Úrræði fyrir grindvísk skólabörn tekin í gagnið í næstu viku Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. nóvember 2023 14:00 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur. Stjórnsýsla bæjarins er komin með aðsetur í ráðhúsi Reykjavíkur, svo áfram megi reka sveitarfélagið. Vísir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að fyrstu formlegu úrræði grindvískra skólabarna verði tekin í gagnið í skólum í Reykjavík á miðvikudaginn. Þetta segir hann á upplýsingafundi Almannavarna sem haldinn var í Skógarhlíð í dag. „Við erum að reyna að bæta upplýsingagjöf eins og við mögulega getum. Aðeins talandi um fræðslumálin þá fór mikil vinna í gang strax síðustu helgi á vegum fræðslusviðsins okkar og kennara, skólastjóra í grunnskólum og leikskólum að reyna að halda óskiptu skólahaldi fyrir börnin og ég get sagt frá því að fyrstu formlegu úrræðin verða tekin í gagnið í skólum Reykjavíkurborgar hér á miðvikudaginn kemur.“ Eðlilegt að skólinn sé ekki í forgangi Hann segir einnig að verið sé að reyna að koma leikskólamálum í réttan farveg. Hann segist einnig vita að eðlilegt sé að fólk setji ekki skólann í forgang þegar það veit ekki hver búsetuúrræði þeirra verði næstu vikurnar. „Sama er að segja um leikskólamálin, við erum að reyna er að koma þeim í réttan farveg. Það er eðlilegt að fólk sem ekki veit um framtíð sína eða búsetuúrræði næstu vikurnar sé ekki endilega að setja það í forgang að setja börnin sín í skóla núna, ef þau verða kannski tekin upp eftir stuttan tíma og færð annað. En þetta er allt gert með hagsmuni barnanna í huga.“ Atvinnurekendur komi sér fyrir á höfuðborgarsvæðinu Fannar segir að Grindavíkurbær sé komin í þéttara samband við grindvísk fyrirtæki og að mikilvægt sé að þau geti haldið sem minnst skertri starfsemi áfram í nærliggjandi sveitarfélögum. „Eitt af því sem veldur auðvitað fólki áhyggjum fjárhagslega er að missa vinnuna sína. Þá rofni ráðningarsamband við vinnuveitendur. Ríkisstjórnin hefur brugðist vel við því. Við erum núna komin í þéttara samband við fyrirtækin og erum að fá tilboð frá ýmsum aðilum um að atvinnurekendur í Grindavík geti komið sér fyrir hérna á höfuðborgarsvæðinu og haldið sem minnst skertri starfsemi áfram. Það er einn af þessum lykilþáttum sem skipta máli og við erum að fá góða aðstoð við.“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Sjá meira
„Við erum að reyna að bæta upplýsingagjöf eins og við mögulega getum. Aðeins talandi um fræðslumálin þá fór mikil vinna í gang strax síðustu helgi á vegum fræðslusviðsins okkar og kennara, skólastjóra í grunnskólum og leikskólum að reyna að halda óskiptu skólahaldi fyrir börnin og ég get sagt frá því að fyrstu formlegu úrræðin verða tekin í gagnið í skólum Reykjavíkurborgar hér á miðvikudaginn kemur.“ Eðlilegt að skólinn sé ekki í forgangi Hann segir einnig að verið sé að reyna að koma leikskólamálum í réttan farveg. Hann segist einnig vita að eðlilegt sé að fólk setji ekki skólann í forgang þegar það veit ekki hver búsetuúrræði þeirra verði næstu vikurnar. „Sama er að segja um leikskólamálin, við erum að reyna er að koma þeim í réttan farveg. Það er eðlilegt að fólk sem ekki veit um framtíð sína eða búsetuúrræði næstu vikurnar sé ekki endilega að setja það í forgang að setja börnin sín í skóla núna, ef þau verða kannski tekin upp eftir stuttan tíma og færð annað. En þetta er allt gert með hagsmuni barnanna í huga.“ Atvinnurekendur komi sér fyrir á höfuðborgarsvæðinu Fannar segir að Grindavíkurbær sé komin í þéttara samband við grindvísk fyrirtæki og að mikilvægt sé að þau geti haldið sem minnst skertri starfsemi áfram í nærliggjandi sveitarfélögum. „Eitt af því sem veldur auðvitað fólki áhyggjum fjárhagslega er að missa vinnuna sína. Þá rofni ráðningarsamband við vinnuveitendur. Ríkisstjórnin hefur brugðist vel við því. Við erum núna komin í þéttara samband við fyrirtækin og erum að fá tilboð frá ýmsum aðilum um að atvinnurekendur í Grindavík geti komið sér fyrir hérna á höfuðborgarsvæðinu og haldið sem minnst skertri starfsemi áfram. Það er einn af þessum lykilþáttum sem skipta máli og við erum að fá góða aðstoð við.“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Sjá meira