Nokkur orð um rafskútur Hjalti Már Björnsson skrifar 1. nóvember 2023 20:00 Eins og umtalsvert hefur verið fjallað um síðustu daga er slysatíðni af rafskútum áhyggjuefni í samfélaginu. Við þurfum að skoða leiðir til að draga úr þessum slysum en í umræðunni þykir mér rétt að leggja áherslu á eftirfarandi: Ein helsta ástæðan fyrir því að rafskútur eru nauðsynleg viðbót við samgöngur í þéttbýli á Íslandi er hversu takmarkaðar almenningssamgöngur eru í boði. Því held ég að sú bylting sem verður með tilkomu Borgarlínu muni fækka þessum slysum. Flýta þarf uppbyggingu Borgarlínunnar og annarra almenningssamgangna. Umtalsverður hluti rafskútuslysa verða vegna ölvunar, þar er vandamálið áfengi, ekki rafskútan. Ég sé mörg sem slasa sig af því að ganga niður tröppur undir áhrifum áfengis, það er samt engin ástæða til að banna tröppur. Ólíkt ölvunarakstri á bíl valda þau sem lenda í slysum á rafskútum sjaldnast áverkum á öðrum. Því er það mín skoðun að ekki sé réttlætanlegt að láta sömu refsingu liggja við ölvunarakstri bíls og að vera ölvaður á rafskútu. Þegar fólk hefur lent í líkamstjóni vegna rangra ákvarðana undir áhrifum áfengis ætti að styðja þau, ekki bæta við refsingu. Ég er sammála því að takmarka hraða á öllum farartækjum þannig að ekki sé hægt að aka þeim hraðar en leyft er á hverjum stað. Hér yrði mesti ávinningurinn af því að hraðatakmarka bílana. Fjöldi banaslysa í umferðinni á Íslandi náði hámarki árið 1977 þegar 33 létust. Síðan þá hefur fjöldi bíla og ekinna kílómetra á ári margfaldast, þrátt fyrir það hefur banaslysum fækkað niður í brot af því sem áður var. Samfélagið lærði á bílinn og þannig náðist slysatíðnin talsvert niður þó hún sé enn há. Hið sama er líklegt að gerist með rafskútur. Samgöngumál þarf alltaf að skoða í víðu samhengi. Fyrir utan hræðilega slysatíðni vegna bíla veldur sá sem notar bíl sjálfum sér heilsutjóni með hreyfingarleysi en sjálfum sér og öðrum heilsutjóni með loftmengun. Áætlað er að tugir einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu látist á hverju ári vegna loftmengunar og grípa þarf til róttækra aðgerða til að auka loftgæði, rétturinn til að anda að sér hreinu lofti á að vera sterkari en réttur fólks til að keyra. Því verður að standa vörð um aðra samgöngumáta en bílinn, þar með talið rafskútur sem valda nánast engri mengun. Bílar eru nauðsynlegir í dreifbýli og þeim sem búa við hreyfiskerðingu. Í þéttbýli eru almenningssamgöngur og reiðhjól besti samgöngumátinn. Höfundur er yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rafhlaupahjól Landspítalinn Umferðaröryggi Borgarlína Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Eins og umtalsvert hefur verið fjallað um síðustu daga er slysatíðni af rafskútum áhyggjuefni í samfélaginu. Við þurfum að skoða leiðir til að draga úr þessum slysum en í umræðunni þykir mér rétt að leggja áherslu á eftirfarandi: Ein helsta ástæðan fyrir því að rafskútur eru nauðsynleg viðbót við samgöngur í þéttbýli á Íslandi er hversu takmarkaðar almenningssamgöngur eru í boði. Því held ég að sú bylting sem verður með tilkomu Borgarlínu muni fækka þessum slysum. Flýta þarf uppbyggingu Borgarlínunnar og annarra almenningssamgangna. Umtalsverður hluti rafskútuslysa verða vegna ölvunar, þar er vandamálið áfengi, ekki rafskútan. Ég sé mörg sem slasa sig af því að ganga niður tröppur undir áhrifum áfengis, það er samt engin ástæða til að banna tröppur. Ólíkt ölvunarakstri á bíl valda þau sem lenda í slysum á rafskútum sjaldnast áverkum á öðrum. Því er það mín skoðun að ekki sé réttlætanlegt að láta sömu refsingu liggja við ölvunarakstri bíls og að vera ölvaður á rafskútu. Þegar fólk hefur lent í líkamstjóni vegna rangra ákvarðana undir áhrifum áfengis ætti að styðja þau, ekki bæta við refsingu. Ég er sammála því að takmarka hraða á öllum farartækjum þannig að ekki sé hægt að aka þeim hraðar en leyft er á hverjum stað. Hér yrði mesti ávinningurinn af því að hraðatakmarka bílana. Fjöldi banaslysa í umferðinni á Íslandi náði hámarki árið 1977 þegar 33 létust. Síðan þá hefur fjöldi bíla og ekinna kílómetra á ári margfaldast, þrátt fyrir það hefur banaslysum fækkað niður í brot af því sem áður var. Samfélagið lærði á bílinn og þannig náðist slysatíðnin talsvert niður þó hún sé enn há. Hið sama er líklegt að gerist með rafskútur. Samgöngumál þarf alltaf að skoða í víðu samhengi. Fyrir utan hræðilega slysatíðni vegna bíla veldur sá sem notar bíl sjálfum sér heilsutjóni með hreyfingarleysi en sjálfum sér og öðrum heilsutjóni með loftmengun. Áætlað er að tugir einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu látist á hverju ári vegna loftmengunar og grípa þarf til róttækra aðgerða til að auka loftgæði, rétturinn til að anda að sér hreinu lofti á að vera sterkari en réttur fólks til að keyra. Því verður að standa vörð um aðra samgöngumáta en bílinn, þar með talið rafskútur sem valda nánast engri mengun. Bílar eru nauðsynlegir í dreifbýli og þeim sem búa við hreyfiskerðingu. Í þéttbýli eru almenningssamgöngur og reiðhjól besti samgöngumátinn. Höfundur er yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun