Hnignun og upprisa fjölmiðla Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 08:00 Ég fór yfir lýðræðislegar afleiðingar villandi áróðurs Morgunblaðsins í ræðu minni í borgarstjórn í vikunni sem beitir sér af öllu afli í þágu sérhagsmuna og Sjálfstæðisflokksins í stað vandaðrar upplýsingagjafar til almennings. Þetta virðist vera viðkvæmt að ræða en þó nauðsynlegt. Blaðið hefur leyft sér að ganga enn lengra í grímulausum áróðri án þess að skeyta miklu um raunverulega stöðu mála eftir að Fréttablaðið lagði upp laupana.Í kjölfar hefur orðið ákveðin samþjöppun á fjölmiðlamarkaði og fréttaþyrst fólk hefur úr minnu að velja, sem dregur svo úr aðhaldi í þágu vandaðra vinnubragða. Í sömu ræðu gerði ég að umfjöllunarefni íslenska kerfið um fjölmiðlastyrki sem virðist ýta undir aukna samþjöppun. Það er sjálfstætt markmið norska kerfisins að ýta undir samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Velti ég upp spurningunni hvort ekki væri verðugt að skilyrða téða styrki við ákveðin grunnatriði eins og hlutleysi, fagmennsku og lýðræðisleg vinnubrögð. Í kjölfar ræðu minnar spruttu upp skrautleg skoðanaskipti þar sem ítrekað var vitnað ranglega í mín orð og inntak þess sem ég hafði fram að færa. Vil ég að það komi skýrt og skilmerkilega fram að ég sagði aldrei eftirfarandi: Að ég vildi ekki að ómálefnalegir fjölmiðlar fengu styrki. Að ég sé til þess bær að dæma um hver ætti byggt á forsendum að hljóta fjölmiðlastyrk. Að fjölmiðlar sem gagnrýna borgina ættu ekki að fá styrk. Í umfjöllun um ræðu mína hefur verið fullyrt að ég hefði ekki átt að tala um samhengi milli umgjarðar fjölmiðlastyrkjanna og ofangreint dæmi um óvæginn áróður fjölmiðils. En ef við snúum þessu á hvolf má spyrja sig: Hvernig er ekki hægt að ræða hlutverk styrkjaumgjarðar við eflingu lýðræðisins í samhengi við raunveruleg áhrif hennar á samfélagsumræðu og lýðræðið sjálft? Að því sögðu er það grundvallaratriði í minni lýðræðishugsjón að stjórnmálafólk geti alls ekki dregið úr rekstrarstyrkjum einstaka fjölmiðla eftir hentugleika hverju sinni. Ég er ekki og hef aldrei verið í þeirri stöðuog vil aldrei vera í þeirri stöðu að ég geti haft slík áhrif, enda myndi það stríða gegn mínum lýðræðishugsjónum. Það sem ég myndi þó beita mér fyrir, væri að tryggja og standa vörð um óhæði og faglegt verklag við útdeilingu styrkjanna. Það má ekki vera tabú að fara fram á fagleg vinnubrögð af hendi fjölmiðla. Það er munur á gagnrýni og áróðri. Mínræða snéri ekki að því að það værivandamál að Morgunblaðið hefði gagnrýnt meirihlutann í Reykjavík. Vandamálið varðar útúrsnúningaherferð og sjoppulega meðferð á sannleikanum. Sérstakur fréttaflipi um fjárhagsvandræði Reykjavíkurborgarvar settur upp, líkt og um stórkostlegar hamfarir sem snertu líf og limi allra væri að ræða. Líklegast með það markmið að skapa þau hughrif að staða borgarinnar væri grafalvarleg. Þetta var þó ekki hægt að rökstyðja með neinum gögnum og þvert á móti, ítrekað hefur komið fram að borgin hefur verið með lægsta skuldahlutfallið undanfarin ár meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og lægstu skuldir á hvern íbúa eða með því lægsta. Þetta segja gögnin. Skuldahlutfall Árborgar fyrir 2022 sem kveður á um hlutfall skulda af tekjum var 204% en 112% fyrir Reykjavík. Samt hefur Morgunblaðið í umfjöllun sinni ítrekað dregið Reykjavík inn í umfjöllun um fjárhagsvandræði Árborgar eins og þar væri um samskonar aðstæður að ræða. Það verður að vera hægt að ræða hvað er fagleg fjölmiðlun og hvað er svo bara innantómur þvættingur. Vegna þess að það er ekki markmið samfélagsins að styrkja áróður, heldur góða fjölmiðlun. Ein grunnstoð lýðræðisins er aðgengi almennings að vönduðum upplýsingum og siðareglur blaðamanna á Íslandi kveða á um að frumskylda blaðamanns sé ,,gagnvart almenningi sem á rétt á að fá sannar upplýsingar settar fram á sanngjarnan og heiðarlegan hátt.”. Því miður er virðingin fyrir siðareglum blaðamanna og faglegum vinnubrögðum fjölmiðla ekki á sama plani og ég varð áskynja í Noregi. Það er ekki pólitískur skotgrafahernaður að vilja verja fagmennsku fjölmiðla, eða fara fram á að sama stærðfræði sé notuð hjá öllum fjölmiðlum. Noregur styrkir sína fjölmiðla þar sem farið er fram áákveðnar lýðræðiskröfur um fagleg og óháð vinnubrögð, svo þessi hugmynd mín er ekki ný af nálinni og bara mjög viðtekin skoðun í nágrannalöndunum. Þó það geti verið flókið að ræða eftirfylgni og úrlausn hvað þetta varðar, þá skiptir hún samt máli fyrir lýðræðið. Það er tvennt ólíkt að kalla eftir vandaðri vinnubrögðum,eins og ég hef gert,og að vilja afnema einstaka styrkveitingar eftir hentisemi. Þetta tvennt hefur verið gert að því einu og sama í umræðunni. Ég vil ítreka á hverju umræðan byggir. Stjórnmálafólk á aldrei og má aldrei vera í þeirri stöðu að geta dregið úr styrkveitingum til fjölmiðla eftir hentugleika. Vandinn er kannski að þessi staða er ekki alveg uppi á Íslandi í dag. Eitt af því sem ýtti mér út í pólitík var upplifun mín af lýðræðishalla á Íslandi í samanburði við Noreg, þar sem ég dvaldi til fjölda ára. Ein af grunnstoðum lýðræðisins er fjölmiðlafrelsi. Árið 2016 fjallaði ég um skort á fjölmiðla- og tjáningafrelsi á Íslandi í norska blaðinu Aftenposten. Þar fór ég yfir hvernig ríkisstjórnir á Íslandi hafa leyft sér að grafa undan tjáningarfrelsinu, með því meðal annars að hóta RÚV niðurskurði vegna umfjöllunar og láta svo kné fylgja kviði í þeim efnum. Annað dæmi þessu til stuðnings voru skýlausar hótanir erindreka þáverandi ríkisstjórnar í garð Háskóla Íslands, að ef gagnrýnu háskólafólki yrði ekki settar hömlur myndi það hafa áhrif á fjármögnun háskólans og byggði ég þar á viðtali mínu við fyrrum rektor HÍ Pál Skúlason heitinn. Við sjáum í dag að staða tjáningarfrelsis á Íslandi hefur lítið skánað síðan 2016 og jafnvel versnað. Ég stóð í þeirri trú að núverandi fjölmiðlastyrkjakerfi hefði haft meiri áhrif í þessu samhengi. Það sem ég sé núna er að ógagnsæ umgjörð þess veldur því að fjölmiðlar eru ár hvert í óöryggi þegar styrkveitingum. Í raun gerði ég mér ekki alveg grein fyrir því villta vestri sem virðist ríkja um þessa styrki og þann óþægilega ófyrirsjáanleika sem því fylgir. Stundum er fjálglega rætt af hendi þingfólks ríkisstjórnarflokkanna að afnema hreinlega styrkjakerfið og nýlegar styrkveitingar eru innan tveggja ára framlengingar á kerfinu, frekar en að hægt sé að stóla að kerfið sé komið til að vera. Aukinheldur hafa komið fram hugmyndir um að fara frá því fyrirkomulagi að faglegar stofnanir tilnefni fulltrúa í styrkjanefndina yfir i pólitíska nefnd. Ef til vill verður að festa faglegt fyrirkomulag styrkjakerfisins enn betur í sessi með einhverjum formlegum hætti, þannig að það fari ekki eftir því hvernig vindar blása hvernig kerfið virkar og hvort fjölmiðlastyrkjakerfið er við lýði eða ekki. Óvissan er mikil. Sama óvissa ríkir um RÚV sem þarf hvert ár að vona að stofnunin hljóti nægt fjármagn til rekstursins. Þettaer óásættanleg staða. Staða sem getur múlbundið fjölmiðla að einhverju leyti, enda um að ræða hálfgerða ógnarstjórn að standa stöðugt undir mögulegum niðurskurðarhnífnum. Tækifærin til að hóta niðurskurði og fylgja því svo eftir eru fyrir hendi og þá skil ég betur óþægindin sem fylgja því að ég veki máls á þessari umgjörð í samhengi við dæmi um aðferðir ákveðinna fjölmiðla. Enn og aftur ítreka ég að ég hef ekki nein tækifæri til að hafa áhrif á einstaka styrkveitingar til fjölmiðla og vil alls ekki hafa þau. Mér finnst eðlilegur hluti af lýðræðislegri umræðu að ræða stöðu lýðræðisins og hvernig stuðningskerfin okkar eins og fjölmiðlastyrkirnir getistutt við það. Annað sem gæti stutt við fjölbreytta fjölmiðlun og lýðræðislega umfjöllun væri til dæmis að fella niður virðisaukaskatt af efni fjölmiðla eins oggert er í Noregi. Mér finnst líka eðlilegur hluti lýðræðisins að fjölmiðlum sé veitt ákveðið faglegt aðhald í umfjöllun sinni. Það verður augljóslega að bæta alla umgjörð um stuðning við fjölmiðla og tryggja meira óhæði. Mér finnst skipta máli að styðja við rekstur fjölmiðla svo efla megi þeirra lýðræðishlutverk en það er ekki sama hvernig það er gert. Þar vantar meiri fyrirsjáanleika og betri og gagnsærri umgjörð til að styðja við vandaða fréttamiðlun. Við verðum á sama tíma að stuðla að eftirfylgni siðareglna blaðamanna ogtryggja almenningi vandaðar upplýsingar um málefni líðandi stundar enda aðgengi að upplýsingum lykilstoð lýðræðisins. Það er kominn tími til að Ísland fari að verða fullþroska lýðræðisríki. Leggjum stöndugan grunn til framtíðar undir þá traustu stoð lýðræðisins sem fjölmiðlar verða að vera og sem íslenskur almenningur á skilið. Höfundur er borgarfulltrúi og oddviti Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Píratar Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Telur gagnrýni Dóru Bjartar varhugaverða Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur nú tjáð sig um gagnrýni Dóru Bjartar Guðjónsdóttur borgarfulltrúa, á ríkisstyrki til Morgunblaðsins. Sigríður Dögg telur Dóru Björt vera á vafasömu róli með gagnrýni sína. 8. nóvember 2023 15:11 Vill að hlutleysi sé forsenda ríkisstyrks fjölmiðla Borgarfulltrúi Pírata beindi spjótum sínum að fjölmiðlum í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar í dag, þá sérstaklega að þeim sem hafa gagnrýnt málefni borgarinnar. Sagði hún að sér þætti eðlileg forsenda að fjölmiðlar sýndu af sér hlutleysi til að hljóta styrk úr ríkissjóði. 7. nóvember 2023 21:39 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fór yfir lýðræðislegar afleiðingar villandi áróðurs Morgunblaðsins í ræðu minni í borgarstjórn í vikunni sem beitir sér af öllu afli í þágu sérhagsmuna og Sjálfstæðisflokksins í stað vandaðrar upplýsingagjafar til almennings. Þetta virðist vera viðkvæmt að ræða en þó nauðsynlegt. Blaðið hefur leyft sér að ganga enn lengra í grímulausum áróðri án þess að skeyta miklu um raunverulega stöðu mála eftir að Fréttablaðið lagði upp laupana.Í kjölfar hefur orðið ákveðin samþjöppun á fjölmiðlamarkaði og fréttaþyrst fólk hefur úr minnu að velja, sem dregur svo úr aðhaldi í þágu vandaðra vinnubragða. Í sömu ræðu gerði ég að umfjöllunarefni íslenska kerfið um fjölmiðlastyrki sem virðist ýta undir aukna samþjöppun. Það er sjálfstætt markmið norska kerfisins að ýta undir samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Velti ég upp spurningunni hvort ekki væri verðugt að skilyrða téða styrki við ákveðin grunnatriði eins og hlutleysi, fagmennsku og lýðræðisleg vinnubrögð. Í kjölfar ræðu minnar spruttu upp skrautleg skoðanaskipti þar sem ítrekað var vitnað ranglega í mín orð og inntak þess sem ég hafði fram að færa. Vil ég að það komi skýrt og skilmerkilega fram að ég sagði aldrei eftirfarandi: Að ég vildi ekki að ómálefnalegir fjölmiðlar fengu styrki. Að ég sé til þess bær að dæma um hver ætti byggt á forsendum að hljóta fjölmiðlastyrk. Að fjölmiðlar sem gagnrýna borgina ættu ekki að fá styrk. Í umfjöllun um ræðu mína hefur verið fullyrt að ég hefði ekki átt að tala um samhengi milli umgjarðar fjölmiðlastyrkjanna og ofangreint dæmi um óvæginn áróður fjölmiðils. En ef við snúum þessu á hvolf má spyrja sig: Hvernig er ekki hægt að ræða hlutverk styrkjaumgjarðar við eflingu lýðræðisins í samhengi við raunveruleg áhrif hennar á samfélagsumræðu og lýðræðið sjálft? Að því sögðu er það grundvallaratriði í minni lýðræðishugsjón að stjórnmálafólk geti alls ekki dregið úr rekstrarstyrkjum einstaka fjölmiðla eftir hentugleika hverju sinni. Ég er ekki og hef aldrei verið í þeirri stöðuog vil aldrei vera í þeirri stöðu að ég geti haft slík áhrif, enda myndi það stríða gegn mínum lýðræðishugsjónum. Það sem ég myndi þó beita mér fyrir, væri að tryggja og standa vörð um óhæði og faglegt verklag við útdeilingu styrkjanna. Það má ekki vera tabú að fara fram á fagleg vinnubrögð af hendi fjölmiðla. Það er munur á gagnrýni og áróðri. Mínræða snéri ekki að því að það værivandamál að Morgunblaðið hefði gagnrýnt meirihlutann í Reykjavík. Vandamálið varðar útúrsnúningaherferð og sjoppulega meðferð á sannleikanum. Sérstakur fréttaflipi um fjárhagsvandræði Reykjavíkurborgarvar settur upp, líkt og um stórkostlegar hamfarir sem snertu líf og limi allra væri að ræða. Líklegast með það markmið að skapa þau hughrif að staða borgarinnar væri grafalvarleg. Þetta var þó ekki hægt að rökstyðja með neinum gögnum og þvert á móti, ítrekað hefur komið fram að borgin hefur verið með lægsta skuldahlutfallið undanfarin ár meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og lægstu skuldir á hvern íbúa eða með því lægsta. Þetta segja gögnin. Skuldahlutfall Árborgar fyrir 2022 sem kveður á um hlutfall skulda af tekjum var 204% en 112% fyrir Reykjavík. Samt hefur Morgunblaðið í umfjöllun sinni ítrekað dregið Reykjavík inn í umfjöllun um fjárhagsvandræði Árborgar eins og þar væri um samskonar aðstæður að ræða. Það verður að vera hægt að ræða hvað er fagleg fjölmiðlun og hvað er svo bara innantómur þvættingur. Vegna þess að það er ekki markmið samfélagsins að styrkja áróður, heldur góða fjölmiðlun. Ein grunnstoð lýðræðisins er aðgengi almennings að vönduðum upplýsingum og siðareglur blaðamanna á Íslandi kveða á um að frumskylda blaðamanns sé ,,gagnvart almenningi sem á rétt á að fá sannar upplýsingar settar fram á sanngjarnan og heiðarlegan hátt.”. Því miður er virðingin fyrir siðareglum blaðamanna og faglegum vinnubrögðum fjölmiðla ekki á sama plani og ég varð áskynja í Noregi. Það er ekki pólitískur skotgrafahernaður að vilja verja fagmennsku fjölmiðla, eða fara fram á að sama stærðfræði sé notuð hjá öllum fjölmiðlum. Noregur styrkir sína fjölmiðla þar sem farið er fram áákveðnar lýðræðiskröfur um fagleg og óháð vinnubrögð, svo þessi hugmynd mín er ekki ný af nálinni og bara mjög viðtekin skoðun í nágrannalöndunum. Þó það geti verið flókið að ræða eftirfylgni og úrlausn hvað þetta varðar, þá skiptir hún samt máli fyrir lýðræðið. Það er tvennt ólíkt að kalla eftir vandaðri vinnubrögðum,eins og ég hef gert,og að vilja afnema einstaka styrkveitingar eftir hentisemi. Þetta tvennt hefur verið gert að því einu og sama í umræðunni. Ég vil ítreka á hverju umræðan byggir. Stjórnmálafólk á aldrei og má aldrei vera í þeirri stöðu að geta dregið úr styrkveitingum til fjölmiðla eftir hentugleika. Vandinn er kannski að þessi staða er ekki alveg uppi á Íslandi í dag. Eitt af því sem ýtti mér út í pólitík var upplifun mín af lýðræðishalla á Íslandi í samanburði við Noreg, þar sem ég dvaldi til fjölda ára. Ein af grunnstoðum lýðræðisins er fjölmiðlafrelsi. Árið 2016 fjallaði ég um skort á fjölmiðla- og tjáningafrelsi á Íslandi í norska blaðinu Aftenposten. Þar fór ég yfir hvernig ríkisstjórnir á Íslandi hafa leyft sér að grafa undan tjáningarfrelsinu, með því meðal annars að hóta RÚV niðurskurði vegna umfjöllunar og láta svo kné fylgja kviði í þeim efnum. Annað dæmi þessu til stuðnings voru skýlausar hótanir erindreka þáverandi ríkisstjórnar í garð Háskóla Íslands, að ef gagnrýnu háskólafólki yrði ekki settar hömlur myndi það hafa áhrif á fjármögnun háskólans og byggði ég þar á viðtali mínu við fyrrum rektor HÍ Pál Skúlason heitinn. Við sjáum í dag að staða tjáningarfrelsis á Íslandi hefur lítið skánað síðan 2016 og jafnvel versnað. Ég stóð í þeirri trú að núverandi fjölmiðlastyrkjakerfi hefði haft meiri áhrif í þessu samhengi. Það sem ég sé núna er að ógagnsæ umgjörð þess veldur því að fjölmiðlar eru ár hvert í óöryggi þegar styrkveitingum. Í raun gerði ég mér ekki alveg grein fyrir því villta vestri sem virðist ríkja um þessa styrki og þann óþægilega ófyrirsjáanleika sem því fylgir. Stundum er fjálglega rætt af hendi þingfólks ríkisstjórnarflokkanna að afnema hreinlega styrkjakerfið og nýlegar styrkveitingar eru innan tveggja ára framlengingar á kerfinu, frekar en að hægt sé að stóla að kerfið sé komið til að vera. Aukinheldur hafa komið fram hugmyndir um að fara frá því fyrirkomulagi að faglegar stofnanir tilnefni fulltrúa í styrkjanefndina yfir i pólitíska nefnd. Ef til vill verður að festa faglegt fyrirkomulag styrkjakerfisins enn betur í sessi með einhverjum formlegum hætti, þannig að það fari ekki eftir því hvernig vindar blása hvernig kerfið virkar og hvort fjölmiðlastyrkjakerfið er við lýði eða ekki. Óvissan er mikil. Sama óvissa ríkir um RÚV sem þarf hvert ár að vona að stofnunin hljóti nægt fjármagn til rekstursins. Þettaer óásættanleg staða. Staða sem getur múlbundið fjölmiðla að einhverju leyti, enda um að ræða hálfgerða ógnarstjórn að standa stöðugt undir mögulegum niðurskurðarhnífnum. Tækifærin til að hóta niðurskurði og fylgja því svo eftir eru fyrir hendi og þá skil ég betur óþægindin sem fylgja því að ég veki máls á þessari umgjörð í samhengi við dæmi um aðferðir ákveðinna fjölmiðla. Enn og aftur ítreka ég að ég hef ekki nein tækifæri til að hafa áhrif á einstaka styrkveitingar til fjölmiðla og vil alls ekki hafa þau. Mér finnst eðlilegur hluti af lýðræðislegri umræðu að ræða stöðu lýðræðisins og hvernig stuðningskerfin okkar eins og fjölmiðlastyrkirnir getistutt við það. Annað sem gæti stutt við fjölbreytta fjölmiðlun og lýðræðislega umfjöllun væri til dæmis að fella niður virðisaukaskatt af efni fjölmiðla eins oggert er í Noregi. Mér finnst líka eðlilegur hluti lýðræðisins að fjölmiðlum sé veitt ákveðið faglegt aðhald í umfjöllun sinni. Það verður augljóslega að bæta alla umgjörð um stuðning við fjölmiðla og tryggja meira óhæði. Mér finnst skipta máli að styðja við rekstur fjölmiðla svo efla megi þeirra lýðræðishlutverk en það er ekki sama hvernig það er gert. Þar vantar meiri fyrirsjáanleika og betri og gagnsærri umgjörð til að styðja við vandaða fréttamiðlun. Við verðum á sama tíma að stuðla að eftirfylgni siðareglna blaðamanna ogtryggja almenningi vandaðar upplýsingar um málefni líðandi stundar enda aðgengi að upplýsingum lykilstoð lýðræðisins. Það er kominn tími til að Ísland fari að verða fullþroska lýðræðisríki. Leggjum stöndugan grunn til framtíðar undir þá traustu stoð lýðræðisins sem fjölmiðlar verða að vera og sem íslenskur almenningur á skilið. Höfundur er borgarfulltrúi og oddviti Pírata.
Telur gagnrýni Dóru Bjartar varhugaverða Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur nú tjáð sig um gagnrýni Dóru Bjartar Guðjónsdóttur borgarfulltrúa, á ríkisstyrki til Morgunblaðsins. Sigríður Dögg telur Dóru Björt vera á vafasömu róli með gagnrýni sína. 8. nóvember 2023 15:11
Vill að hlutleysi sé forsenda ríkisstyrks fjölmiðla Borgarfulltrúi Pírata beindi spjótum sínum að fjölmiðlum í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar í dag, þá sérstaklega að þeim sem hafa gagnrýnt málefni borgarinnar. Sagði hún að sér þætti eðlileg forsenda að fjölmiðlar sýndu af sér hlutleysi til að hljóta styrk úr ríkissjóði. 7. nóvember 2023 21:39
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar