Sérðu svart? Halla Helgadóttir skrifar 22. nóvember 2023 12:00 Framundan er hátíð ljóss og friðar - og neyslu. Þá er mikilvægt að vanda valið. Hvaðan kemur það sem keypt er, er það vandað, hvernig eru gæðin, hver bjó það til og við hvaða aðstæður, var framleiðslan mengandi, fékk starfsfólkið sanngjörn laun, hvað með flutninginn? Og svo má spyrja sig hvort eitthvað vanti yfirhöfuð? Mikilvægi hringrásar er stöðugt að aukast. Flest sem við búum til og neytum þarf að hugsa upp á nýtt. Hvort sem um er að ræða byggingarefni, húsbúnað, bíla, matvæli eða fatnað þarf að huga að hringrás efna og sjálfbærri neyslu. Að tryggja hringrás efna getur verið mjög spennandi og skemmtilegt verkefni eins og hver önnur nýsköpun, enda hefur endurtekning og stöðnun aldrei verið leiðin áfram, hvorki fyrr né síðar. Skapandi aðferðir hönnuða og áhugi þeirra á nýjum hugmyndum og nálgun er öflug og spennandi leið til að endurhugsa og skapa vörur sem standast kröfur hringrásar. Við sjáum mörg dæmi um þetta nú þegar á Íslandi, og þeim er sífellt að fjölga. Þess vegna getur verið góð leið að velja íslenskar hannaðar vörur, enda leggja margir íslenskir hönnuðir og fyrirtæki áherslu á umhverfisáhrif, hringrás, verðmætasköpun og jákvæð áhrif á samfélagið. Fjölmargar sýningar og verkefni á HönnunarMars og tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands sýna þetta og sanna. Að efla íslenska hönnun getur verið mikilvægur þáttur í að sporna við og lágmarka neikvæð áhrif neyslu. Neytendur velja sjálfbærar vörur og þjónustu í auknum mæli og því skipta sjálfbærniáherslur máli þegar kemur að samkeppnishæfni fyrirtækja. Í nýrri skýrslu vísindanefndar um loftslagsmál stendur: Listafólk, hönnuðir og arkitektar sinna rannsóknum á sambandi manneskju og umhverfis. Framlag þeirra er afar mikilvægt til að varpa ljósi á afleiðingar loftslagsbreytinga og aðgerða gegn þeim, enda eru aðferðir þeirra og nálgun á viðfangsefnið skapandi, spennandi og aðgengileg almenningi. Við lifum á tímum mikilla breytinga sem kallar á nýjar og áhugaverðar áherslur í nýsköpun, ekki síst í okkar áþreifanlega lífi, umfram það stafræna sem fyrir löngu er búið að umturna. Þetta kallar á breytta kauphegðun, hætta að leggja áherslu á magn og fjölda og kaupa þess í stað vandaðar vörur, velja gæði og það sem endist. Kaupa það sem búið er til í nærumhverfi, úr vönduðum efnum sem standast tímans tönn, framleitt við aðstæður sem við myndum bjóða börnunum okkar upp á og hvetja þannig til umhverfisvænni hönnunar, framleiðslu og góðrar neysluhegðunar. Þessa dagana dynja tilboð á okkur úr öllum áttum. Vertíð neyslu er hafin af fullum krafti og mikilvægt að vera vakandi og velta fyrir sér hvort þessi tilboðaflaumur og hávaði sé mögulega ómur hverfandi fortíðar, enda fyrir löngu orðið hallærislegt að eyða tíma sínum í að rembast við að eiga mest, flest og dýrast. Tíðarandinn er annar og kallar á lífsgæði sem felast í því að eiga færra og betra, njóta stundarinnar og upplifa, vera sniðug, frumleg, fyndin og nægjusöm svo við getum öll séð birtuna og ljósið framundan. Höfundur er framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Helgadóttir Neytendur Tíska og hönnun Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Framundan er hátíð ljóss og friðar - og neyslu. Þá er mikilvægt að vanda valið. Hvaðan kemur það sem keypt er, er það vandað, hvernig eru gæðin, hver bjó það til og við hvaða aðstæður, var framleiðslan mengandi, fékk starfsfólkið sanngjörn laun, hvað með flutninginn? Og svo má spyrja sig hvort eitthvað vanti yfirhöfuð? Mikilvægi hringrásar er stöðugt að aukast. Flest sem við búum til og neytum þarf að hugsa upp á nýtt. Hvort sem um er að ræða byggingarefni, húsbúnað, bíla, matvæli eða fatnað þarf að huga að hringrás efna og sjálfbærri neyslu. Að tryggja hringrás efna getur verið mjög spennandi og skemmtilegt verkefni eins og hver önnur nýsköpun, enda hefur endurtekning og stöðnun aldrei verið leiðin áfram, hvorki fyrr né síðar. Skapandi aðferðir hönnuða og áhugi þeirra á nýjum hugmyndum og nálgun er öflug og spennandi leið til að endurhugsa og skapa vörur sem standast kröfur hringrásar. Við sjáum mörg dæmi um þetta nú þegar á Íslandi, og þeim er sífellt að fjölga. Þess vegna getur verið góð leið að velja íslenskar hannaðar vörur, enda leggja margir íslenskir hönnuðir og fyrirtæki áherslu á umhverfisáhrif, hringrás, verðmætasköpun og jákvæð áhrif á samfélagið. Fjölmargar sýningar og verkefni á HönnunarMars og tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands sýna þetta og sanna. Að efla íslenska hönnun getur verið mikilvægur þáttur í að sporna við og lágmarka neikvæð áhrif neyslu. Neytendur velja sjálfbærar vörur og þjónustu í auknum mæli og því skipta sjálfbærniáherslur máli þegar kemur að samkeppnishæfni fyrirtækja. Í nýrri skýrslu vísindanefndar um loftslagsmál stendur: Listafólk, hönnuðir og arkitektar sinna rannsóknum á sambandi manneskju og umhverfis. Framlag þeirra er afar mikilvægt til að varpa ljósi á afleiðingar loftslagsbreytinga og aðgerða gegn þeim, enda eru aðferðir þeirra og nálgun á viðfangsefnið skapandi, spennandi og aðgengileg almenningi. Við lifum á tímum mikilla breytinga sem kallar á nýjar og áhugaverðar áherslur í nýsköpun, ekki síst í okkar áþreifanlega lífi, umfram það stafræna sem fyrir löngu er búið að umturna. Þetta kallar á breytta kauphegðun, hætta að leggja áherslu á magn og fjölda og kaupa þess í stað vandaðar vörur, velja gæði og það sem endist. Kaupa það sem búið er til í nærumhverfi, úr vönduðum efnum sem standast tímans tönn, framleitt við aðstæður sem við myndum bjóða börnunum okkar upp á og hvetja þannig til umhverfisvænni hönnunar, framleiðslu og góðrar neysluhegðunar. Þessa dagana dynja tilboð á okkur úr öllum áttum. Vertíð neyslu er hafin af fullum krafti og mikilvægt að vera vakandi og velta fyrir sér hvort þessi tilboðaflaumur og hávaði sé mögulega ómur hverfandi fortíðar, enda fyrir löngu orðið hallærislegt að eyða tíma sínum í að rembast við að eiga mest, flest og dýrast. Tíðarandinn er annar og kallar á lífsgæði sem felast í því að eiga færra og betra, njóta stundarinnar og upplifa, vera sniðug, frumleg, fyndin og nægjusöm svo við getum öll séð birtuna og ljósið framundan. Höfundur er framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar