Dropinn holar steininn Alexandra Briem skrifar 20. nóvember 2023 17:30 20. nóvember er dagur þar sem við minnumst þess trans fólks sem við höfum misst. Fólk sem hefur orðið ofbeldi að bráð eða hefur fallið fyrir eigin hendi í kjölfar útskúfunar samfélagsins eða vegna þeirrar vanlíðunar sem það veldur að fá ekki viðeigandi þjónustu. Því miður er sá listi langur. Og því miður er þróunin í heiminum á þann veg að við eigum í vök að verjast. Víða í Bandaríkjunum og Evrópu eru miklir peningar settir í ófrægingarherferðir gegn trans fólki, við sökuð um að vilja innræta börnum að vera trans, eða þaðan af verra. Við erum bersýnilega orðin megin skotspónn afturhaldsafla í heiminum. Við sjáum það í harðari orðræðu og innfluttum áróðri, og við sjáum það í afturförum í löggjöf. Bæði í mörgum fylkjum Bandaríkjanna og í löndum evrópu hafa reglur um meðferð vegna kynleiðréttingar verðir hertar og í sumum tilfellum hafa þær verið bannaðar alfarið. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að við missum fleiri. Fleiri verða fórnarlömb ofbeldis, færri fá þá læknisþjónustu sem þau þarfnast. Fleiri verða áfram meiri neikvæðni og þunglyndi að bráð. Þess vegna er mikilvægara en nokkru sinni að láta ekki undan. Því meir sem á móti blæs, þeim mun meira munar um allan stuðning. Hjá Reykjavíkurborg höfum við viljað standa eins og við getum með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Við erum með samning um hinseginfræðslu við Samtökin 78, við rekum hinsegin félagsmiðstöð sem er gífurlega mikið notuð og til marks um þörfina fyrir sams konar félagsmiðstöðvar víðar. Við erum eina sveitarfélagið á landinu sem er með sérfræðing í hinsegin málefnum og við höfum í hvívetna beitt okkur fyrir því að auka jafnrétti og bæta sýnileika. Nýlega vorum við gestgjafar ráðstefnu Regnbogaborga (e. Rainbow cities) og sá viðburður gekk einstaklega vel. Við höfum þar að auki staðið fyrir regnbogavottun starfsstaða og í dag eru 62 starfsstaðir borgarinnar regnbogavottaðir og þeim fer fjölgandi. Auðvitað er meira sem þarf að gera, en þess þá heldur skiptir máli að halda áfram og gera það. Við þurfum að minnast þeirra sem við höfum misst, en við þurfum líka að einsetja okkur að berjast gegn bakslaginu sem er í gangi. Við þurfum að muna að okkar ábyrgð er að búa til samfélag þar sem fólk glatar ekki lífinu vegna þess hvert kyn þeirra eða kynferði er. Það tekur tíma, en skilar árangri. Íslenskt samfélag hefur sýnt mikla samstöðu í nýlegum stormum og ég hef fulla trú á því að við munum halda áfram á þeirri braut að búa hér til fjölbreytt og öflugt samfélag sem við getum verið stolt af! Höfundur er borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Alexandra Briem Málefni trans fólks Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
20. nóvember er dagur þar sem við minnumst þess trans fólks sem við höfum misst. Fólk sem hefur orðið ofbeldi að bráð eða hefur fallið fyrir eigin hendi í kjölfar útskúfunar samfélagsins eða vegna þeirrar vanlíðunar sem það veldur að fá ekki viðeigandi þjónustu. Því miður er sá listi langur. Og því miður er þróunin í heiminum á þann veg að við eigum í vök að verjast. Víða í Bandaríkjunum og Evrópu eru miklir peningar settir í ófrægingarherferðir gegn trans fólki, við sökuð um að vilja innræta börnum að vera trans, eða þaðan af verra. Við erum bersýnilega orðin megin skotspónn afturhaldsafla í heiminum. Við sjáum það í harðari orðræðu og innfluttum áróðri, og við sjáum það í afturförum í löggjöf. Bæði í mörgum fylkjum Bandaríkjanna og í löndum evrópu hafa reglur um meðferð vegna kynleiðréttingar verðir hertar og í sumum tilfellum hafa þær verið bannaðar alfarið. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að við missum fleiri. Fleiri verða fórnarlömb ofbeldis, færri fá þá læknisþjónustu sem þau þarfnast. Fleiri verða áfram meiri neikvæðni og þunglyndi að bráð. Þess vegna er mikilvægara en nokkru sinni að láta ekki undan. Því meir sem á móti blæs, þeim mun meira munar um allan stuðning. Hjá Reykjavíkurborg höfum við viljað standa eins og við getum með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Við erum með samning um hinseginfræðslu við Samtökin 78, við rekum hinsegin félagsmiðstöð sem er gífurlega mikið notuð og til marks um þörfina fyrir sams konar félagsmiðstöðvar víðar. Við erum eina sveitarfélagið á landinu sem er með sérfræðing í hinsegin málefnum og við höfum í hvívetna beitt okkur fyrir því að auka jafnrétti og bæta sýnileika. Nýlega vorum við gestgjafar ráðstefnu Regnbogaborga (e. Rainbow cities) og sá viðburður gekk einstaklega vel. Við höfum þar að auki staðið fyrir regnbogavottun starfsstaða og í dag eru 62 starfsstaðir borgarinnar regnbogavottaðir og þeim fer fjölgandi. Auðvitað er meira sem þarf að gera, en þess þá heldur skiptir máli að halda áfram og gera það. Við þurfum að minnast þeirra sem við höfum misst, en við þurfum líka að einsetja okkur að berjast gegn bakslaginu sem er í gangi. Við þurfum að muna að okkar ábyrgð er að búa til samfélag þar sem fólk glatar ekki lífinu vegna þess hvert kyn þeirra eða kynferði er. Það tekur tíma, en skilar árangri. Íslenskt samfélag hefur sýnt mikla samstöðu í nýlegum stormum og ég hef fulla trú á því að við munum halda áfram á þeirri braut að búa hér til fjölbreytt og öflugt samfélag sem við getum verið stolt af! Höfundur er borgarfulltrúi Pírata.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun