Orkulaus ríkisstjórn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 21. nóvember 2023 09:54 Frammistaða ríkisstjórnarinnar í orkumálum var nýlega rakin á haustfundi Landsvirkjunar. Þröng staða blasir við heimilum næstu árin þar sem þau eru afgangsstærð í baráttunni um raforku, leyfisveitingaferli nýrra virkjana er komið út í skurð og háleit markmið Íslands í orkuskiptum virðast að engu orðin. Öll spjót standa á ríkisstjórninni þessa dagana vegna hægagangs í baráttunni við loftslagsbreytingar. Sundruð ríkisstjórn hefur á undanförnum árum sýnt að hún getur ekki tekið þær ákvarðanir sem þarf að taka sem aftur birtist í vaxandi losun gróðurhúsalofttegunda, innflutningsmeti á olíu og stöðnun í uppbyggingu endurnýjanlegrar raforkuvinnslu. Til að bregðast við þessari varhugaverðu stöðu þarf Alþingi að sameinast og búa svo um hnútana að heimilum og smærri fyrirtækjum sé tryggð næg raforka. Það má ekki gerast að hæstbjóðendur ryksugi upp þá litlu raforku sem ekki er bundin í langtímasamningum og ekkert verði eftir handa öðrum bara vegna þess að beðið er eftir nýjum virkjunum. Næsta ríkisstjórn verður að gera það að forgangsmáli að hraða leyfisveitingum og taka ferli rammaáætlunar til endurskoðunar svo hún virki sem skyldi. Gæta þarf þess að næg orka sé til staðar í nýtingarflokki til að knýja orkuskipti og mæta orkueftirspurn framtíðar. Þá ætti að vera markmið stjórnvalda að það taki umtalsvert skemmri tíma fyrir virkjanakosti í nýtingarflokki að fá þau leyfi sem þarf til að geta hafið framkvæmdir. Til viðbótar bíður nýrrar ríkisstjórnar að taka til í málaflokki orkuskipta. Hún mun þurfa að skerpa á óljósum markmiðum í orkuskiptum Íslands og tryggja að fyrir liggi tímasett orkuskiptaáætlun. Kyrrstaðan í orkuskiptum verður ekki rofin með því að eingöngu afla meiri raforku, eins og ráðherrann hefur haldið fram, heldur þarf flutningskerfið að vera traust um allt land og notendur þurfa að sjá hag af því að skipta um orkugjafa. Hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtæki, allt frá rafbíl í Reykjavík til togara á Reyðarfirði. Því þarf að ná fram með efnahagslegum hvötum. Ívilnanir þurfa að vera fyrir hendi og þær ætti að fjármagna með tekjum ríkisins af hærri kolefnisgjöldum og ETS losunarheimildum. Með skýrri hugmyndafræði og fjármögnuðum aðgerðum er sannarlega hægt að ná raunverulegum árangri. Tækifærin blasa við. Vandamál almennings er hins vegar að ríkisstjórnin er langt frá því að geta sameinast um hugmyndafræði og aðgerðir. Þess vegna verður kyrrstaða reyndin þar til ný ríkisstjórn tekur við. Allar stórar ákvarðanir í orkumálum virðast bíða nýrrar ríkisstjórnar sem þarf að standa sameinuð um sýn og aðgerðir og hafa kjarkinn til að taka stórar ákvarðanir. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Viðreisn Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Frammistaða ríkisstjórnarinnar í orkumálum var nýlega rakin á haustfundi Landsvirkjunar. Þröng staða blasir við heimilum næstu árin þar sem þau eru afgangsstærð í baráttunni um raforku, leyfisveitingaferli nýrra virkjana er komið út í skurð og háleit markmið Íslands í orkuskiptum virðast að engu orðin. Öll spjót standa á ríkisstjórninni þessa dagana vegna hægagangs í baráttunni við loftslagsbreytingar. Sundruð ríkisstjórn hefur á undanförnum árum sýnt að hún getur ekki tekið þær ákvarðanir sem þarf að taka sem aftur birtist í vaxandi losun gróðurhúsalofttegunda, innflutningsmeti á olíu og stöðnun í uppbyggingu endurnýjanlegrar raforkuvinnslu. Til að bregðast við þessari varhugaverðu stöðu þarf Alþingi að sameinast og búa svo um hnútana að heimilum og smærri fyrirtækjum sé tryggð næg raforka. Það má ekki gerast að hæstbjóðendur ryksugi upp þá litlu raforku sem ekki er bundin í langtímasamningum og ekkert verði eftir handa öðrum bara vegna þess að beðið er eftir nýjum virkjunum. Næsta ríkisstjórn verður að gera það að forgangsmáli að hraða leyfisveitingum og taka ferli rammaáætlunar til endurskoðunar svo hún virki sem skyldi. Gæta þarf þess að næg orka sé til staðar í nýtingarflokki til að knýja orkuskipti og mæta orkueftirspurn framtíðar. Þá ætti að vera markmið stjórnvalda að það taki umtalsvert skemmri tíma fyrir virkjanakosti í nýtingarflokki að fá þau leyfi sem þarf til að geta hafið framkvæmdir. Til viðbótar bíður nýrrar ríkisstjórnar að taka til í málaflokki orkuskipta. Hún mun þurfa að skerpa á óljósum markmiðum í orkuskiptum Íslands og tryggja að fyrir liggi tímasett orkuskiptaáætlun. Kyrrstaðan í orkuskiptum verður ekki rofin með því að eingöngu afla meiri raforku, eins og ráðherrann hefur haldið fram, heldur þarf flutningskerfið að vera traust um allt land og notendur þurfa að sjá hag af því að skipta um orkugjafa. Hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtæki, allt frá rafbíl í Reykjavík til togara á Reyðarfirði. Því þarf að ná fram með efnahagslegum hvötum. Ívilnanir þurfa að vera fyrir hendi og þær ætti að fjármagna með tekjum ríkisins af hærri kolefnisgjöldum og ETS losunarheimildum. Með skýrri hugmyndafræði og fjármögnuðum aðgerðum er sannarlega hægt að ná raunverulegum árangri. Tækifærin blasa við. Vandamál almennings er hins vegar að ríkisstjórnin er langt frá því að geta sameinast um hugmyndafræði og aðgerðir. Þess vegna verður kyrrstaða reyndin þar til ný ríkisstjórn tekur við. Allar stórar ákvarðanir í orkumálum virðast bíða nýrrar ríkisstjórnar sem þarf að standa sameinuð um sýn og aðgerðir og hafa kjarkinn til að taka stórar ákvarðanir. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar