G7-ríkin kalla eftir mannúðarhléi en Blinken útilokar vopnahlé Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. nóvember 2023 10:58 Utanríkisráðherrar G7 funduðu í Tókýó í morgun. AP/Jonathan Ernst Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem kallað er eftir mannúðarhléi á átökum milli Ísraela og Hamas til að greiða fyrir neyðaraðstoð til íbúa. Ráðherrarnir ítrekuðu fordæmingu sína á árásum Hamas 7. október og stuðning þeirra við rétt Ísraels til að verja sig en lögðu einnig áherslu á nauðsyn þess að fara að alþjóðlegum lögum. Þá gagnrýndu þeir ofbeldi landtökufólks á Vesturbakkanum gegn Palestínumönnum, sögðu það óásættanlegt, grafa undan öryggi á svæðinu og ógna vonum um varanlegan frið. Yoko Kamikawa, utanríkisráðherra Japan, sagði að loknum fundi í Tókýó að tafarlausra aðgerða væri þörf til að mæta því ástandi sem hefði skapast á Gasa síðustu daga og vikur. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði vopnahlé hins vegar ekki inni í myndinni; Hamas-samtökin hefðu enn yfir 200 manns í gíslingu og hefðu hótað ítrekuðum endurtekningum á 7. október. Það væri afstaða Bandaríkjanna til framtíðarhorfa á Gasa að það mætti ekki neyða Palestínumenn þaðan, ekki núna og ekki í framtíðinni. Gasa ætti ekki að verða miðstöð fyrir hryðjuverkastarfsemi né væri rétt að hernema svæðið á ný. Þá ætti ekki að umkringja eða hindra för fólks um svæðið né minnka það. Framtíðarstjórn Gasa yrði að vera á höndum stjórnar leidda af Palestínumönnum og miða að því að svara vilja Palestínumanna. Þá þyrfti að sameina Gasa og Vesturbakkann undir umræddri stjórn og vinna að endurreisn innviða á Gasa. Blinken sagði Bandaríkjamenn sjá fyrir sér Ísraelsmenn og Palestínumenn lifa saman í friði, í eigin ríkjum. Utanríkisráðherrann sagði Gasa ekki mega falla aftur undir stjórn Hamas né ættu Ísraelar að hernema svæðið á ný. Viðbúið væri hins vegar að grípa þyrfti til einhverra tímabundinna ráðstafana að átökum loknum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Ráðherrarnir ítrekuðu fordæmingu sína á árásum Hamas 7. október og stuðning þeirra við rétt Ísraels til að verja sig en lögðu einnig áherslu á nauðsyn þess að fara að alþjóðlegum lögum. Þá gagnrýndu þeir ofbeldi landtökufólks á Vesturbakkanum gegn Palestínumönnum, sögðu það óásættanlegt, grafa undan öryggi á svæðinu og ógna vonum um varanlegan frið. Yoko Kamikawa, utanríkisráðherra Japan, sagði að loknum fundi í Tókýó að tafarlausra aðgerða væri þörf til að mæta því ástandi sem hefði skapast á Gasa síðustu daga og vikur. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði vopnahlé hins vegar ekki inni í myndinni; Hamas-samtökin hefðu enn yfir 200 manns í gíslingu og hefðu hótað ítrekuðum endurtekningum á 7. október. Það væri afstaða Bandaríkjanna til framtíðarhorfa á Gasa að það mætti ekki neyða Palestínumenn þaðan, ekki núna og ekki í framtíðinni. Gasa ætti ekki að verða miðstöð fyrir hryðjuverkastarfsemi né væri rétt að hernema svæðið á ný. Þá ætti ekki að umkringja eða hindra för fólks um svæðið né minnka það. Framtíðarstjórn Gasa yrði að vera á höndum stjórnar leidda af Palestínumönnum og miða að því að svara vilja Palestínumanna. Þá þyrfti að sameina Gasa og Vesturbakkann undir umræddri stjórn og vinna að endurreisn innviða á Gasa. Blinken sagði Bandaríkjamenn sjá fyrir sér Ísraelsmenn og Palestínumenn lifa saman í friði, í eigin ríkjum. Utanríkisráðherrann sagði Gasa ekki mega falla aftur undir stjórn Hamas né ættu Ísraelar að hernema svæðið á ný. Viðbúið væri hins vegar að grípa þyrfti til einhverra tímabundinna ráðstafana að átökum loknum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira