Forsætisráðherra Palestínu biðlar til alþjóðasamfélagsins að stilla til friðar Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2023 19:21 Þessari stúlku var bjargað úr húsarústum eftir loftárás Ísraelshers á Jabaliya flóttamannabúðirnar í norðurhluta Gaza hinn 1. nóvember. AP/Abed Khaled Forsætisráðherra Palestínu biðlaði til alþjóðasamfélagsins í dag að þrýsta á endalok stríðsátaka á Gaza og spurði hversu margir þyrftu að deyja og hvað eyðileggingin þyrfti að verða mikil áður nóg væri komið. Alþingi samþykkti ályktun utanríkismálanefndar um átökin á Gaza í dag með öllum greiddum atkvæðum. Hópur leiðtoga arabaríkja, vestrænna ríkja og samtaka komu saman til skyndifundar í boði Frakklandsforseta í París í dag til að ræða stöðuna í átökunum á Gaza. Mohammad Shtayyeh forsætisráðherra Palestínu spurði ráðstefnugesti hvenær þeir teldu að nóg væri komið af morðum og eyðileggingu heimila fólks Mohammed Shtayyeh forsætisráðherra Palestínu (með aðsetur á Vesturbakkanum) segir Ísrael ekki í stríði við Hamas heldur alla palestínsku þjóðina.AP/Ludovic Marin „Hvað þurfa margir Palestínumenn að deyja til að stöðva stríðið? Þegar sex börn eru myrt á hverri klukkustund, þegar kona er myrt á klukkustundarfresti, er það nóg? Eða þegar tíu þúsund manns hafa verið drepin á þrjátíu dögum, dugar það til,“ spurði forsætisráðherrann. Sjálfsvörn gæfi ríkjum ekki rétt til að hernema önnur lönd, til að brjóta alþjóðleg mannúðarlög og hvorugur aðilinn hefði rétt til að myrða saklausa borgara. „En Ísrael er ekki í stríði við Hamas heldur alla palestínsku þjóðina. Varnarmálaráðherra Ísraels hefur sagt að hann eigi í stríði við mannskepnur,“ sagði Shtayyeh. Tveggja ríkja lausn er eina leiðin sem tryggir frið og öryggi Emmanuel Macron forseti Frakklands sagði tveggja ríkja lausn sjálfstæðrar Palestínu og Ísraels þjóna öryggishagsmunum beggja aðila. Emmanuel Macron forseti Frakklands vill blása nýju lífi í frumkvæði Óslóar samkomulagsins um tveggja ríkja lausn.AP/Ludovic Marin „Við verðum að læra af reynslunni og hætta að fresta friði í Miðausturlöndum. Við verðum að ná aftur frumkvæðinu og safna styrk til að færa okkur loksins í átt til tveggja ríkja lausnarinnar, þar sem Ísrael og Palestína geta þrifist hlið við hlið í friði og öryggi,“ sagði Macron á ráðstefnunni í París. En á meðan leiðtogar heimsins tala heldur stríðið áfram. Ísraelsher er kominn inn í miðborg Gazaborgar. Börn og fullorðnir halda áfram að deyja og innviðir eru sprengdir í loft upp með tilheyrandi skorti á mat, lyfjum, vatni og rafmagni. Þúsundir Palestínumanna hafa flúið suður á bóginn frá Gazaborg vegna stöðugra loftárása Ísraelshers á borgina undanfarnar vikur.AP/Hatem Moussa Á Alþingi Íslendinga náðist loks að samþykkja í dag ályktun með öllum greiddum atkvæðum, sem allir flokkar stóðu að, um vopnahlé og fordæmingu á árásum á almenna borgara og brot á alþjóðalögum. Katrín Jakobsdóttir fagnaði því að Alþingi gæti lyft sér upp fyrir dægurþras og samþykkt ályktun um átökin á Gaza samhljóða.Vísir/Vilhelm „Umræða dagsins í dag hefur sýnt svo ekki verður um villst að enginn í þessum sal er ósnortinn af þeim skelfilegu atburðum sem nú eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs. Ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að Alþingi geti hafið sig yfir pólitískt þjark hversdagsins og talað með skýrri röddu í atburðum þar sem fórnarlömbin eru fyrst og fremst venjulegt fólk, óbreyttir borgarar,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar ályktunin var samþykkt í dag. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Frakkland Alþingi Tengdar fréttir Skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við krísunni á Gasa Íslenskir læknar og hjúkrunarfræðingar hafa sent íslenskum stjórnvöldum sitthvort opinbera bréfið vegna ástandsins á Gasa. Undirrituð krefjast þess að íslensk stjórnvöld bregðist við atburðunum og krefjist þar vopnahlés og þrýsti á Ísrael um að stöðva árásir. 9. nóvember 2023 13:47 Samstaða um Gasa á Alþingi en pattstaða í átökum Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt í dag samkomulagi um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði áfram undir stjórn Palestínumanna en án Hamas. 8. nóvember 2023 19:22 Náðu saman með ályktun um vopnahlé Utanríkismálanefnd komst að samkomulagi um tillögu að þingsályktun á fundi sínum í morgun sem snertir á kröfu um vopnahlé á Gasa, fordæmingu á hryðjuverkum Hamas-samtakanna í Ísrael og fordæmingu á verknaði Ísraelsstjórnar í kjölfarið. Tillagan verður tekin fyrir á þinginu á morgun. 8. nóvember 2023 14:06 Nauðsynlegt að stöðva stríðsglæpi á Gaza strax Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að afstaða Alþingis gagnvart átökunum á Gaza liggi fyrir sem allra fyrst. Það liggi ljóst fyrir að stríðsglæpir hafi verið framdir á Gaza og þá verði að stöðva ekki síðar en strax. 8. nóvember 2023 12:01 G7-ríkin kalla eftir mannúðarhléi en Blinken útilokar vopnahlé Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem kallað er eftir mannúðarhléi á átökum milli Ísraela og Hamas til að greiða fyrir neyðaraðstoð til íbúa. 8. nóvember 2023 10:58 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Hópur leiðtoga arabaríkja, vestrænna ríkja og samtaka komu saman til skyndifundar í boði Frakklandsforseta í París í dag til að ræða stöðuna í átökunum á Gaza. Mohammad Shtayyeh forsætisráðherra Palestínu spurði ráðstefnugesti hvenær þeir teldu að nóg væri komið af morðum og eyðileggingu heimila fólks Mohammed Shtayyeh forsætisráðherra Palestínu (með aðsetur á Vesturbakkanum) segir Ísrael ekki í stríði við Hamas heldur alla palestínsku þjóðina.AP/Ludovic Marin „Hvað þurfa margir Palestínumenn að deyja til að stöðva stríðið? Þegar sex börn eru myrt á hverri klukkustund, þegar kona er myrt á klukkustundarfresti, er það nóg? Eða þegar tíu þúsund manns hafa verið drepin á þrjátíu dögum, dugar það til,“ spurði forsætisráðherrann. Sjálfsvörn gæfi ríkjum ekki rétt til að hernema önnur lönd, til að brjóta alþjóðleg mannúðarlög og hvorugur aðilinn hefði rétt til að myrða saklausa borgara. „En Ísrael er ekki í stríði við Hamas heldur alla palestínsku þjóðina. Varnarmálaráðherra Ísraels hefur sagt að hann eigi í stríði við mannskepnur,“ sagði Shtayyeh. Tveggja ríkja lausn er eina leiðin sem tryggir frið og öryggi Emmanuel Macron forseti Frakklands sagði tveggja ríkja lausn sjálfstæðrar Palestínu og Ísraels þjóna öryggishagsmunum beggja aðila. Emmanuel Macron forseti Frakklands vill blása nýju lífi í frumkvæði Óslóar samkomulagsins um tveggja ríkja lausn.AP/Ludovic Marin „Við verðum að læra af reynslunni og hætta að fresta friði í Miðausturlöndum. Við verðum að ná aftur frumkvæðinu og safna styrk til að færa okkur loksins í átt til tveggja ríkja lausnarinnar, þar sem Ísrael og Palestína geta þrifist hlið við hlið í friði og öryggi,“ sagði Macron á ráðstefnunni í París. En á meðan leiðtogar heimsins tala heldur stríðið áfram. Ísraelsher er kominn inn í miðborg Gazaborgar. Börn og fullorðnir halda áfram að deyja og innviðir eru sprengdir í loft upp með tilheyrandi skorti á mat, lyfjum, vatni og rafmagni. Þúsundir Palestínumanna hafa flúið suður á bóginn frá Gazaborg vegna stöðugra loftárása Ísraelshers á borgina undanfarnar vikur.AP/Hatem Moussa Á Alþingi Íslendinga náðist loks að samþykkja í dag ályktun með öllum greiddum atkvæðum, sem allir flokkar stóðu að, um vopnahlé og fordæmingu á árásum á almenna borgara og brot á alþjóðalögum. Katrín Jakobsdóttir fagnaði því að Alþingi gæti lyft sér upp fyrir dægurþras og samþykkt ályktun um átökin á Gaza samhljóða.Vísir/Vilhelm „Umræða dagsins í dag hefur sýnt svo ekki verður um villst að enginn í þessum sal er ósnortinn af þeim skelfilegu atburðum sem nú eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs. Ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að Alþingi geti hafið sig yfir pólitískt þjark hversdagsins og talað með skýrri röddu í atburðum þar sem fórnarlömbin eru fyrst og fremst venjulegt fólk, óbreyttir borgarar,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar ályktunin var samþykkt í dag.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Frakkland Alþingi Tengdar fréttir Skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við krísunni á Gasa Íslenskir læknar og hjúkrunarfræðingar hafa sent íslenskum stjórnvöldum sitthvort opinbera bréfið vegna ástandsins á Gasa. Undirrituð krefjast þess að íslensk stjórnvöld bregðist við atburðunum og krefjist þar vopnahlés og þrýsti á Ísrael um að stöðva árásir. 9. nóvember 2023 13:47 Samstaða um Gasa á Alþingi en pattstaða í átökum Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt í dag samkomulagi um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði áfram undir stjórn Palestínumanna en án Hamas. 8. nóvember 2023 19:22 Náðu saman með ályktun um vopnahlé Utanríkismálanefnd komst að samkomulagi um tillögu að þingsályktun á fundi sínum í morgun sem snertir á kröfu um vopnahlé á Gasa, fordæmingu á hryðjuverkum Hamas-samtakanna í Ísrael og fordæmingu á verknaði Ísraelsstjórnar í kjölfarið. Tillagan verður tekin fyrir á þinginu á morgun. 8. nóvember 2023 14:06 Nauðsynlegt að stöðva stríðsglæpi á Gaza strax Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að afstaða Alþingis gagnvart átökunum á Gaza liggi fyrir sem allra fyrst. Það liggi ljóst fyrir að stríðsglæpir hafi verið framdir á Gaza og þá verði að stöðva ekki síðar en strax. 8. nóvember 2023 12:01 G7-ríkin kalla eftir mannúðarhléi en Blinken útilokar vopnahlé Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem kallað er eftir mannúðarhléi á átökum milli Ísraela og Hamas til að greiða fyrir neyðaraðstoð til íbúa. 8. nóvember 2023 10:58 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við krísunni á Gasa Íslenskir læknar og hjúkrunarfræðingar hafa sent íslenskum stjórnvöldum sitthvort opinbera bréfið vegna ástandsins á Gasa. Undirrituð krefjast þess að íslensk stjórnvöld bregðist við atburðunum og krefjist þar vopnahlés og þrýsti á Ísrael um að stöðva árásir. 9. nóvember 2023 13:47
Samstaða um Gasa á Alþingi en pattstaða í átökum Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt í dag samkomulagi um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði áfram undir stjórn Palestínumanna en án Hamas. 8. nóvember 2023 19:22
Náðu saman með ályktun um vopnahlé Utanríkismálanefnd komst að samkomulagi um tillögu að þingsályktun á fundi sínum í morgun sem snertir á kröfu um vopnahlé á Gasa, fordæmingu á hryðjuverkum Hamas-samtakanna í Ísrael og fordæmingu á verknaði Ísraelsstjórnar í kjölfarið. Tillagan verður tekin fyrir á þinginu á morgun. 8. nóvember 2023 14:06
Nauðsynlegt að stöðva stríðsglæpi á Gaza strax Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að afstaða Alþingis gagnvart átökunum á Gaza liggi fyrir sem allra fyrst. Það liggi ljóst fyrir að stríðsglæpir hafi verið framdir á Gaza og þá verði að stöðva ekki síðar en strax. 8. nóvember 2023 12:01
G7-ríkin kalla eftir mannúðarhléi en Blinken útilokar vopnahlé Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem kallað er eftir mannúðarhléi á átökum milli Ísraela og Hamas til að greiða fyrir neyðaraðstoð til íbúa. 8. nóvember 2023 10:58