrétt viðbrögð. Enda mikilvægara að halda í þá farþega sem enn hætta sér í vagnanna frekar en að sparka fólki út alla daga. En hvernig bregðast stjórnendur Strætó við þessu? Ekki með því að fleygja Klapp appinu og taka bara upp einfalt posakerfi við biðstöðvar. Nei, þeirra lausn er að halda í ónýta kerfið og sekta og kasta óheppnum farþegum út úr vögnunum í staðinn. Talandi um að byrja á öfugum enda. Nú hefur vinstri meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og ýmist Vinstri grænna eða Framsóknar verið við stjórnvölinn í Reykjavík og stjórn Strætó í 15 ár. Allir þessir flokkar státa sig af því að vera sérlegir styðjendur almenningssamgangna, sem stenst enga skoðun þegar verkin eru látin tala. Þegar allt er alltaf öðrum að kenna Þrátt fyrir árlegar yfirlýsingar um sterkan fjárhag borgarinnar neita meirihlutaflokkarnir að setja krónu meira í Strætó. Því þeim finnst að ríkið, sem rekur m.a. heilbrigðiskerfið, löggæsluna og menntakerfið og hefur nýlega veitt ríflega fjárstyrki vegna Covid og náttúruhamfara í Grindavík, eigi líka að fjármagna vandræðaganginn við rekstur Strætó. Þar til það gerist er ríkinu kennt um hversu Strætó sé lélegur og óstjórnin látin ráða för í rekstrinum. Sömuleiðis skreyta þessir flokkar sig með Borgarlínu en fást þó hvorki til að greiða fyrir Borgarlínuna né rekstur hennar, því ríkið á að gera það líka. Svo fellir meirihlutinn nánast allar tillögur Sjálfstæðismanna um að bæta Strætó því síðan 2018 hefur Borgarlínan átt að leysa vandann. Sumir borgarfulltrúar meirihlutans hafa svo brugðið á það ráð að kenna Sjálfstæðismönnum um óvinsældir Strætó, þeir séu alltaf að tala Strætó niður. Að hlusta á farþega kvarta undan lélegri þjónustu og aðgerðarleysi er sem sagt ástæða þess að þjónustan sé svona léleg samkvæmt þessum borgarfulltrúum. Það er einnig áberandi orðræða hjá meirihlutaflokkunum að hin sveitarfélögin þar sem Sjálfstæðisflokkurinn situr í meirihluta standi í vegi fyrir bættum Strætó. Nú fer meirihlutinn með umboð fyrir 60% eignarhlut í Strætó og ræður flestu sem hann vill og því hljóta þetta að vera mjög dapurleg tíðindi fyrir kjósendur meirihlutaflokkana í borginni að forysta þeirra sé svona getulaus í valdastól. Strætó er fastur í vítahring Það er ekkert mál fyrir stjórnmálamenn að lofa öllu fögru þegar aðrir eiga að taka reikninginn en þá gerist yfirleitt lítið. Því hafa meirihlutaflokkarnir sett mikinn metnað í að firra sig ábyrgð þrátt fyrir að láta kjósa sig í ábyrgðarstöður. Eftir höfðinu dansa limirnir og því kemur ekki á óvart að nú eigi að ráða vagnverði þrátt fyrir síbilandi greiðsluapp og setja þar með farþega í vonlausa stöðu. Með þessu fækkar farþegum enn frekar og tekjurnar lækka samfara auknum kostnaði sem leiðir til samdráttar í leiðakerfinu og vítahringurinn heldur áfram. Mitt rekstrarráð til Strætó er að hætta snarlega að eyða peningum í Klapp. Það er bara sokkinn kostnaður og að reyna rétta það app við er ávísun á meiri tíma- og peningasóun. Það sama gildir fyrir allar markaðsherferðir og launakostnað vegna nýrra vagnvarða á meðan þetta app er enn í notkun og þjónustan er svona óáreiðanleg. Þeim peningum væri miklu betur varið í nýtt greiðslukerfi líkt og það sem öll lönd í kringum okkur nota. Það þarf handbremsubeygju ef Strætó á að komast á rétta braut ekki vagnverði. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun