Skoðun

Hve­nær er líf verð­mætt?

Davíð Aron Routley skrifar

Við erum rosalega upptekin af kerfum. Ef það er ekki kapitalismi þá er það sosialismi eða kommunismi. Hvaðan á peningurinn að koma til þess að laga öll vandamálin sem við höfum búið til? Peningur er fyrirbæri sem hefur ekkert verðmætagildi nema í huganum okkar.

Það sem hefur raunverulegt verðmætagildi er líf en við eyðileggjum það með því að tengja pening við verðmætagildi. Við erum svo upptekin af pening, hvað við notum hann í og kerfinu sem við tengjum hann við að við erum að eyðileggja hvað raunverulega skiptir máli, tréin, vötnin, líf í sjónum, líf á jörðinni, heilsuna okkar.

Hvernig getum við t.d. stutt við verðmætagildi kvenna í kerfi eins og á Íslandi sem styður við fyrirtæki sem gerir lítið úr konum? Búðir eins og H&m, Zara, New yorker með öðrum orðum hröð tíska (e. fast fashion)?, þessi fyrirtæki framleiða föt frá Bangladesh af konum sem hafa engin réttindi. Þær sauma föt með engin laun, í meiri en 10 tíma á dag, í byggingum sem eiga það til að hrynja og skilur þessar konur inn í rústunum bara svo restin að heiminum getur keypt föt á ódýru verði.

Þessi punktur á enganveginn að lítillækka kvennabaráttuna á Íslandi heldur vekja athygli á spurningunni hvenær er líf verðmætt? Ef að eitt líf er verðmætt, ættu ekki önnur líf að vera það líka? Skiptir máli hvar við búum uppá verðmætagildið okkar að gera, hvaða nám við höfum klárað eða í hvaða efnahagstétt við erum í?

Hvernig getum við notað okkar líf núna til þess að vekja athygli á verðmætagildi annarra án þess að verðmætagildið okkar lækkar? Þegar að við áttum okkur á því að öll líf þurfa að vera verðmæt þá getum við loksins fengið meira jafnvægi á jörðinni sem er svo gríðarlega raskað bara af tilveru mannkynsins.

Gætum við gengið í gömlum fötum til þess að styðjast við fólkið í Bangladesh? Gætum við sleppt því að endurnýja raftæki til þess að styðjast við fólkið í Congo? Gætum við sleppt því að kaupa svona mikið súkkulaði til að styðjast við fólkið á Fílabeinsströndinni?

Gætum við gengið, hjólað í vinnuna, skólann?

Gætum við hætt að nota plast?

Eða myndi verðmætagildið okkar lækka?

Hvernig getum við haft áhrif svo fólk hætti að þjáðst vegna neyslu okkar?

Vegna þess að okkar neysla og að við séum ekki að tala um vandamálið er að hafa skelfileg áhrif á líf í löndum sem við heyrum aldrei talað um í fjölmiðlum

Höfundur er stofnandi síðunnar heilsa103.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×