Réttur til að vera laust við ofbeldi og áreitni í tengslum vinnu– boltinn er hjá stjórnvöldum Magnús M. Norðdahl skrifar 10. nóvember 2023 17:01 Samþykkt ILO - Alþjóða vinnumálastofnunarinnar, C-190, er fyrsti alþjóðlegi sáttmálinn sem tekur á ofbeldi og áreitni á vinnumarkaði og í atvinnulífinu. Hún var samþykkt á 100 ára afmælisþingi ILO í júní 2019 og tók gildi 25. júní sama ár. Samþykktin felur í sér sögulegt tækifæri til að móta framtíð sem byggir á reisn og virðingu fyrir þeim grundvallar réttindum alls launafólks að vera laust við ofbeldi og áreitni í tengslum við vinnu sína. Með ofbeldi og áreitni er átt við óviðunandi athafnir eða hegðun, einstök tilvik eða endurtekin, sem leiða eða geta leitt til líkamlegs, sálræns, kynferðislegs eða fjárhagslegs tjóns. Um getur verið að ræða bæði líkamlegt og andlegt ofbeldi og hótanir, kynferðislega áreitni, einelti o.fl. Hún gildir um ofbeldi eða áreitni sem á sér stað inni á vinnustöðum eða þar sem vinna er innt af hendi, í vinnuferðum, í vinnutengdum samskiptum þar á meðal rafrænum, í húsnæði sem atvinnurekandi leggur launafólki til og einnig á leið til og frá vinnu. Gerendur geta verið atvinnurekendur, stjórnendur, aðrir yfirmenn, samstarfsmenn sem og þriðju aðilar eins og viðskiptavinir, ættingjar atvinnurekanda eða vinir þeirra sem og þeir sem veita atvinnurekenda þjónustu. Gildissvið samþykktarinnar er því mjög víðtækt. Samþykktin notar hugtakið „kynbundið ofbeldi og áreitni“ en með því er átt við ofbeldi og áreitni sem beint er að manneskju vegna kyns hennar eða kynskilgreiningar. Konur eru mest útsettar fyrir ofbeldi í heimi vinnunnar og ein af hverjum þremur, óháð efnahag eða stöðu, upplifa eða hafa upplifað kynbundið ofbeldi eða áreitni. Eins og gildir um aðrar samþykktir ILO, verða aðildarríki ILO ekki formlega bundin af þeim fyrr en þau fullgilda þær. Eftir fullgildingu er þeim skilt að innleiða þær og setja nauðsynleg lög og gera aðrar ráðstafanir til þess að fylgja efni þeirra eftir. Það sem þeim m.a. ber að gera hvað varðar C-190 til þess að koma í veg fyrir og útrýma ofbeldi og áreitni á vinnumarkaði er auk lagasetningar m.a. að tryggja að í viðeigandi stefnumótun séu þessir þættir ávarpaðir; eftirlits- og eftirfylgni ferlar þ.m.t. vegna rannsókna á brotum verði styrktir á vettvangi vinnueftirlits eða annarra viðeigandi stofnana; fórnarlömbum verði tryggð úrræði og stuðningur; viðurlög við brotum séu fullnægjandi auk þess sem þróa skal leiðbeiningar og fræðsluefni. Ísland greiddi samþykktinni atkvæði sitt á þingi ILO og skömmu síðar var tekin ákvörðun um að hana skyldi staðfesta og innleiða í íslensk lög. Dráttur hefur þó orðið á því að hrinda þeirri ákvörðun í framkvæmd. Alþýðusamband Íslands telur engar hindranir vera í vegi þess að samþykktin verði fullgilt nú þegar og hefur ítrekað komið þeirri skoðun á framfæri við stjórnvöld en boltinn er hjá þeim. Höfundur er lögfræðingur ASÍ og fulltrúi í stjórn ILO. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Samþykkt ILO - Alþjóða vinnumálastofnunarinnar, C-190, er fyrsti alþjóðlegi sáttmálinn sem tekur á ofbeldi og áreitni á vinnumarkaði og í atvinnulífinu. Hún var samþykkt á 100 ára afmælisþingi ILO í júní 2019 og tók gildi 25. júní sama ár. Samþykktin felur í sér sögulegt tækifæri til að móta framtíð sem byggir á reisn og virðingu fyrir þeim grundvallar réttindum alls launafólks að vera laust við ofbeldi og áreitni í tengslum við vinnu sína. Með ofbeldi og áreitni er átt við óviðunandi athafnir eða hegðun, einstök tilvik eða endurtekin, sem leiða eða geta leitt til líkamlegs, sálræns, kynferðislegs eða fjárhagslegs tjóns. Um getur verið að ræða bæði líkamlegt og andlegt ofbeldi og hótanir, kynferðislega áreitni, einelti o.fl. Hún gildir um ofbeldi eða áreitni sem á sér stað inni á vinnustöðum eða þar sem vinna er innt af hendi, í vinnuferðum, í vinnutengdum samskiptum þar á meðal rafrænum, í húsnæði sem atvinnurekandi leggur launafólki til og einnig á leið til og frá vinnu. Gerendur geta verið atvinnurekendur, stjórnendur, aðrir yfirmenn, samstarfsmenn sem og þriðju aðilar eins og viðskiptavinir, ættingjar atvinnurekanda eða vinir þeirra sem og þeir sem veita atvinnurekenda þjónustu. Gildissvið samþykktarinnar er því mjög víðtækt. Samþykktin notar hugtakið „kynbundið ofbeldi og áreitni“ en með því er átt við ofbeldi og áreitni sem beint er að manneskju vegna kyns hennar eða kynskilgreiningar. Konur eru mest útsettar fyrir ofbeldi í heimi vinnunnar og ein af hverjum þremur, óháð efnahag eða stöðu, upplifa eða hafa upplifað kynbundið ofbeldi eða áreitni. Eins og gildir um aðrar samþykktir ILO, verða aðildarríki ILO ekki formlega bundin af þeim fyrr en þau fullgilda þær. Eftir fullgildingu er þeim skilt að innleiða þær og setja nauðsynleg lög og gera aðrar ráðstafanir til þess að fylgja efni þeirra eftir. Það sem þeim m.a. ber að gera hvað varðar C-190 til þess að koma í veg fyrir og útrýma ofbeldi og áreitni á vinnumarkaði er auk lagasetningar m.a. að tryggja að í viðeigandi stefnumótun séu þessir þættir ávarpaðir; eftirlits- og eftirfylgni ferlar þ.m.t. vegna rannsókna á brotum verði styrktir á vettvangi vinnueftirlits eða annarra viðeigandi stofnana; fórnarlömbum verði tryggð úrræði og stuðningur; viðurlög við brotum séu fullnægjandi auk þess sem þróa skal leiðbeiningar og fræðsluefni. Ísland greiddi samþykktinni atkvæði sitt á þingi ILO og skömmu síðar var tekin ákvörðun um að hana skyldi staðfesta og innleiða í íslensk lög. Dráttur hefur þó orðið á því að hrinda þeirri ákvörðun í framkvæmd. Alþýðusamband Íslands telur engar hindranir vera í vegi þess að samþykktin verði fullgilt nú þegar og hefur ítrekað komið þeirri skoðun á framfæri við stjórnvöld en boltinn er hjá þeim. Höfundur er lögfræðingur ASÍ og fulltrúi í stjórn ILO.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun