Lífið

Bílskúrsrækt og sól­stofa í Skerjafjarðarhöll

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Húsið var byggt árið 1961 af Gísla Halldórssyni arkitekt og er skráð 410 fermetrar.
Húsið var byggt árið 1961 af Gísla Halldórssyni arkitekt og er skráð 410 fermetrar. Miklaborg

Rúmlega fjögur hundruð fermetra einbýlishús er til sölu við Skeljanes í Skerjafirði. Eigendur þess eru Guðfinnur Stefánsson aðstoðarmaður Héraðsdómara Vesturlands og Linda Kristjánsdóttir læknir. 

Herbergi í húsinu eru tíu, þar af fimm svefnherbergi, og baðherbergi, eru fjögur. Tvær rúmgóðar og fullbúnar aukaíbúðir eru í kjallara, fimmtíu og sjötíu fermetrar að stærð. 

Merbau parket er á gólfum á miðhæð og efstu hæð. Snjóbræðsla er í stéttum fyrir framan hús og á göngustíg. Bílastæði fyrir allt að fjóra bíla fyrir framan bílskúr.

Eignin hefur verið töluvert uppgerð frá árinu 2017. Síðan þá hafa meðal annars gluggar, lagnir, gólfefni og baðherbergi verið endurnýjað. Nýr sólskáli var byggður við húsið árið 2019. Þrjú ár eru síðan húsið var pússað og málað að utan.

Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á nýjum fasteignavef Vísis. 

Garðurinn er lokaður, skjólsæll og gróinn. Hellulögð sólverönd er í garðinum.Miklaborg
Hjónaherbergi er mjög rúmgott með Merbau parketi og útgengt út á rúmgóðar svalir.Miklaborg
Tæplega fimmtíu fermetra bílskúr býður upp á marga möguleika. Hér hefur honum verið breytt í líkamsræktarrými. Miklaborg
Eldhús er rúmgott með góðum innréttingum og borðkrók.Miklaborg
Sólstofa er nýleg, með vínilparketi á gólfi og þaðan er útgengi út í lokaðan garð.Miklaborg
Fataherbergi er vel skipulagt. Miklaborg
Mikil lofthæð er í holi, sem opnast inn í eldhús, stofu, herbergi og stiga niður á neðri og upp á efri hæð.Miklaborg
Stofa er rúmgóð og björt með útgengi í sólskála.Miklaborg
Borðstofa er stílhrein og rúmgóð. Miklaborg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.