Landvernd styður Grindavík Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 13. nóvember 2023 07:00 Landvernd, umhverfissamtök sendu í gær sveitarstjóra Grindavíkur eftirfarandi bréf, sem er opið bréf til Grindvíkinga og stjórnvalda. Í bréfinu lýsa samtökin fullum stuðningi við nauðsynlegar framkvæmdir sem tryggja innviði og samfélag á hamfarasvæðum og bjóða fram aðstoð við vinnu í samræmi við markmið Landverndar um að verja og endurreisa náttúru og umhverfi eins og best hæfir náttúrulegum aðstæðum og búsetu í landinu. Kæri Fannar Jónasson, sveitarstjóri í Grindavík Landvernd, náttúruverndarsamtök, lýsa samstöðu og samkennd með Grindvíkingum á erfiðum tímum og bjóðast til leggja sitt af mörkum til aðstoðar í neyð. Samtökin bjóða því fram aðstoð sjálfboðaliða við ýmis störf og/eða við ráðgjöf vegna nauðsynlegra framkvæmda sem ráðast verður í til að tryggja líf og limi fólks og mikilvæga innviði á svæðinu sem nú er hættusvæði vegna skjálfta og eldsumbrota. Fjölmiðlar hafa spurt hvort Landvernd leggist gegn framkvæmdum við varnargarða sem áætlað er að reisa til að tryggja innviði í Svartsengi og nágrenni, leiki vafi á því hvort náttúruverndarlög séu virt. Og hyggist jafnvel kæra framkvæmdirnar. Svar Landverndar er að náttúruverndarsamtök eins og allir landsmenn setja öryggi íbúa á svæðinu í algjöran forgang, styðja nauðsynlegar framkvæmdir og treysta ráðgjöf vísindamanna um varnir sem ráðast þarf í. Samtökin treysta því einnig að fullt tillit verði tekið til umhverfisins á umbrotasvæðinu og leitast við að tryggja verndun náttúrunnar eins og hægt er í ríkjandi óvissuástandi. Auk þess að bjóða fram aðstoð núna, vill Landvernd styðja við risavaxin verkefnin framundan eins og hægt er. Þegar nauðsynleg vinna fer af stað við nýtt heildstætt áhættumat fyrir Reykjanessvæðið og framkvæmdir á grunni þess, býðst Landvernd líka til þess að koma að því starfi á grundvelli þess hlutverks sem samtökin gegna. Viðeigandi er að rifja upp að Grindavíkurbær er aðildarfélag í Landvernd og er það sérstök ánægja að bjóða fram aðstoð til sveitarfélags sem hefur um árabil styrkt náttúruvernd með aðild að Landvernd. Gangi Grindvíkingum allt í haginn. Fyrir hönd Landverndar. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Umhverfismál Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Björg Eva Erlendsdóttir Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Landvernd, umhverfissamtök sendu í gær sveitarstjóra Grindavíkur eftirfarandi bréf, sem er opið bréf til Grindvíkinga og stjórnvalda. Í bréfinu lýsa samtökin fullum stuðningi við nauðsynlegar framkvæmdir sem tryggja innviði og samfélag á hamfarasvæðum og bjóða fram aðstoð við vinnu í samræmi við markmið Landverndar um að verja og endurreisa náttúru og umhverfi eins og best hæfir náttúrulegum aðstæðum og búsetu í landinu. Kæri Fannar Jónasson, sveitarstjóri í Grindavík Landvernd, náttúruverndarsamtök, lýsa samstöðu og samkennd með Grindvíkingum á erfiðum tímum og bjóðast til leggja sitt af mörkum til aðstoðar í neyð. Samtökin bjóða því fram aðstoð sjálfboðaliða við ýmis störf og/eða við ráðgjöf vegna nauðsynlegra framkvæmda sem ráðast verður í til að tryggja líf og limi fólks og mikilvæga innviði á svæðinu sem nú er hættusvæði vegna skjálfta og eldsumbrota. Fjölmiðlar hafa spurt hvort Landvernd leggist gegn framkvæmdum við varnargarða sem áætlað er að reisa til að tryggja innviði í Svartsengi og nágrenni, leiki vafi á því hvort náttúruverndarlög séu virt. Og hyggist jafnvel kæra framkvæmdirnar. Svar Landverndar er að náttúruverndarsamtök eins og allir landsmenn setja öryggi íbúa á svæðinu í algjöran forgang, styðja nauðsynlegar framkvæmdir og treysta ráðgjöf vísindamanna um varnir sem ráðast þarf í. Samtökin treysta því einnig að fullt tillit verði tekið til umhverfisins á umbrotasvæðinu og leitast við að tryggja verndun náttúrunnar eins og hægt er í ríkjandi óvissuástandi. Auk þess að bjóða fram aðstoð núna, vill Landvernd styðja við risavaxin verkefnin framundan eins og hægt er. Þegar nauðsynleg vinna fer af stað við nýtt heildstætt áhættumat fyrir Reykjanessvæðið og framkvæmdir á grunni þess, býðst Landvernd líka til þess að koma að því starfi á grundvelli þess hlutverks sem samtökin gegna. Viðeigandi er að rifja upp að Grindavíkurbær er aðildarfélag í Landvernd og er það sérstök ánægja að bjóða fram aðstoð til sveitarfélags sem hefur um árabil styrkt náttúruvernd með aðild að Landvernd. Gangi Grindvíkingum allt í haginn. Fyrir hönd Landverndar. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun