Erum einfaldlega saman á báti Hildur Sverrisdóttir skrifar 23. nóvember 2023 07:00 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað og áfram eru vísbendingar um að tekið sé að hægja á einkaneyslu og fjárfestingu. Því miður hafa verðbólguhorfur þó versnað, spennan í þjóðarbúinu reynist meiri og gengi krónunnar lækkað. Verðbólguvæntingar hafa einnig haldist háar og kostnaðarhækkanir haft meiri áhrif á verðbólgu en áður. Auk óvissu vegna efnahagslegra áhrifa í kjölfar jarðhræringa á Reykjanesi benda þessir þættir til þess að mögulega þurfi að herða taumhald peningastefnunnar enn frekar. Ekki ómöguleg staða Verðbólguskeiðið núverandi hófst með verðhækkunum sem tengdust framleiðsluhökti vegna heimsfaraldurs Covid og sóttvarnaráðstafana vegna hans. Einnig hafði áhrif hækkun orku-, gas- og hrávöruverðs vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, sem svo ágerðust vegna mikillar eftirspurnar eftir að efnahagsleg áhrif faraldursins runnu sitt skeið. Þrátt fyrir að ástæður þessarar stöðu sé hægt að greina og útskýra gerir það stöðuna ekki minna krefjandi en hún er blessunarlega ekki ómöguleg. Mismunandi hlutverk að sameiginlegu markmiði Til að vinna okkur út úr þessari stöðu hafa allir mismunandi hlutverki að gegna en með sameiginlegt markmið; að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ríkisfjármálin hafa þar helst það hlutverk að ýta ekki undir þenslu í hagkerfinu sem gerist best með temprun á vexti útgjalda, hagræðingu og sífelldri vinnu gegn sóun í ríkisrekstri. Þó þingmönnum finnist alla jafna alltof skemmtilegt að gefa opinbera fjármuni til hins ýmsa má það hreinlega ekki vera lenskan núna. Þingið verður einfaldlega að standa undir sínu hlutverki í þessu verkefni. Það jákvæða er að það á að vera hægt að leysa úr þessari stöðu ef við sameinumst um það. Það hefur hægt á verðhækkunum og forsendur standa til að verðbólga og vextir lækki á nýju ári ef okkur lánast að réttar ákvarðanir verði teknar í sameiningu. Heildarmyndin verði áttavitinn Það er engin ástæða til að gera lítið úr áhrifum vaxta og verðbólgu á fólk, fyrirtæki og heimilin í landinu en þar verður að horfa á heildarmyndina og ákveða aðgerðirnar út frá henni. Með það fyrir augum að laun hafa hækkað mikið og kaupmáttur launa hefur þrátt fyrir allt aukist er til að mynda augljóst að viðlíka launahækkanir núna munu gera erfiða stöðu miklu verri. Hér mun reyna á og hér má ekki missa sjónar af staðreyndum heildarmyndarinnar. Það er verkefnið sem við verðum að vinna saman, bera sömu ábyrgð og ganga saman í sömu átt. Hvort sem það er Seðlabankinn, ríkisstjórnin, Alþingi eða aðilar vinnumarkaðsins.Við erum öll saman á þessum báti og ef við reynum að sigla hvert í sína átt er algjörlega fyrirsjáanlegt að brotsjórinn skelli jafnt á okkur öllum. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Kjaramál Verðlag Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Íslenska krónan Seðlabankinn Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað og áfram eru vísbendingar um að tekið sé að hægja á einkaneyslu og fjárfestingu. Því miður hafa verðbólguhorfur þó versnað, spennan í þjóðarbúinu reynist meiri og gengi krónunnar lækkað. Verðbólguvæntingar hafa einnig haldist háar og kostnaðarhækkanir haft meiri áhrif á verðbólgu en áður. Auk óvissu vegna efnahagslegra áhrifa í kjölfar jarðhræringa á Reykjanesi benda þessir þættir til þess að mögulega þurfi að herða taumhald peningastefnunnar enn frekar. Ekki ómöguleg staða Verðbólguskeiðið núverandi hófst með verðhækkunum sem tengdust framleiðsluhökti vegna heimsfaraldurs Covid og sóttvarnaráðstafana vegna hans. Einnig hafði áhrif hækkun orku-, gas- og hrávöruverðs vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, sem svo ágerðust vegna mikillar eftirspurnar eftir að efnahagsleg áhrif faraldursins runnu sitt skeið. Þrátt fyrir að ástæður þessarar stöðu sé hægt að greina og útskýra gerir það stöðuna ekki minna krefjandi en hún er blessunarlega ekki ómöguleg. Mismunandi hlutverk að sameiginlegu markmiði Til að vinna okkur út úr þessari stöðu hafa allir mismunandi hlutverki að gegna en með sameiginlegt markmið; að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ríkisfjármálin hafa þar helst það hlutverk að ýta ekki undir þenslu í hagkerfinu sem gerist best með temprun á vexti útgjalda, hagræðingu og sífelldri vinnu gegn sóun í ríkisrekstri. Þó þingmönnum finnist alla jafna alltof skemmtilegt að gefa opinbera fjármuni til hins ýmsa má það hreinlega ekki vera lenskan núna. Þingið verður einfaldlega að standa undir sínu hlutverki í þessu verkefni. Það jákvæða er að það á að vera hægt að leysa úr þessari stöðu ef við sameinumst um það. Það hefur hægt á verðhækkunum og forsendur standa til að verðbólga og vextir lækki á nýju ári ef okkur lánast að réttar ákvarðanir verði teknar í sameiningu. Heildarmyndin verði áttavitinn Það er engin ástæða til að gera lítið úr áhrifum vaxta og verðbólgu á fólk, fyrirtæki og heimilin í landinu en þar verður að horfa á heildarmyndina og ákveða aðgerðirnar út frá henni. Með það fyrir augum að laun hafa hækkað mikið og kaupmáttur launa hefur þrátt fyrir allt aukist er til að mynda augljóst að viðlíka launahækkanir núna munu gera erfiða stöðu miklu verri. Hér mun reyna á og hér má ekki missa sjónar af staðreyndum heildarmyndarinnar. Það er verkefnið sem við verðum að vinna saman, bera sömu ábyrgð og ganga saman í sömu átt. Hvort sem það er Seðlabankinn, ríkisstjórnin, Alþingi eða aðilar vinnumarkaðsins.Við erum öll saman á þessum báti og ef við reynum að sigla hvert í sína átt er algjörlega fyrirsjáanlegt að brotsjórinn skelli jafnt á okkur öllum. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun