Hús-næði Hjálmar Sveinsson skrifar 8. nóvember 2023 08:31 Orðið húsnæði felur í sér fyrirheit um öryggi og skjól. Ríki og sveitarfélög setja sér húsnæðisstefnu til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegu verði. Samkomulag ríkis og Reykjavíkurborgar um aukið framboð á íbúðum, sem borgarstjóri og innviðaráðherra undirrituði í ársbyrjun, er afar mikilvægt. Þar er kveðið á um að byggðar verði 16 000 íbúðir í Reykjavík á árunum 2023 til 2032 og einnig, sem er ekki síður mikilvægt, er gert ráð fyrir að 35 prósent þessara 16 þúsund íbúða verði félagslegt og hagkvæmt húsnæði. Tímamótasamkomulag Samkomulagið markar tímamót en setur jafnframt kvaðir á borg og ríki að framfylgja því. Það felur í sér mikilvæga framtíðarsýn og réttlátt húsnæðiskerfi. Nákvæmlega þess vegna sætir nokkurri furðu að Reykjavík skuli, enn sem komið er, vera eina sveitarfélagið sem gert hefur slíkt samkomulag. Umræða um húsnæðismál hefur verið áberandi undanfarnar vikur. Rætt er um botnfrosinn markað og hávaxtastefnu Seðlabankans og þröngum lánaskilyrðum kennt um. Það er vissulega slæmt en ástandið er skilgetið afkvæmi sveiflukennds efnahagslífs. Húsnæðismarkaðurinn í Reykjavík er reyndar ekki botnfrosinn. Ekki ennþá. Í dag eru um 2800 íbúðir í byggingu í Reykjavík, aðrar 2700 áætlaðar íbúðir eru á lóðum sem búið er að deiliskipuleggja, og því hægt að byggja strax, og álíka margar á byggingarhæfum lóðum. Auk þess er gert ráð fyrir 9000 lóðum á þróunarsvæðum í borginni. Það er sem sé til nóg af deiliskipulögðum og byggingarhæfum lóðum. En fjármagn, á viðráðanlegu verði, virðist vanta til að byggja meira. Af þeim sökum er óvíst að takist að framfylgja metnaðarfullum markmiðum húsnæðissamkomulagsins fyrr en verðbólguskrímslið hefur verið hrakið aftur inn í helli sinn. Hvað með öruggt húsnæði á leigumarkaði? Það vekur athygli mína að í allri húsnæðisumræðunni er varla minnst á leigumarkaðinn. Kannski vegna tilhneigingar til að tala þann markað niður. Ólíklegasta fólk talar jafnvel um “leiguliða” þegar leigjendur ber á góma. Það er talað um að fólk sé “fast á leigumarkaði”. En ætti það ekki að vera ánægjulegur valkostur frekar en bölvaldur að leigja húsnæði? Í ágætu Silfri á Rúv á mánudaginn voru ungmenni spurð hvort sæju fyrir sér að geta keypt íbúð. Þau sáu það yfirleitt ekki fyrir sér. En að leigja? Þau voru ekki spurð að því. Ætti það ekki að vera góður valkostur fyrir þau sem hafa ekki efni á að kaupa eða vilja ekki steypa sér í rússíbanareið ævilangra skulda verðtryggðra eða óverðtryggðra lána í íslensku hávaxtaumhverfi? Gæti ekki verið skynsamlegt að byggja upp slíkt kerfi hagkvæms og öruggs langtímaleigumarkaðar til hliðar við séreignakerfið eins og þekkist í nágrannalöndum okkar? Segja má að vísir að því sé kominn með samningum ríkis og sveitarfélaga um stofnframlög. Húsnæðisfélag verkalýðshreyfingarinnar Bjarg hefur á örfáum árum byggt 1000 langtímaleiguíbúðir á grundvelli stofnframlaga víðs vegar um borgina á örfáum árum. Sú uppbygging miðar við fólk á vinnumarkaði með lágar tekjur. Er ekki kominn tími til að taka aðeins stærri skref og stofna húsnæðisfélög sem byggja upp hagkvæmt húsnæði á félagslegum forsendum fyrir fleiri sem hér búa og starfa? Það gæti skapað fólki alvöru húsnæði og samrýmdist húsnæðissáttmálanum. Húsnæði er annað og meira en hilluvara. Í orðinu felst mikilvægt fyrirheit. Fyrsta skrefið gæti verið að hætta að tala leigumarkaðinn niður og. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Samfylkingin Húsnæðismál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Orðið húsnæði felur í sér fyrirheit um öryggi og skjól. Ríki og sveitarfélög setja sér húsnæðisstefnu til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegu verði. Samkomulag ríkis og Reykjavíkurborgar um aukið framboð á íbúðum, sem borgarstjóri og innviðaráðherra undirrituði í ársbyrjun, er afar mikilvægt. Þar er kveðið á um að byggðar verði 16 000 íbúðir í Reykjavík á árunum 2023 til 2032 og einnig, sem er ekki síður mikilvægt, er gert ráð fyrir að 35 prósent þessara 16 þúsund íbúða verði félagslegt og hagkvæmt húsnæði. Tímamótasamkomulag Samkomulagið markar tímamót en setur jafnframt kvaðir á borg og ríki að framfylgja því. Það felur í sér mikilvæga framtíðarsýn og réttlátt húsnæðiskerfi. Nákvæmlega þess vegna sætir nokkurri furðu að Reykjavík skuli, enn sem komið er, vera eina sveitarfélagið sem gert hefur slíkt samkomulag. Umræða um húsnæðismál hefur verið áberandi undanfarnar vikur. Rætt er um botnfrosinn markað og hávaxtastefnu Seðlabankans og þröngum lánaskilyrðum kennt um. Það er vissulega slæmt en ástandið er skilgetið afkvæmi sveiflukennds efnahagslífs. Húsnæðismarkaðurinn í Reykjavík er reyndar ekki botnfrosinn. Ekki ennþá. Í dag eru um 2800 íbúðir í byggingu í Reykjavík, aðrar 2700 áætlaðar íbúðir eru á lóðum sem búið er að deiliskipuleggja, og því hægt að byggja strax, og álíka margar á byggingarhæfum lóðum. Auk þess er gert ráð fyrir 9000 lóðum á þróunarsvæðum í borginni. Það er sem sé til nóg af deiliskipulögðum og byggingarhæfum lóðum. En fjármagn, á viðráðanlegu verði, virðist vanta til að byggja meira. Af þeim sökum er óvíst að takist að framfylgja metnaðarfullum markmiðum húsnæðissamkomulagsins fyrr en verðbólguskrímslið hefur verið hrakið aftur inn í helli sinn. Hvað með öruggt húsnæði á leigumarkaði? Það vekur athygli mína að í allri húsnæðisumræðunni er varla minnst á leigumarkaðinn. Kannski vegna tilhneigingar til að tala þann markað niður. Ólíklegasta fólk talar jafnvel um “leiguliða” þegar leigjendur ber á góma. Það er talað um að fólk sé “fast á leigumarkaði”. En ætti það ekki að vera ánægjulegur valkostur frekar en bölvaldur að leigja húsnæði? Í ágætu Silfri á Rúv á mánudaginn voru ungmenni spurð hvort sæju fyrir sér að geta keypt íbúð. Þau sáu það yfirleitt ekki fyrir sér. En að leigja? Þau voru ekki spurð að því. Ætti það ekki að vera góður valkostur fyrir þau sem hafa ekki efni á að kaupa eða vilja ekki steypa sér í rússíbanareið ævilangra skulda verðtryggðra eða óverðtryggðra lána í íslensku hávaxtaumhverfi? Gæti ekki verið skynsamlegt að byggja upp slíkt kerfi hagkvæms og öruggs langtímaleigumarkaðar til hliðar við séreignakerfið eins og þekkist í nágrannalöndum okkar? Segja má að vísir að því sé kominn með samningum ríkis og sveitarfélaga um stofnframlög. Húsnæðisfélag verkalýðshreyfingarinnar Bjarg hefur á örfáum árum byggt 1000 langtímaleiguíbúðir á grundvelli stofnframlaga víðs vegar um borgina á örfáum árum. Sú uppbygging miðar við fólk á vinnumarkaði með lágar tekjur. Er ekki kominn tími til að taka aðeins stærri skref og stofna húsnæðisfélög sem byggja upp hagkvæmt húsnæði á félagslegum forsendum fyrir fleiri sem hér búa og starfa? Það gæti skapað fólki alvöru húsnæði og samrýmdist húsnæðissáttmálanum. Húsnæði er annað og meira en hilluvara. Í orðinu felst mikilvægt fyrirheit. Fyrsta skrefið gæti verið að hætta að tala leigumarkaðinn niður og. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun