Réttur til að vera laust við ofbeldi og áreitni í tengslum vinnu– boltinn er hjá stjórnvöldum Magnús M. Norðdahl skrifar 10. nóvember 2023 17:01 Samþykkt ILO - Alþjóða vinnumálastofnunarinnar, C-190, er fyrsti alþjóðlegi sáttmálinn sem tekur á ofbeldi og áreitni á vinnumarkaði og í atvinnulífinu. Hún var samþykkt á 100 ára afmælisþingi ILO í júní 2019 og tók gildi 25. júní sama ár. Samþykktin felur í sér sögulegt tækifæri til að móta framtíð sem byggir á reisn og virðingu fyrir þeim grundvallar réttindum alls launafólks að vera laust við ofbeldi og áreitni í tengslum við vinnu sína. Með ofbeldi og áreitni er átt við óviðunandi athafnir eða hegðun, einstök tilvik eða endurtekin, sem leiða eða geta leitt til líkamlegs, sálræns, kynferðislegs eða fjárhagslegs tjóns. Um getur verið að ræða bæði líkamlegt og andlegt ofbeldi og hótanir, kynferðislega áreitni, einelti o.fl. Hún gildir um ofbeldi eða áreitni sem á sér stað inni á vinnustöðum eða þar sem vinna er innt af hendi, í vinnuferðum, í vinnutengdum samskiptum þar á meðal rafrænum, í húsnæði sem atvinnurekandi leggur launafólki til og einnig á leið til og frá vinnu. Gerendur geta verið atvinnurekendur, stjórnendur, aðrir yfirmenn, samstarfsmenn sem og þriðju aðilar eins og viðskiptavinir, ættingjar atvinnurekanda eða vinir þeirra sem og þeir sem veita atvinnurekenda þjónustu. Gildissvið samþykktarinnar er því mjög víðtækt. Samþykktin notar hugtakið „kynbundið ofbeldi og áreitni“ en með því er átt við ofbeldi og áreitni sem beint er að manneskju vegna kyns hennar eða kynskilgreiningar. Konur eru mest útsettar fyrir ofbeldi í heimi vinnunnar og ein af hverjum þremur, óháð efnahag eða stöðu, upplifa eða hafa upplifað kynbundið ofbeldi eða áreitni. Eins og gildir um aðrar samþykktir ILO, verða aðildarríki ILO ekki formlega bundin af þeim fyrr en þau fullgilda þær. Eftir fullgildingu er þeim skilt að innleiða þær og setja nauðsynleg lög og gera aðrar ráðstafanir til þess að fylgja efni þeirra eftir. Það sem þeim m.a. ber að gera hvað varðar C-190 til þess að koma í veg fyrir og útrýma ofbeldi og áreitni á vinnumarkaði er auk lagasetningar m.a. að tryggja að í viðeigandi stefnumótun séu þessir þættir ávarpaðir; eftirlits- og eftirfylgni ferlar þ.m.t. vegna rannsókna á brotum verði styrktir á vettvangi vinnueftirlits eða annarra viðeigandi stofnana; fórnarlömbum verði tryggð úrræði og stuðningur; viðurlög við brotum séu fullnægjandi auk þess sem þróa skal leiðbeiningar og fræðsluefni. Ísland greiddi samþykktinni atkvæði sitt á þingi ILO og skömmu síðar var tekin ákvörðun um að hana skyldi staðfesta og innleiða í íslensk lög. Dráttur hefur þó orðið á því að hrinda þeirri ákvörðun í framkvæmd. Alþýðusamband Íslands telur engar hindranir vera í vegi þess að samþykktin verði fullgilt nú þegar og hefur ítrekað komið þeirri skoðun á framfæri við stjórnvöld en boltinn er hjá þeim. Höfundur er lögfræðingur ASÍ og fulltrúi í stjórn ILO. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Samþykkt ILO - Alþjóða vinnumálastofnunarinnar, C-190, er fyrsti alþjóðlegi sáttmálinn sem tekur á ofbeldi og áreitni á vinnumarkaði og í atvinnulífinu. Hún var samþykkt á 100 ára afmælisþingi ILO í júní 2019 og tók gildi 25. júní sama ár. Samþykktin felur í sér sögulegt tækifæri til að móta framtíð sem byggir á reisn og virðingu fyrir þeim grundvallar réttindum alls launafólks að vera laust við ofbeldi og áreitni í tengslum við vinnu sína. Með ofbeldi og áreitni er átt við óviðunandi athafnir eða hegðun, einstök tilvik eða endurtekin, sem leiða eða geta leitt til líkamlegs, sálræns, kynferðislegs eða fjárhagslegs tjóns. Um getur verið að ræða bæði líkamlegt og andlegt ofbeldi og hótanir, kynferðislega áreitni, einelti o.fl. Hún gildir um ofbeldi eða áreitni sem á sér stað inni á vinnustöðum eða þar sem vinna er innt af hendi, í vinnuferðum, í vinnutengdum samskiptum þar á meðal rafrænum, í húsnæði sem atvinnurekandi leggur launafólki til og einnig á leið til og frá vinnu. Gerendur geta verið atvinnurekendur, stjórnendur, aðrir yfirmenn, samstarfsmenn sem og þriðju aðilar eins og viðskiptavinir, ættingjar atvinnurekanda eða vinir þeirra sem og þeir sem veita atvinnurekenda þjónustu. Gildissvið samþykktarinnar er því mjög víðtækt. Samþykktin notar hugtakið „kynbundið ofbeldi og áreitni“ en með því er átt við ofbeldi og áreitni sem beint er að manneskju vegna kyns hennar eða kynskilgreiningar. Konur eru mest útsettar fyrir ofbeldi í heimi vinnunnar og ein af hverjum þremur, óháð efnahag eða stöðu, upplifa eða hafa upplifað kynbundið ofbeldi eða áreitni. Eins og gildir um aðrar samþykktir ILO, verða aðildarríki ILO ekki formlega bundin af þeim fyrr en þau fullgilda þær. Eftir fullgildingu er þeim skilt að innleiða þær og setja nauðsynleg lög og gera aðrar ráðstafanir til þess að fylgja efni þeirra eftir. Það sem þeim m.a. ber að gera hvað varðar C-190 til þess að koma í veg fyrir og útrýma ofbeldi og áreitni á vinnumarkaði er auk lagasetningar m.a. að tryggja að í viðeigandi stefnumótun séu þessir þættir ávarpaðir; eftirlits- og eftirfylgni ferlar þ.m.t. vegna rannsókna á brotum verði styrktir á vettvangi vinnueftirlits eða annarra viðeigandi stofnana; fórnarlömbum verði tryggð úrræði og stuðningur; viðurlög við brotum séu fullnægjandi auk þess sem þróa skal leiðbeiningar og fræðsluefni. Ísland greiddi samþykktinni atkvæði sitt á þingi ILO og skömmu síðar var tekin ákvörðun um að hana skyldi staðfesta og innleiða í íslensk lög. Dráttur hefur þó orðið á því að hrinda þeirri ákvörðun í framkvæmd. Alþýðusamband Íslands telur engar hindranir vera í vegi þess að samþykktin verði fullgilt nú þegar og hefur ítrekað komið þeirri skoðun á framfæri við stjórnvöld en boltinn er hjá þeim. Höfundur er lögfræðingur ASÍ og fulltrúi í stjórn ILO.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun