Réttur til að vera laust við ofbeldi og áreitni í tengslum vinnu– boltinn er hjá stjórnvöldum Magnús M. Norðdahl skrifar 10. nóvember 2023 17:01 Samþykkt ILO - Alþjóða vinnumálastofnunarinnar, C-190, er fyrsti alþjóðlegi sáttmálinn sem tekur á ofbeldi og áreitni á vinnumarkaði og í atvinnulífinu. Hún var samþykkt á 100 ára afmælisþingi ILO í júní 2019 og tók gildi 25. júní sama ár. Samþykktin felur í sér sögulegt tækifæri til að móta framtíð sem byggir á reisn og virðingu fyrir þeim grundvallar réttindum alls launafólks að vera laust við ofbeldi og áreitni í tengslum við vinnu sína. Með ofbeldi og áreitni er átt við óviðunandi athafnir eða hegðun, einstök tilvik eða endurtekin, sem leiða eða geta leitt til líkamlegs, sálræns, kynferðislegs eða fjárhagslegs tjóns. Um getur verið að ræða bæði líkamlegt og andlegt ofbeldi og hótanir, kynferðislega áreitni, einelti o.fl. Hún gildir um ofbeldi eða áreitni sem á sér stað inni á vinnustöðum eða þar sem vinna er innt af hendi, í vinnuferðum, í vinnutengdum samskiptum þar á meðal rafrænum, í húsnæði sem atvinnurekandi leggur launafólki til og einnig á leið til og frá vinnu. Gerendur geta verið atvinnurekendur, stjórnendur, aðrir yfirmenn, samstarfsmenn sem og þriðju aðilar eins og viðskiptavinir, ættingjar atvinnurekanda eða vinir þeirra sem og þeir sem veita atvinnurekenda þjónustu. Gildissvið samþykktarinnar er því mjög víðtækt. Samþykktin notar hugtakið „kynbundið ofbeldi og áreitni“ en með því er átt við ofbeldi og áreitni sem beint er að manneskju vegna kyns hennar eða kynskilgreiningar. Konur eru mest útsettar fyrir ofbeldi í heimi vinnunnar og ein af hverjum þremur, óháð efnahag eða stöðu, upplifa eða hafa upplifað kynbundið ofbeldi eða áreitni. Eins og gildir um aðrar samþykktir ILO, verða aðildarríki ILO ekki formlega bundin af þeim fyrr en þau fullgilda þær. Eftir fullgildingu er þeim skilt að innleiða þær og setja nauðsynleg lög og gera aðrar ráðstafanir til þess að fylgja efni þeirra eftir. Það sem þeim m.a. ber að gera hvað varðar C-190 til þess að koma í veg fyrir og útrýma ofbeldi og áreitni á vinnumarkaði er auk lagasetningar m.a. að tryggja að í viðeigandi stefnumótun séu þessir þættir ávarpaðir; eftirlits- og eftirfylgni ferlar þ.m.t. vegna rannsókna á brotum verði styrktir á vettvangi vinnueftirlits eða annarra viðeigandi stofnana; fórnarlömbum verði tryggð úrræði og stuðningur; viðurlög við brotum séu fullnægjandi auk þess sem þróa skal leiðbeiningar og fræðsluefni. Ísland greiddi samþykktinni atkvæði sitt á þingi ILO og skömmu síðar var tekin ákvörðun um að hana skyldi staðfesta og innleiða í íslensk lög. Dráttur hefur þó orðið á því að hrinda þeirri ákvörðun í framkvæmd. Alþýðusamband Íslands telur engar hindranir vera í vegi þess að samþykktin verði fullgilt nú þegar og hefur ítrekað komið þeirri skoðun á framfæri við stjórnvöld en boltinn er hjá þeim. Höfundur er lögfræðingur ASÍ og fulltrúi í stjórn ILO. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Samþykkt ILO - Alþjóða vinnumálastofnunarinnar, C-190, er fyrsti alþjóðlegi sáttmálinn sem tekur á ofbeldi og áreitni á vinnumarkaði og í atvinnulífinu. Hún var samþykkt á 100 ára afmælisþingi ILO í júní 2019 og tók gildi 25. júní sama ár. Samþykktin felur í sér sögulegt tækifæri til að móta framtíð sem byggir á reisn og virðingu fyrir þeim grundvallar réttindum alls launafólks að vera laust við ofbeldi og áreitni í tengslum við vinnu sína. Með ofbeldi og áreitni er átt við óviðunandi athafnir eða hegðun, einstök tilvik eða endurtekin, sem leiða eða geta leitt til líkamlegs, sálræns, kynferðislegs eða fjárhagslegs tjóns. Um getur verið að ræða bæði líkamlegt og andlegt ofbeldi og hótanir, kynferðislega áreitni, einelti o.fl. Hún gildir um ofbeldi eða áreitni sem á sér stað inni á vinnustöðum eða þar sem vinna er innt af hendi, í vinnuferðum, í vinnutengdum samskiptum þar á meðal rafrænum, í húsnæði sem atvinnurekandi leggur launafólki til og einnig á leið til og frá vinnu. Gerendur geta verið atvinnurekendur, stjórnendur, aðrir yfirmenn, samstarfsmenn sem og þriðju aðilar eins og viðskiptavinir, ættingjar atvinnurekanda eða vinir þeirra sem og þeir sem veita atvinnurekenda þjónustu. Gildissvið samþykktarinnar er því mjög víðtækt. Samþykktin notar hugtakið „kynbundið ofbeldi og áreitni“ en með því er átt við ofbeldi og áreitni sem beint er að manneskju vegna kyns hennar eða kynskilgreiningar. Konur eru mest útsettar fyrir ofbeldi í heimi vinnunnar og ein af hverjum þremur, óháð efnahag eða stöðu, upplifa eða hafa upplifað kynbundið ofbeldi eða áreitni. Eins og gildir um aðrar samþykktir ILO, verða aðildarríki ILO ekki formlega bundin af þeim fyrr en þau fullgilda þær. Eftir fullgildingu er þeim skilt að innleiða þær og setja nauðsynleg lög og gera aðrar ráðstafanir til þess að fylgja efni þeirra eftir. Það sem þeim m.a. ber að gera hvað varðar C-190 til þess að koma í veg fyrir og útrýma ofbeldi og áreitni á vinnumarkaði er auk lagasetningar m.a. að tryggja að í viðeigandi stefnumótun séu þessir þættir ávarpaðir; eftirlits- og eftirfylgni ferlar þ.m.t. vegna rannsókna á brotum verði styrktir á vettvangi vinnueftirlits eða annarra viðeigandi stofnana; fórnarlömbum verði tryggð úrræði og stuðningur; viðurlög við brotum séu fullnægjandi auk þess sem þróa skal leiðbeiningar og fræðsluefni. Ísland greiddi samþykktinni atkvæði sitt á þingi ILO og skömmu síðar var tekin ákvörðun um að hana skyldi staðfesta og innleiða í íslensk lög. Dráttur hefur þó orðið á því að hrinda þeirri ákvörðun í framkvæmd. Alþýðusamband Íslands telur engar hindranir vera í vegi þess að samþykktin verði fullgilt nú þegar og hefur ítrekað komið þeirri skoðun á framfæri við stjórnvöld en boltinn er hjá þeim. Höfundur er lögfræðingur ASÍ og fulltrúi í stjórn ILO.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar